Page 64

markaðsgjald gætu sölufyrirtæki hækkað sína söluþóknun og velt gjaldinu þannig niður til framleiðenda. Eitt svar við þessari spurningu var einfaldlega að ekkert mælti gegn sameiginlegri markaðssetningu. 3. Niðurstöðurnar spurningakönnunar gefa eftirfarandi til kynna: a. Íslenskar sjávarafurðir eru ekki taldar nægilega sjáanlegar á erlendum mörkuðum og að sameiginlegt vörumerki myndi auka sýnileikann. b. 19 af 25 svarendum eru sammála því að sameiginlegt vörumerki myndi auka útflutningsverðmæti greinarinnar í heild. c. 18 af 25 svarendum telja að sameiginlegt vörumerki myndi auðvelda sókn á nýja markaði. Ef gengið er út frá því að þessi svör endurspegli þýðið, hversvegna er sameiginleg markaðssetning ekki stunduð nú þegar? Hér var helst tvennt sem kom upp. Annars vegar fjöldi og smæð sölu- og útflutningsaðila sem einnig var nefnt í spurningu 2 og hinsvegar veiðigjöld. Þá var það einnig gjarnan nefnt að þegar kemur að starfi sem þessu er oft erfitt að ná samstöðu um fjármögnunarhlutann. Þetta gæti sérstaklega verið vandamál í dag þar sem margir eru jafnvel í vandræðum með veiðigjöldin og frekari útgjöld því ekki fýsileg. Þá hafa sumir tilhneigingu til þess að horfa til þess hvort annar sem minna greiðir eða greiðir ekki geti mögulega hagnast á þeirra fjárframlagi. Eins var nefnt að mögulega vildu þeir sem stærri eru ekki taka að sér að toga hina smærri áfram. Fram kom hjá einum viðmælanda að enginn hafi tekið forystu um málefnið, það vanti stóran aðila til þess að drífa hina með sér. Þar kemur aftur að því að hér séu starfandi margir útflytjendur sem séu sundurleitur hópur. Eins og áður hefur komið fram er málefnið háð skoðunum og höfðu viðmælendur á orði að það væri einmitt mergurinn málsins, skoðanir manna á málinu eru ólíkar og hagsmunir einnig, það hefur ekki fundist flötur á sameiginlegu markaðsstarfi sem sameinar hagsmuni allra svo allir geti vel við unað.

54

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement