Page 54

slíkar á ári fyrir tiltekna vöru á ákveðnum markaði. Þar er farið yfir verð og magn afurðaflokka eftir tímabilum og ársfjórðungum, þrjú ár aftur í tímann. Í landsprófílum (n. Landsprofiler) á vef NSC eru settar fram nokkuð ítarlegar upplýsingar um samsetningu helstu markaða. Þar koma fram upplýsingar á borð við umfang veiða viðkomandi þjóðar, magn innflutnings og útflutnings og greiningar á samsetningu markaðar með tilliti til tegunda og afurðaflokka. Aðrar upplýsingar sem NSC miðlar í læstum skýrslum varða til dæmis veiðar annarra þjóða og innflutning á ákveðnum tegundum.

44

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement