Page 65

Annað atriði er að af ýmsum ástæðum hefur hingað til ekki verið mikil þörf á sameiginlegu markaðsstarfi og höfðu viðmælendur helst tvær skýringar á því. Annars vegar að markaðsaðstæður síðustu 10 ár eða svo hafi verið góð og umframeftirspurn í raun verið til staðar eftir íslenskum sjávararafurðum, og hinsvegar hin gömlu sölusamtök. Þegar sölusamtökin voru sterk var stærð þeirra slík að íslenskar sjávarafurðir höfðu nógu sterkan front. Annað atriði er það að eftir að sölublokkirnar leystust upp sköpuðust aðstæður þar sem margar litlar vinnslur og söluaðilar hófu starfsemi. Það má segja að menn hafi verið frelsinu fegnir og nýtt sér það að geta verið sjálfstæðir. Þessi hópur hefur svo verið sundurleitur og vegna góðra markaðsaðstæðna hefur ekki verið ástæða til þess að sameina krafta þeirra í markaðssetningu. 4. Í spurningakönnun svöruðu16 af 25 að áætlanagerð til langs tíma sé almennt ekki við lýði við markaðssetningu íslenskra sjávarafurða, ef þú telur þetta rétt: a. Hvers vegna ætli áætlanagerð sé ekki almennari?* b. Með sameiginlegu markaðsstarfi gæfist mögulega tækifæri til þess að auka áætlanagerð í markaðssetningu. Væri það fýsilegt?* *Samandregin svör. Hér mátti greina tvo hljóma í svörum og er það í samræmi við niðurstöðu spurningar 8 í spurningakönnun. Einn aðili sagði að þessi niðurstaða kæmi sér á óvart og taldi hann að menn hlytu almennt að vinna eftir áætlunum, annað væri vart hægt. Aðrir voru sammála því að áætlanagerð væri ekki nógu almenn. Nefnt var að mögulega væri áætlanagerð ekki í menningu Íslendinga og væri það miður. Fram kom að áætlanagerð sé mikilvæg, hana þurfi að styrkja. Fyrirtæki þyrftu að gera meira af því að kortleggja markaði og afla og vinna úr upplýsingum, hvort þetta er eitthvað sem á að vera unnið miðlægt eða af fyrirtækjum er álitamál og háð skoðunum. Aukin áætlanagerð myndi gera vinnu markvissari og gera það auðveldara að fá menn til að vera sammála. 5. Hver er þinn hugur til IRF? a. Er merkið nógu sterkt og væri hægt að nota þetta merki ef ráðist væri í öflugt sameiginlegt markaðsstarf? Svör hér endurspegluðu vel svör við spurningu 6 í spurningakönnun þar sem svarendur skiptust alveg í þrjá hópa þar sem jafn margir voru sammála og 55

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement