Page 45

Prawns/ shellfish 2%

Clip fish, salt fish, stock fish 11 %

Pelagic 18 % White fish 11 %

Salmon/ trout 58 % Mynd 14: Hlutfallslegt framlag undirgreina til fjármögnunar NSC árið 2012. Mynd frá NSC

Útgjöld til einstakra afurðarflokka árið 2012 eru sett fram í töflu 2 í viðauka 7. Þar kemur fram að hvítfiskur og hefðbundnar afurðir fengu sitt framlag alfarið til baka í formi markasstarfs. 51% fjármagns var úthlutað til markaðssetningar lax og regnbogasilungs á meðan sá flokkur stóð undir 58% innkomu. Því má leiða líkur að því að sá flokkur hafi að miklu leiti staðið straum af innanlands markaðssetningu.

3.2. Umfang NSC og aðkoma norska ríkisins Norska ríkið á fjölda fyrirtækja og árlega er gefin út skýrsla (e. State ownership report) þar sem farið er yfir afkomu þeirra. Þar koma fram upplýsingar um hvert fyrirtæki og má þar meðal annars sjá tölur um kynjahlutföll í stjórnun og meðal stjórnenda, tölur um starfsmannafjölda heima við og erlendis auk lykilstærða úr ársreikningi. Þar sést meðal annars að árið 2012 voru rekstrartekjur NSC 385 milljónir NOK og rekstrarkostnaður 367 milljónir NOK og var hagnaður eftir fjármagnsliði 27 milljónir NOK. Á efnahagsreikningi kemur fram að heildareignir voru 362 milljónir NOK og þar af voru skuldir 67 milljónir og eigið fé 295 milljónir. Starfsmenn voru 55 og þar af 37 í Noregi, þetta breyttist ekki á milli ára frá 2011 (Norwegian ministry of trade and industry, 2013). Í aðgengilegum árreikningum og eignaskýrslum ríkisins er að finna eitt fjárframlag frá ríkinu en það kom í formi styrks upp á 25,5 milljónir NOK sem veittur var árið 2009 til þess að auka markaðssetningu á þorski í ljósi 35

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement