Reykjavík 2010

Page 24

• 83,7% svarenda sögðust ánægð með skólann sem barnið þeirra er í. • 88% sögðust ánægð með viðmót umsjónarkennara í samskiptum við barnið. • 78,4% sögðust ánægð með upplýsingastreymi frá umsjónarkennara. • 83,1% töldu skólann gera hæfilegar kröfur til barnsins.

Aukin ánægja með grunnskóla Reykjavíkur Vaxandi ánægja er meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík með störf skólanna í borginni. Þetta sýna niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar sem gerð var á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Mikill meirihluti foreldra í borginni, eða 84 %, er ánægður með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð slík viðhorfskönnun. Um 90% telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum. leikaðstaða batnar Ánægja með aðbúnað og aðstöðu í grunnskólum er svipuð milli ára en eykst þó töluvert þegar spurt er um leikaðstöðu á skólalóð og möguleika barnsins á tómstundaiðkun að

loknum skóladegi. Þá eru foreldrar ánægðari nú en fyrir tveimur árum með aðstæður barna sinna til að matast í skólanum svo og með þann mat sem boðið er upp á í mötuneytum skólanna, eða um tæp sjötíu af hundraði. 84% grunnskólabarna í borginni nýta sér daglega heita máltíð í skólanum í hádeginu og telja 90% foreldra verð á skólamáltíðum sanngjarnt. ánægja með námskröfur eykst Viðhorfskannanir hafa verið gerðar sex sinnum frá árinu 2000 meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Þær gefa góðar vísbendingar um kröfur foreldra til innra starfs og aðbúnaðar í skólunum og hvernig koma megi til móts við þær. Kannanirnar leiða m.a. í ljós að hlutfall foreldra sem telur hæfilegar námskröfur gerðar til barna sinna hefur hækkað frá árinu 2000 úr 67% í 81% og að sá hópur foreldra stækkar sem er ánægður með

áherslur grunnskólanna á próf, aga og heimavinnu. 84% vilja heimanám Nýjar spurningar voru að þessu sinni lagðar fyrir foreldra um kennslu í fjórum námsgreinum, afstöðu til heimanáms og fleira. Þær leiddu m.a. í ljós að meira en áttatíu af hundraði foreldra eru ánægð með kennslu í lestri og íslensku, 74% með stærðfræðikennsluna og 70% með kennslu í erlendum tungumálum. 84% foreldra vilja heimanám í öllum greinum og er stuðningur þeirra mestur við heimavinnu nemenda á unglingastigi. Margt fróðlegt kom í ljós í könnuninni sem mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingarstarfi í grunnskólum borgarinnar. Til gamans og fróðleiks má hér til hliðar sjá nokkrar af helstu niðurstöðum könnunarinnar.

Tilraunastarf í Úlfarsárdal Nýstárlegur skóli í Úlfarsárdal tekur til starfa í haust en þar verður gerð tilraun með að reka saman leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili undir einu þaki. Byggingin mun þjónusta börn frá eins árs til tólf ára og bjóða metnaðarfulla leikskólamenntun og umönnun, grunnskólamenntun og frístundastarf. Með þessum spennandi skóla er ekki einungis verið að tryggja skólastarfsemi í Úlfarsárdal heldur verður hann fyrirmynd að aukinni samfellu á þjónustu við börnin í borginni. 24

• Einungis 26,6% svarenda höfðu tekið þátt í að gera námsáætlun með barninu sínu en 84,3% svarenda töldu slíkt mikilvægt. • 58,8% barna höfðu verið í vistun á frístundaheimilum ÍTR á skólaárinu. • 83,5% barna borða heitan mat í hádeginu í skólunum alla daga. • 91,3% töldu barninu oftast líða vel í skólanum. • Meðal þeirra foreldra sem áttu börn sem nýttu sér sérkennslu í skólunum voru 72,4% ánægð með hana. • 83,6% svarenda sögðust almennt ánægð með upplýsingagjöf skólans. • 71,3% sögðust ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar. • 86,2% foreldra töldu Reykjavíkurborg eiga að leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám.

Þessi tilraun miðar að því að auka sveigjanleika í skólastarfi og það sem er ekki síst mikilvægt, að skapa heildstæðari skóladag hjá börnunum. Skólinn er spennandi áskorun fyrir stjórnendur, stjórnkerfi og starfsfólk skólans, enda þarf að leysa fjölda hnúta til að börn og foreldrar upplifi samfellu á milli skólastiga og frístundastarfs. Nýlega var síðan Hildur Jóhannesdóttir ráðin sem skólastjóri og hún verður fyrsti skólastjórinn í Reykjavík sem stýrir börnum frá eins árs til tólf ára aldurs.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.