Page 7

Orðalisti DNKL – De Norske Klippfiskeksportørers Landsforening DNSL – De Norske Saltfiskeksportørers Landsforening Dótturfélag* – Fari hlutafélag með meirihluta atkvæða í öðru félagi telst það fyrrnefnda móðurfélag en hið síðarnefnda dótturfélag. FAO – Food and Agriculture Organization of the United Nations. FOB verð* – Verð vöru þegar hún er komin um borð í flutningsfar sem flytur hana úr landi, í því felst að seljandi stendur kostnað af því að koma vörunni frá framleiðslustað eða vöruhúsi á þann stað sem hún er flutt úr landi og um borð í flutningsfar. Vöruútflutningur er skráður á FOB virði í opinberum gögnum. Hlutafélag* – Félag þar sem félagsmenn hafa innt af hendi tiltekið stofnfé (hlutafé), sem skipt er í tvo eða fleiri hluti og enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins umfram þá fjárhæð sem hann hefur innt af hendi fyrir sinn hlut. Hlutdeildarfélag* – Félag, þó ekki dótturfélag, sem annað félag og dótturfélög þess eiga verulegan eignarhlut í eða hafa myndað varanleg tengsl við í þeim tilgangi að hafa áhrif á rekstur þess. MSC – Marine Stewardship Council ISF – Iceland Sustainable Fisheries IRF – Iceland Responsible Fisheries. NSC – Norwegian Seafood Council. Samvinnufélag* – Félag sem stofnað er á samvinnugrundvelli í því skyni að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu. SH – Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. SÍF – Samtök Íslenskra Fiskframleiðenda. SÍS – Samtök Íslenskra Samvinnufélaga. Sjálfseignastofnun* – Stofnanir, sem ekki eru félög, sem stofnaðar eru í ákveðum tilgangi og er ætlað að starfa ótímabundið.

Um öll atriði er fjallað í texta, um stjörnumerkt atriði er fjallað um í viðauka 9. vi

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason