Page 63

4.2.1. Niðurstöður staðlaðra spurninga 1. Að þínu/ykkar mati, hvað mælir helst með sameiginlegu markaðsstarfi undir sameiginlegu vörumerki ásamt vörumerki framleiðenda/seljanda? Allir viðmælendur voru sammála því að sameiginleg markaðssetning myndi styrkja greinina á einn eða annan hátt og var nokkuð samræmi í svörum þeirra við spurningunni. Meðal þess sem kom fram hjá fleiri en einum viðmælenda er að víða er unnið gott starf í íslenskum sjávarútvegi og hafi hann nokkra sérstöðu á ýmsum sviðum. Hér má nefna þá grænu orku sem landvinnslan gengur á. Þessum jákvæðu þáttum þarf að miðla til neytenda og skapa meðvitund um að Ísland hafi eitthvað annað og betra en samkeppnislönd, en það er ekki gert í dag. Viðmælendur telja að skortur sé á sýnileika Íslands sem upprunalands á erlendum mörkuðum. Fram kom að íslenskur þorskur sé víða seldur án upprunamerkinga og jafnvel rangt merktur sem norskur eða skoskur fiskur eða jafnvel úr Kyrrahafi, að dæmi séu um að neytendur hafi um árabil keypt íslenskan fisk án þess að þekkja uppruna hans. Úr þessu þurfi að bæta með aukinni markaðssetningu sem beint er að neytendum (B2C marketing eða buisness to consumer). Við getum jafnvel verið að hjálpa Norðmönnum með sitt markaðsstarf með því að gera ekki meira. Almennt voru viðmælendur á því að skapa þyrfti einhverskonar sameiginlegan „front“ eða regnhlíf yfir íslenskan uppruna, slíkt myndi auðvelda vinnu við söluog markaðsstörf. 2. Að þínu mati, hvað mælir helst gegn sameiginlegu markaðsstarfi undir sameiginlegu vörumerki ásamt vörumerki framleiðenda/seljanda? Minna var um afgerandi svör við þessari spurningu en þeirri á undan. Það sem helst var nefnt hér var það að í dag eru mjög margir aðilar sem standa í sölu og útflutningi sjávarafurða og erfitt er að samræma hagsmuni þeirra og erfitt að ná samstöðu um markmið og málefni. Einn aðili getur verið vel settur á ákveðnum markaði á meðan annar er það ekki og eins skiptir staða þeirra í virðiskeðjunni máli. Nefnt var að málin horfi ekki eins við fyrirtækjum sem starfa í allri virðiskeðjunni og þeim sem aðeins standa í sölu. Yrði sett á einhverskonar

53

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement