Page 39

Frionor þróaðist með sambærilegum hætti og SH sem lokað félag sem sá um sölu

afurða

fyrir

aðildarfélög,

með

stofnun

dótturfélaga

og

loks

hlutafélagavæðingar. Eftir að Frionor var gert að hlutafélagi var það keypt af fyrirtækinu Resource

Group

International

sem

var í

meirihlutaeigu

útgerðarmannsins Kjell Inge Rökke. Það félag sameinaðist svo iðnfyrirtækinu Aker og var Frionor þá gert að deild innan Aker RGI undir nafninu Norway Seafood en áfram með vörumerki Frionor (Jón Hjaltason o.fl., 1996a). Það var svo selt matvælarisanum Findus og fyrirtækinu svo skipt upp og selt til fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum líkt og var með hluta SH og SÍF.

2.3. Merki sölusamtaka og NSC Hér verða sett fram fram helstu merki (e. logo) þeirra félaga sem fjallað hefur verið um. Lítil áhersla er á merki í þeim ritum sem stuðst var við þegar þessi ritgerð var unnin og erfitt reyndist að nálgast upplýsingar um hvenær og á hvaða mörkuðum merkin voru notuð.

Mynd 5: Union, eitt merkja SÍF. Mynd frá Einkaleyfisstofu.

Union merkið var notað á salftiskmörkuðum og var þekkt á helstu markaðssvæðum þar sem það var gjarnan sýnilegt neytendum (Valdimar Unnar Valdimarsson og Halldór Bjarnason, 1997b). Merkið var skráð hjá Einkaleyfisstofu árið 1988 (ESL, e.d.a).

29

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement