Page 36

erlendum mörkuðum, þau kváðu á um að til þess að öðlast leyfi til saltfiskútflutnings þyrfti útflytjandi að vera meðlimur í sölusamtökum (e. mandatory sales organization eða MSO) en sölumál voru eftir sem áður á hendi hvers útflytjanda. Lögin voru síðar útvíkkuð þannig að þau náðu einnig yfir skreið og voru þar með í gildi fyrir meginþorra alls þorskútflutnings. Saltfisklögin voru ákveðin málamiðlun og sættu að vissu leyti sjónarmið sjómanna og útflytjenda. Þau voru hinsvegar hagstæðari útflytjendum þar sem íhaldsmenn voru þá við völd í Noregi og var sá flokkur hliðhollur útflytjendum. Verkamannaflokkurinn var á hinn bóginn hliðhollur sjómönnum og höfðu samtök sjómanna (n. Norges fiskerlag) góð tengsl flokkinn. Þegar hann var kosinn til valda árið 1935 breyttust áherslur sjómönnum í vil og hráfisklögin voru sett. Með hráfisklögunum voru sjómenn einnig skikkaðir til þess að vera meðlimir í sölusamtökum, þannig var tryggt að free-rider vandamál (sjá kafla 1.2.5.) sem hrjáð hafði valkvæð sölusamtök var úr sögunni. Aðilar gátu hagnast á því að vera er ekki meðlimir í slíkum samtökum vegna hækkandi verðs en borguðu ekki með sér. Upp úr þessu urðu til ótal sölusamtök og sem dæmi má nefna að árið 1949 voru þau 36 af mismunandi stærðum. Sátt ríkti yfirleitt með fyrirkomulagið og hélst það með minniháttar breytingum fram á 10. áratug 20. aldar þegar kerfi lögboðinna sölusamtaka var aflagt og við tók kerfi þar sem allir útflytjendur tilheyra einum samtökum sem í dag nefnast Norwegian Seafood Council og er fjallað um í kafla 3 (Holm, 1995). 2.2.2. Sölusamtök saltfisks Líkt og á Íslandi var farið að huga að breytingum í kjölfar versnandi markaðsaðstæðna og úr varð að árið 1931 var landssamband saltfiskútflytjenda, De Norske Klippfiskeksportørers Landsforening (DNKL), stofnað fyrir verkendur þurrkfisks og De Norske Saltfiskeksportørers Landsforening (DNSL) fyrir verkendur blautfisks. Hlutverk þessara sambanda var þó ekki eins veigamikið og hlutverk SÍF því félögin fluttu sjálf ekki út saltfisk heldur þjónuðu sem samráðshópar með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni norskra saltfiskframleiðenda erlendis. Útflutningur var enn á vegum framleiðenda sem reyndu fyrir tilstilli félaganna að hafa samráð um verð og koma í veg fyrir undirboð. Þegar saltfisklögin, sem fjallað var um í kafla 2.2.1., voru sett árið

26

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement