Page 68

Í einu svari kom þó fram að mögulega væru aðrir sem hefðu efasemdir um að Íslandsstofa, og þar með ríkið, hefði aðkomu að sameiginlegu markaðsstarfi. 4.2.2. Aðrar viðtalsniðurstöður Þar sem spurningar í viðtölum voru opnar auk þess sem viðmælendur voru jákvæðir í garð viðtala og allir að vilja gerðir til að aðstoða kom ýmislegt fram sem ekki var spurt beint um. Hér verða settar fram ýmsar upplýsingar sem fram komu í viðtölum. Ekki voru allir sammála um það hvort kerfi Norðmanna með sameiginlega markaðssetningu á vegum NSC sé yfirfæranleg á íslenskan sjávarútveg. Meðal þess sem nefnt var sem ástæður fyrir því að svo væri ekki voru ríkisstyrkir og laxeldi. Þó svo að markaðsstarf NSC sé fjármagnað af greininni standa fyrirtæki sjálf fyrir eigin markaðssetningu og geta þar sótt mikla styrki til ríkisins. Þessu er ekki að dreifa hérlendis og tekið var dæmi um bleikjueldi. Íslendingar eru stærstir á sviði bleikjueldis og hafa fyrirtæki hér verið að byggja upp markað fyrir þær afurðir undanfarið enda varan sérstök og ekki þekkt á mörkuðum. Það eru kostnaðarsamar aðgerðir og ekki hefur gengið að sækja styrki til þeirrar vinnu. Einstök fyrirtæki hafa því þurft að standa undir þeim kostnaði en ábatinn dreifist til fleiri aðila og er styrkjandi fyrir eldisgeirann í heild. Í Noregi væri auðsótt að fá styrki til slíkrar vinnu. Hitt er laxeldið, laxinn er gríðarsterkur og Norðmenn eru stoltir af honum. Laxinn hefur því verið ákveðið sameiningartákn og veitir þeim einnig sérstöðu á mörkuðum. Ísland hefur enga sérstöðu, allt sem hér er veitt er einnig veitt annarsstaðar og í meira magni. Talað var um þá miklu orku sem fer í innri baráttu í íslenskum sjávarútvegi og að mögulega dragi hún úr þrótti sem komi niður á markaðsstarfi í greininni. Hér er átt við stanslausa baráttu við stjórnvöld auk baráttu meðal útgerðaflokka, landsvæða og fleira. Auk þess sé samkeppni íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum mikil og oft harkaleg, þá sérstaklega í uppsjávarfiski. Tvennum sögum fór af því meðal viðmælenda hversu mikil ánægja er í Noregi með það kerfi sem þar er við lýði. Fram kom í máli eins að margir framleiðendur séu óánægðir með störf NSC og oft séu þessir tveir hlutar ósamstíga. Þetta kemur til dæmis fram í markaðssetningu á þorski sem kaupendur eru sagðir þekkja

58

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement