Page 71

Hlutföll útflutningsverðmætis milli afurðaflokka árið 2012 Ísland í innri hring, Noregur í ytri. Lax undanskilinn. 5% 26% 26%

6% 23% 16%

56%

43% Uppsjávarfiskur

Hvítfiskur

Saltaður og þurrkaður

Skelfiskur

Mynd 30: Hlutföll afurðaflokka.

Af fyrrgreindu má sjá að sé fjármögnunarform NSC fært fyrir á íslenskan sjávarútveg hefði innkoma þess markaðssjóðs verið á bilinu 1,3 til 1,7 milljarðar króna árin 2009 til 2012. Þar hefði hvítfiskur (ferskur og frosinn) lagt til á bilinu 56% til 64% fjármagns, saltaður og þurrkaður fiskur 15% til 19%, uppsjávarfiskur 10% til 23% og skelfiskur 6% til 8%. Ítarlega töflu yfir stærð og skiptingu flokka íslensks markaðssjóðs auk allra forsenda útreikninga má sjá í viðauka 6.

4.4. Hlutverk Íslandsstofu í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða Líkt og fram kom í fræðikafla var árið 2010 gerður samningur á milli Ábyrgra fiskveiða og Íslandsstofu um að hin síðarnefnda færi með markaðs- og kynningarmál fyrir ÁF. Íslandsstofa réði markaðsstjóra sem sinnti þessu verkefni alfarið en útlagður kostnaður vegna markaðsstarfs fyrir IRF var greiddur af ÁF. Frá gerð þessa samnings hefur verið stofnað sérstakt svið hjá Íslandsstofu sem sinnir kynningu á íslenskum sjávarútvegi og matvælum og starfa þar þrír starfsmenn, en auk þess koma fleiri starfsmenn að verkefnum svo sem við gerð á kynningarefni og þátttöku í sýningum erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Guðnýju Káradóttur (apríl 2014) er um það bil 2/3 vinnuframlags þeirra varið til sjávarútvegsmála. Iceland Responsible Fisheries er í dag stærsta verkefni sviðsins sem hefur þau hlutverk að efla orðspor Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra sjávarafurða, auka áhuga á íslenskum matvælum, hráefni 61

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  
Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement