Page 33

Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó til ársins 2018 (Icelandic Group selur starfsemi í Bandaríkjunum, 2011). 2.1.5. Samband Íslenskra Samvinnufélaga - Sjávarafurðadeild sambandsins Samband íslenskra samvinnufélaga (héðan í frá SÍS) var stofnað árið 1902 og var hlutverk þess að sjá um innkaup og útflutning kaupfélaganna. Kaupfélögin höfðu mörg hver komið sér upp frystihúsum og stóðu í kjötfrystingu en á seinni hluta 4. áratugar hófu sum þeirra einnig að frysta fisk til útflutnings. SÍS hafði áður staðið í útflutningi saltfisks og var eitt stofnfélaga SÍF. Kaupfélögin stóðu í margskonar framleiðslu og útflutningi og sá Útflutningsdeild Sambandsins um hann allan þar til sú deild var klofin árið 1957 og Sjávarafurðadeild Sambandsins varð til (Ívar Jónsson, 2003). SÍS var lengi vel eini samkeppnisaðili SH í sölu frosinna afurða á Bandaríkjamarkað. Viðskiptaráðuneytið gaf út útflutningsleyfi og með þeim var þessum tveimur félögum veitt tvísölustaða með útflutning til Bandaríkjanna, en nokkuð auðsótt var fyrir smærri aðila að fá útflutningsleyfi á hinn minna mikilvæga Evrópumarkað (Jón Hjaltason o.fl., 1996b). Sjávarútvegsdeildin stofnaði dótturfyrirtækið Iceland Products í Bandaríkjunum árið 1951 sem var svo breytt í Iceland Seafood Corporation árið 1975 og notaðist SÍS við vörumerkið Samband of Iceland þaðan af sem áður (Ívar Jónsson, 2003). Árið 1990 var Sjávarafurðadeild sambandsins fyrst sölufélaganna til þess að vera gert að hlutafélagi og kom sú breyting til eftir að erfiðleikar við rekstur SÍS urðu til þess að breytinga var þörf. Hið nýja hlutafélag fékk nafnið Íslenskar sjávarafurðir (ÍS), með þessu öðlaðist Sjávarafurðadeildin frjálsræði sem veitti tækifæri á meiri sveigjanleika og hraðari ákvarðanatöku en SH hafði möguleika á. ÍS sameinaðist SÍF undir nafni hins síðara árið 1999 og eftir það hefur SÍS ekki spilað hlutverk í útflutningi sjávarafurða.

2.1.6. Síldarútvegsnefnd Síldarútvegsnefnd var stofnuð árið 1934 til þess að hafa umsjón með veiðum, vinnslu og útflutningi síldar og var hlutverk hennar lögfest af Alþingi. 1945 var lögum um Síldarútvegsnefnd breytt og henni veitt einkaleyfi til útflutnings á saltaðri síld. Henni var einnig ætlað að sjá um útgáfu vinnsluleyfa og 23

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement