Page 25

Í kjölfar kreppunnar miklu árið 1929 lækkaði skilaverð fyrir íslenskan saltfisk um þriðjung til helming og tap var á rekstri útgerðarinnar, hérlendis var talað um saltfiskkreppu (Arnór Sigurjónsson, 1945; Arnar, Bjarnason, 1996). Áhrifin sem þetta hafði voru ef til vill meiri en þau hefðu þurft að vera. Ástæðan var sú að við lok fyrri heimsstyrjaldar árið 1918 var skipakostur landsmanna hvorki nægilega stór né nútímalegur og hófu útgerðir fjárfestingu þess til bóta. Veiðar og afurðasala gengu vel í kjölfarið en þó var ekki hirt um að greiða niður skuldir vegna þessara fjárfestinga. Vegna áðurnefndra verðlækkana og innflutningshamla var útlitið svart hvað varðaði afborganir af þessum skuldum. Af þessu höfðu bæði ríkisstjórn og bankar áhyggjur enda skuldir útgerðarinnar við bankana enn miklar, bankarnir stóðu aftur í skuldum erlendis og þurftu að standa í skilum. Það þótti því mikilvægt að ráðast í hagræðingaraðgerðir innan útflutningsgeirans, draga úr innbyrðis samkeppni á erlendum mörkuðum og undirbúa skuldaskil. Vegna þessa þrýstu bankar og ríkisstjórn á sameiningar meðal saltfiskútflytjanda (Arnór Sigurjónsson, 1945; Ögmundur Knútsson og Helgi Gestsson, 2006). Í kjölfarið voru Sölusamtök Íslenskra Fiskframleiðenda (héðan í frá SÍF) stofnuð árið 1932 með sameiningu þriggja af fimm stærstu saltfisk útflytjenda landsins (Ögmundur Knútsson og Helgi Gestsson, 2006). Um SÍF er fjallað nánar í 2.1.3. Í töflu í viðauka 2 má sjá útflutningsverðmæti fiskafurða fjögurra ára áður og eftir að erfiðleikar skella á saltfiskmarkaði. Þar sést að frá 1928 til 1934 minnkaði útflutningsverðmæti saltfisks um helming þrátt fyrir að árið 1933 hafi þorskafli Íslendinga verið meiri en nokkuð annað ár að árinu 1930 undandskildu. Áhrif þessa hafa verið mikil í ljósi þess að saltaðar fiskafurðir stóðu undir 70% til 78% útflutningsverðmætis tímabilsins. (Arnór Sigurjónsson, 1945).

15

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement