Page 62

sammála fullyrðingunni heldur en nokkuð ósammála, ósammála eða mjög ósammála. Opið var fyrir athugasemdir við könnun og skráðu þrír svarendur athugasemdir. 1 - Líst mjög illa á ríkisrekna markaðsstefnu - hún mun ekki ganga upp. 2 - Athuga að greinarmun verður að gera á vörumerki og upprunamerki. Norsk markaðsetning markaðsetur ekki sérstök vörumerki heldur leggur áherslu á Norskan uppruna og síðan keppa hins ýmsu vörumerki sína á milli um hilli neytenda. 3 - Sp. 1 á sérstaklega við um ferskan fisk, uppruni er ekki sýnilegur þegar kemur að endanlegum neytanda. Annað, sterkt vörumerki t.d. Icelandic á Spáni hefur mjög sterka stöðu þar og þrátt fyrir verulega kreppu þar undanfarin ár hefur Icelandic sterka stöðu og er á sama tíma að fá hærra verð en aðrir fyrir sambærilegar vörur. Dæmi um sterkt vörumerki er líka t.d. þú ferð í Bónus og ætlar að kaupa þér gos, mun líklegra að þú kaupir Coca Cola frekar en Bónus Cola þó að Bónus Cola sé á lægra verði. Lykilatriði varðandi markaðssetningu á ísl. fiski eru stöðug og jöfn gæði og að varan sé alltaf til/sýnileg á markaði.

4.2. Niðurstöður viðtala Hér verða niðurstöður viðtala settar fram á því formi að númeraðar spurningar eru sýndar og svör allra viðmælenda sem þeim svöruðu eru svo unnin í einn samfelldan texta sem ætlað er að gefa heildarmynd af öllum viðtölum. Í öllum tilvikum ber að hafa í huga að málefnið sem hér er til umræðu er háð skoðunum og ekki er hægt að yfirfæra heildarmynd viðtala yfir einstaka viðmælendur. Aðrar upplýsingar sem fram koma í viðtölum eru svo settar fram í kjölfar spurninga. Lista viðmælenda er að finna í viðauka 8, 5 þeirra svöruðu þeim stöðluðu spurningum sem hér verða útlistaðar en aðrir lögðu til upplýsingar í samskiptum sem ýmist komu til í kjölfar spurningakönnunar eða með öðrum leiðum.

52

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement