Page 47

Skip skráð í Noregi sem stunda veiðar við strönd Noregs eða á norðlægum slóðum (ekki nánar skilgreint).

Skráð fiskeldisfyrirtæki.

Norsk framleiðslufyrirtæki sem starfa samkvæmt gæðastöðlum Fiskeridirektøren.

Fyrirtæki samþykkt af matvælaeftirliti og starfa í heildsölu.

Samþykktir útflytjendur fisks og annarra sjávarafurða.

Erlendir framleiðendur norskra sjávarafurða, sem starfa samkvæmt lögum og reglum í viðkomandi landi samrýmist þau alþjóðlegum stöðlum og hafi tilskilin leyfi frá NSC.

Samtök á sviði sjávarútvegs og fiskeldis mega nota merkið til markaðsog kynningarstarfs. NSC leggur á það mat hverju sinni hverjir falla undir skilgreiningu samtaka sem fá að nota merkið.

Í lögum um fiskútflutning er norskt sjávarfang skilgreint sem fiskur og aðrar sjávarafurðir sem fyrirfinnast í hafinu við Noreg og eru veiddar eða í eldi samkvæmt norskum lögum um fiskveiðistjórnun eða fiskeldi og einnig um ferskvatnsfiska sem veiddir eru eða í eldi í Noregi (Fiskeeksportloven nr. 9/1990). Eins og sjá má geta erlendir framleiðendur merkt vörur með merki NSC en skilyrði fyrir því er að varan sé seld í því landi sem hún er framleidd í. Þannig er til dæmis ekki leyfilegt að merkja fisk með merki NSC sem fluttur er frosinn til Kína, unninn og sendur aftur til Evrópu til endursölu. Fiskur sem hinsvegar er fluttur til Þýskalands, unninn, pakkaður og seldur innanlands má bera merki NSC. Þetta er háð því að samningur sé í gildi á milli framleiðanda og NSC. Þá er það sett sem skilyrði fyrir notkun merkisins að allir sem það nota tryggi fullan rekjanleika allra afurða, hvort sem seljandi/framleiðandi er innlendur eða erlendur (NSC, e.d.c). 3.3.2. Gæðamerki NSC hefur gefið út sérstaka gæðastaðla fyrir ákveðna afurðaflokka og geta framleiðendur sem starfa eftir þeim stöðlum notað merki sem hönnuð eru fyrir þann flokk eða tegund. Fyrir alla flokka og tegundir er þetta merki aðeins útfærsla á Norge merkinu þar sem heiti afurðar eða tegundar er sýnilegt á 37

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason