Page 91

Við útreikninga fyrir flokk uppsjávarfiska var notast við afurðaflokka 110 – Síld, 111 – Loðna, 112 – Kolmunni, 113 – Makríll og 119 - Annar uppsjávarfiskur. Allir vinnsluflokkar voru notaðir að mjöli og lýsi undanskildu. Við útreikninga fyrir flokk hvítfisks var notast við afurðaflokkana 120 - Þorskur, 121 - Ýsa, 122 - Ufsi, 123 - Karfi, 124 - Steinbítur, 125 - Langa, 126 - Blálanga, 127 - Keila, 128 - Skötuselur, 132 - Lýsingur, 139 - Annar botnfiskur, 140 Grálúða, 141 - Lúða, 142 - Skarkoli, 143 - Sólflúra, 149 - Annar flatfiskur, 199 - Aðrar sjávarafurðir, 134 - Hlýri, 144 - Sandhverfa, 145 - Þykkvalúra, 146 Sandkoli, 147 – Skrápflúra og 148 – Langlúra. Vinnsluflokkar sem notast var við voru; 00 - Nýr, kældur eða ísvarinn heill fiskur, 01 - Ný, kæld eða ísvarin fiskflök, 02 - Annað ferskt, kælt sjávarfang, 10 - Sjófrystur heill fiskur, 11 Sjófryst, blokkfryst flök, 12 - Sjófryst flök ót.a., 13 - Annað sjófryst sjávarfang, 14 - Heilfrystur fiskur ót.a., 15 - Landfryst, blokkfryst flök, 16 - Landfryst flök ót.a., 17 - Fiskmarningur, frystur, 18 - Fryst hrogn, 19 - Annað fryst sjávarfang og 39 - Afurðir fiskvinnslu ót.a. Við útreikninga fyrir flokk saltaðs og þurrkaðs fisks var notast við sömu afurðaflokka og í útreikningum fyrir hvítfisk þó svo að flestir þeirra hefðu gildin 0. Vinnsluflokkar sem notasat var við voru; 20 - Þurrkaður saltfiskur, 21 Blautverkaður saltfiskur, 22 - Saltfiskflök, bitar o.fl., 27 - Skreið, 28 - Þurrkaðir hausar og 29 - Annar hertur, þurrkaður, saltaður fiskur. Við útreikninga fyrir flokk skelfisks var notast við afurðaflokkana 160 - Rækja, 161 - Humar, 162 - Hörpudiskur, 163 - Kræklingur, 164 - Smokkfiskur, 165 Ígulker, 166 - Kúfiskur, 167 - Beitukóngur og 169 - Krabbadýr, skeldýr og lindýr ót.a. Vinnsluflokkar sem notast var við voru allir nema mjöl og lýsi. Til afstemmingar var þetta einnig reiknað út þar sem notast var við flokkinn „útflutningur sjávarafurða eftir afurðaflokkum 1979-2012“. Var þar flokkurinn mjöl/lýsi undanskilinn sem og flokkurinn annað. Niðurstöður þessa má sjá í töflu hér að neðan. Smávægileg skekkja er á milli þessara leiða og sem mögulega má meðal annars rekja til saltaðra hvítfiskhrogna og grásleppuafurða.

VII

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement