Page 69

þegar markaðsmenn koma frá Noregi, kynningarefni og annað sé flott en án stöðugs framboðs af fiski sé lítið að sækja. Fram kom í máli eins viðmælenda sem hefur lengi fylgst vel með störfum NSC að fjármagnið sem þeir hafa til ráðstöfunar sé gríðarmikið og oft á tíðum of mikið. Þetta hafi meðal annars leitt af sér sóun í ómarkvissu starfi, þá sérstaklega í þorski. Miklir peningar hafa verið settir í að markaðssetja þorsk á sama tíma og framboð hefur verið óstöðugt og megnið af útflutningi óunnið hráefni. Markaðsstarf þurfi að byggja á stöðugu framboði af gæðavöru og góðri þjónustu við kaupendur. Þetta hafi til dæmis verið raunin þegar sölusamtökin, SH og ÍS/SÍF voru hvað sterkust. Kaupendur treystu þeim merkjum og vissu að þau stóðu fyrir gæði og afhendingaröryggi. Tjáði hann (viðmælandinn) þá skoðun að fjármunir séu betur geymdir hjá fyrirtækjunum sjálfum eða einhverjum sameiginlegum vettvangi sem fyrirtækin hafa aðkomu að, þannig nýtist þeir best. Almennt voru viðmælendur þó sammála NSC hafi víða náð góðum árangri í markaðssetningu og þá sérstaklega í laxi og saltfiski þar sem framboð hefur verið stöðugt. Hvað Ísland varðar kom fram að margir telja framboð frá Íslandi vera of „fragmenterað“ (þar sem enginn einn aðili er nógu stór til þess að hafa veruleg áhrif á iðnað) og of margir aðilar standi í útflutningi. Þetta valdi ýmsum vandamálum eins og það sem áður hefur komið fram um að erfitt sé að sameina svo sundurleitan hóp. Einn viðmælandi sagði að fyrirtæki þurfi sjálf að sjá sér hag í markaðsstarfi, þau þurfa að vera viljug til þess að fjármagna það og til þess þurfa þau að sjá að fjárfestingin skili sér.

59

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement