Page 22

sjálfstæð, þau ekki rekin á hagnaðargrundvelli (e. non-prophit organisation) og eru öllum opin sem geta sýnt fram á sjálfbærni sinna fiskveiða (Marine Stewardship Council, 2011). Vottanir eru framkvæmdar af óháðum vottunarstofum og greiða umsækjendur þeim vottunarstofum fyrir mat en MSC fær aðeins greitt þegar notkun hefst á merki þeirra (Marine Stewardship Council, 2011). Eftir það tekur MSC 0,5% af innkaupaverði vöru til birgja og árið 2012 stóð það gjald undir um það bil þriðjungi tekna ráðsins en afgangurinn kom nær allur frá styrkjum (Marine Stewardship Council, 2013). Ekki er greitt árgjald fyrir notkun merkisins en kostnaður felst í árlegum úttektum, sá kostnaður er hinsvegar greiddur til vottunarstofu og rennur ekki til ráðsins. Í dag er aðeins ein íslensk vottunarstofa sem framkvæmir mat og gefur út vottanir og er það Vottunarstofan Tún (Marine Stewardship Council, 2011). Árið 2011 var fyrsta umhverfisvottun MSC veitt íslensku fyrirtæki og var það Sæmark Sjávarafurðir sem hana hlaut vegna handfæra-, línu- og draganótaveiða á þorski og ýsu útgerða á þeirra vegum (Fyrstu vottun MSC landað, 2011). Fleiri fyrirtæki fylgdu í kjölfarið og í dag hafa útflytjendur og framleiðendur sem nýta sér MSC vottun stofnað með sér félagið Iceland Sustainable Fisheries (ISF) og samkvæmt upplýsingum frá félaginu eru hluthafar nú 28 talsins, lista yfir þessi félög má sjá í viðauka 1. 1.3.3. Iceland Responsible Fisheries Sjálfseignastofnunin Ábyrgar fiskveiðar (héðan í frá ÁF) á og rekur verkefnið Iceland Responsible Fisheries (héðan í frá IRF). Verkefnið snýr að kynningu á uppruna íslenskra fiskafurða og vottun ábyrgra fiskveiða Íslendinga ásamt rekstri vörumerkja um bæði upprunamerkingu og umhverfisvottun. Þessir tveir hlutar eru þó aðskildir og geta fyrirtæki nýtt sér upprunamerki IRF án þess að hafa umhverfisvottun (Iceland Responsible Fisheries, e.d.a).

12

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  
Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement