Page 50

6. Ráðið skal sjá til þess að norsk fyrirtæki get nýtt sér sameiginlega markaðssetningu ráðsins. 7. Ráðið skal vinna að því að upplýsa aðila innan allrar virðiskeðjunnar um uppruna norskra sjávarafurða – einnig innanlands. 8. Ráðið skal þróa mörkunarhugtök til notkunar á mörkuðum. 9. Ráðið skal skrásetja upplýsingar um árangur af sameiginlegu markaðsstarfi (NSC, 2013d). Áætlanir eru settar upp á sambærilegan hátt fyrir hvern afurðarflokk (NSC, 2013a; 2013b; 2013c; 2013d; 2013e, 2013f). Ef tekið er dæmi um regnbogasilung sem markaðssettur er sem fjarðarurriði (NSC, 2010), hefst áætlunin á sýn ráðsins fyrir afurðarflokkinn, að vinna heiminn á band fjarðarurriðans. Næst er sett fram markmið, að fjarðarurriðinn hafi sterka sjálfsmynd (e. identity) og fyrir hann fáist hátt verð. Farið er yfir þær aðferðir sem notast skal við með tilliti til dreifileiða, í tilviki fjarðarurriðans er ætlunin að leggja áherslu á HoReCa (e. Hotel, Restaurant, Catering) og ætlunin að þeir sem þar starfa þekki gæði hráefnisins. Þar á eftir er farið yfir markaðsblönduna þar sem unnið er með hin fjögur kjarna-P sem fjallað hefur verið um í fræðilegri umfjöllun. Staðfærslustefna er svo útskýrð og skal fjarðarurriðinn staðfærður sem nýr og spennandi kostur. Áhersla er lögð á rauðan lit holdsins, ferskleika og gæði sem sögð eru gera fjarðarurriðann sérstaklega hentugan í nútímalega, skapandi matargerð. Þá er bent á að hann henti vel þeirri matartísku að bera fram lítið hitaða eða hráa rétti. Framúrskarandi gæði fjarðarurriðans er sögð forsenda þess að hann sé svokölluð niche vara (vara sem höfðar til þröngs skilgreinds markhóps) og takmarkað framboð hans spili þar einnig inn í. Loks er lögð fram fjárfestingarstefna markaðsáætlunar og farið yfir á hvaða markaði áhersla skal lögð (NSC, 2013e). 3.4.1. Markaðsáætlanir fyrir þorsk Í áætlunum fyrir lönd er nánar fjallað um aðferðir innan viðkomandi markaðar og eru þær áætlanir sambærilega uppbyggðar á milli landa. Lönd sem markaðsáætlanir fyrir þorsk ná til eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Þýskaland. Hér verður farið yfir innihald dæmigerðrar áætlunar með vísanir í áætlanir einstakra landa.

40

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement