Page 52

lítil vitneskja sé um uppruna hans, en samkvæmt könnun segjast aðeins 26% neytenda þekkja uppruna þorsks. Vegna ástands þorskstofna í Eystrasalti tengja þýskir neytendur þorsk oft við tegund í útrýmingarhættu sem hefur slæm áhrif. Hafa ber í huga að vegna fyrirkomulags Norðmanna á þorskveiðum er ferskur þorskur mestmegnis markaðssettur á vegum ráðsins sem árstíðarbundin vara (skrei) og í áætlun fyrir Þýskaland er það sagt áhyggjuefni að neytendur geti talið ósjálfbært að veiða fisk sem er á leið til hrygningar (NSC, 2013c). Ráðið leggur áherslu á að auka vitund fólks um Noregur sé þorskveiðiþjóð bæði í Frakklandi sem og öðrum mörkuðum fyrir þorsk. Lítil þekking er sögð vera á merki NSC í Frakklandi, 11% aðspurðra í könnun þess efnis sögðust þekkja merkið sem þó er talsvert meira en í Bretlandi þar sem 4% sögðust þekkja það en mun minna en í Portúgal þar sem 70% þekktu merkið (NSC, 2013a; 2013b). Megin áskoranir, markmið, stefna (e. strategty) og aðferðir (e. activities) eru sett fram fyrir viðkomandi markað. Dæmi um hvern þessara þátta verða hér settir fram: 

Áskorun á Frakklandsmarkaði er meðal annars að auka sjáanleika merkis NSC á þorskafurðum og kynna fyrir Frökkum það sem þeir kalla hið einstaka bragð norska þorsksins.

Markmið á Frakklandsmarkaði eru til dæmis að auka vitneskju um að Noregur sé upprunaland þorsks úr 16% í 28%. Að auka hlutfall neytenda sem kjósa norskan þorsk fram yfir annan uppruna úr 3% í 10%. Auka hlutfall þeirra sem þekkja merki NSC úr 11% í 20%. Að koma fyrir þeirri skynjun meðal neytenda að norskur þorskur sé sá bragðbesti. Að árið 2015 hafi verið birtar að minnsta kosti 20 umfjallanir í blöðum og tímaritum þar sem bragðgæðin eru til umfjöllunar. Þá skal því komið í kring að eigi sjaldnar en tvisvar sinnum á ári séu bragðgæði norsks þorsks rædd í sjónvarpi. Á tímabilinu skulu haldin að lágmarki tvö námskeið fyrir dreifingaraðila þorsksins.

Stefna er yfirleitt fleira sem við kemur því að miðla meintu framúrskarandi bragði norska þorskins og stefnu varðandi fjölmiðla og almannatengsl.

42

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement