Page 46

fjármálakreppu (Norwegian ministry of trade and industry, 2009). Samantekt af lykiltölum sem birtar hafa verið í eignaskýrslum ríkisins 2008 til 2012 má sjá í viðauka 7.

3.3. Merki NSC NSC hefur á sínum snærum skráð vörumerki sem í eðli sínu eru upprunamerki. Höfuðáhersla er lögð á Norge – Seafood from Norway merkið sem sett var fram í kafla 2.3., en einnig er notast við gæðamerki (e. quality labes) fyrir sér afurðaflokka. 3.3.1. Norge – Seafood from Norway Aðalmerki NSC er Norge merkið sem sjá má í verslunum víða um heim til hliðar við merki framleiðenda. Vörumerkjavirði NSC og Norge merkisins er sagt byggja á þremur þáttum sem ætlað er að nota til staðfærslu norskra sjávarafurða. Sá fyrsti er náttúrulegar aðstæður, kaldur, hreinn sjór, fjöll og strandlína. Annar er það sem kallað er maðurinn og hafið, að í Noregi sé aldalöng hefði fyrir nýtingu auðlinda hafsins og aðferðir sem notaðar eru hafi byggst upp kynslóð eftir kynslóð. Þriðji þátturinn er svo sjálfbærni, að sjávarauðlindirnar séu endurnýjanlegar og ábyrg nýting þeirra hafi tryggt afkomu fólk í strandbyggðum og muni

gera

um

ókomna

tíð.

Raunar

fullyrða

þeir

norska

fiskveiðistjórnunarkerfið sé það besta í heimi (NSC, e.d.a). Á vefsíðu ráðsins (NSC, e.d.b) segir um Norge merkið að „þetta sporöskjulega merki með sjómanni, fiskibát og fjöllum vísi til þess að norskar sjávarafurðir eigi uppruna sinn í köldum, hreinum norskum sjó, veiddar og meðhöndlaðar af norskum atvinnumönnum og stjórnað á ábyrgan hátt af norskum yfirvöldum. Vörumerkið Norge tryggir með öðrum orðum sjávarafurðir af norskum uppruna.“ Merkið er því í senn vörumerki og upprunamerki, vörumerki í þeim skilningi að meðhöndlun merkisins er líkt og um vörumerki væri að ræða en upprunamerki á þann veg að það miðar að því að vísa í uppruna og skapa vitund um Noreg sem uppruna sjávarfangs. Merkið skal notað til hliðar við merki framleiðanda og má ekki vera ráðandi á umbúðum (NSC, e.d.c). Ráðið setur reglur og viðmið um notkun merkisins með tilliti til þess hverjir megi nota merkið og hvernig. Samkvæmt reglum um notkun (NSC, e.d.c) hafa eftirfarandi lögaðilar rétt á að nota Norge merkið: 36

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement