Page 12

Aðferðir og afmörkun verkefnis Til þess að svara rannsóknarspurningu verður stuðst við niðurstöður spurningakönnunar og viðtala við markaðsfólk og stjórnendur innan íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Þessar niðurstöður verða bornar saman við upplýsingar sem settar verða fram í fræðilegri umfjöllun og umfjöllun um sameiginlegt markaðsstarf Norðmanna. Fræðileg umfjöllun Við vinnslu fræðikafla er notast við fyrirliggjandi gögn í formi ritrýndra greina, kennslubóka og stofnanagagna eftir því sem við á. Kafli um sögulega umfjöllun sölusamtaka á Íslandi og í Noregi er unnin á sambærilegan hátt og notast við sögulegar skráningar, dagblaðagreinar og ritrýndar greinar. Markmið sögulegrar umfjöllunar er að skoða hvort samsvörun megi finna í ytri og innri aðstæðum sem þá urðu til þess að sölusamtök voru stofnuð og aðstæðna nú, auk þess að setja fram nauðsynlegar upplýsingar um atriði sem gjarnan er nefnt í umræðunni um sameiginlega markaðssetningu nú. Norwegian Seafood Council Kafli um sameiginlegt markaðsstarf á vegum Norwegian Seafood Council er að mestu leyti unnin úr upplýsingum sem nálgast má í gegnum vefsíðu ráðsins. Vegna þess hvernig vefsíðan er hönnuð liggur mikið af upplýsingum í skjölum sem sækja þarf af vefnum og eru þess auki yfirleitt á norsku. Jafnan er sá hluti vefsins sem þýddur er á ensku mun rýrari að innihaldi en sá norski og því er notast við norska hluta hans. Markmið umfjöllunar um sameiginlegt markaðsstarf Norðmanna er að setja fram nauðsynlegar upplýsingar um kerfi sem oft er nefnt í umræðu um sameiginlegt markaðsstarf hérlendis auk þess að skoða hvort kerfið sé yfirfæranlegt á íslenskar aðstæður og hvernig sú hermun liti úr. Umfang íslensks markaðssjóðs að norskri fyrirmynd Sett var upp módel þar sem fjármögnunarform Norwegian Seafood Council er yfirfært á íslenskan sjávarútveg. Notast var við upplýsingar um fjármögnun úr kafla um Norwegian Seafood Council, gögn frá Hagstofu Íslands um útflutningsverðmæti sjávarafurða og gögn frá Seðlabanka Íslands þegar norskar krónur eru umreiknaðar í íslenskar.

2

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement