Page 16

1. Fræðileg umfjöllun Hér verður yfir nauðsynleg hugtök markaðsfræðinnar, hugtök sem tengjast rekstri fyrirtækja og útflutningi sjávarafurðra auk þess sem fjallað er um umhverfismerkingar sem í dag eru mikilvægur hluti sölu- og markaðasstarfs innan sjávarútvegs.

1.1. Virðiskeðja sjávarafurða Hugtakið virðiskeðja hefur verið notað síðan á 7. áratug 20. aldar en hefur notkun þess orðið víðtæk eftir að Michael Porter skrifaði bók sína, Competitive Advantage: Creating and Sustaining Superior Performance árið 1985 (Kaplinsky, 2000; Kotler, Keller, Brady, Goodman, og Hansen, 2012). Virðiskeðjuna má skilgreina sem heildarferli aðgerða sem snúa að því að koma vöru eða þjónustu af stigi sköpunar, í gegnum mismunandi ferla (til dæmis framleiðslu vöru úr hráefni), dreifingu til neytenda og eyðingu (e. disposal) eftir notkun (Kaplinsky og Morris, 2000). Einföld virðiskeðja sett fram af Hellin og Meijer (2006) fyrir landbúnaðarafurð frá fræi til neytenda má sjá á mynd 1 hér að neðan.

Seed suppliers

Farmers

Consumers

Traders

Retailers

Processors

Exporters/importers

Mynd 1: Virðiskeðja sett fram af Hellin og Meijer (2006). Myndræn framsetning höfundar.

Þetta má með einföldum hætti færa yfir á íslenskan sjávarútveg og hefur nokkuð verið skrifað um virðiskeðjugreiningu í þeim geira. Má þar nefna greiningu Ögmunds Knútssonar, Ólafs Klemenssonar og Helga Gestssonar (2008). Setja þeir fram virðiskeðju fyrir íslenskan þorsk og er henni skipt upp eftir því hvaða leið fiskurinn fer eftir að honum er landað. Á mynd 2 hér að neðan má sjá eina af þessum leiðum og er hún sett upp til þess að sýna dæmi um einfalda virðiskeðju sem hæfir efnistökum þessarar ritgerðar.

6

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  
Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement