Page 23

Mynd 4: Merki Iceland Responsible Fisheries. Mynd frá IRF.

ÁF var stofnað árið 2011 en fram að því sá Fiskifélag Íslands um rekstur IRF. Vottunarvinna er á hendi ÁF en frá árinu 2010 hefur Íslandsstofa séð um markaðs- og kynningarstarf fyrir verkefnið samkvæmt samningi, um það er fjallað nánar síðar í þessari ritgerð. ÁF er fjármagnað með gjaldi sem nemur 250 krónum af hverri milljón af FOB verði, en 500 krónum ef fyrirtæki stundar bæði vinnslu og útflutning. Árið 2012 skilaði gjaldið um 64 milljónum króna til ÁF og af því fóru 35 milljónir til markaðs- og kynningarstarfs, en eftirstöðvar þess fóru að stórum hluta til vottunarstarfa. Þann 1. apríl 2014 voru 111 fyrirtæki með samning um notkun upprunamerkismerkis ÁF og þar af eru 73 þeirra íslensk, vert er að taka fram að stöðugt fjölgar í þessum hópi fyrirtækja (Guðný Káradóttir, munnleg heimild 21. mars 2014). Vottun á ábyrgum veiðum á grundvelli Iceland Responsible Fisheries byggir líkt og vottun MSC á The Code of Conduct for Responsible Fisheris ásamt Guidelines for the Ecolabelling of Fish and Fishery Products from Marine Capture Fisheries frá FAO. Til þess að öðlast umhverfisvottun ÁF er gerð um að í gildi sé formleg nýtingarstefna* (aflaregla), samþykkt af stjórnvöldum og yfirfarin af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) (Iceland Responsible Fisheries, e.d.b). *Aflaregla er ein leið til að formfesta ákvörðun um hvernig aflamark verði sett á næsta ári og er það gert með langtímasjónarmið í huga (Fisheries.is, e.d.).

13

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement