Page 73

5. Umræður Í umræðuhluta verða sölusamtök á Íslandi og í Noregi rædd og tilkoma þeirra sett í samræmi við aðstæður nú. Leitast verður við að greina frekar þær niðurstöður sem settar voru fram í kafla 4 með hliðsjón af upplýsingum sem fengust í viðtölum.

5.1. Sölusamtök á Íslandi og í Noregi; samsvaranir við NSC og aðstæður í dag Áhugavert er að skoða hvernig tilhögun sölu- og markaðsmála í íslenskum sjávarútvegi fór í raun í hring á einni öld. Frá því að frjálsræði ríkti í upphafi 20. aldar færðust sölumál yfir í miðstýrt umhverfi þar sem sölusamtök störfuðu undir ákveðinni ríkisvernd þar til það kerfi féll og frjálsræði var aftur komið á í upphafi 21. aldar. Frá því að smíði þessarar ritgerðar hófst hefur umræðan um hvort nú hafi skapast þörf fyrir aukna sameiginlega markaðssetningu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum aukist og má sjá ýmsar samsvaranir í þeim ytri og innri aðstæðum sem nú eru og þeim til staðar voru þegar SÍF og fiskimálanefnd voru sett á stokk á sínum tíma. SÍF var stofnað í kjölfar lækkandi afurðarverðs sem tilkomið var vegna kreppuástands á erlendum mörkuðum ásamt aukins framboðs sjávarafangs í kjölfar tækniframfara. Í dag eru það efnahagserfiðleikar í Suður- Evrópu, aukið framboð þorsks úr Barentshafi, aukin samkeppni við aðrar fisktegundir á borð við hinar stóru eldistegundir, lax, tilapíu og aðra ferskvatnsfiska, og einnig samkeppni við aðra próteingjafa eins og kjúkling sem hafa valdið verðlækkunum og öðrum erfiðleikum. Þá orsakaði fjöldi og smæð útflytjenda það að óæskileg samkeppni var þeirra á milli á mörkuðum en líkt og fram kemur í viðtölum er líklegt að þetta sé einnig raunin í dag. Sambærilegar breytingar áttu sér stað í Noregi í upphafi 20. aldar og voru ástæður þess meira og minna þær sömu. Sölusamtök þeirra urðu þó ekki eins öflug og hérlendis sem má að hluta til rekja til innri baráttu sjómanna og útflytjenda. Þeirra kerfi tók svo breytingum á sama tíma og gerðist á Íslandi en í stað þess að gefa útflytjendum algert frjálsræði, líkt og hér var gert, voru þeir með lögum settir undir ein regnhlífasamtök útflytjenda. Þau samtök heita í dag Norwegian Seafood Council og hafa á þeim rúmu 20 árum sem þau hafa starfað 63

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement