Page 43

3. Norwegian Seafood Council Í Noregi er rekið öflugt sameiginlegt markaðsstarf sjávarafurða, bæði innanlands og erlendis. Félagið sem sér um þetta markaðsstarf nefnist Norwegian Seafood Council (héðan í frá NSC) eða Norges sjømatråd á norsku og hefur það höfuðsstöðvar í Tromsö. NSC var stofnað árið 1991 í kjölfar þess að lög voru sett þar sem kerfi lögboðinna sölusamtaka, sem þegar hefur verið fjallað um, var aflagt og lög voru sett um að í stað þeirra yrði komið á einu útflutningsráði (Holm, 1995). Árið 2005 var NSC gert að hlutafélagi og er það í 100% eigu norska viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins. Nafni NSC var breytt árið 2012 en fram að því hét það Norwegian Seafood Export Council (n. Eksportutvalget for fisk eða EFF) og kom nafnabreytingin meðal annars til vegna aukinnar áherslu á markaðssetningu innanlands (NSC, e.d.a).

3.1. Hlutverk, skipulag og fjármögnun Samkvæmt skilgreiningu er hlutverk NSC þríþætt.  

Standa fyrir sameiginlegri markaðssetningu norskra sjávarafurða Afla og miðla upplýsingum um útflutning og markaði

Vinna að góðu orðspori og ásýnd norsks sjávarútvegs út á við

NSC hefur skrifstofur í mikilvægum markaðslöndum og árið 2012 störfuðu fulltrúar þess í 12 löndum. Markaðslönd þar sem NSC hefur skrifstofur eru Bandaríkin, Brasilía, Frakkland (þjónar einnig Bretlandsmarkaði), Ítalía, Japan (þjónar einnig Suður-Kóreu), Kína (þjónar einnig Hong Kong), Portúgal, Rússland, Spánn (þjónar einnig Dóminíska Lýðveldinu), Singapúr, Svíþjóð og Þýskaland (þjónar einnig Póllandi) (NSC, e.d.a). Samkvæmt NSC er markaðsstarf þess alfarið fjármagnað af greininni sjálfri og er það gert með útflutningsskatti. Skatturinn er 0,75% á allan fisk en aðeins 0,20% af unnum sjávarafurðum og reiknast af FOB verði (NSC, e.d.a). Að auki er greiddur 0,30% skattur sem rennur til rannsóknar- og þróunarmála á sviði vöruþróunar og nýsköpunar. Vert er að taka fram að mismunandi er eftir heimildum hvort rætt er um markaðsgjald, útflutningsgjald eða skatt, þar sem ekki er um valkvæðar greiðslur að ræða verður hér notast við skatt. Til þess að fá leyfi til þess að flytja út fisk þarf aðili að skrá sig sem fiskútflytjenda og greiða árgjald, gjaldið er 15.000 NOK og er það innheimt af NSC. Fiskimjöl og lýsi eru 33

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement