Page 97

Samvinnufélög Samkvæmt skilgreiningu í lögum um samvinnufélög nr. 22/1991 eru samvinnufélög félög sem stofnuð eru á samvinnugrundvelli í því skyni að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Í samvinnufélögum er félagstala óbundin, stofnfé ekki fastákveðin fjárhæð, félagar bera ekki persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins umfram aðildargjald og þeir eiga ekki eignaraðild að fjármunum félagsins. Sjálfseignastofnanir Samkvæmt Áslaugu Björgvinsdóttur (1999) eru sjálfseignastofnanir ekki félög. Til þeirra er stofnað í ákveðum tilgangi og er ætlað að starfa ótímabundið. Það sem helst greinir sjálfseignastofnanir frá félögum er að þær eiga engir aðilar heldur á stofnunin sig sjálf. Hún fer ein með eignarétt yfir sínum fjármunum og er sjálfstæðri stjórn falið að ráðstafa þeim.

XIII

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement