Page 48

merkinu (NSC, e.d.e). NSC leggur hinsvegar mikla áherslu á markaðssetningu á skrei, sem er gönguþorskur veiddur á vetrarvertíð, og er hann markaðssettur sem árstíðarbundin gæðavara. Skrei hefur sér merki sem sýnt er hér að neðan (Salmon from Norway, e.d.).

Mynd 15: Merki skrei og gæðamerki fyrir ferskan þorsk. Myndir frá NSC.

Líkt og fram kemur í kafla um markaðsáætlanir hér á eftir leggur ráðið mikið upp úr því að miðla til neytenda að þorskur sé norsk vara. Þeir vilja að fólk hugsi um Noreg þegar það sér þorsk í fiskborði eða á matseðli á veitingastað. Það er erfiðleikum bundið að miðla upplýsingum til neytenda um fisk sem seldur er í fiskborði, og það sama gildir um heildsala sem kaupa fisk á uppboðum þar sem uppruni er aðeins skráður FAO 27. NSC hefur verið að gera tilraunir með merkimiða sem stungið er í fisk, þetta er til dæmis gert með lax og einnig með skrei eins og sjá má á mynd 17 hér að neðan (NSC, 2013a; 2013b; 2013c).

Mynd 16: Merki skrei í þorski á markaði. Mynd frá send-a-fish.de

38

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement