Page 70

4.3. Fjármögnunarmódel NSC hermt yfir á íslenskan sjávarútveg Í töflu 2 hér að neðan má sjá hver stærð fræðilegs íslensks markaðssjóðs yrði væri hann fjármagnaður með sama hætti og NSC fjármagnar sitt markaðsstarf. Hafa ber í huga að samkvæmt módeli NSC er mjöl og lýsi hér tekið út fyrir og er það einnig gert hér. Tölur um stærð íslensks markaðssjóðs eru reiknaðar úr gögnum Hagstofu Íslands um útflutning sjávarfurða. Varðandi NSC segir þetta þó ekki alla söguna um skiptingu fjármagns til markaðsstarfs. NSC markaðssetur einnig sjávarafurðir innanlands og er sú markaðssetning gernerísk (e. generic marketing), þ.e. hún snýr að aukinni neyslu sjávarafurða í Noregi. Það starf er fjármagnað af útflutningi þar sem markaðsskatturinn nær aðeins til útfluttra afurða. Ítarlegri útgáfu af töflu 2 má finna í viðauka 6. Tafla 2: Stærð norsks markaðssjóðs á móti hermdum íslenskum.

Ár 2009 2010 2011 NSC (Millj.ISK) 6.258 7.335 8.054 NSC - Laxfiskar undanskildir (Millj.ISK) 2.628 3.081 3.382 Ísland (Millj.ISK) 1.343 1.424 1.631 * Miðað við árið 2012 þegar hlutfall lax og regnbogasilungs var 58%

2012 8.277 3.476 1.695

Á mynd 14 í kafla 3-1 má sjá hlutfallslega skiptingu þess hvernig mismunandi hlutar norsks sjávarútvegs fjármögnuðu starf NSC árið 2012. Sú mynd er illsamanburðarhæf við Ísland enda kemur 58% fjármagns frá laxfiski sem er vitaskuld ekki nálægt veruleika í íslenskum sjávarútvegi þar sem hlutfall laxfisks af heildarútflutningi er hverfandi. Á mynd 31 hér að neðan má sjá hvernig þessi skipting lítur út í Noregi ef lax og regnbogasilungur er tekinn út fyrir, það sem eftir stendur skalað upp í 100% og útkoman borin saman við hlutföll sömu flokka samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

60

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason