Page 53

Aðferðir sem áætlanir gera ráð fyrir að séu nýttar eru almannatengsl, aðgerðir í smásölu sem miða að því að auka sýnileika merkis NSC, að miðla sögu norska þorskins til fólks innan HoReCa geirans og að byggja upp og viðhalda tengslaneti (NSC, 2013b). Meðal aðferða í öðrum löndum er til dæmis sú þekkta aðferð að nota skoðanamyndandi aðila til þess að tala um gæði vörunnar og að vera með sendiherra afurða, má þar nefna sendiherra skrei á Bandaríkja- og Bretlandsmarkaði (NSC, 2013a; Salmon from Norway, e.d.).

3.4.2. Markaðsskýrslur og upplýsingagjöf Eitt þriggja hlutverka NSC sem sett voru fram í upphafi kaflans er að afla og miðla upplýsingum um útflutning og markaði. Þessar upplýsingar eru settar fram í skýrslum og glærum sem sækja á vefsíðu þeirra. Tölulegar upplýsingar um útflutning eru öllum aðgengilegar og er skipt upp eftir vikulegum og mánaðarlegum samantektum. Þar kemur fram hvernig útflutningur sjávarafurða skiptist það tímabilið með tilliti til magns og verðs eftir afurðum og útflutningslöndum. Dæmi um töflu sem birtist í skýrst í mánaðarlegri skýrslu um útflutning og nær yfir ferskan þorsk má sjá í viðauka 10 (NSC, 2013g). Aðrar upplýsingar eru læstar öðrum en útflytjendum norskra sjávarafurða eða annarra aðila er starfa samkvæmt samningi við NSC. Við vinnslu þessarar ritgerðar komst höfundur yfir nokkrar skýrslur. Ekki var talið rétt að birta úr þeim upplýsingar enda ekki samkvæmt reglum að gera svo. Hér verða því aðeins birtir punktar sem gefa hugmynd af hverslags upplýsingum NSC aflar og miðlar. NSC lætur framkvæma neytendakannanir á mörkuðum þar sem upplýsinga er aflað um neytendur. Til dæmis um þekkingu og viðhorf þeirra á uppruna sjávarafurða, þekkingu á merkjum og neyslumynstur neytenda. Kannanir eru framkvæmdar af Gallup og eru niðurstöður gefnar út undir nafninu Seafood Consumer Insight (SCI). Fyrirtækið Europanel sérhæfir sig í öflun neytendaupplýsinga og kaupir NSC af þeim upplýsingar um heimilsneyslu sjávarafurða. Dæmi um nýlega skýrslu er heimaneysla á þorski í Frakklandi sem kom út þann 3. febrúar 2014. Út koma 13

43

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement