Page 72

og matarmenningu og að stuðla að aukinni gjaldeyrisöflun og verðmætasköpun (Guðný Káradóttir, 2014). Þegar kemur að hlutverki Íslandsstofu þá er það að vera samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir sem miða að því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis og auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Markmið með samningi við ÁF þegar kemur að kynningu sjávarafurða er að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum og styrkja ímynd Íslands sem upprunalands sjávarafurða þar sem stundaðar eru ábyrgar fiskveiðar. Með Íslandsstofu starfar fagráð skipað 11 aðilum frá fyrirtækjum innan sjávarútvegsins auk fulltrúa frá atvinnuvegaráðuneyti. Fagráðið lagði fram stefnuyfirlýsingu árið 2010 og var þá lykiláhersla lögð á að byggja upp orðspor ábyrgðar og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Árið 2012 var stefnuyfirlýsingin endurskoðuð og nú er einnig lögð áhersla á gæði, uppruna og ferskleika. Með hina nýju stefnuyfirlýsingu að leiðarljósi auk þess mats fagráðsins að aukinn vilji sé fyrir hendi innan greinarinnar til að auka veg sameiginlegs markaðsstarfs var ákveðið að ráðast í endurskoðun og móta í samstarfi við hagsmunaaðila stefnu (brand strategy) sem geti orðið grundvöllur í samskiptum við markaðinn og kynningarstarfi. Þegar stefnumörkunin liggur fyrir verða næstu skref ákveðin (Guðný Káradóttir, 2014).

62

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement