Page 17

Harvesting

Consumers

Processor

Export companies / divisions

Retailer

Reprocessor

Mynd 2: Virðiskeðja þorsks (Ögmundur Knútsson, Ólafur Klemensson og Helgi Gestsson, 2008). Myndræn framsetning höfundar..

1.2. Vörumerki og markaðssetning Efni þessarar ritgerðar kallar á úrskýringar á nokkrum grunnhugtökum markaðsfræðinnar á borð við vörumerki og mörkun, vörumerkjavirði og –tryggð og markaðsblönduna auk markaðshugtaka sem viðkoma sameiginlegri markaðssetningu og aðferðum Norðmanna. 1.2.1. Skilgreining vörumerkis Vörumerki (e. brand) er eitthvað sem er notað til þess að aðgreina vöru eða þjónustu eins fyrirtækis frá vöru eða þjónustu samkeppnisaðila. Það setur þekktan uppruna á það markaðsboð sem viðskiptavinur kaupir og gefur því aukið virði í augum hans. Vörumerki getur verið nafn eða merki fyrirtækis, ímynd þess eða samblanda þessara atriða. Notkun vörumerkis til þess að koma vöru eða þjónustu á framfæri nefnist mörkun (e. branding). Ein skilgreining á vörumerki kemur frá Samtökum markaðsfólks í Bretlandi (e. The Chartered Institute of Marketing) og hljóðar svo: „vörumerki er tákn sem stendur fyrir upplifun viðskiptavinarins á vöru eða þjónustu“ (Kotler o.fl., 2012). 1.2.2 Vörumerkjavirði og verðmæti vörumerkis Hið aukna virði sem vörumerki færir vöru eða þjónustu nefnist vörumerkjavirði (e. brand equity). Verðmæti vörumerkis (e. brand value) er hinsvegar hin óefnislega eign í bókum fyrirtækis sem fólgin er í eign vörumerkis og er oft yfir helmingur eigna fyrirtækja (Kotler o.fl., 2012). 1.2.3. Vörumerkjatryggð Skilgreining samtaka markaðsfólks í Bandaríkjunum (e. American Marketing Association eða AMA) skilgreinir vörumerkjatryggð (e. brand loyalty) sem þá stöðu þegar neytandi kaupir almennt vöru eða þjónustu með sama uppruna endurtekið í stað þess að skipta kaupum milli mismunandi uppruna, eða, að 7

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement