Page 32

í apríl 1990 ræddi hann um horfur í útflutningsmálum og sagði þá meðal annars að með tilkomu sameiginlegs markaðs Evrópusambandsins yrðu viðsemjendur stærri og þó svo að Íslendingar kæmu sameinaðir fram á mörkuðum erlendis væru þeir samt ekki stórir. Þá sagði hann eftirfarandi um þau vörumerki sem Íslendingar notuðust þá við erlendis: „Það má þykja harður dómur, en ég tel, að eina vörumerkið, sem Íslendingar eiga og hægt er að kalla því nafni erlendis sé vörumerkið „Icelandic“, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á og notar í Bandaríkjunum. Ennþá er það einungis í Bandaríkjunum, sem það er verulegra fjármuna virði. Enda þótt það sé notað um allan heim, er það ekki mikið þekkt nema hjá tiltölulega fáum aðilum. Union-merkið er mjög vel þekkt á saltfiskslóðum.“ (Flytja út um helming allra frystra sjávarafurða héðan, 1990). SH var gert að hlutfélagi árið 1997 og skráð á markað árið á eftir, við það breyttist hlutverk félagsins og var því þá í fyrsta skipti ætlað að skila arði til eigenda sinna. Önnur stór breyting var sú að áður hafði framleiðendum innan SH verið skylt að afhenda sölumiðstöðinni framleiðslu sína en var nú frjálst að ráðstafa sinni framleiðslu að vild. Kysu framleiðendur að láta SH eftir sölu sinna afurða var það háð samningi þeirra á milli. Upp úr þessu voru gerðar ýmsar breytinga á skipulagi SH og þar má nefna að dótturfélögum var veitt aukið frelsi og hlutverk SH var endurskilgreint sem „alþjóðlegt markaðsfyrirtæki á sviði sjávarafurða“ (Knútsson og Gestsson, 2006). Árið 2002 var sú breyting gerð að nöfn allra dótturfyrirtæki SH, að Coldwater Seafood UK undanskildu, voru samræmd undir Icelandic Group (Áhersla verður lögð á eitt vörumerki, 2002). Árið 2005 rann svo Iceland Seafood Corporation, sem var bandaríski armur SÍS og var á þeim tíma kominn í eigu íslenska fyrirtækisins Sjóvíkur, inn í Icelandic Group og var þá öll bandaríska starfsemi SH og SÍS komin á eina hendi (SÍF selur Iceland Seafood Corporation, 2005). Líkt og var með mörg fyrirtæki var skuldastaða Icelandic Group slæm eftir bankahrunið 2008. Árið 2010 eignaðist Framtakssjóður Íslands fyrirtækið og hóf fjárhagaslega endurskipulagningu þess. Henni lauk árið 2011 og var þá starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengd starfsemi í Asíu seld kanadíska fyrirtækinu High Liner Foods. Icelandic Group hélt vörumerki Icelandic en samkvæmt kaupsamningi öðlaðist High Liner Foods rétt til notkunar þess í 22

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  
Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement