Page 14

Við framkvæmd á spurningakönnun var notast við vefinn SurveyMonkey sem er tæki sem hentugt er að nota til þess að framkvæma slíkar kannanir. Helsti kostur SurveyMonkey er að með notkun þess getur svarandi verið viss um að ekki er mögulegt að rekja svör, auk þess sem kerfið gerir svörun sérlega fljótlega. Þar sem markmið spurningarkönnunar var að kanna hug svarenda til sameiginlegrar markaðssetningar og tengdra málefna var sú leið farin að notast við fullyrðingar þar sem svarandi velur hversu sammála/ósammála hann er. Til þess að svörun yrði sem einföldust voru allar spurningar settar upp á þennan máta svo ekki þyrfti að velta fyrir sér formi hverrar og einnar. Kvarði eða skali sem þessi nefnist likert skali. Likert skalinn er mikið notaður þegar ætlunin er að mæla viðhorf fólks til viðfangsefnis. Notast er við staðlaða svarmöguleika og þannig mælt stig viðhorfs. Svarandi fær gjarnan fullyrðingu sem hann á að taka afstöðu til og er þá merkt við svarmöguleika sem geta verið á bilinu mjög sammála til mjög ósammála. Svarmöguleikar eru oft fimm eða sjö talsins en geta verið fleiri ef við á. Aðrar útfærslur eru til dæmis að að spyrja um tíðni (mjög oft til aldrei) eða mikilvægi (mjög mikilvægt til ekki mikilvægt) (McLeod, S. A., 2008). Viðtöl Til þess að varpa frekara ljósi á niðurstöður spurningakönnunar eða til að nálgast heimildir sem ekki er að finna í bókmenntum var notast við viðtöl. Samkvæmt Helgu Jónsdóttur (2013) eru viðtöl viðeigandi rannsóknaraðferð í þessu samhengi þar sem þau henta vel þegar skoðuð er reynsla fólks, meðal annars af starfi. Þar kemur fram að viðtöl eru ýmist megindleg eða eigindleg. Hér var notast við stöðluð megindleg viðtöl þar sem spurningar eru opnar. Skráð voru svör við spurningum og viðmælendum svo send útskrift af svörum til samþykkis í gegnum tölvupóst og þar með tryggt að skjalfest samþykki á svörum liggi fyrir. Þetta er nauðsynlegt þar sem svörum allra viðmælenda er steypt saman í texta til þess að tryggja að ekki sé unnt að rekja svör til nafngreindra viðmælenda. Þess var gætt að eftir að viðmælendur höfðu samþykkt sín svör breytist þau á engan hátt efnislega þó mögulega séu þau endurorðuð til þess að falla að heildartexta eða ef þau benda um of á einstaka aðila eða fyrirtæki. Valið var að halda nafnleynd hvað svör varðar enda málefnið háð skoðunum og mikilvægt að skoðanir viðmælenda skili sér og þeir haldi síður aftur að sér í svörun. Viðtöl 4

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement