Page 18

hvaða marki neytandi kaupir endurtekið vöru með sama vörumerki innan vöruflokks (AMA, e.d.). Það er eftirsóknarvert fyrir framleiðendur að ná fram vörumerkjatryggð og er það meðal annars vegna aukinnar spágetu eftirspurnar og því að þeir neytendur sem eru tryggir vörumerki eru oft tilbúnir til þess að greiða 20-25% hærra verð fyrir vöruna (Kotler o.fl., 2012). 1.2.4. Markaðsblandan Markaðsblandan (e. marketing mix) samanstendur af nokkum þáttum sem hægt er að stýra þegar vara er staðfærð við markaðssetningu (McCarthy og Perreault, 1990), hún hefur verið skilgreind sem þeir þættir sem hægt er að nota til þess að búa til, miðla og koma til skila virði til neytenda (Kotler o.fl., 2012). Misjafnt er eftir bókum eða greinum hversu margir þessir þættir eru en allir eru þeir kenndir við P, til dæmis hin fjögur eða sjö P. Hin fjögur kjarna-P standa fyrir vöru (e. product), stað (e. place), kynningu (e. promotion) og verð (e. price) (McCarthy og Perreault, 1990), ef markaðsblandan er víkkuð út í hin sjö P bætast við þættirnir ferli (e. process), áþreifanlegir þættir (e. physical evidence) og fólk (e. people) (Kotler o.fl., 2012). Í töflu 1 hér að neðan eru nokkrir lykilþættir hinna fjögurra kjarna P-a samkvæmt McCarthy og Perreault (1990) teknir saman. Tafla 1: Hin fjögur P og dæmi um lykilþætti þeirra (McCarthy og Perreault, 1990).

Product Place Gæði Flutningar Eiginleikar Dreifileiðir Umbúðir Milliliðir Fylgihlutir Lager Vörumerkingar Leiðbeiningar

Promotion Price Sölustarf Sveigjanleiki Kynningarstarf Staða í Almannatengsl lífsferli vöru Landfræðilegir skilmálar Greiðslufrestir

1.2.5. Generic advertising og free-rider effect Sú tegund markaðssetningar sem miðar að því að auka neyslu á ákveðinni vöru nefnist generic advertising. Forker og Ward (1993) skilgreina generic advertising sem „sameiginlegt átak meðal framleiðenda nær einsleitrar vöru við að dreifa upplýsingum um undirliggjandi eiginleika vörunnar til núverandi og mögulegra viðskiptavina í þeim tilgangi að auka eftirspurn eftir vörunni (e. commodity).“ Dæmi um þetta getur verið það þegar framleiðendur vöru á borð við eldislax taka sig saman til þess að auka eftirspurn eftir þeirra vöru, enda

8

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason