Page 31

2.1.4. Sölumiðstöð Harðfrystihúsanna Líkt og fram kom í kafla 2.1.2. varð SH til í kjölfar þess að fiskimálanefnd var ætlað að koma að sölu frystra fiskafurða. Fyrstu árin var SH hluti af fiskimálanefnd en árið 1943 var hún gerð sjálfstæð. SH starfaði sem samvinnufélag og var það fjármagnað með 1% útflutningsgjaldi af FOB verði útfluttra vara. Ef hagnaður varð af rekstrinum var honum skipt hlutfallslega á milli aðildarfélaga eftir eignarhaldi (Arnór Sigurjónsson, 1945). SH markaði sér þá stefnu strax árið 1947 að reka dótturfyrirtæki erlendis og framleiða fiskafurðir í neytendaumbúðir. Tveimur árum áður hafði söluskrifstofa verið opnuð í Bandaríkjunum en henni var svo breytt í dótturfélagið Coldwater Seafood Corporation. Coldwater kom sér svo upp verksmiðju til framleiðslu neytendaafurða úr íslenskum fiski árið 1954. Framan af voru höfuðmarkaðir SH Bandaríkin og Sovétríkin en á þeim fyrrnefnda héldu SH og SÍS tvísölu stöðu í gegnum útflutningsleyfi sem gefin voru út af viðskiptaráðuneytinu. VesturEvrópumarkaður reyndist SH lengi vel erfiður en hagur þeirra þar tók að batna eftir inngöngu Íslands í EFTA árið 1973, eða öllu heldur fullgildingu samningsins þremur árum síðar (Jón Hjaltason, Hjalti Einarsson, og Ólafur Hannibalsson, 1996b). Á síðari hluta 10. áratugar var svo komið að Vestur-Evrópa var orðið mikilvægasta markaðssvæði SH og Asía fylgdi þar á eftir þar sem Japan vó þyngst. SH átti fjögur dótturfyrirtæki á Bretlandi á mismunandi tímum og ráku þar „fish and chips“ búðir, fiskréttaverksmiðjur og stóðu fyrir markaðsstarfi. Þá átti SH dótturfyrirtæki sem sinntu sölustarfsemi á öllum helstu markaðssvæðum og má þar nefna Þýskaland, Frakkland, Spán, Noreg, Japan og Rússland. Hlutdeild SH í útflutningi á frosnum fiski var oftast um 75% en lækkaði síðar og fyrri helming 10. áratugar var hún rúm 40%, var þessi fiskur seldur undir merki Icelandic (Jón Hjaltason o.fl., 1996b). SH og Sjávarútvegsdeild Sambandsins höfðu tvísölu-stöðu með útflutning frosinna sjávarafurða til Bandaríkjanna sem hélst til ársins 1987 en það ár voru gefin út sex ný útflutningsleyfi. Friðrik Pálsson, þáverandi forstjóri SH, var einn þeirra sem var mótfallinn þessum breytingum og varaði við þróun í átt að fleiri og smærri söluaðilum (Knútsson og Gestsson, 2006). Í viðtali við Morgunblaðið

21

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement