__MAIN_TEXT__

Page 1

Klifur Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra Mars 2004, 15. árgangur 1. tbl.

Þing Sjálfsbjargar framboðslistinn

Í hjólastól í einn dag

Unga fólkið

Afsláttur

í pólitík

á eldsneyti

Halaleikhópurinn gerir það gott

Í minnsta hjólastólnum aðeins þriggja ára gömul!


Klifur

Klifur Efnisyfirlit: Forystugrein Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Ábyrgðarmaður: Sigurður Einarsson. Útgáfunefnd: Pálína Snorradóttir Árni Salomonsson Birna Frímannsdóttir Guðný Guðnadóttir Jón Hlöðver Áskelsson Örn Sigurðsson Skrifstofa Sjálfsbjargar, lsf. Hátúni 12, 105 Reykjavík. Sími 550-0300, fax: 550-0399, tölvupóstur: mottaka@sjalfsbjörg.is

- Jón Eiríksson skrifar

3

Halaleikhópurinn - Fílamaðurinn fær góðar viðtökur

4

Afsláttur á eldsneyti - Samkomulag Sjálfsbjargar og Skeljungs

5

Nýr kynningar og félagsmálafulltrúi - Arndís Guðmundsdóttir

5

Sæmd gullmerki Sjálfbjargar - Brynhildur Bjarnadóttir

7

Í minnsta hjólastólnum á Íslandi - aðeins þriggja ára gömul

8-11

Þing Sjálfsbjargar lsf. - Framboðslistinn kynntur

12-15

Í hjólastól í einn dag - sveitarstjórinn á Sauðárkróki

Framkvæmdastjóri: Sigurður Einarsson.

17-18

Unga fólkið í pólitík - hvað segir það um málefni fatlaðra

Fjármálafulltrúi: Edda S. Hólmsteinsdóttir.

Sjálfsbjörg 2003

Ritari: Steingerður Halldórsdóttir.

Krossgátan

19-21

- Arnór Pétursson skrifar

23-24

- vinningshafar

27

Upplýsinga- og félagsmálafulltr: Arndís Guðmundsdóttir. Hönnun og umbrot: Kristrún M. Heiðberg. heidberg@islandia.is

17

Prentvinnsla: Prentmet ehf.

5

ISSN 1670-312X

19

7 Forsíðumyndin er af Bjarneyju Guðrúnu Jónsdóttur, 3 ára, sem er í minnsta hjólastólnum á Íslandi. Viðtal við föður hennar er á bls. 8. Mynd/kmh.

2

4


Klifur

Forystugrein

Fáein orð um þing Sjálfsbjargar

Á

ætlað er að halda þing Sjálfsbjargar í maí næstkomandi og gott er fyrir þá sem hafa hug á að gefa kost á sér til þingsetu að fara að undirbúa sig fyrir það.

Hvert verður aðalmál þingsins? Hefur viðkomandi eitthvað til málanna að leggja, eitthvað nýtt fram að færa? Stuðla að því að aðildarfélag viðkomandi leggi fram mál sem frambjóðandinn hefur hug á að nái framgöngu. Kynna sér framkomna framboðslista til stjórna og nefnda Sjálfsbjargar. Vera tilbúinn að starfa í hópvinnu um ákveðin mál og leggja fram ályktanir þar um.

Jón Eiríksson, félagi í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, skrifar.

Þetta eru bara nokkrir punktar sem gætu gagnast þeim sem hug hafa á að sækja þing. Það hefur því miður allt of oft gerst að þingfulltrúar hafa komið illa undirbúnir til þings og jafnvel ekki haft hugmynd um hvert aðalmál þingsins verður. Á næsta þingi verður þó stór megin breyting frá fyrri þingum. Nú verður í fyrsta skipti kosið eftir nýjum lögum sem kveða skýrt á um að: Framkvæmdastjórn skal leggja fyrir þing kjörseð-

il (kjörseðla) með þeim framboðum sem komin eru fram ef þau eru fleiri en tillaga kjörnefndar. Hafi engar aðrar tillögur komið fram skoðast tillaga kjörnefndar samþykkt og hún staðfest af þingi Sjálfsbjargar. Nú er semsagt ekki lengur hægt að stinga upp á fólki í hin og þessi embætti á þinginu sjálfu heldur skal allt slíkt komið fram áður. Kjörnefnd leggur þessi gögn fram a.m.k. tveimur mánuðum fyrir þing og sendir aðildarfélögunum sem þurfa að skila sínum tillögum a.m.k. mánuði fyrir þing. Einnig geta einstakir félagsmenn Sjálfsbjargarfélaganna lagt fram sínar tillögur og þurfa þær að vera komnar til framkvæmdastjóra mánuði fyrir þing. Þessi gögn þurfa væntanlegir þingfulltrúar að kynna sér vel og hafa myndað sér skoðun á þeim. Utan við þetta allt saman er svo bara að mæta á svæðið með góða skapið í farteskinu vera tilbúin að takast á við mikla vinnu, stundum svolítið „stress“ og jafnvel vökur ef því er að skipta. Megi næsta þing verða starfsamt og árangursríkt.

Ný síma- og faxnúmer hjá Sjálfsbjörg

N

ý síma- og faxnúmer hafa verið tekin í notkun í Sjálfsbjargarhúsinu. Nýja sameiginlega símanúmerið á símaborði hússins er 550-0300 og Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra hefur fengið faxnúmerið 550-0399. Sjálfsbjargarheimilið hefur nú faxnúmerið 550-0301. Þessi breyting tengist því að ný símstöð hefur leyst af aðra stöð,

sem var komin vel til ára sinna. Hin nýja símstöð í Sjálfsbjargarhúsinu er stafræn og af þeim sökum reyndist nauðsynlegt samtímis að skipta um símanúmer. Ýmsir kostir fylgja hinni nýju símstöð s.s. að allir starfsmenn hafa nú fengið ný símtæki, sem Síminn hefur gefið í húsið, og einnig hafa allir starfsmenn nú sitt eigið beina númer. 3


Klifur

Halaleikhópurinn:

Fílamaðurinn fær góðar viðtökur

L

eikritið Fílamaðurinn sem Halaleikhópurinn, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra, sýnir um þessar mundir hefur fengið afar góðar viðtökur. Í leiklistargagnrýni Morgunblaðsins segir m.a. ,,Halaleikhópurinn er greinilega öflugt leikfélag sem hefur sett upp að minnsta kosti eina sýningu á ári síðustu tólf ár. Með sýningu sinni á Fílamanninum festa þau sig enn betur í sessi sem áhrifamikið „öðruvísi“ leikhús.“ Leikhópurinn þykir taka á verkinu á frumlegan og óvenjulegan hátt. Í uppfærslunni er gildunum snúið við, allir eru fatlaðir nema Fílamaðurinn. Fílamaðurinn, sem er eftir Bernard Pomerance, fjallar um þekkta

Með sýningu sinni á Fílamanninum festir Halaleikhópurinn sig enn betur í sessi sem áhrifamikið „öðruvísi“ leikhús, segir m.a. í leiklistargagnrýni Morgunblaðsins.

persónu John Merrick sem uppi var á Englandi í lok nítjándu aldar. Hann var svo afskræmdur af ákveðnum beinasjúkdómi að hann gekk undir nafninu Fílamaðurinn. John kemst undir læknishendur og fjallar leikritið að mestu um samskipti hans og læknis hans dr. Frederic Treves eftir komu hans á Lundúnaspítala. Á spítalanum dvaldi hann síðustu æviárin. Meðan á dvöl

hans þar stóð varð hann þekkur meðal heldra fólksins í London, en áður hafði hann verið hafður til sýnis á ýmsum markaðssýningum. Að sýningu Halaleikhópsins koma að þessu sinni um 30 manns. Leikstjórn er í höndum Guðjóns Sigvaldasonar. Miðapantanir í síma 552-9188 alla virka daga milli kl. 16 og 19. Allar upplýsingar á www.is-

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Reykjavík A. Wendel ehf Sóltúni 1 Aðalblikk ehf Vagnhöfða 19 Aðalmálun sf Skólavörðustíg 10 Aðalvík ehf Seiðakvísl 15 Alefli ehf byggingaverktakar Þverholti 15 Almenna verkfræðistofan hf Fellsmúla 26 Alþýðusamband Íslands, www.asi.is Sætúni 1 Arkitektastofa Finns og Hilmars sf Bergstaðastræti 10 Avis - Bílaleiga Knarrarvogi 2 Áltak ehf Stórhöfða 33 Árbæjarapótek ehf Hraunbæ 102b

4

Árbæjarbakarí ehf Rofabæ 9 Árni Reynisson ehf Túngötu 5 Bako ehf Draghálsi 6 Bandalag íslenskra farfugla Sundlaugavegi 34 Bátar og búnaður ehf Barónsstíg 5 Bending ehf Bæjarflöt 8f Betra líf ehf Kringlunni 8 Betri bílar hf, bílaverkstæði Skeifunni 5c Bifreiðabyggingar sf Ármúla 34 Bifreiðaverkstæði H.P. Hamarshöfða 6 Bindir ehf Stangarhyl 5 Bílahornið Stilling ehf Skeifunni 11

Bílaleigan AKA Vagnhöfða 25 Bílaleigan Hertz Reykjavíkurflugvelli Bílastillingar Björns Steffensen Hamarshöfða 6 Bílastjarnan Bæjarflöt 10 Blaðamannafélag Íslands Síðumúla 23 Blómagallerí ehf Hagamel 67 Bókabúð Steinars ehf Bergstaðastræti 7 Bókhaldsþjónustan Viðvik ehf Skeifunni 4 Bón- og þvottastöðin ehf Sóltúni 3 Brauðhúsið ehf Efstalandi 26 Breiðholtsskóli Arnarbakka 1-3 Brimrún ehf Hólmaslóð 4

Bræðurnir Ormsson ehf Lágmúla 8 BSRB Grettisgötu 89 Búlki ehf Gufunesi Byggingafélagið B3 ehf Gufunesi Bændasamtök Íslands Bændahöllinni Hagatorgi Dagvist barna Hafnarhúsinu Tryggvagötu 1 DHL Á ÍSLANDI Skútuvogi 1e Dreifing ehf Vatnagörðum 8 Dún- og fiður ehf Laugavegi 87 Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 E. Ólafsson ehf Grófinni 1 Effect hársnyrtistofa Bergstaðastræti 10a


Klifur

Sjálfsbjörg, lsf. Samkomulag Sjálfsbjargar og Skeljungs:

Afsláttur á eldsneyti fyrir hreyfihamlaða

Nýr upplýsingaog félagsmálafulltrúi

S

jálfsbjörg, landssamband fatlaðra og Skeljungur hf. hafa náð samkomulagi um að veita handhöfum ,,stæðiskorta“ sjálfsafgreiðsluafslátt af eldsneyti í fullri þjónustu á Shellstöðvunum um allt land. Afslættinum verður stjórnað á þann hátt að þeir sem hafa fengið úthlutað stæðiskorti hjá sýslumanni eða lögreglustjóra vegna hreyfihömlunar geta sótt um Vildarkort hjá Skeljungi en þurfa að láta fylgja með umsókninni ljósrit af stæðiskortinu til að fá afsláttinn skráðan á kortið. Umsóknareyðublöð fyrir Shell vildarkort liggja frammi á Shellstöðvunum og hægt er að senda umsóknir í pósti til Skeljungs hf. eða inn á næstu Shell stöð. Handhafar stæðiskorta sem framvísa Shell vildarkorti munu fá afgreitt eldsneyti í fullri þjónustu á sjálfsafgreiðsluafslætti á milli kl. 7.30 og 19.30, þar sem eingöngu er boðið upp á þjónustu fram til kl. 19.30 á kvöldin. Afslátturinn verður reiknaður sjálfkrafa út auk þess sem vildarpunktar færast á viðkomandi í

N Handhafar ,,stæðiskorta“ fá sjálfsafgreiðsluafslátt af eldsneyti í fullri þjónustu á Shellstöðvunum um allt land.

Vildarkerfi Flugleiða. Rétt er að geta þess að Sjálfsbjörg er að vinna í því að ná sambærilegu samkomulag við önnur olíufélög í landinu þ.e.a.s. Esso og Olís. Ekki hefur skort vilja fyrirtækjanna fyrir slíku samkomulagi en ýmsir tæknilegir örðugleikar hafa hins vegar verið í veginum. Um leið og slíkt samkomulag hefur náðst við önnur olíufélög mun það verða kynnt fyrir félagsmönnum Sjálfsbjargar.

Sumarferð Flækjufótar

F

erðaklúbburinn Flækjufótur stendur fyrir sumarferð á tímabilinu 10.-27. ágúst n.k. Farið verður með Norrænu til Danmerkur og Færeyja. Dvalið verður í Danmörku í eina viku í litlu þorpi, Vandel, sem er stutt frá Lególandi. Keyrt verður þaðan og ýmsir markverðir staðir skoðaðir, m.a. er gert ráð fyrir að

skreppa dagsferð til Þýskalands. Í Færeyjum verður dvalið á Hótel Runnavík. Skráning er hafin í þessa 18 daga ferð með nýju Norrænu. Með í ferð verður sérútbúin rúta með lyftu. Allar uppl. veittar í síma 898-2468. Þess má geta að Flækjufótur á tíu ára afmæli á þessu ári.

ýr upplýsinga- og félagsmálafulltrúi hóf störf hjá Sjálfsbjörg, lsf. í febrúar sl. Nýi starfsmaðurinn, sem tekur við af Björgu Árnadóttur, heitir Arndís Guðmundsdóttir og starfaði áður sem fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Arndís er fædd árið 1966 og er með próf frá Háskóla Íslands í mannfræði og kynjafræði með uppeldis- og menntunarfræði sem aukagrein. Auk starfsins hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur hefur Arndís starfað sem kennari og að ýmsum verkefnum fyrir Guðmund Magnússon og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands. Hún hefur auk þess fengist við danskennslu hjá Jazzballettskóla Báru og er með VI. stigs próf í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum. Um leið og Sjálfsbjörg býður Arndísi hjartanlega velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar vilja samtökin þakka fráfarandi félagsmálafulltrúa, Björgu Árnadóttur, sem nú hverfur til annarra starfa, kærar þakkir fyrir frábæra og gefandi, en því miður allt of stutta, starfstíð hjá samtökunum. Sigurður Einarsson. framkvæmdastjóri. 5


Klifur

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Reykjavík Efling stéttarfélag Sætúni 1 Efnalaug Árbæjar ehf Hraunbæ 102 Eiðfaxi tímarit Dugguvogi 10 Eldaskálinn, innréttingaverslun Brautarholti 3 Endurskoðendaþjónustan ehf Skipholti 50d Endurskoðunarskrifstofa Laugavegi 178 Endurvinnslan hf Knarrarvogi 4 Fagtún ehf Brautarholti 8 Fasteignamarkaðurinn ehf Óðinsgötu 4 Fasteignasalan Garður ehf Skipholti 5 Ferðafélag Íslands Mörkinni 6 Feró ehf Steinaseli 6 Ferskar kjötvörur hf Síðumúla 34 Félag járniðnaðarmanna Borgartúni 30 Félagsbústaðir hf Hallveigarstíg 1 Fiskbúðin Hafrún ehf Skipholti 70 Fiskbúðin Hafrún ehf Skipholti 70 Flugradíó sf Reykjavíkurflugvelli Framsóknarflokkurinn Hverfisgötu 33 Fuglar ehf Síðumúla 13 Fullorðinsfræðsla fatlaðra Borgartúni 22 Færeyska sjómannaheimilið Brautarholti 29 Fönix ehf, heimilistækjaverslun Hátúni 6a G.S. varahlutir Bíldshöfða 14 Gallabuxnabúðin Kringlunni Kringlunni 4-12 Gamlhús Amtmannstíg 1 GÁB ehf Faxafeni 11 Gámaþjónustan hf Súðarvogi 2 Gistiheimilið Baldursbrá Laufásvegi 41 Gistiheimilið Jörð Skólavörðustíg 13a

6

Globus hf Skútuvogi 1f Glófaxi hf Ármúli 42 Gluggahreinsun Loga Funafold 4 Grand Hótel Reykjavík hf Sigtúni 38 Gripið og greitt ehf Skútuvogi 4 Grænn kostur Skólavörðustíg 8 Guðmundur Jónasson hf Borgartúni 34 Gæðafæði ehf Bíldshöfða 14 Hafgæði sf Fiskislóð 28 Hagaskóli Fornhaga 1 Hampiðjan hf Bíldshöfða 9 Hans Petersen hf Skeljanesi 1 Harald og Sigurður ehf Stangarhyl 6 Hárgreiðslustofa Höllu Magnúsdóttur Miðleiti 7 Heildverslun Péturs Péturssonar Dugguvogi 12 Heilsugæslan í Reykjavík Barónsstíg 47 Helgason og Co ehf Gylfaflöt 24-30 Hersir-ráðgjöf og þjónusta ehf Suðurlandsbraut 12 Hópferðaþjónusta Reykjavíkur Brúnastöðum 3 Hraði hf, fatahreinsun Ægissíðu 115 Hrafnista, dvalarheimili aldraðra Hafnarfirði og Reykjavík Hreinsitækni ehf Stórhöfða 35 Hreyfimyndasmiðjan ehf Garðsenda 21 Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra Hátúni 10b Húsaklæðning ehf Ingólfsstræti 3 Húseignaþjónustan Laufásvegi 2a Húsgagnaverslunin Heimilisprýði Hallarmúla 1 Húsun ehf Hamarshöfða 6 Hvítlist hf Krókhálsi 3 Höfðakaffi ehf Vagnhöfða 11 Höfði fasteignamiðlun ehf,

Suðurlandsbraut 20 og Bæjarhrauni 22 Hönnun hf Grensásvegi 1 Innheimtustofnun sveitarfélaga Lágmúla 9 Internet á Íslandi Isnic Dunhaga 5 ISS Ísland ehf Ármúla 40 Ísbú alþjóðaviðskipti ehf Hólmaslóð 4 Íslandsbanki hf Stórhöfða 17 Íslandsbanki hf Háaleitisbraut 58 Ísleifur Jónsson ehf Bolholti 4 Íslensk endurskoðun Grensásvegi 16 Íslensk getspá sf Engjavegi 6 Íslenska auglýsingastofan Laufásvegi 49-51 Íslenska umboðssalan hf Krókhálsi 5f Íslenskar getraunir Engjavegi 6 Íslux ehf Fornhaga 22 Ísól ehf Ármúla 17 Íþróttafélagið Fylkir Fylkisvegi 6 J. S. Gunnarsson hf Fossaleyni 10 Jónshús ehf byggingaverktakar Álftamýri 65 Kaþólska kirkjan á Íslandi Hávallagötu 14-16 Kemhydrosalan ehf Snorrabraut 87 Kemis ehf Breiðhöfða 15 Kjaran ehf Síðumúla 12-14 Kjartan Gunnarsson Starhaga 4 Klébergsskóli Knattspyrnufélagið Víkingur Traðarlandi 1 Knattspyrnusamband Íslands Laugardal Konan, tískuvöruverslun Skólavörðustíg 10 KPMG endurskoðun hf Borgartúni 27 Kraftur hf Vagnhöfða 1 Kramhúsið ehf Skólavörðustíg 12 Kul, vélsmiðja

Smiðshöfða 17 Kynning og markaður - KOM ehf Borgartúni 20 Kælivélar ehf Hryggjarseli 10 Lagastoð ehf Lágmúla 7, 6. hæð Landakotsskóli Landslag ehf Þingholtsstræti 27 Landslagsarkitekt Mogensen ehf Víðihlíð 45 Langholtskirkja Sólheimum 13 Láshúsið ehf Bíldshöfða 16 Legalis lögmannsstofan Lágmúla 7 Leiguval sf Kleppsmýrarvegi 8 Leikskólinn Olgukot ehf Bræðraborgarstíg 1 Liðsinni ehf Kringlunni 7 Línan ehf Suðurlandsbraut 22 Línuhönnun Suðurlandsbraut 4a Lyfjadreifing ehf Krókhálsi 14 Lýsi hf Grandavegi 42 Lögfræðiskrifstofan Tjarnargötu 10d Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf Vegmúla 2 Lögmannsstofan Nestor ehf Laugavegi 182 Lögmenn Fortis ehf Laugavegi 7 Lögmenn Hafnarstræti 20 ehf Hafnarstræti 20 Lögmenn Laugardal ehf Suðurlandsbraut 4a Lögreglustjórinn í Reykjavík Hverfisgötu 115 Magnús og Steingrímur ehf Bíldshöfða 12 Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar Skipholti 23 Miðaprentun ehf Vagnhöfða 7 Mjólkursamsalan í Reykjavík Bitruhálsi 1 MMC Fisktækni Stangarhyl 6 Morgunblaðið Kringlunni 1 Mótorverk ehf Stigahlíð 97 Námsflokkar Reykjavíkur Fríkirkjuvegi 1


Klifur

Brynhildur Bjarnadóttir:

Sæmd gullmerki Sjálfsbjargar

S

æmdar- og Sjálfsbjargarkonan Brynhildur Bjarnadóttir varð 70 ára 20. febrúar sl. Fjöldi fólks minntist tímamótanna með henni, enda konan vinamörg. Meðal gesta var formaður Sjálfsbjargar, Arnór Pétursson. Um leið og hann þakkaði henni ötult starf að Sjálfsbjargarmálum minntist hann þess hversu oft hún hefði létt andrúmsloftið á fundum og þingum með því að kasta fram vísu, fara með hugnæmt ljóð eða messa hresslega yfir fundarmönnum. Í nafni Sjálfsbjargar nældi hann síðan gullmerki samtakanna í barm hennar með virðingu og þökk. Brynhildur hefur um tveggja áratuga skeið starfað í framvarðarsveit

Sjálfsbjargar á Húsavík og reynt m.a. að vekja athygli samferðarmanna sinna á baráttu málum fatlaðra fyrir betra lífi.

Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, lsf. afhenti Brynhildi gullmerki Sjálfsbjargar fyrir ötult starf sitt í þágu samtakanna.

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Reykjavík Neytendasamtökin Síðumúla 13 Nonnabiti Hafnarstræti 11 NorðNorðVestur Kvikmyndagerð ehf Viðarhöfða 6 Orkuvirki ehf Tunguhálsi 3 Ottó B. Arnar ehf Ármúla 29 Plúsmarkaðurinn Hátúni 18b Pottþétt ehf Hjallalandi 30 Póló ehf Bústaðavegi 130 Prentmót ehf Vitastíg 3 Rafborg ehf Sundaborg 3 Rafha ehf Suðurlandsbraut 16 Raf-Ós hf Kambaseli 21 Rafstilling ehf

Dugguvogi 23 Rafsvið sf Haukshólum 9 Rafteikning hf Borgartúni 17 Raftíðni ehf Eyjarslóð 3 Raftækniþjónusta Trausta ehf Síðumúla 9 Raförninn ehf Suðurhlíð 35 Reiknistofa bankanna Kalkofnsvegi 1 Reykjavíkurhöfn Hafnarhúsinu Tryggvagötu 1 Rikki Chan, veitingasala Kringlunni og Smáratorgi Ræsir hf Skúlagötu 59 S. M. verktakar sf, húsasmíði Þverási 15 S.B.S. innréttingar, trésmiðja Hyrjarhöfða 3 Samfylkingin Austurstræti 14 Samtök verslunarinnar Kringlunni 7 Securitas hf

Síðumúla 23 Seljakirkja Hagaseli 40 Setberg, bókaútgáfa Freyjugötu 14 SÍBS Síðumúla 6 Sjómannadagsráð Laugarási Hrafnistu Sjúkravörur - Remedia ehf Suðurlandsbraut 52 Skóverslunin Bossanova Bankastræti 4 Skóverslunin Iljaskinn ehf Háaleitisbraut 58-60 Skúlason og Jónsson ehf Skútuvogi 12h Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs Skógarhlíð 14 Snari, heildverslun Starrahólum 8 SORPA Gufunesi Sóley Jóhannsdóttir Sigtúni 23 Sónn ehf Einholti 2

Starfsmannafélag Reykjavíkur Grettisgötu 89 Stjörnuegg hf Vallá Kjalarnesi Stýring ehf Háteigsvegi 7 Suzuki-bílar hf Skeifunni 17 Sveinsbakarí Arnarbakka 4-6 Sviðsmyndir ehf Skútuvogi 4 Talnakönnun hf Borgartúni 23 Tandur hf Hesthálsi 12 Tankahreinsun ehf Skeljagranda 7 Tannlæknastofa Ástu B Thoroddsen Stigahlíð 44 Tannlæknastofa Björns Þorvaldssonar Síðumúla 25 Tannlæknastofa Guðrúnar Ólafsdóttur Snorrabraut 29 Tannlæknastofa Jóns Viðars Skólavörðustíg 14

7


Í minnsta hjólastólnum á Íslandi -aðeins þriggja ára gömul!

B

jarney Guðrún er þriggja ára, glaðvær og skörp ung stúlka. Hún fæddist með afar sjaldgæfan vöðvasjúkdóm, Bethlem myopathy, sem talið er að einungis 100-200 manns séu með í heiminum í dag. Bjarney Guðrún var aðeins eins og hálfs árs gömul þegar hún fór í hjólastól, minnsta hjólastólinn hér á landi. Faðir hennar, Jón Heiðar, er einnig með sama sjúkdóm og hefur verið hreyfihamlaður frá fæðingu. Fjölskyldan býr á Akureyri þar sem Bjarney Guðrún er í leikskóla eins og flest börn á hennar aldri. Blaðamaður Klifurs ræddi við Jón Heiðar um sjúkdóminn, Bjarneyju Guðrúnu, og hvernig þeirra daglega líf gengur fyrir sig. ,,Sjúkdómurinn kom fram hjá mér á fyrsta árinu þegar börn fara almennt að stíga í fæturna og ganga. Síðan kemur ekki föst greining fyrr en um átta ára aldurinn þegar ég var greindur með SMA (Spinal muscular athropy) vöðvasjúkdóm og fékk um svipað leyti minn fyrsta hjólastól,“ segir Jón Heiðar. ,,Þegar ég og kona mín Nanna Bára Birgis-

8

dóttir fórum að hugsa um að eignast börn ákváðum við að Nanna færi í DNA-próf til að láta kanna hvort hún væri arfberi að sjúkdómnum, vegna þess að við vildum vera viss um að sjúkdómurinn kæmi ekki fram í barninu. Prófið kom neikvætt út. Það eru afskaplega litlar líkur á að SMA-sjúkdómurinn erfist og okkur var ekkert sérstaklega ráðlagt

að hún færi í DNA-próf en við vildum vera viss. Nanna varð síðan ófrísk, meðgangan gekk eins og í sögu og allt leit vel út. Það var yndisleg stund þegar litla stúlkan okkar fæddist. Hún var frísk og eðlileg á allan hátt, að því undanskyldu að hún var svolítið stíf í mjöðmunum. Við fengum að fara heim með hana en áttum að mæta aftur upp á spítala nokkrum dögum síðar og þá átti að athuga betur með mjaðmirnar. Hún var send í myndatöku og þá kom í ljós að hún var úr mjaðmaliði. Í raun er ekki óalgengt að börn fæðist úr mjaðmaliði og þá er það lagfært með lítilsháttar aðgerð. Bjarney Guðrún var tíu daga gömul þegar hún fór í aðgerðina. Hún fékk vöðvaslakandi lyf, sem er yfirleitt gefið í svæfingu, en í stað þess að það slaknaði á vöðvunum þá stífnuðu þeir hjá henni. Það var fyrsta merkið um að eitthvað væri að vöðvunum. Þegar hér var komið sögu voru farnar að renna á mig


Klifur

„Hún er aðeins farin að spá í hvers vegna við séum í hjólastól en ekki mamma hennar.“ tvær grímur, vegna þess að SMAsjúkdómurinn sem ég var greindur með er í taugum en ekki í vöðvavefnum sjálfum og þ.a.l. hefði lyfið ekki átt að hafa þessi áhrif. Ég hringdi strax í lækninn minn og var sendur í DNA-próf. Niðurstöðurnar komu öllum í opna skjöldu, ég var ekki með SMA-sjúkdóminn. Í kjölfarið hófst greining á mér upp á nýtt. Tekið var vöðvasýni úr mér sem og Bjarneyju Guðrúnu og við greind hlið við hlið, ef svo mætti segja. Eftir u.þ.b. ár kom í ljós hvers kyns var. Við vorum bæði með vöðvasjúkdóminn Bethlem myopathy.“

Að setja upp flugdreka með pabba. Mynd/úr einkasafni.

Sjaldgæfur sjúkdómur Að sögn Jóns Heiðars er Bethlem myopathy afar sjaldgæfur sjúkdómur, sem skýrir kannski hvers vegna það tók hátt í ár að greina hann hjá þeim feðginum. ,,Það eru ekki nema 100-200 manns í öllum heiminum með staðfesta greiningu á sjúkdómnum og við erum örugglega þau einu hér á Íslandi. Sjúkdómurinn er hvergi til í ættinni minni. Læknarnir sögðu að það hefði orðið stökkbreyting í genunum hjá mér á fósturskeiðinu. Bethlem myopathy erfist í 25-50% tilvika, og því eru helmingslíkur á að hann erfist áfram í börn Bjarneyjar Guðrúnar. Sjúkdómurinn greinist ekki í fósturlífi í dag en kannski verður það hægt síðar meir með aukinni tækni og þekkingu. Sjúkdómurinn leggst á alla útlimavöðva, en er ekki í hjarta eða lungum eins og með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Hann gerir það að verkum að við fæðumst ekki með eins sterka útlimavöðva og ella. Annars erum við í rauninni hraust, því að öll líffærin virka vel.“

Í nýja rafmagnshjólastólnum til að nota utandyra. Mynd/úr einkasafni.

Bjarney Guðrún í gifsi, frá bringu niður á ökkla, aðeins um þriggja mánaða gömul. Mynd/úr einkasafni.

Stífar æfingar alla daga Jón Heiðar segir það hafa verið skrítna tilfinningu að fá að vita það að hann hefði verið með ranga sjúkdómsgreiningu allan þennan tíma. Hann segir það lán í óláni að geta miðlað af sinni þekkingu og persónulegri reynslu af sjúkdómnum til Bjarneyjar Guðrúnar. ,,Ég hef verið það lengi með þennan sjúkdóm og þekki hvernig er að lifa með honum, þannig að ég er ágætis gagnabanki fyrir hana.“ Eins og áður sagði hefur Jón Heiðar verið hreyfihamlaður frá fæðingu. Hann lærði að ganga við hækjur 3-4

ára gamall og getur það enn, en notast við hjólastól samhliða því. Hann segist þó nota hjólastólinn aðeins meira, sérstaklega á löngum vegalengdum. ,,Sjúkdómurinn fer ekki versnandi með árunum eins og gerist t.d. með vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Hins vegar þarf að passa vel upp á að halda þeim styrk sem er til staðar og það er aðeins gert með stífum og reglulegum æfingum. Ef maður teygir t.d. ekki á liðamótum í hnjám þá styttast þau og kreppast. Eitt aðaleinkenni þessa sjúkdóms er einmitt þessar styttingar um allt, en með því að vinna á því, teygja vel og hreyfa sig nógu mikið, þá er hægt að halda honum í skefjum. Ég hef verið í æfingum frá unga aldri og er enn. Ég fer í sjúkraþjálfun tvisvar í viku, syndi tvisvar í viku, æfi í tækjasal þrisvar sinnum í viku og er 9


Klifur Fengu góðar móttökur á Akureyri

í borðtennis tvisvar í viku. Ég þarf að halda mér í góðu formi til að missa ekki kraftinn. Um leið og ég slaka á þá verð ég máttlaus.“ Fljót að læra á stólinn Jón Heiðar segir að þrátt fyrir að hann og Bjarney Guðrún séu með sama sjúkdóminn þá virðist hún vera heldur máttlausari og vöðvarnir slakari. ,,Það er ekki vitað hvað veldur því, e.t.v. er það kynbundið. Enn er ekki ljóst hvort Bjarney Guðrún komi til með að geta gengið. Hún er í mikilli þjálfun,. Hún fer í sjúkraþjálfun þrisvar í viku og síðan þjálfum við hana heilmikið heima. Hún skríður um allt, en er eiginlega ekkert farin að stíga í fæturna. Eins og hálfs árs fór hún í hjólastól og var þar með langyngsta barnið til að fara í hjólastól hér á landi. Aldrei áður hefur svo lítill hjólastóll verið fluttur til landsins. Um var að ræða sýniseintak sem við fengum lánað. Það var strax mikill kraftur í Bjarneyju Guðrúnu. Hún lék sér mikið og var viljug að prófa nýja hluti en það var auðvitað takmarkað sem hún komst. Þess vegna ákváðum við að láta hana prófa stólinn og það gekk ljómandi vel. Henni tókst að læra á hann á 2-3 vikum, svo við ákváðum að senda inn umsókn til Hjálpartækjamiðstöðvarinnar. Við tókum myndir af henni í stólnum, sendum með umsókninni og fengum samþykkt. Hún þarf hins vegar að fá nýjan stól fljótlega vegna þess að hún hefur stækkað mikið. Fyrir skömmu fékk hún svo rafmagnshjólastól til að nota utandyra, vegna þess að það er erfitt fyrir hana að nota litla stólinn utandyra, sérstaklega í mölinni í leikskólanum. Henni hefur gengið vel með rafmagnshjólastólinn og stefnan er að hún geti farið að nota hann í leikskólanum með vorinu. Þá erum við búin að sækja um gönguspelkur fyrir hana, vegna þess að markmiðið er auðvitað að koma henni á fætur. Það væri frábært ef hún næði þeirri getu að ganga við hækjur, það er svo mikill munur að geta bjargað sér á hækjum. Gönguspelkurnar munu halda henni uppi og taka af henni þyngdina, það er svona fyrsta skref10

Bjarney Guðrún er mjög sterk félagslega, sem er einmitt talið mjög mikilvægt fyrir þá sem eiga við fötlun að stríða,“ segir faðir hennar. Mynd/úr einkasafni.

„Enn er ekki ljóst hvort Bjarney Guðrún komi til með að geta gengið. Hún er í mikilli þjálfun, fer í sjúkraþjálfun þrisvar í viku og síðan þjálfum við hana heilmikið heima. Hún skríður um allt, en er eiginlega ekkert farin að stíga í fæturna.“

ið í að kenna henni og þjálfa hana í gönguhreyfingum. Ef það gengur vel fær hún léttari spelkur síðar meir og hækjur eða göngugrind til að byrja með. En í raun er ekkert hægt að segja hvað hún kemur til með að geta. Við erum að vinna í því að gera hana eins sjálfbjarga og hægt er og síðan verður tíminn að leiða í ljós hvað hún kemur til með að geta, t.d. í sambandi við göngu og annað. Ef hún nær ekki göngugetu þá aðlagar maður sig öðruvísi.“

Jón Heiðar og Nanna fluttu ásamt Bjarneyju Guðrúnu til Akureyrar fyrir ári síðan. Nanna, sem er fædd og uppalin á Akureyri, hóf nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri og Bjarney Guðrún byrjaði á leikskóla. Síðustu þrjú árin sem fjölskyldan var búsett í Reykjavík starfaði Jón Heiðar sem þjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra, þjálfaði m.a. sund, frjálsar og lyftingar. ,,Núna er ég heimavinnandi og sé m.a. um að þjálfa mig og dóttur mína. Ég hef alltaf haft að leiðarljósi að ég er með þennan sjúkdóm og verð að miða líf mitt við það. Mér er það lífsnauðsynlegt að vera í góðu formi og það fer heilmikill tími í það. Það er ljóst að ef ég væri í skrifstofuvinnu alla daga frá kl. 9-5 þá myndi heilsu minni hraka til muna. En ég hef svo sem nóg að gera, er t.d. kominn í stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri. Síðan er konan á fullu í skólanum, þannig að ég sé mikið um heimilið sem er töluverð vinna.“ Jón Heiðar segir að fjölskyldunni hafi verið afar vel tekið fyrir norðan. ,,Við höfum fengið mjög góðar móttökur af bænum, t.d. í sambandi við liðveislu, stuðning o.fl. Þegar kom t.d. að því að velja leikskóla fyrir Bjarneyju Guðrúnu voru starfsmenn hjá bænum sem unnu í því fyrir okkur að finna hvaða leikskóli myndi henta henni best hvað aðgengi o.fl. varðar. Síðan voru gerðar breytingar á aðkomu að leikskólanum okkur í hag og einnig er verið að reyna að gera leikskólalóðina sem aðgengilegasta fyrir hana sem er mjög gott. Hjá bænum er starfandi fjölskyldudeild sem sá um þessi mál og við höfum mjög góða reynslu af henni. Ég hef einmitt heyrt misjafnar sögur af því hvernig hin og þessi bæjaryfirvöld taka á málum er varða fötlun. Hjá sumu fólki er þetta mikil barátta við kerfið, en eins og ég segi þá höfum við mætt miklum skilningi hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri.“ Að laga sig að aðstæðum Að sögn Jóns Heiðars hefur gengið afar vel hjá Bjarneyju Guðrúnu í


Klifur leikskólanum. ,,Hún hefur aðlagast mjög vel og krakkarnir voru fljótir að venjast henni, t.d. í sambandi við hjólastólinn. Þeim fannst hann forvitnilegur fyrst, en nú þykir hann ekkert tiltökumál. Hún er með stuðningsfulltrúa í leikskólanum, sem hjálpar henni með það sem hún getur ekki gert sjálf, fylgir henni í sjúkraþjálfun o.fl. Bjarney Guðrún er mjög félagslynd, á sína vini og getur alveg tekið þátt í leikjum jafnaldra sinna. Hún þarf auðvitað á mikilli aðstoð að halda, t.d. þegar hún er úti að leika sér, vegna þess að það er takmarkað hvað hún kemst um í stólnum. En vonandi á það eftir að lagast þegar hún er farin að nota rafmagnshjólastólinn meira. Ég tel mjög mikilvægt að henni takist sem best að laga sig að aðstæðum. Það dregur nefnilega heilmikið úr áhrifum fötlunarinnar ef það tekst. Því er um að gera að nýta sér þau hjálpartæki sem til eru til að aðlagast umhverfinu eins og frekast er unnt. Bjarney Guðrún er mjög sterk félagslega, sem er einmitt talið mjög mikilvægt fyrir þá sem eiga við fötlun að stríða. Hvað mig varðar þá á ég mjög stóran vinahóp og held ennþá sambandi við gamla vini frá því að ég var í barnaskóla. Mér gekk líka mjög vel að aðlagast, bægslaðist einhvern veginn áfram. Síðan verður maður náttúrlega að vera vakandi yfir því að börn lendi ekki í þannig aðstæðum að þau verði útundan og dragi sig inn í skel. Það er vissulega hætta á því þegar um fötlun er að ræða og maður er kannski ekki alveg eins og allir aðrir.“ Aðspurður hversu meðvituð Bjarney Guðrún sé um sjúkdóminn, segir Jón Heiðar að þau hjónin hafi ekki mikið rætt um það við hana, hún sé það ung ennþá. ,,Hún er aðeins farin að spá í hvers vegna við séum í hjólastól en ekki mamma hennar. Hins vegar virðist þetta ekki vera neitt sem hún er að velta sér upp úr. Hún fór á leikskóla eins og önnur börn og hennar líf gengur allt mjög eðlilega fyrir sig, þannig séð. En auðvitað kemur að því að hún fer að spá meira í þetta og þá er um að gera að ræða við hana af hreinskilni. Ég tel það vera lykilatriði.“

Jón Heiðar og Nanna með Bjarneyju Guðrúnu. Fjölskyldan fluttist til Akureyrar fyrir ári síðan og hefur fengið mjög góðar móttökur af bænum t.d. í sambandi við liðveislu, stuðning o.fl. Mynd/kmh.

„Ég er þakklátur fyrir að ég og dóttir mín erum ekki með verri sjúkdóm en þennan, vegna þess að það eru til margir mun verri sjúkdómar.“ Ágæt reynsla af kerfinu Foreldrar fatlaðra barna hafa oft og tíðum kvartað yfir kerfinu, það sé mikill frumskógur og erfitt að fá að vita um réttindi sín o.fl. En hvaða reynslu hefur Jón Heiðar og hans fjölskylda af kerfinu? ,,Við getum ekki kvartað yfir því. Kerfið er vissulega frumskógur fyrir þá sem þekkja ekkert inn á það og ég skil vel að margir hafi hreinlega gefist upp á því. Maður fær ekkert upp í hendurnar, það þarf að hafa fyrir hlutunum. Ef maður gerir það kemur í ljós að það er ýmislegt í boði. Við höfum nýtt okkur margt í kerfinu sem hefur gagnast okkur mjög vel. Við erum t.d. núna komin með bíl með lyftu. Þegar Bjarney Guðrún fékk rafmagnshjólastólinn var í raun ekkert annað í myndinni en að fá bíl með lyftu vegna þess að stóllinn er svo fyrirferðamikill. Bíllinn, sem er stór og rúmgóður, hefur auð-

veldað okkur hið daglega líf til muna. Nú get ég t.d. alveg farið með Bjarneyju Guðrúnu einn í leikskólann. Við reynum að nýta okkur allt sem í boði er. Við fáum t.d. ferðastyrk vegna þess að við þurfum að mæta með Bjarneyju Guðrúnu á Greiningarstöð ríkisins tvisvar á ári. Þá er Bjarney Guðrún hjá stuðningsfjölskyldu einu sinni í mánuði. Það er semsagt ýmislegt hægt að gera til að létta á hlutunum. Maður þarf bara að vera vakandi fyrir því.“ Jón Heiðar er jákvæður og sér björtu hliðarnar á tilverunni og þeim aðstæðum sem hann og dóttir hans búa við. ,,Ég hef fengið mikið út úr lífinu og er almennt lífsglaður. Auðvitað óska ég engum þess að fæðast með fötlun, en á margan hátt þroskar þetta mann. Ég er þakklátur fyrir að ég og dóttir mín erum ekki með verri sjúkdóm en þennan, vegna þess að það eru til margir mun verri sjúkdómar,“ segir Jón Heiðar að lokum. Texti: Kristrún M. Heiðberg.

www.sjalfsbjorg.is 11


Klifur

Framboð á þingi Sjálfsbjargar, lsf. 14. til 16. maí 2004 Auglýst er eftir framboðum í stjórnir og nefndir, sem kjörnar verða á þingi Sjálfsbjargar, lsf.

E

ftirtaldir sátu í kjörnefnd Sjálfsbjargar vegna þingsins í ár:

Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. S. 691-1195. Vs. 588-5077. Hildur Jónsdóttir, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. S. 555-3527. Netfang: hijons@ismennt.is Helga Axelsdóttir, Sjálfsbjörg í Fjarðarbyggð. S. 477-1483 Ívar Herbertsson, Sjálfsbjörg á Akureyri. 462-2073/855- 3543

Kjörnefnd bar að senda frá sér framboðslista tveimur mánuðum fyrir þing Sjálfsbjargar, lsf. sem að þessu sinni fer fram 14. til 16. maí nk. Nefndin lauk því störfum 14. mars 2004 vegna lokaútgáfu framboðslistans, sem sendur hefur verið aðildarfélögum og framkvæmdastjórn, eins og lög Sjálfsbjargar, lsf. kveða á um og er auk þess að finna uppfærðan miðað við nýjustu stöðu á vefsíðu Sjálfsbjargar www.sjalfsbjorg.is. Framboðsfrestur rennur út mánuði fyrir þing þ.e.a.s. hinn 14. apríl 2004.

Hér með er auglýst eftir félagsmönnum í framboð. Þar sem frestur kjörnefndar til að leggja fram lista er liðinn þegar þetta birtist skal tilkynna framboð til skrifstofu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra (Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri eða Arndís Guðmundsdóttir, félagsmálafulltrúi) fyrir 14. apríl nk. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, lsf.

Þórir Karl Jónasson, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. S. 897-6698.

Eftirtaldir eru í framboði á þingi Sjálfsbjargar, lsf. vorið 2004 (athugið að fleiri en einn getur verið í framboði í hvert embætti og sami maður getur verið í framboði í fleira en eitt embætti) Talan sem sést fyrir aftan ,,aðildarfélag“ segir til um hve lengi viðkomandi hefur setið samfellt í viðkomandi stjórn eða nefnd (enginn má sitja lengur en 6 ár samfellt í sömu stjórn eða nefnd). Bókstafurinn þar fyrir aftan gefur eftirfarandi til kynna: e merkir að viðkomandi gefi kost á sér til endurkjörs. g merkir að viðkomandi gefi kost á sér og hafi ekki verið í viðkomandi embætti síðasta starfstímabil. Í framkvæmdastjórn er kosið sérstaklega í hvert embætti. Varamenn eru þó kosnir allir í einu og ræður fjöldi atkvæða því hvort varamaður verður 1., 2. eða 3. varamaður.

12


Klifur Framkvæmdastjórn Ragnar Gunnar Þórhallsson. Í framboði sem formaður. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Þórir Karl Jónasson. Í framboði sem formaður. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Í framboði sem varaformaður. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Þórir Karl Jónasson Í framboði sem varaformaður. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Grétar Pétur Geirsson. Í framboði sem gjaldkeri. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Anna Guðrún Sigurðardóttir. Í framboði sem ritari. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Herdís Ingvadóttir. Í framboði sem meðstjórnandi. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á Akureyri. 2 - e Guðný Guðnadóttir. Í framboði sem varamaður. Félagsmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g

Útgáfunefnd Árni Salomonsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Pálína Snorradóttir. Sjálfsbjörg á Suðurlandi. 4 - e Guðný Guðnadóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Jón Hlöðver Áskelsson. Sjálfsbjörg á Akureyri. 2 - e Örn Sigurðsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e

Farartækjanefnd Ragnar Gunnar Þórhallsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Örn Sigurðsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Arnór Pétursson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g

Starfsnefnd um ferlimál Geirþrúður Ásta Jónsdóttir. Sjálfsbjörg á Vopnafirði. 4 - e Aðalheiður Angantýsdóttir. Sjálfsbjörg á Siglufirði. 4 - e Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Hildur Jónsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Marie Thérèse Robin. Sjálfsbjörg á Vopnafirði. 4 - e Konný Garíbaldadóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e María Óskarsdóttir. Sjálfsbjörg á Húsavík. 0 - g

Nefnd um félagsþjónustu sveitarfélaga María Óskarsdóttir. Sjálfsbjörg á Húsavík. 0 - g Ívar Herbertsson Sjálfsbjörg á Akureyri. 0 - g Þórir Karl Jónasson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Húsnefnd Guðríður Ólafsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Ragnhildur Guðmundsdóttir. Sjálfsbjörg í Skagafirði. 2 - e Þórir Karl Jónasson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Kristín R. Magnúsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 -g Varamaður: Ólafur Oddsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e 13


Klifur

Atvinnulífsnefnd Jóna Marvinsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Sóley Axelsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Grétar Pétur Geirsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Arni Salomonsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Tryggvi Garðarson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g

Félagsmálanefnd Ása Hildur Guðjónsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Harpa Jónsdóttir. Félag heilablóðfallsskaðaðra. 2 - e Örn Sigurðsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Unnur Jónsdóttir. Sjálfsbjörg í Fjarðarbyggð. 4 - e Ragnhildur Guðmundsdóttir. Sjálfsbjörg í Skagafirði. 4 - e Jórunn Erla Sigurjónsdóttir. Sjálfsbjörg á Suðurlandi. 2 - e

Laganefnd Jón Eiríksson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Ása Hildur Guðjónsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Herdís Ingvadóttir. Sjálfsbjörg á Akureyri. 4 - e Guðríður Ólafsdóttir. Sjálfsbjörg á Höfuðborgarsvæðinu. 0 - g

Kjaramálanefnd María Óskarsdóttir. Sjálfsbjörg á Húsavík. 2 - e Örn Sigurðsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Jórunn Erla Sigurjónsdóttir. Sjálfsbjörg á Suðurlandi. 2 - e Ivar Herbertsson. Sjálfsbjörg á Akureyri. 0 - g Anna Guðrún Sigurðardóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g

Ný-ung, æskulýðsnefnd Friðrik Þór Ólafsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Haraldur Þór Haraldsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Varamaður: Bjarki Birgisson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e

Fulltrúar í stjórn Sjálfsbjargarheimilisins Jón Hlöðver Áskelsson. Sjálfsbjörg á Akureyri. 2 - e Arnór Pétursson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Hildur Jónsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Pálína Snorradóttir. Sjálfsbjörg á Suðurlandi. 0 - g

Fulltrúaráð ÖBÍ Stefán B. Guðmundsson. Sjálfsbjörg á Ísafirði. 2 - e Arnór Pétursson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Þórir Karl Jónasson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Varamenn: Hannes Sigurðsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Asa H. Guðjónsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e

14


Klifur

Fulltrúar í stjórn ÖBÍ Ragnar Gunnar Þórhallson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Þórir K. Jónasson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Styrktarsjóður Sjálfsbjargar Friðrik Á. Magnússon. Sjálfsbjörg á Suðurnesjum. 2 - e Þórir Karl Jónasson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Tryggvi Garðarsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Stjórn Tölvumiðstöðvar fatlaðra Hallgrímur Eymundsson. Sjálfsbjörg í Skagafirði. 2 - e Minningarsjóður Theódórs A. Jónssonar Jón Stígsson. Sjálfsbjörg á Suðurnesjum. 4 - e Ólöf Ríkarðsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Helga Axelsdóttir. Sjálfsbjörg í Fjarðarbyggð. 0 - g Skoðunarmenn Sjálfsbjargar, lsf. Vikar Pétursson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Valdimar Pétursson. Sjálfsbjörg á Akureyri. 2 - e Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar Guðríður Ólafsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Sigurður Björnsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Varamaður: Sigurjón Einarsson. Sjálfsbjörgh á höfuðborgarsvæðinu. 4 - e Stjórn Hjálparliðs Sjálfsbjargar, lsf. Guðríður Ólafsdóttir. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e Grétar Pétur Geirsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Varamaður: Stefán B. Guðmundsson. Sjálfsbjörg á Ísafirði. 2 - e Fulltrúar í stjórn NHF (Nordisk Handikap Forbund) Ragnar G. Þórhallsson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 0 - g Varamaður: Þórir Karl Jónasson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu 0 - g Stjórn Medic Alert Þórir Karl Jónasson. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. 2 - e

15


Klifur

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Reykjavík Tannlæknastofa Ketils Högnasonar Snorrabraut 29 Tannsmíðamiðstöðin sf Hátúni 2a Tannvernd ehf Síðumúli 28 TARK Teiknistofan ehf - Arkitektar Brautarholti 6 Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar Ingólfsstræti 3 Teiknistofan Óðinstorgi sf Óðinsgötu 7 Teiknistofan Skólavörðustíg 28 ehf Skólavörðustíg 28 Texti ehf Síðumúla 23 Trésmiðjan Jari ehf Funahöfða 3 Trésmiðjan Kompaníið hf Bíldshöfða 18 Tróberco Laugavegi 71 Tryggingamiðlun Íslands ehf Síðumúla 21 Tryggingastofnun ríkisins Laugavegi 114 Túnþökuþjónustan ehf Reykási 43 Tölvar ehf Síðumúla 1 Umslag ehf Lágmúla 5 (bakhús) Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf Vesturhlíð 2 Útfaraþjónusta Rúnars Geirmundssonar Fjarðarási 25 Varahlutaverslunin Kistufell hf Brautarholti 16 Vátryggingafélag Íslands hf Ármúla 3 Veiðarfærasalan Dímon Austurbugt 5 Veislukostur ehf Hverafold 29 Verðbréfaskráning Íslands hf Laugavegi 182 Verðbréfastofan hf Suðurlandsbraut 18 Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf Laugavegi 178 Verkfræðistofan Fjölhönnun Stórhöfða 27 Verkfræðiþjónusta Guðmundar G. Þórarinssonar e Rauðagerði 59 Veronika Lauganesvegi 74a

16

Vesturborg ehf Ásvallagötu 19 Vélamiðstöð ehf Gylfaflöt 9 Vélar og skip ehf Hólmaslóð 4 Vélaver hf Lágmúla 7 Vélstjórafélag Íslands Borgartúni 18 Vinnumálastofnun Hafnarhúsinu Tryggvagötu 1 Víkurskóli Hamravík 10 Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15 Þ Þorgrímsson og Co ehf Ármúla 29 Þingvallaleið ehf Skógarhlíð 10 Þrif og þvottur ehf Reykjavíkurvegi 48 Þýðingaþjónusta Boga Arnars Engjaseli 43 Öryrkjabandalag Íslands Hátúni 10

Seltjarnarnes Ljósmyndastúdíó Péturs Péturssonar Austurströnd 8 Seltjarnarneskaupstaður Austurströnd 2 Tónika ehf, umboðs- og heildverslun Melabraut 35 Önn ehf, verkfræðistofa Eiðistorgi 15

Vogar Silungur ehf Stóru-Vatnsleysu

Kópavogur ALARK arkitektar ehf Dalvegi 18 Alþjóða fjárfestingamiðlunin ehf Hlíðasmára 17 Aringerð Jóns Eldons múrarameistara Fellasmára 7 Á Guðmundsson Bæjarlind 8-10 Ártak ehf Smiðjuvegi 1 Ásgeir Einarsson hf Smiðjuvegi 11 B T S Byggingar ehf Smiðjuvegi 4 Barki ehf

Nýbýlavegi 22 Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf Smiðjuvegi 22 Bifreiðaverkstæði Kópavogs ehf Skemmuvegi 24 Bílvogur ehf Auðbrekku 17 BJ-verktakar ehf Bergsmára 8 Blikksmiðja Einars ehf Smiðjuvegi 4b Brostu ehf -Tannlæknastofa Páls Æ Pálssonar Hamraborg 5 Fjárfestingamiðlun Íslands ehf Hlíðasmára 8 Framrás, ástandsgreining ehf Auðbrekku 24 Freyja Kársnesbraut 104 G. Gunnarsson ehf Hlíðasmára 8 Goddi ehf Auðbrekku 19 Gott fæði ehf Smiðjuvegi 11 Hegas ehf Smiðjuvegur 1 Heildverslunin Mót ehf Bæjarlind 2 Hjallaskóli við Álfhólsveg Hús og híbýli ehf Hlíðasmára 17 Hvellur Smiðjuvegi 8 Íslandsspil sf Smiðjuvegi 11a Íslenskir undirverktakar ehf Álfhólsvegi 29 Janus - Tinna Auðbrekku 21 Járnsmiðja Óðins ehf Smiðjuvegi 4b Klippt og skorið hársnyrtistofa Hamraborg 10 Krossgötur, áfanga og meðferðarheimili Hlíðasmára 5-7 Lagnatækni ehf Hamraborg 12 Lárus Lárberg ehf Lautasmára 1 Litlaprent ehf Skemmuvegi 4 Lögmannsstofa SS ehf Hamraborg 10 Markholt ehf Hásölum 13 Málarasmiðjan ehf Selbrekku 36 Point á Íslandi ehf

Hlíðasmára 10 Radíóþjónusta Sigga Harðar ehf Dalvegi 16b Rafmiðlun ehf Auðbrekku 2 Reynir bakari Dalvegi 4 Sigurður Pálmason ehf Arnarsmára 2 Slökkvitækjaþjónustan Prófun ehf Bakkabraut 16 Sól Gallerí Grænatúni 1, s:5543799 Stanislas Bohic garðarkitekt Smiðjuvegi 11 Stálbær ehf Smiðjuvegi 9a Tannlæknastofa Kristínar Ragnarsdóttur Núpalind 1 Tannlæknastofa Páls Ævars Pálssonar sf Hamraborg 5 Tempó- innrömmun sf Álfhólsvegi 32 Tengi ehf Smiðjuvegi 11 a Tinna ehf og Janus ehf Auðbrekku 21 Tréfag ehf Ísalind 4 Verkfræðistofa Snorra Ingimarssonar ehf Hamraborg 11 Vetrarsól Askalind 4 Ömmubakstur ehf Kársnesbraut 96 Öreind sf Auðbrekku 3

Garðabær Árvík hf Garðatorgi 3 Bygging ehf Lyngási 14 Garðasókn Kirkjuhvoli Hafnasandur sf Birkiási 36 Hannyrðabúðin sf Garðatorgi 7 Héðinn Schindler lyftur hf Lyngási 8 Húsfriðunarnefnd ríkisins Lyngás 7 Íslenska félagið ehf Suðurhrauni 3 Nylonhúðun ehf Lyngási 8


Klifur

Sauðárkrókur:

„Litlir þröskuldar geta orðið að gríðarlegum fjöllum.“ -segir sveitarstjórinn Ársæll Guðmundsson eftir að hafa verið í hjólastól í einn dag.

Þ

au hjá Sjálfsbjörg í Skagafirði höfðu samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að leggja þeim lið og vera í hjólastól í einn dag. Þá gæti ég bæði kannað aðgengi fyrir fatlaða og lagt mitt af mörkum til að vekja athygli á málinu. Það var sjálfsagt mál,“ segir Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri á Sauðárkróki. Uppákoman var liður í Sjálfsbjargardögum sem Sjálfsbjörg í Skagafirði stóð fyrir í nóvember sl. í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Að sögn Ársæls var það skrítin upplifun að eyða degi í hjólastól og mun erfiðara en hann hafði búist við. ,,Mér fannst þetta erfitt þó að ég sé fullhraustur. Þessir litlu þröskuldar sem maður veitir ekki athygli dagsdaglega urðu afskaplega erfiðir. Smáir þröskuldar fyrir venjulegan mann geta orðið að gríðarlegum fjöllum fyrir fólk í hjólastól. Við fórum á þessa helstu staði sem fólk á erindi til, t.d. bankann, grunnskólann, ráðhúsið, endurhæfingarstöðina, apótekið, ÁTVR og bakaríið. Í ljós koma að víða er pottur brotinn í þessum málum hér á staðnum. Þar sem aðgengið er slæmt er oftast um að ræða eldri byggingar. Ég lenti í ýmsum hremmingum, festi mig m.a. í einni skólastofunni í grunnskólanum þegar ég ætlaði að snúa mér við. Hjá ÁTVR er skábraut en þar átti ég í miklu basli. Skábrautin er steypt og það brött að erfitt er að komast þar upp. Svo þegar ég var loksins kominn upp þá tók við þröskuldur. Að-

Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri á Sauðárkróki, reynir að komast um í hjólastólnum. Með honum á myndinni er Anna Þórðardóttir, gjaldkeri Sjálfsbjargar í Skagafirði. Mynd/Feykir/Þórhallur.

„Fólk ætti e.t.v. að tala meira saman og miðla af sinni þekkingu og reynslu í þessum málum.“ gengismálin í Safnahúsinu, sem er eldra hús, eru ekki í góðu lagi en til stendur að laga húsið töluvert og verður þá tillit tekið til þessara mála. Aðgengi í Landsbankanum, sem er í tiltölulega nýrri byggingu, var til fyrirmyndar. En meira að segja í endurhæfingarstöðinni, sem er alveg ný hjá okkur, þá er hurðarhnappurinn það langt í burtu að ég þurfti að hafa mig allan við til að hafa tíma til að komast út. Aðgengismálin eru sem betur fer í ágætis lagi í ráðhúsinu.“

Ársæll segir alla hafa verið boðna og búna til að hjálpa sér og auk þess hafi fylgdarlið frá Sjálfsbjörg í Skagafirði fylgt honum allan daginn. ,,Ég hafði alltaf einhvern til að hjálpa mér þegar ég lenti í vanda, en tilgangurinn með þessu var ekki að reiða sig á náungann, svo ég reyndi að gera allt sjálfur sem best ég gat. Þetta var mjög fróðlegt og góð reynsla fyrir mig. Reynsla sem tók verulega á líkamlega, ég var ekki bara með harðsperrur eftir daginn heldur var ég líka aumur víða um skrokkinn.“ Að sögn Ársæls var borin upp tillaga í sveitarstjórn í kjölfar Sjálfsbjargardaga um að gerð yrði úttekt á ferlimálum fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði. ,,Félags- og tómstundanefnd stýrir þessari úttekt og í fram17


Klifur haldi af niðurstöðum verður farið yfir hvernig best sé að bregðast við. Breytingar þurfa ekki endilega að kosta mikið, oft er um að ræða smá tilfæringar og lagfæringar.“ Hugsunarleysi og röng forgangsröðun Aðspurður hvort hann hafi lítið hugsað um aðgengi fatlaðra áður en hann upplifði sjálfur að vera í hjólastól, segist Ársæll telja sig nokkuð meðvitaðan um málefni fatlaðra, s.s. þegar verið sé að ræða um byggingar og aðgengi. ,,Við erum t.d. að byggja frjálsíþróttaleikvang fyrir landsmótið og þar er hugað vel að aðgengi fyrir fatlaða. Ég starfaði sem aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki þar sem rekinn hefur verið gríðarlega öflug deild fyrir fatlaða í nokkur ár. Þannig að ég hef fengið góða innsýn í þennan málaflokk. Þar hafa ýmis úrræði verið reynd með góðum árangri, t.d. að blanda saman fötluðum og ófötluðum nemendum á heimavist.“ Ársæll segist telja margar ástæður fyrir því að aðgengismál fatlaðra séu almennt ekki í betra horfi en raun ber vitni. ,,Kannski er það hugsunarleysi, röng forgangsröðun, peningaskortur eða eitthvað sem gert er í sparnaðarskyni. Annars finnst mér aðgengismál hafa farið stórbatnandi á síðustu árum. Þetta er auðvitað komið í byggingareglugerðir núorðið, en samt sem áður mætti ástandið vera betra. Ég trúi ekki öðru en að hægt sé að ná þessum sjónarmiðum saman. Fólk ætti e.t.v. að tala meira saman og miðla af sinni þekkingu og reynslu í þessum málum. Samtök fatlaðra hafa gert gríðarlega góða hluti og staðið sig mjög vel. Að lokum vil ég svo hvetja félagsmenn Sjálfsbjargar til dáða og að þeir verði duglegir að minna á sig, og okkur hin á skyldur okkar. Það er full þörf á því.“ Texti: Kristrún M. Heiðberg.

18

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Garðabær Símon Kjærnested Endurskoðunarskrifstofa ehf Þrastanesi 16 Verslunin 10 - 11 Lyngási 17 Vélsmiðja Sigurðar Jónssonar ehf Miðhrauni 8

Hafnarfjörður Ás, fasteignasala Fjarðargötu 17 Blátún ehf Grandatröð 4 Fiskverkun Jónasar Ágústssonar ehf Eyrartröð 12 Fínpússning Íshellu 2 Fjarðarkaup ehf Hólshrauni 1 FM-hús ehf Bæjarhrauni 8 G.S. múrverk ehf Hvassabergi 4 Gaflarar ehf Lónsbraut 2 Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar Hringhellu 9 Hafnarfjarðarkirkja Strandgötu Hafnarvík Óseyrarbraut 17 Haglind hf Reykjavíkurvegi 66 Hagtak hf Fjarðargötu 13-15 Hársnyrtistofan Fagfólk ehf Fjarðargötu 19 Heiðar Jónsson, járnsmíði Skútuhrauni 9 Hlaðbær-Colas hf, malbikunarstöð Hringhellu 6 Hrafnista, dvalarheimili aldraðra Hraunvangi 2 Hraunhamar ehf Bæjarhrauni 10 Hvalur hf Reykjavíkurvegi 48 Höfn öldrunarmiðstöð Sólvangsvegi 1 IV ehf iðnaðarvörur og vélar Hvaleyrarbraut 18 Ísmenn ehf

Flatahrauni 5b Kerfi ehf Flatahrauni 5b Knattspyrnufélagið Haukar Íþróttamiðstöðinni Ásvöllu Loki sf Flatahrauni 5b Mardís ehf Hrauntungu 18 Myndsaumur Reykjavíkurvegi 62 Nýsir hf Flatahrauni 5a Sandtak Rauðhellu 3 Síldey ehf Skútuhrauni 2 Sjúkraþjálfarinn ehf Strandgötu 75 Spennubreytar Trönuhrauni 5 Stálskip ehf Trönuhrauni 6 Tannlæknastofa Jóns Björgvinssonar Reykjavíkurvegi 60 Trésmíðaverkstæði Jóns Rafns ehf Stapahrauni 1 Útfararstofa Hafnarfjarðar ehf Flatahrauni 5a Útvík ehf Eyrartröð 7-9 Verkþjónusta Kristjáns ehf Reykjavíkurvegi 68 Vélaverkstæði Jóhanns Ólafssonar ehf Reykjavíkurvegi 70 Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf Helluhrauni 20

Skólavegi 12 H. Þórðarson ehf Krossholti 11 Hlévangur, dvalarheimili Keflavíkur Faxabraut 13 Húsagerðin ehf, trésmiðja Hólmgarði 2c Keflavíkurkirkja Kirkjuvegi 25 Persóna fataverslun Hafnargötu 29 Rafiðn ehf Víkurbraut 1 Ráin, veitingasala Hafnargötu 19 Reykjanesbær Tjarnargötu 12 Samkaup hf Hafnargötu 62 Sjúkraþjálfunarstöðin Átak ehf Aðalgötu 10 Tannlæknastofa Einars og Kristínar Skólavegi 10 Teppahreinsun Suðurnesja Iðavöllum 3 TÍ ehf Miðgarði 11 Umbrot ehf Víkurbraut 13 Varmamót ehf Framnesvegi 19 Verkfræðistofa Suðurnesja hf Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja Vatnsnesvegi 14 Ökuleiðir svf Hafnargötu 56

Keflavíkurflugvöllur Bessastaðahreppur Bókasafn Bessastaðahrepps Álftanesskóla Erlendur Björnsson ehf Hvoli

Keflavík Blámi GK og Dímon KE-48 DMM lausnir ehf Iðavöllum 9b Eldvarnir ehf Iðavöllum 3g Fasteignasalan Ásberg ehf Hafnargötu 27 Fjölbrautaskóli Suðurnesja Sunnubraut 36 Geimsteinn ehf

Fagræsting sf Leifsstöð

Grindavík Grindin ehf, trésmiðja Hafnargötu 9a Gunnar Vilbergsson Víkurbraut 46 Myndsel ehf Hafnargötu 11 Rafþjónusta Birgis ehf Seljabraut 7 Selháls ehf Ásabraut 8 Þorbjörn Fiskanes hf Hafnargötu 12


Klifur

Fundur Sjálfsbjargar með ungu fólki í pólitík:

Málefni fatlaðra eiga að hafa meiri forgang

M

álefni fatlaðra og öryrkja þurfa að hafa mun meiri forgang en nú er og leggja þarf aukna vinnu í að kynna baráttumál þeirra fyrir stjórnmálamönnum sem og almenningi. Þetta kom m.a. fram á fundi sem Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu hélt í nóvember sl. með ungu fólki í pólitík Þau voru; Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna; Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, frá Frjálslynda flokknum og Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki, þrátt fyrir að hafa boðað komu sína. Viðkomandi aðilar voru fengnir til að skýra sjónarmið sín á málefnum fatlaðra sem og að hlusta á það sem öryrkjar og fatlaðir hefðu að segja. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, var fyrst til að taka til máls og ræddi m.a. um aðgengismál. Hún sagði að þrátt fyrir að í byggingarlögum sé skýrt kveðið á um að húsnæði sem ætlað er almenningi skuli hafa almennt aðgengi þá sé enn víða pottur brotinn í þeim efnum. Vel mætti því skoða hvort ekki væri hægt að leggja viðurlög við því ef lögunum er ekki framfylgt. ,,Aðgengi fatlaðra er hluti af því að veita öllum jafnan rétt til að taka þátt í samfélaginu og það er okkar stjórnmálamanna að ýta á eftir þessum málum.“ Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði marga sigra hafa unnist varðandi málaflokk fatlaðra og öryrkja, þó vissulega væri margt eftir. Af nógu væri að taka og nefndi hún þar sérstaklega atvinnumál og aðgengismál. Hvað

Dagný Jónsdóttir, þimgmaður Framsóknarflokksins og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna. Myndir/kmh.

Unga fólkið var sammála um að mikilvægt væri að hefja brýn þjóðfélagsmál eins og málefni fatlaðra og öryrkja upp fyrir skotgrafir stjórnmálaflokkanna. varðar atvinnumál þá hefðu stjórnvöld dregið úr tekjutengingum og í því fælist aukin tækifæri fyrir öryrkja að stunda atvinnu, en það væri ekki nóg, vegna þess að atvinnutækifærin yrðu að vera til staðar. ,,Hlutastörfum hefur fækkað, en þau störf henta öryrkjum með skerta starfsgetu einkar vel og það eru eflaust margir sem vildu vinna hluta úr degi. Einnig er það svo að aðsóknin í störf er svo mikil að fleiri hundruð manns sækja um hvert starf. Hversu vel standa öryrkjar að vígi við slíkar aðstæður?“ Varðandi aðgengismál sagði Dagný að með Evrópuári fatlaðra hefði verið mörk-

uð sú stefna að fatlaðir njóti fullra mannréttinda og að áherslur séu í ríkara mæli settar á atvinnu og menntun þeirra. Einnig sé krafa um aðgengi fyrir alla þar sem lögð er áhersla á að allt samfélagið sé þannig úr garði gert að það sé aðgengilegt öllum í sem víðasta skilningi. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, frá Frjálslynda flokknum, gerði lög um málefni fatlaðra að umtalsefni í ræðu sinni. Hún sagði að þrátt fyrir að lögin hefðu það meginmarkmið að veita fötluðum aðgengi og þá þjónustu sem þeir þarfnast, þá henti þau hins vegar ekki öllum. ,,Fyrir nokkrum árum horfði ég öfundaraugum á fatlaða sem höfðu lög sem tryggði þeim það aðgengi sem þeir þurftu, þ.e. skábrautir. Sveitarfélög og ríkið kepptust við að steypa skábrautir, breikka dyr, koma fyrir lyftum í opinberum byggingum o.fl.“ Sigurlín sagðist hafa samsamað sig lögum um málefni fatlaðra og bent á að hennar aðgengi væri táknmálstúlkur, á sama hátt og skábrautir 19


Klifur voru fötluðum til að komast leiðar sinnar. ,,Sveitarfélögin voru þessu ekki sammála og sögðu að þeim bæri ekki skylda til að borga fyrir táknmálstúlk mér til handa. Við blasir sú staðreynd að þó að sett séu heildarlög eins og lög um málefni fatlaðra, þá er víst að þau henta ekki öllum.“ Að sögn Sigurlínar þarf að gera mikið átak í lögum um málefni fatlaðra, mikilvægast af öllu væri að hafa fullt samráð við öll þau hagsmunasamtök fatlaðra sem lögin eiga að ná yfir og taka fullt tillit til sjónarmiða þeirra við lagasmíðina. Það verði að teljast til grundvallarskilyrða að þjóðfélagið sé byggt upp með þarfir allra landsmanna í huga. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, sagði að ef hægt væri að tala um skammarblett á íslensku þjóðfélagi þá væri það fjárhagslegur og að mörgu leyti aðgengislegur aðbúnaður fatlaðra og öryrkja og margra ellilífeyrisþegi, sérstaklega þar sem auður og ríkidæmi Íslendinga hefði vaxið hröðum skrefum á undanförnum áratugum. Hann sagði stærsta verkefni stjórnmálamanna í næstu framtíð vera að bæta hag öryrkja og fatlaðra. ,,Öryrkjar hafa rekið einhverja harðdrægustu og þróttmestu kjara- og mannréttindabaráttu sem átt hefur sér stað um langt skeið. Baráttu sem vakið hefur aðdáun með þjóðinni og virðist njóta víðtæks stuðnings, enda almenn og útbreidd skoðun að þjóð sem ekki hefur burði til að standa þannig við bakið á þeim sem minnst hafa verji ekki skattfénu til flottræfilsháttar á erlendri grund. Minnisvarði þeirrar ríkisstjórnar sem farið hefur með völdin undanfarin áratug er dapurlegt merki um skilningsleysi og ranglæti. Þennan minnisvarða er forgangsverkefni að rífa niður og færa mannréttindi og kjör öryrkja í eitt skipti fyrir öll til sanngjarns og eðlilegs horfs.“ Sektir fyrir að leggja í bílastæði fyrir fatlaða Að loknum framsöguerindum voru fyrirspurnir úr sal og bar þar helst á málum er varða aðgengi, atvinnu, menntun og kjör öryrkja og fatlaðra. 20

verði í lög þess efnis að einkaaðilar verði skyldaðir til að taka upp sektir á einkalóðum.“ Lög er banna mismunun

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, frá Frjálslynda flokknum.

„Sjálfsbjörg ætti næst að bjóða ráðherrum á fund og taka þá í kennslustund um hvernig líf fatlaðra og öryrkja er í raun og veru. Þeir hefðu gott af því að heyra reynslusögur þeirra.“ Margir höfðu á orði að stjórnmálamenn ættu að mæta sem oftast á fundi hjá Sjálfsbjörg til að fylgjast með þeirra baráttu. Þórir Karl Jónasson, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, sagði frá því að skipuð hefði verið nefnd á síðasta ári sem falið var að kanna hvort taka ætti upp sektir á þeim stöðum þar sem lagt er í bílastæði fyrir fatlaða. Hann sagði að farið hefði verið fram á það við allar verslanir og þjónustufyrirtæki á landinu að teknar yrðu upp sektir þess efnis. ,,Samtök verslunar- og þjónustu vildu hins vegar ekki vera með á þeim forsendum að það myndi styggja viðskiptavini frá ef teknar yrðu upp sektir á einkalóðum.“ Þórir Karl sagði þetta viðhorf meira en lítið undarlegt og nefndi sem dæmi að í Bandaríkjunum væru háar sektir við því að leggja í bílastæði ætluð fötluðum. ,,Hér á landi kostar það 2.500 krónur, en það er bara ekki virt. Ég vil skora á þá þingmenn sem hér eru að sett

Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar lsf., sagði afar brýnt að lagfæra lífeyrismál fatlaðra og öryrkja. ,,Ef fatlaðir hafa ekki í sig og á þá fara þeir ekkert út og taka ekki virkan þátt í þjóðfélaginu. Og þá er til lítils að tala um menntamál eða aðgengismál.“ Hann bað þingmenn um að kynna sér þær tillögur sem Sjálfsbjörg hefði lagt fram varðandi umbætur í lífeyrismálum, sem tryggðu að fatlaðir gætu orðið virkir þjóðfélagsþegnar. Arnór sagði að þrátt fyrir að ýmislegt hefði áunnist í baráttu fatlaðra og öryrkja þá væri enn mörgu ábótavant. Hann sagði að viðhorfsbreyting þyrfti að verða í þjóðfélaginu þar sem mannréttindi þessa hóps væru virt. ,,Nú er ofarlega í umræðunni að setja þurfi lög er banna mismunun, sambærileg lög og eru í Bandaríkjunum, þar sem mjög strangt er tekið á þessum málum. Ef það er t.d. opnuð sjoppa í Bandaríkjunum þar sem ekki er aðgengi fyrir fatlaða og ég kæmi þangað í hjólastólnum mínum, þá gæti ég hringt á næstu lögreglustöð og sjoppunni yrði lokað á stundinni og það yrðu himinháar sektir. Þess vegna spyr ég ykkur ágæta unga fólk hvort þið væruð tilbúin að samþykkja lög hér á Íslandi sem banna mismunun?“ Lærdómsríkur fundur Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sögðust vera reiðubúnir að kynna sér betur málefni fatlaðra og hvað þyrfti að gera til að koma á úrbótum. Þeir voru sammála um að rétt væri að taka upp sektir þar sem ófatlaðir legðu í bílastæði fyrir fatlaða. Jafnframt voru þeir jákvæðir í garð laga sem bönnuðu alla mismunun. Mismunun í garð fatlaðra væri mannréttindabrot sem bæri að stöðva. ,,Ég er ekki þingmaður en ég verð að segja að það er mér mikil hvatning að verða þingmaður eftir að hafa hlustað á ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. ,,Mér finnst þetta hafa ver-


Klifur Texti: ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS SPV 20605 03/2003

ið gríðarlega lærdómsríkur fundur og ég er alveg sammála því að við ættum að koma hingað sem oftast. Það sem e.t.v. stendur upp úr er að það þarf viðhorfsbreytingu, líta þarf á aðgengismál og lífeyrismál öryrkja sem mannréttindamál og ég held að það sé mjög mikilvægt að við sem erum að hefja okkar stjórnmálaferil gerum þetta að okkar máli.“ Dagný Jónsdóttir sagðist vona að ákveðin viðhorfsbreyting fylgdi hennar kynslóð. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir sagði að Sjálfsbjörg ætti næst að bjóða ráðherrum á fund og taka þá í kennslustund um hvernig líf fatlaðra og öryrkja er í raun og veru. Þeir hefðu gott af því að heyra reynslusögur þeirra. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, sagði að í stað þess að stjórnmálamenn rifust um söguna eða einstaka þætti ættu þeir að fylgja eftir þeirri viðhorfsbreytingu sem sé að eiga sér stað í samfélaginu, að fólk vildi bæta hag og kjör öryrkja og fatlaðra. Björgvin sagði fundinn hafa verið mjög upplýsandi fyrir sig, persónulega hefði hann t.d. ekki haft hugmynd um málið er varðar bílastæði fatlaðra á einkalóð. ,,Þetta er verðugt mál fyrir okkur til að taka upp og ræða á vettvangi Alþingis þegar fram líða stundir.“ Þá sagðist Björgvin vera hlynntur lagasetningu sem bannar mismunun og að hann myndi glaður vinna að henni og framgangi hennar. Hann sagðist að lokum hlakka til að vinna með fötluðum og öryrkjum að þeirra málum. Margir fundargestir höfðu á orði að fundurinn hefði einkennst af samstöðu á milli framsögumanna, lítið sem ekkert hefði verið um ,,gamla skítkastið“ sem oft einkenndi þá sem lengur hefðu verið í pólitík. Unga fólkið hefði verið sammála um að mikilvægt væri að hefja brýn þjóðfélagsmál eins og málefni fatlaðra og öryrkja upp fyrir skotgrafir stjórnmálaflokkanna. Þá hefðu þeir allir lýst yfir áhuga á að sækja fleiri fundi hjá Sjálfsbjörg.

Þú ert hjá okkur.

Sérhver

viðskiptavinur og allt, sem tengist fjármálum hans, hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum. Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers viðskiptavinar.

Við stöndum þétt við bakið á viðskiptavinum okkar því velgengni þeirra skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar er traust og örugg fjármálaþjónusta sem þú getur nýtt þér til vaxtar. Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1,eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is

21


Klifur

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Sandgerði Sandgerðisbær Tjarnargötu 4

Garður Sveitarfélagið Garður Melbraut 3

Njarðvík Hitaveita Suðurnesja Brekkustíg 36 Íslandsmarkaður hf Hafnarbakka 13 Kaffitár ehf Stapabraut 7 Toyotasalurinn Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Vökvatengi ehf Fitjabraut 2

Mosfellsbær Búnaðarsamband Kjalarnesþings Þverholti 3 Garðyrkjustöðin Gróandi Grásteinum Ísfugl ehf Reykjavegi 36 KB banki Þverholti 1 Reykjalundur Mosfellsbæ Vélsmiðjan Orri ehf Flugumýri 10

Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar Dalbraut 6 Bílver, bílaverkstæði ehf Akursbraut 13 Byggðasafn Akraness Görðum Dvalarheimilið Höfði Sólmundarhöfða Fasteignasalan Hákot ehf Kirkjubraut 28

22

Haraldur Böðvarsson hf, útgerð Bárugötu 8-10 Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf Einigrund 9 Hjólbarðaviðgerðin sf Dalbraut 14 Hreingerningarþjónusta Vals Vesturgötu 163 IÁ hönnun Sóleyjargötu 14 Íslenska járnblendifélagið hf Grundartanga Magnús H Ólafsson arkitekt Merkigerði 18 Runólfur Hallfreðsson ehf Krókatúni 9 Sementsverksmiðjan hf Mánabraut 20 Sjúkraþjálfun Georgs Janussonar Kirkjubraut 28 Skagaverk ehf Skarðsbraut 11 Skilmannahreppur Innri Mel 2 Smurstöð Akraness sf Smiðjuvöllum 2 Straumnes ehf, rafverktakar Krókatúni 22-24 Tannsmíðastofan sf Reynigrund 7 Trésmiðjan Kjölur hf Akursbraut 11a Tövuþjónustan á Akranesi ehf Vesturgötu 48 Verslunin Nína Kirkjubraut 4 Vélsmiðja Ólafs R Guðjónssonar Smiðjuvöllum 6 Vignir G. Jónsson hf Smiðjuvöllum 4 Þorgeir og Ellert hf Bakkatúni 26 Öryggisþjónusta Vesturlands ehf Skólabraut 2

Borgarnes Borgarbyggð Borgarbraut 11 Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi Borgarbraut 65

Eðalfiskur hf Sólbakka 6 Félagsbúið Mófellsstöðum sf Mófellsstöðum Glitnir ehf Brákabraut 7 Hvítársíðuhreppur Sámsstöðum Loftorka Borgarnesi ehf Engjaási 2-8 Meðferðarheimilið Hvítárbakka Hvítarbakka Skorradalshreppur Grund Sparisjóður Mýrasýslu Borgarbraut 14 Sprautu- og bifreiðaverkstæðið Borgarness sf Sólbakka 5 Sæmundur Sigmundsson ehf Kveldúlfsgötu 17 Vegamót, þjónustumiðstöð Vegamótum Vírnet hf Borgarbraut 74

Stykkishólmur Helgafellssveit Saurum Málflutningsstofa Snæfellsness sf Aðalgötu 2 Tindur ehf Hjallatanga 10 Verkstjórafélag Snæfellsness Skólastíg 15

Grundarfjörður Hrannarbúðin sf Hrannarstíg 5

Snæfellsbær Friðrik Bergmann ehf Grundarbraut 48 Gimli, bókaverslun Hraunási 1 Hjallasandur ehf Helluhóli 3 Sjávariðjan Rifi hf

Hafnargötu 8 Slæging ehf Bæjartúni 7

Búðardalur Mjólkursamlagið Búðardal Brekkuhvammi 15

Króksfjarðarnes Hótel Bjarkarlundur

Ísafjörður Brattur ehf Góuholti 8 Gamla bakaríið Aðalstræti 24 Guðbjörg ÍS-46 Hafnarbúðin Hafnarhúsinu Hamraborg ehf Hafnarstræti 7 Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ Torfnesi Ísfang hf, útflutningur sjávarafurða Suðurgötu 12 Kjölur ehf Urðarvegi 37 Krossnes ehf Króki 2 Lögsýn ehf Aðalstræti 24 Myndás, ljósmyndastofa Aðalstræti 33 Stál og Hnífur ehf Hnífsdalsvegi 1 Tréver sf Hafraholti 34 Útgerðarfélagið Öngull ehf Engjavegi 28 Vestfiskur ehf Hnífsdalsvegi 29 Vélsmiðja Ísafjarðar ehf Sundahöfn

Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður Aðalstræti 12


Klifur

Evrópuár fatlaðra 2003 - Sjálfsbjörg 2003

S

tjórnvöld og samtök fatlaðra í Evrópu sameinuðustu um að tileinka árið 2003 málefnum fatlaðra. Meginmarkmiðið með því var að hagsmunasamtök fatlaðra og stjórnvöld í hverju landi fyrir sig stæðu saman að því að kynna fyrir almenningi stöðu og hagsmuni fatlaðra, jafnframt því að leita sameiginlegra leiða til að bæta stöðu og kjör fatlaðra í löndunum. Strax árið 2002 setti ÖBÍ fram sínar tillögur um hvernig standa skyldi að þessum málum hér á landi. Þar var m.a. lögð áhersla á að ekkert yrði af samstarfi við stjórnvöld nema þau kæmu með áþreifanlegum hætti til móts við kröfu fatlaðra (öryrkja) um bætt kjör. Hvorki gekk né rak lengi og á tímabili var allt samstarf farið út um þúfur. Það var ekki fyrr en í mars á s.l. árið, og þá fyrir forgöngu Öryrkjabandalagsins og Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis,- og tryggingamálaráðherra, að samkomulag náðist um „öryrkjasamninginn“ svonefnda sem fól í sér aldurstengda hækkun á örorkulífeyri þar sem fólk fékk mesta hækkun eftir því sem það var yngra þegar það varð öryrkjar. Allir sem komu að þessu máli af hálfu Öryrkjabandalags Íslands og hagsmunasamtakanna þ.m.t. undirritaður túlkuðu þennan samning á þann hátt að sú tafla sem Öryrkjabandalagið lagði fram og vann út frá væri það sem um hefði verið samið. Það kom því mönnum í opna skjöldu og olli sterkum viðbrögðum á haustmánuðum þegar upplýst var að ríkisstjórnin hafði aðeins samþykkt og áætlað einn milljarð í þennan samning. Hverjum sem þessi misskilningur er um að kenna varð raunin sú að Jóni Kristjánssyni tókst ekki að fá ríkistjórnina eða meirihluta Alþingis til

Arnór Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, lsf. skrifar.

„Vonast er til að á þingi okkar í sumar verði stefnumörkunin eitt af aðalmálunum. Lagður hefur verið grunnur að mörgum verkefnum og möguleikum til að kynna og efla Sjálfsbjörg...“ að hækka framlag um 500 millljónir svo að sú hækkun sem vænst var yrði að veruleika. Þar finnst mér að stjórnarflokkarnir hafi sett niður og gert Jón að blóraböggli í þeim átökum sem hófust í kjölfarið. Allt þetta varð til þess að samstaða ríkisvaldsins og hagsmunasamtakanna var rofin. Þrátt fyrir þetta fengu margir öryrkjar umtalsverða hækkun sem er vissulega af því góða, en mikið vantar á til að ljúka samkomulaginu eins og til var ætlast. Þetta kennir okkur að ganga ekki aftur til samninga nema allt sé fullkomlega skýrt, útreiknað og staðfest með undirskrift. Þar sem samningurinn var ekki gerður fyrr en í mars varð líka

að samkomulagi að Evrópuári fatlaðra lyki ekki fyrr en 1. apríl á þessu ári. Allt hefur þetta orðið til þess að margt af því sem menn áætluðu að gera og koma í framkvæmd hefur farið fyrir ofan garð og neðan svo mun meira verk er eftir óunnið af hálfu stjórnvalda og hagsmunasamtaka öryrkja en ég hafði vænst. Sjálfsbjörg fór ekki varhluta af þessu og menn héldu mikið að sér höndunum með að fara út eitthvert sérstakt átak sem tengdist árinu. Þó var mikið lagt upp úr því og félögin hvött til þess hvert á sínu félagssvæði að standa á einhvern hátt fyrir kynningum á Sjálfsbjörg og hagsmunamálun fatlaðra. Því miður hefur lítið orðið um slíkt, aðeins þrjú félög hafa til dagsins í dag staðið fyrir einhverjum verkefnum. Hinsvegar tel ég að nokkuð vel hafi tekist til með að brydda upp á ýmsum nýjungum sem vel hafi tekist og verkefni sem eiga eftir að skila sér til komandi kynslóða. Má þar m.a. nefna unglingastarfið í sumar þar sem hópur hreyfihamlaðra unglinga fékk sumarvinnu við að gefa út blaðið Lifur sem var fylgirit Sjálfsbjargarblaðsins s.l. haust. Var það m.a. gert með góðum stuðningi félagsmálaráðuneytisins. Athygli vakti hjólastólarall Buslara frá Akranesi til Reykjavíkur í júní. Gert var átak við að taka út aðgengi að ferðamannastöðum og með stuðningi samgöngu,- og umhverfisráðuneytis var hægt að senda mann til að taka út fjölda staða víðs vegar um landið sl. sumar. Mikilvægastur var þó sá liðsauki sem okkur barst þegar Kjartan Jakob Hauksson gekk til liðs við Sjálfsbjörg og bauðst til að kynna samtökin í tengslum við róður sinn hringinn í kringum landið. Það er einstakt og þakkarvert þegar slíkir menn koma 23


Klifur fram og leggja okkur lið á eins eftirminnilegan og óeigingjarnan hátt og hann gerði. Öllum er kunnugt um lyktir róðursins s.l. sumar. En hann lætur ekki deigan síga og mun aftur leggja af stað í sumar og hlökkum við mikið til að fá að vinna með honum áfram. Á árinu lauk líka sölu geisladisksins „Ástin og lífið“ þar sem André Bachmann sá um alla framkvæmd og skilaði salan ágætum hagnaði. Það hjálpaði til þess að við gátum lokið stækkun á fyrstu íbúðinni af þremur sem áætlað er að stækka í Sjálfsbjargarhúsinu á næstu misserum. Á árinu barst landssambandinu og félaginu á höfuðborgarsvæðinu arfur eftir Ester Bjarnadóttur. Ekki er alveg komið fram hversu mikill hann er, en varla undir 20 milljónum sem skiptast jafnt á milli aðila. Slíkur hugur og skilningur á störfum Sjálfsbjargar er ómetanlegur og verður vonandi fleiri velunnurum Sjálfsbjargar til eftirbreytni. Markvisst hefur verið unnið að úttekt á stöðu, stefnu, styrk og veikleika Sjálfsbjargar með það m.a. að markmiði að við getum betur gert okkur grein fyrir hvernig á að haga starfinu til að virkja sem flesta hreyfihamlaða til starfa í samtökunum, og hvernig við getum best komið stefnu og markmiðum samtakanna á framfæri við stjórnvöld og almenning. Unnið er áfram að þessum málum og er vonast til að á þingi okkar í sumar verði stefnumörkunin eitt af aðalmálunum. Lagður hefur verið grunnur að mörgum verkefnum og möguleikum til að kynna og efla Sjálfsbjörg má þar t.d. nefna samkomulag við Tryggingastofnun ríkisins um að standa fyrir kynningu á réttindum fatlaðra í starfsvæðum félaganna. Við horfum því bjartsýn fram á veginn, en til að árangur náist í baráttunni fyrir betra mannlífi á Íslandi verða allir Sjálfsbjargarfélagar að leggjast á árina. Gæfuríkt og starfsamt nýtt ár í þágu betra mannlífs á Íslandi.

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Bolungarvík

Ketilseyri

Sauðárkrókur

Glaðir ehf Traðarstíg 1 Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur heilsugæslusv Aðalstræti 22 Jakob Valgeir ehf Grundarstíg 5 Sparisjóður Bolungarvíkur Aðalstræti 14 Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur Hafnargötu 37

Staður

Borg hf, trésmiðja Borgarmýri 1 Bókhaldsþjónusta KOM ehf Víðihlíð 10 Fiskiðja Sauðárkróks Eyrarvegi 18 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Bóknámshúsinu Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 Skinnastöðin hf Syðri-Ingveldarstöðum Sveitarfélagið Skagafjörður Faxatorgi 1 Útgerðarfélagið Sæfari ehf Hrauni Þórir sf Raftahlíð 18

Súðavík Súðavíkurhreppur Grundarstræti 3 Súðavíkurkirkja Holtagötu 6 Klofningur ehf Aðalgötu 59

Patreksfjörður Bjarg ehf Mýrum 14 Flakkarinn ehf Brjánslæk Patreksfjarðarkirkja Strönd ehf Breiðalæk

Hólmavík Grundarás ehf Lækjartúni 13 Kópnes ehf Vitabraut 3 Sparisjóður Strandamanna Hafnarbraut 19

Drangsnes Stefnir ST-47

Norðurfjörður Árneshreppur Norðurfirði

Hvammstangi Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga Spítalastíg 1 Húnaþing vestra Klapparstíg 4

Tálknafjörður Blönduós Annes ehf Strandgötu 27 Bókhaldsstofan Tálknafirði Strandgötu 40 Eik hf, trésmiðja Strandgötu 37 Garraútgerðin sf Strandgötu 40 Hraðfrystihús Tálknafjarðar Miðtúni 3

Blönduósbær Húnabraut 6 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga Þverholti 1 Sveinsstaðahreppur Hólabaki Svínavatnshreppur Holti

Tálknafjörður

Skagaströnd

Miðvík ehf Túngötu 44 Sterkur ehf Miðtúni 18 Tálknafjarðarhreppur Miðtúni 1 Þórberg hf Strandgötu

Fiskverkun Haraldar Árnasonar Ægisgrund 5 Höfðahreppur Túnbraut 1-3 Kvenfélagið Hekla Steinnýjarstöðum Rafmagnsverkstæðið Neistinn ehf Strandgötu 32 Skagabyggð Örlygsstöðum II

Þingeyri Björgvin ÍS-468 Brautin sf

24

Bæjarhreppur Skólahúsinu Borðeyri Staðarskáli ehf Stað Hrútafirði

Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði Miklabæ, Skagafirði

Siglufjörður Berg hf, byggingafélag Norðurgötu 16 Egilssíld ehf Gránugötu 27 Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Hvanneyrarbraut 37-39 Hlíð Siglufirði ehf Gránugötu 13 Siglufjarðarkaupstaður Gránugötu 24 Siglufjarðarkirkja

Akureyri Akureyrarkaupstaður Geislagötu 9 Akureyrarkirkja Eyrarlandsvegi Augnlæknastofa Ragnars Sigurðssonar ehf Kaupangi við Mýrarveg Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar ehf Óseyri 5a Búsetudeild Akureyrarbæjar Geislagötu 9 Efling sjúkraþjálfun ehf Hafnarstræti 97 Egill Jónsson hf, tannlæknastofa Hofsbót 4


Klifur

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Akureyri Eining-Iðja Skipagötu 14 Félag verslunar- og skrifstofufólks Skipagötu 14 Félagsbúið Bakka Bakka Félagsbúið Hallgilsstöðum Hallgilsstöðum Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Eyrarlandsvegi Friðrik Páll Jónsson, háls, nef og eyrnarlækni Eikarlundi 1 Föl ehf Lerkilundi 24 G. V. Gröfur ehf Óseyri 2 Glerárskóli Oddeyrargötu 26 Greifinn eignarhaldsfélag hf Glerárgötu 20 Hártískan sf Kaupangi við Mýrarveg Húsprýði sf Múlasíðu 48 Íris sf, fatagerð Grænumýri 10 J.B. hf Kaupvangsstræti 4 Kaupfélag Eyfirðinga Hafnarstræti 91-95 Kjarnafæði hf Fjölnisgötu 1b Medúlla hf Strandgötu 37 Miðstöð ehf Draupnisgötu 3g Naust Marine Akureyri ehf Hjalteyrargötu 20 Norðurorka hf Rangárvöllum Pallaleigan ehf Espilundi 14 Raf & Tækni ehf

Akureyri Kaldbaksgötu 4 Rauði kross Íslands Akureyrardeild Víðilundi 2 Samherji hf Glérárgötu 30 Sigtryggur og Pétur sf Brekkugötu 5 Sparisjóður Norðlendinga Skipagötu 9 Stell ehf Kaupangi við Mýrarveg

Sveitahótelið Sveinbjarnargerði Svalbarðsströnd Tannlæknahúsið sf Kaupangi við Mýrarveg Tannlæknastofa Sigrúnar Þórunnarstræti 114 Teiknistofan H Á Furuvöllum 13 Tölvís sf Kaupangi við Mýrarveg Vaxtarræktin Akureyri Íþróttahöllinni við Skólas Verkval, verktaki Miðhúsavegi 4 Véla- og stálsmiðjan ehf Gránufélagsgötu 47 Vörður Vátryggingafélag Skipagötu 9

Grenivík Grýtubakkahreppur Gamla skólahúsinu Sparisjóður Höfðhverfinga Ægissíðu 7 Stuðlaberg ehf útgerð Ægissíðu 11

Grímsey Bratti ehf Gerðubergi Grímseyjarhreppur Eyvík Grunnskólinn í Grímsey Sandvík hf Hellu Stekkjarvík ehf Hafnargötu 17 Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf Hátúni

Dalvík B.H.S., bíla- og vélaverkstæði Fossbrún 2 Blómabúðin Ílex Hafnarbraut 7 Daltré ehf Grundargötu 9 Fiskmarkaður Dalvíkur Ránarbraut 2b G. Ben ehf Ægisgötu 3 Gistihús Ytri-Vík Kálfsskinni Árskógsströnd Gunnar Níelsson sf Aðalgötu 15 Katla hf, byggingafélag Melbrún 2

Níels Jónsson ehf Hauganesi

Hrísey Útgerðarfélagið Hvammur hf Hólabraut 2

Húsavík Alli Geira hf Garðarsbraut 50 Bílaleiga Húsavíkur ehf Garðarsbraut 66 Blómabúðin Tamara Garðarsbraut 62 Bókasafnið á Húsavík Stóragarði 17 Fatahreinsun Húsavíkur sf Túngötu 1 Guðmundur Hallgrímsson Grímshúsum Húsavíkurbær Ketilsbraut 9 Hvammur, heimili aldraðra Vallholtsvegi 15 Knarrareyri ehf Garðarsbraut 18a Kvenfélag Húsavíkur Langanes hf, útgerð Skólagarði 6 Málningarþjónusta Húsavíkur ehf Grundargarði 4 Norðurlax hf Laxamýri Rúnar Óskarsson ehf Hrísateigi 5 Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf Höfða 2 Skóbúð Húsavíkur Garðarsbraut 13 Tjörneshreppur Ytri Tungu Ökuskóli Húsavíkur Túngötu 1

Laugar Norðurpóll ehf Laugabrekku Reykjadal

Kópasker Kelduneshreppur Lindarbrekku Silfurstjarnan hf Núpsmýri Öxarfjarðarhreppur Bakkagötu 10

Raufarhöfn Önundur ehf Aðalbraut 41a

Þórshöfn Haki ehf Langanesvegi 29 Svalbarðshreppur Gunnarsstöðum Þórshafnarhreppur Langanesvegi 2

Vopnafjörður Bílar og vélar ehf Hafnarbyggð 14a Bókasafn Vopnafjarðar Lónabraut 12 Bókhalds- og viðskiptaþjónusta Kristjáns Hafnarbyggð 6 Hofskirkja Vopnafjarðarhreppur Hamrahlíð 15

Egilsstaðir Betri flutningar ehf Miðási 19 Birkitré sf Lyngási 12 Blómabær Miðvangi 31 Bókasafn Héraðsbúa Tjarnarbraut 19 Bókás ehf Koltröð 4 Egilsstaðakirkja Laugavöllum 19 Fellabakarí Lagarfelli 4 Ferðaskrifstofa Austurlands Miðvangi 2-4 Ferðaþjónustan Stóra Sandfelli Stóra-Sandfelli 2 Hraðbúð ESSO www.khb.is Kaupvangi 6 Jón Hlíðdal ehf Reynivöllum 3 Tindafell ehf Teigaseli 2 Trésmiðja Guðna Þórarinssonar Másseli Verkfræðistofa Austurlands ehf Selási 15 Verslunarmannafélag Austurlands Miðvangi 2-4

25


Klifur

Þökkum eftirtöldum fyrirtækjum veittan stuðning Seyðisfjörður

Selfoss

Bókaverslun Ara Bogasonar og Eiríks Sigurðsson Austurvegi 23 Þvottatækni hf Strandarvegi 21

Básinn, veitingastaður Efstalandi Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf Hrísmýri 3 Borgarhús ehf Minni-Borg Búnaðarfélag Grafningshrepps Villingavatni Dýralænaþjónusta Suðurlands sími 482-3060 Stuðlum Fasteignasalan Bakki ehf Sigtúni 2 Framsóknarfélag Árnessýslu Guðmundur Tyrfingsson ehf Fossnesi C Heimili og menntir ehf Baugstjörn 33 Hraungerðishreppur Þingborg Ingólfur, verslun Austurvegi 34 Jeppasmiðjan ehf Ljónsstöðum Kælivélaþjónustan ehf Eyrarvegi 32 Lífeyrissjóður verkalýðsfélagsins á Suðurlandi Austurvegi 38 Lögmenn Suðurlandi ehf, fasteignasala Austurvegi 3 Mjólkurbú Flóamanna Austurvegi 65 Nesey ehf Suðurbraut 7 Gnúpverjahr. Plastiðjan ehf Gagnheiði 17 Plastmótun ehf Læk Ræktunarsamband Flóa og Skeiða Gagnheiði 35 Selfossveitur bs Austurvegi 67 Set ehf, plastiðnaður Eyravegi 41 Sjúkraþjálfun Selfoss ehf Gagnheiði 40 Skálholtssöfnuður Skálholti Sunnlenska fréttablaðið Eyrarvegi 25 Tannlæknastofa Halldórs Austurvegi 44 Verkfræðistofa Suðurlands ehf Austurvegi 3-5 Verslunin Borg, Grímsnesi Minni Borg Verslunin Hornið ehf Tryggvagötu 40

Mjóifjörður Krossbót ehf Sæbóli Mjóafjarðarhreppur Brekku

Reyðarfjörður Þvottabjörn ehf Heiðarvegi 10

Eskifjörður Byggðarholt sf Svínaskálahlíð 21 Eskja hf Strandgötu 39

Neskaupstaður Brynjar Júlíusson hf Hafnarbraut 15 Samvinnufélag útgerðamanna Hafnarbraut 6

Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfjarðarhreppur Tungu 2 Fáskrúðsfjarðarkirkja Loðnuvinnslan hf Skólavegi 59

Stöðvarfjörður Tryggingamiðstöðin Borgargerði 18

Breiðdalsvík Héraðsdýralæknir Austurlandsumdæmis syðra Ásvegi 31

Höfn Bókhaldsstofan ehf Krosseyjarvegi 17 Sambýlið Hólabrekka Hólabrekku Skinney - Þinganes Krossey Sveitafélagið Hornafjörður Hafnarbraut 27

26

Villingaholtshreppur Mjósyndi

Hveragerði Bókasafn Hveragerðis Austurmörk 2 Dvalarheimilið Ás Hverahlíð 20 GB Vélar Breiðumörk 16 Heilsugæslustöðin Hveragerði Breiðumörk 25b Heilsustofnun NLFÍ Grænumörk 10 Hveragerðisbær Hverahlíð 24 Hveragerðiskirkja Bröttuhlíð 5 Kjörís ehf Austurmörk 15 Litla kaffistofan Svínahrauni Reykjadalur ehf Hveramörk 14 Sport-Tæki ehf Austurmörk 16

Þorlákshöfn Fagus ehf Unubakka 18-20 Frostfiskur ehf Hafnarskeiði 6 Grunnskólinn í Þorlákshöfn Hafnarnes hf, útgerð Óseyrarbraut 16 b

Eyrarbakki Héraðssjóður Árnesprófastsdæmis Túngötu 20

Laugarvatn Verslunin H Sel Dalbraut 8

Flúðir Kvenfélag Hrunamannahrepps Auðsholti

Hella Rangá ehf Suðurlandsvegi Verkalýðsfélag Suðurlands Suðurlandsvegi 3

Hvolsvöllur Anna og Árni á Akri

Akri Félag íslenskra bifreiðaeiganda Stóragerði 3 Fylkir, vörubílstjórafélag Eystri-Torfastöðum 1 Holtsprestakall Holti Kvenfélagið Bergþóra Vestur Landeyjum Prjónaver ehf Hlíðarvegi 10 Stórólfshvolskirkja

Vík Byggingafélagið Klakkur ehf Smiðjuvegi 9 Mýrdalshreppur Austurvegi 17

Kirkjubæjarklaustur Heilsugæslustöð Kirkjubæjarklausturs Skriðuvöllum 13 Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri Klausturvegi 4 Hjúkrunar og dvalarheimilið Klausturhólar Kirkjubæjarskóli Klausturvegi 4

Vestmannaeyjar Bensínsalan Klettur ehf Strandvegi 44 Bessi hf Sóleyjargötu 8 Einar og Guðjón sf Illugagötu 3 Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf v/ Friðarhöfn Frár ehf Hásteinsvegi 49 Ísfélag Vestmannaeyja hf Strandvegi 28 Karl Kristmanns, umboðs- og heildverslun Ofanleitisvegi 15-19 Ós ehf Illugagötu 44 Reynistaður ehf Vesturvegi 10 Skattstofa Vestmannaeyja Heiðarvegi 15 Straumur Flötum 22 Vélaverkstæðið Þór ehf Norðursundi 9


Klifur

Vinningar fyrir rétta lausn á krossgátu

A

ð þessu sinni eru vinningar fyrir rétta lausn krossgátunnar þrjár kaffi/tekrúsir, merktar Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. Lausnir sendist til Sjálfsbjargar, lsf. Hátúni 12, 105 Reykjavík og merkið umslagið „krossgáta.“ Skilafrestur er til 15. maí 2004. Verðlaun fyrir lausn á myndagátu síðasta tölublaðs eru fimm pokar utan um GSM-síma, til að hengja um háls eða í belti merktir Sjálfsbjörg, landssambandi fatl-

aðra. Þeir verða sendir vinningshöfunum, sem eru: Guðrún Eiríksdóttir, Hjallalandi 16, 108 Reykjavík; Ágústa Anna Valdimarsdóttir, Orrahólum 7, 111 Reykjavík; Sigríður Þorgeirsdóttir, Ytra-Nýpi, 690 Vopnafjörður; Brynja Jóhannsdóttir, Áskinn 5, 340 Stykkishólmur og Jóhannes Guðnason, Krummahólum 10 5d, 111 Reykjavík. Lausnin var: „Gott og fagurt mannlíf hlýtur að vera keppikefli allra.“

27


Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr.

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS ICE 23526 01/2003

r - alltaf ód‡rast á u l l ne e tin tsm e u N

Profile for Sjalfsbjorg

2004 klifur 15 arg 1 tbl mars  

2004 klifur 15 arg 1 tbl mars  

Advertisement