Page 26

2.1.2. Fiskimálanefnd – Viðbragð við breyttum aðstæðum Sem viðbragð við áðurnefndum erfiðleikum á saltfiskmörkuðum þótti stjórnvöldum ljóst að hefja þyrfti átak í markaðsleit og þróun vinnsluaðferða. Segja má að tónninn hafi verið settur fyrir aukinni miðstýringu og pólitískum afskiptum af fiskútflutningi með veitingu einkaleyfis til saltfiskútflutnings til SÍF. Á næstu árum var þróunin sú að nær allur útflutningur saltfisks, frosins fisks og saltsíldar endaði í höndum fjögurra sölusamtaka. Hafa þarf í huga að íhlutun hins opinbera í útflutningsmálum var í sumum tilfellum nauðsynleg vegna innflutningshamla í markaðslöndum sem leysa þurfti með vöruskiptasamningum og verða slík mál ekki rakin hér. Árið 1934 var slæm staða sjávarútvegsins ofarlega á baugi Alþingis. Var þá lagt fram frumvarp um skipan fiskiráðs sem átti að hafa umsjá yfir sjávarútvegsmálum. Tilgangur þess skyldi vera eftirfarandi: „Að rannsaka og gera tillögur um breyttar og nýjar aðferðir um framleiðslu og sölu sjávarafurða, útvegun nýrra markaða og annað, sem lýtur að vexti og viðgangi sjávarútvegsins. Fiskiráðið skal senda atvinnumálaráðherra skýrslur um niðurstöður rannsókna sinna og tillögur þær, er það gerir. Skýrslur þessar og tillögur skulu einnig sendar þeim aðilum sjávarútvegsins, sem þær snerta, og skal fiskiráðið gera það, sem í þess valdi stendur, til þess að fá aðila til að framkvæma tillögurnar.“ (Arnór Sigurjónsson, 1945). Í greinargerð er fylgdi frumvarpinu kom fram að ekki væri hægt að ætlast til þess að alþingismenn hefðu þá þekkingu er þyrfti til þess að starfa í fiskiráðinu og nauðsynlegt væri að þeir er þangað réðust væru kunnáttumenn úr greininni. Seinna það ár kom fram frumvarp um fiskiráð og fiskimálanefnd. Þar hafði verið dregið úr hlutverki fiskiráðs en þess í stað var fiskimálanefnd ætlað forystuhlutverk innan sjávarútvegsins. Þar var meðal annars gert ráð fyrir því að fiskimálanefnd færi með úthlutun verkunar- og útflutningsleyfa og löggildingu saltfiskútflytjenda. Þau lög voru samþykkt af Alþingi og staðfest af konungi í árslok 1934. Var þá hlutverk fiskimálanefndar, auk þess sem upphaflega átti að vera í umsjá fiskiráðs, að sjá um veitingu lána og styrkja innan greinarinnar. Tekjur fiskimálanefndar komu úr fiskimálasjóði sem fjármagnaður var með upphafsstyrk úr ríkissjóði upp á eina milljón króna og 0,50% til 0,75%

16

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement