Page 51

Ef tekið er dæmi um áætlun fyrir þorsk á Frakklandsmarkaði hefst áætlunin á fjárheimild til verkefnisins og er hún 7 milljónir NOK yfir tímabilið 2013-2015 (NSC, 2013b; 2013c; 2013f). Til samanburðar er það sama upphæð og er ætluð til markaðssetningar á laxi á Portúgal og Þýskaland sem er 7 milljónir NOK á hvort land, en talsvert minna en lax á Frakkland sem er 22 milljónir NOK (NSC, 2013b). Næst er stutt en hnitmiðuð greining á Frakklandi sem markaði fyrir sjávarfang, með áherslu á hvítfisk. Þar eru meðal annars upplýsingar um heildarstærð markaðarins fyrir sjávarafurðir (flytja inn um 1 milljón tonna á ári), stærð hvítfiskmarkaðarins (um 25% af heild), hlutfall innflutts hvítfisks (um 87%), hlutföll sjávarfangs á markaði (hvítfiskur, skelfiskur o.s.frv.) og tölur um neyslu og val heimila á sjávarfangi (m.a. að um 36% franskra heimila kaupi ferskan þorsk og neysla sjávarfangs sé um 35 kg á mann á ári). Þá kemur einnig fram að árið 2011 hafi þorskur verið þriðja verðmætasta tegundin þegar kemur að sölu ferskra sjávarafurða til heimila (NSC, 2013b). Settar eru fram upplýsingar sem fást með neytendakönnunum sem NSC lætur framkvæma á mörkuðum með reglulegu millibili. Þar er meðal annars spurt um hvort neytendur tengi ákveðnar þjóðir við það að vera sjávarútvegs þjóðir, eða seafood nation, og hvort neytendur þekki upprunalönd þorsks. Dæmi um niðurstöður eru að í Bretlandi segjast 57% neytenda vita að þorskur komi frá Bretlandi, 42% að hann komi frá Noregi en 27% segjast vita að þorskur komi frá Íslandi (NSC, 2013a). Þá segjast 60% Frakka tengja sig við að vera sjávarútvegs þjóð, 48% Frakka tengja Noreg við sjávarútvegs þjóð en aðeins 3% Ísland, og er þetta sagt afleiðing af árangursríkri og langvarandi markaðssetningu á norska laxinum (NSC, 2013b). Umhverfissjónarmið neytenda eru rakin og í tilviki Frakka eru þeir ekki sagðir stýra neyslu sinni á sjávarfangi eftir umhverfis- og sjálfbærnisjónarmiðum heldur hafi bragð mest áhrif. MSC merkingar séu ekki áberandi fyrir neytendum heldur treysti þeir á það að verslanir og veitingahús hagi sínum innkaupum á ábyrgan hátt (NSC, 2013b). Annað er uppi á teningnum á Þýskalandsmarkaði en neytendur þar eru sagðir leggja mikið upp úr því að uppruni sjávarfangs sé sjálfbær. Þar er þorskur sagður 9% af um 362 þúsund tonna hvítfisk markaði og 41

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement