Page 67

Heilt yfir má segja að viðmælendum hafi þótt þetta óþarflega mikið. Einn sagði að þetta yrði yfirdrifið og ekki mundi nást um það sátt. Annar taldi 0,75% hærra en nauðsyn væri, sérstaklega með tilliti til þess að skapa sátt og lagði til 0,4% – 0,5%. Einn viðmælanda hafði þá skoðun að þetta þyrfti að skoða út frá markmiðum og að háar fjárhæðir séu ekki forsenda góðrar niðurstöðu. 8. Væri farið í aukið sameiginlegt markaðsstarf, telur þú rétt að nota hluta veiðigjalds til fjármögnunar? a. Telur þú að ríkið ætti að leggja til fjármagn á móti fyrirtækjum? b. Telur þú að ríkið eigi að koma að starfinu í gegnum Íslandsstofu? Hvað varðar spurninguna um veiðgjald og ríkisfjármögnun eru það vangaveltur sem komu til á seinni stigum eftir að í ljós kom í samskiptum í kjölfar spurningakönnunar að ýmsir telja að nýta ætti hluta veiðigjalda í markaðsstarf. Meðal viðmælenda hér kom þetta sjónarmið einnig fram. Einn þeirra sagði að rétt væri að nota hluta veiðigjaldsins, að teknu tilliti til núverandi aðstæðna, annar að þar lægi að minnsta kosti tækifæri í að hefja aukið sameiginlegt markaðsstarf. Þessu voru ekki allir sammála og hjá öðrum kom fram skýr andstaða við að veiðigjöld yrðu notuð til að fjármagana sameiginlegt markaðsstarf. Hvað undirspurningu a varðar er það háð túlkun hvort notkun veiðigjalda væri fjármagn frá ríkinu eða fyrirtækjum. Til þess er ekki tekin afstaða hér og gert ráð fyrir þarna væri á ferð ríkisfjármagn óháð veiðigjöldum. Þar kom fram sitt hvor póllinn og alfarið háð skoðunum hvort viðmælendur töldu rétt að ríkið leggði til fjármagn eða ekki, þeir sem þessu svöruðu voru þó vissir í sinni afstöðu. Í þessari spurningu sem og öðrum kom fram nokkur ánægja með störf Íslandsstofu. Einn sagði Íslandsstofu hefa staðið sig vel í því sem sem hún er að gera og ekkert mælir á móti því að hún haldi áfram að sinna sínu hlutverki. Fram kom að aðkoma Íslandsstofu mætti vera með þeim hætti að hana mætti nýta sem vettvang til að skipuleggja markaðsstarf en ekki ætti að koma með fjármagn í gengum Íslandsstofu.

57

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement