Page 37

1932 náðu þau yfir þessi samtök og lögfestu þannig hlutverk þeirra (Valdimar Unnar Valdimarsson og Halldór Bjarnason, 1997a). Árið 1936 var tekið skref til frekari miðstýringar þegar samtök voru stofnuð fyrir hvern hinna þriggja höfuðmarkaða, Hispanor fyrir Spánarmarkað, Norsal fyrir Ítalíumarkað og Norklip fyrir Portúgalsmarkað. Inn á þessa markaði voru settir innflutningskvótar sem aðeins var úthlutað til framleiðenda innan þessara samtaka en engar hömlur voru settar á markaði utan þessara landa. Þrátt fyrir þessi samtök sáu framleiðendur enn sjálfir um sölumál og hafði hver sinn umboðsmann á mörkuðum. Opinber nefnd setti hinsvegar lágmarksverð sem umboðsmenn þurftu að vinna eftir (Valdimar Unnar Valdimarsson og Halldór Bjarnason, 1997a). Eftir seinni heimsstyrjöld tók við frekari miðstýring í útflutningi og árið 1952 var félagið Unidos stofnað til þess að stýra sölu inn á miðstýrða markaði og tók það félag við verkefnum samtakanna þriggja sem talin voru hér að ofan. Smám saman dró aftur úr miðstýringu og árið 1987 var sú breyting gerð að Unidos, DNKL, DNSL og fleiri aðilum innan saltfiskgeirans var steypt saman í eina stofnun sem fékk nafnið Unidos A/L (Valdimar Unnar Valdimarsson og Halldór Bjarnason, 1997a). 2.2.3. Sölusamtök frysts fisks Árið 1943 kom Norðmaður að nafni Klaus Sunnanå til Íslands til þess að tala fyrir samstarfi Íslendinga og Norðmanna við fiskveiðar- og vinnslu þegar friður kæmist á. Klaus hafði fyrir heimsstyrjöld verið framkvæmdarstjóri Norges Fiskarlag, samtaka sjómanna í Noregi, en starfaði á þessum tíma fyrir norsku útlagastjórnina í London. Hann hafði ætlað að kynna fyrir Íslendingum hina nýju plötufrystitækni aðeins til að komast að því að Íslendingar voru þegar með á nótunum í þeim efnum, enda hafði Fiskimálanefnd unnið að þessum málum frá því að henni var komið á fót. Að seinni heimsstyrjöldinni lokinni talaði Klaus fyrir því að koma á fót sjálfstæðum útflutningssamtökum í Noregi að fyrirmynd SH en talaði fyrir daufum eyrum meðal fiskframleiðenda (Jón Hjaltason, Hjalti Einarsson, og Ólafur Hannibalsson, 1996a). Árið

1945

var

gerð

tilraun

til

koma

á

laggirnar

samtökum

freðfiskframleiðenda en án árangurs. Þess í stað kom sjávarútvegsdeild norska 27

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement