Page 49

3.4. Verkefni og aðferðir Markmið NSC er að auka vitund fólks um að Noregur sé upprunaland gæða sjávarafurða og að tryggja orðspor þeirra. Meðal leiða sem notaðar hafa verið er blanda af generic advertising og non-price competition (sjá kafla 1.2.5.) sem tæki til þess að auka eftirspurn eftir norskum sjávarafurðum (Myrland og Kinnucan, 2006). Mikil áhersla er lögð á að halda því að fólki að besta sjávarfangið komi frá Noregi og ef útgefið efni á þeirra vegum er skoðað sést að þar fer mikið fyrir slíkum fullyrðingum. Þar er því meðal annars haldið fram að norskur þorskur sé betri en þorskur af öðrum uppruna með tilliti til bragðs, áferðar og annarra gæðaþátta (NSC, 2013a; 2013b; 2013c; 2013d). Leitast er við að segja neytandanum sögu og mála mynd af hreinum og köldum sjó, ferskleika og sjálfbærni, að norskur fiskur sé veiddur á króka af litlum bátum sem róa af stað snemma morguns og landa fisknum samdægurs. Þetta endurspeglast í merki þeirra þar sem sjómaður er í forgrunni og á bak við hann skip sem siglir úfinn sjó frá háum fjöllum (NSC, 2013d). Áætlanagerð er einn þáttur af starfi NSC og er markaðsstarf unnið eftir markaðsáætlunum sem nálgast má á vefsíðu þeirra, þó aðeins ef vefurinn er á norsku en minna er um upplýsingar á enska hluta vefsins. Nú er unnið eftir áætlunum fyrir árin 2013 til 2015 og eru þau byggð á markaðsupplýsingum frá árinu 2011, sá fyrirvari er þó gefinn að aðstæður á mörkuðum geta breyst og þá er vinnan aðlöguð eftir þörfum (NSC, 2013a; 2013b; 2013c; 2013d). Áætlanir eru gefnar út fyrir afurðaflokka og er hverri áætlun skipt upp eftir löndum. Áætlanir (e. strategies) NSC byggja allar á níu undirstefnum, þær eru eftirfarandi: 1. Ráðið skal sjá um framkvæmd upprunatengdar markaðssetningar fyrir norskt sjávarfang. 2. Ráðið skal þróa markaðsáætlanir til að minnsta kosti þriggja ára í senn. 3. Ráðið skal tryggja að uppruni norskra sjávarafurða sé sýnilegur fyrir neytendum. 4. Ráðið skal hafa í forgangi að þróa staðfærslustefnu sem hefur sem mest áhrif á mörkuðum. 5. Ráðið skal auka vitund, sjáanleika og val á vörumerki norskra sjávarafurða.

39

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement