Freyja 1-2

Page 21

UTAN ÚR HEIMI rólega upp næstu vikurnar. Séu hins vegar taðtrefjar í legubásnum draga þær til sín hlandið strax við yfirborð bássins og því á ammoníak auðveldara með að gufa upp þaðan strax í upphafi. Þörf á frekari rannsóknum Mikill munur á uppgufunartölum á milli ólíkra gerða undirlags í legubásum í framangreindri rannsókn gefa tilefni til frekari skoðunar á því hvort í raun sé einhver munur á uppgufun ammoníaks á milli mismunandi gerða undirburðar eða hvort uppgufunin sé hálfgerður fasti og meira háður því hve mikið af ammoníaki berst í viðkomandi undirburð. Í rannsókninni var t.d. mæld uppgufun á mismunandi stöðum í básunum og kom í ljós að langmest uppgufun ammoníaksins var í aftasta hluta legubássins, sem gefur ástæðu til að ætla að mismunurinn felist því ekki í gerð undirburðarins heldur frekar utanaðkomandi mengun.

Mynd 4. Mælingar á uppgufun ammoníaks voru gerðar á nokkrum mismunandi stöðum í legubásunum.

hlandi og skít. Þetta má koma í veg fyrir að stórum hluta með rétt stilltum innréttingum en víða liggja kýr allt of langt upp í legubásana og jafnvel svo að nærri fet er frá aftasta kanti legubássins að kúnni sjálfri! Sé herðakambssláin allt of framarlega yfir básunum eiga kýrnar auðvelt með að leggjast langt upp í básana en sé herðakambssláin of aftarlega eiga kýrnar erfitt með að leggjast með tilheyrandi hættu á t.d. spenastigi eða minni afurðasemi þar sem þær liggja skemur yfir daginn. Ekki er hægt að gefa út einhlítar leiðbeiningar um þetta enda aðstæður mismunandi og því mikilvægt fyrir kúabændurna sjálfa að skoða aðstæður á sínum búum. Sé herðakambssláin rétt stillt og sé bringuborð til staðar, eða t.d. 100 mm rör fremst í básnum sem stillir af lengdarnýtingu hans, ættu kýrnar að liggja rétt. Þegar svo er, sparast ekki eingöngu vinna við hreinsun básanna heldur má einnig spara magn undirburðar, enda ætti megnið af mykjunni að falla aftur af básnum en ekki upp í básinn.

Er sýrð mykja lausnin? Í sumum löndum hafa á liðnum árum verið gerðar þó nokkrar tilraunir með súrsun á mykju í þeim tilgangi að draga úr tapi köfnunarefnis við útkeyrslu mykjunnar. Því vakna áhugaverðar spurningar í tengslum við notkun á slíkri mykju við framleiðslu á undirburði enda má ætla að lágt sýrustig mykjunnar dragi úr uppgufun köfnunarefnis, þar sem það verður í auknum mæli bundið sem ammoníum í slíkri mykju en ekki sem ammoníak. Jafnframt má ætla að lágt sýrustig taðtrefjanna myndi einnig draga úr eiginleikum þess sem vaxtarstað fyrir bakteríur og þar með minnka líkur á virkum smitefnum í undirlagi kúnna. Áhrif undirburðar með lágt sýrstig á kýrnar sjálfar þarf þó einnig að skoða.

Heimildaskrá Lars Kousgaard, 2011. Måling af ammoniakfordampning fra sengebåse med fiberstrøelse, 33 s. BS verkefni frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, 33 bls.

Rétt stilltar innréttingar!

Harrison, E., J. Bonhotal og M. Schwarz, 2008. Using manure solids as bedding. Skýrsla frá Cornell Waste Management Institute, 128 bls. Allar myndir í greininni koma frá höfundum

Niðurstöðurnar sýndu fram á að mikill munur var á uppgufun ammoníaks eftir því hvar mælt er í legubásunum, sem bendir um leið til þess að kýrnar ná að menga básana með

20

F REYJA 2-1


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.