Page 66

ósammála auk fyrirferðamikils hlutlauss hóps. Viðmælendur voru ýmist þeirrar skoðunar að merkið væri veikt, sterkt eða að það skipti í raun ekki máli. Fram kom að merkið væri veikt og ekki nægilega gott eins og það er, það prentist illa og segi neytandanum ekkert. Það sé of flókið og til þess að sjá eitthvað út úr því þarf að rýna of mikið í það. Merki NSC var sagt mun sterkara, það segir sögu og í því er fólgin ákveðin rómantík. Fram kom að ákveðnir viðmælendur töldu vinnu og skipulag í kringum IRF ekki nógu markvisst en tóku fram að um það væri ekki við Íslandsstofu að sakast. Einn viðmælandi sagði að merkið væri sterkt en það sé ruglandi að það skuli bæði vera uppruna- og vottunarmerki. Í IRF er ákveðinn strúktúr sem hægt er að byggja á en meira skipulag vantar í starfið. Annar taldi að það hvernig merkið sé skipti ekki öllu máli heldur skipti máli hvaða peningur sé á bak við starfið. Á meðan fjármagnið sem fer í að setja fram merki IRF er eins lítið og raunin er mun það ekki ná mikilli fótfestu.

Í einu viðtali sagðist viðmælandi telja hlutverk IRF í markaðsstarfi gjarnan misskilið, menn rugli saman markaðs- og sölustarfi. Aðilar komi inn og vilja strax sjá aukna sölu. Markaðsstarf er hinsvegar til langtíma. Einnig þurfi að skoða gangvart hverjum er verið að markaðsetja. Ef verið er að markaðsetja gagnvart neytendum (B2C) er ekki rétt að ráðstafa fjármagni til sýninga sem er meira fyrir markaðssetningu gagnvart milliliðum (B2B).

6. Erum við (íslenskur sjávarútvegur) að missa af verð premíu með því að vera ekki með sterkari vörumerki? Viðmælendur voru ýmist sammála þessu eða tóku ekki skýra afstöðu. Einn svaraði því að líklega værum við að missa af premíu og vísaði til þess að í sumum tilvikum fái Norðmenn hærra verð fyrir þorsk en Íslendingar, er þar átt við skrei. Einnig kom fram að það eitt að vera með sterkari vörumerki sé ekki ávísun á verðpremíu. Sumir njóta hennar án merkja og er það þá á grundvelli góðrar vinnu. Það er mikilvægt að fyrirtæki séu markaðsdrifin, markaðssetning snýst líka um að framleiða það sem viðskiptavinir vilja og markaðurinn biður um. 7. Markaðssjóður fjármagnaður líkt og NSC hefði verið tæplega 1,7 milljarður króna árið 2012. Er það hæfilegt, of mikið eða of lítið?

56

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason