Page 24

2. Sölusamtök Í dag er Noregur eitt helsta samkeppnisland Íslands þegar kemur að sölu okkar mikilvægustu sjávarafurða, enda er tegundasamsetning í veiðum þessara tveggja þjóða að miklu leiti sú sama. Í umræðu um markaðssetningu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum er gjarnan vitnað til markaðsstarfs Norðmanna og kerfi sölusamtaka sem var áður við lýði hérlendis. Hér verður farið yfir sögu sölu- og markaðsmála á Íslandi og í Noregi frá upphafi 20. aldar til nútíma.

2.1. Sölusamtök á Íslandi Hér verður rakin saga sölusamtaka og hvernig sölu- og markaðsmál í íslenskum sjávarútvegi færðust úr frjálsræði í upphafi 20. aldar, yfir í kerfi miðstýringar og sölusamtaka upp úr 1938 og aftur í frjálsræði um síðustu aldamót. Fjallað verður um hvað olli þessari þróun. Hvernig erfiðar ytri og innri aðstæður urðu til þess að breytinga varð þörf og sölusamtök voru stofnuð í kjölfarið sem urðu ráðandi í útflutningi íslenskra sjávarafurða og loks hvernig þau leystust upp í kjölfar þátta á borð við afléttingu útflutningshamla, hlutafélagavæðingar og annarra breyttra aðstæðna. 2.1.1. Sjálfstæðir útflutningsaðilar fram að kreppunni miklu Allt frá því að þorskafli Íslendinga tók að aukast í kjölfar aukinnar þilskipaútgerðar um árið 1880 og síðar upphafi togaraútgerðar í byrjun 20. aldar var meginþorri aflans verkaður sem saltfiskur. Mikilvægi síldveiða jókst einnig og var söltun mikilvægasta vinnsluaðferðin þar. Fyrirkomulag útflutnings var þá þannig að sjálfstæðir fisksalar keyptu afurðir af verkendum og seldu svo áfram á markaði á Spáni og Ítalíu (Arnar Bjarnason, 1996). Þegar fjármálamarkaðurinn á Wall Street hrundi í október 1929 hófst heimskreppa og verulega dró úr eftirspurn eftir sjávar- og landbúnaðarafurðum á erlendum mörkuðum, ekki aðeins vegna minnkandi kaupmáttar, heldur vegna ýmissa innflutningshindrana sem víða var komið á. Þetta gerðist á sama tíma og framboð á sjávarafurðum á heimsvísu var í sögulegu hámarki vegna tækniframfara á borð við togveiðar á vélskipum og úthafsveiðar allt árið um kring (Holm, 1995). 14

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement