Page 88

Viðauki 4 - Þáttökubeiðni vegna spurningakönnunar Þáttökubeiðni send til 34 einstaklinga með tölvupósti þann 13.02.14. Titill: Sameiginleg markaðssetning sjávarafurða – Háskólinn á Akureyri Sæl/Sæll Vegna lokaverkefnis sem ég er að vinna um sameiginlega markaðssetningu sjávarafurða hef ég sett saman stutta könnun sem lögð er fyrir nokkra valda aðila innan geirans og óska ég eftir þinni þátttöku. Verkefnið snýr að því að kanna hvort sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir undir einu vörumerki sé raunhæfur kostur. Ég tek saman sögu sölumála á Íslandi og í Noregi frá aldamótum 1900, geri grein fyrir sameiginlegu markaðsstarfi Norðmanna á vegum NSC, greini umfang sambærilegs sjóðs væri þeirra fyrirkomulag tekið upp hérlendis og kanna hug fólks innan íslenska sjávarútvegs geirans til sameiginlegs markaðsstarfs. Í könnuninni ert þú beðinn um að merkja við á skala hversu sammála þú ert alls 13 fullyrðingum. Svörin eru ekki rekjanleg og þú ert beðinn um að svara eftir þínu áliti en ekki sem fulltrúi þíns fyrirtækis. Spurt er um allar sjávarafurðir að mjöli og lýsi undandskildu. Það tekur um það bil 5 mínútur að svara könnuninni. Ritgerðin verður kláruð nú í apríl og verður opin öllum. Ef þess er óskað get ég sent rafrænt eintak að einkunnargjöf lokinni. Vinsamlegast athugið að þar sem svör eru ekki rekjanleg mun ég senda ítrekun um þáttökubeðni að tíu dögum liðnum óháð svörun. Hlekkur á könnun: Kv. Sindri Már Atlason Nemi í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri

IV

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  
Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement