Page 11

Inngangur Tilurð og markmið verkefnis Undanfarin misseri hefur nokkuð farið fyrir umræðu um það hvort íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fari á mis við tækifæri sem fólgin eru í sameiginlegri markaðssetningu. Nokkurn áhuga er að merkja á yfirborðinu en hingað til hefur minna farið fyrir aðgerðum. Á ferðalögum um Evrópu árið 2013 varð höfundur var við það hve áberandi upprunamerki norskra sjávarafurða var í stórmörkuðum á meðan leitun var að merkingum um Ísland sem upprunaland. Það er því ekki að ástæðulausu að markaðsstarf Norðmanna skuli oft vera tekið sem dæmi þegar mögulegt sameiginlegt markaðsstarf hérlendis er rætt. Í þessu samhengi er einnig gjarnan rætt um hið gamla kerfi sölusamtaka, en margir telja hvarf þess kerfis hafa kostað Ísland ásýnd sína sem upprunaland sjávarafurða á erlendum mörkuðum. Í þessari ritgerð verður fjallað með fræðilegum hætti um viðeigandi markaðshugtök. Fjallað verður um sögu sölusamtaka hérlendis og í Noregi frá stofnun þeirra snemma á 20. öld til endaloka þeirra í kringum síðustu aldamót. Sett verður fram greining á sameiginlegu markaðsstarfi Norðmanna með tilliti til hlutverks, fjármögnunar, umfangs, verkefna og aðferða. Loks verða settar fram niðurstöður könnunar sem gerð var meðal markaðsfólks og stjórnenda innan íslensks sjávarútvegs á viðhorfi þeirra til sameiginlegs markaðsstarfs undir sameiginlegu vörumerki með vísan í Ísland sem upprunaland. Markmið ritgerðarinnar eru eftirfarandi: 

Að setja fram sögulega skýringu á sölusamtökum Íslendinga og Norðmanna.

Að setja fram greiningu á sameiginlegu markaðsstarfi Norðmanna.

Að kanna hug fólks innan fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi til sameiginlegrar markaðssetningar.

Rannsóknaspurning Er markaðssetning íslenskra sjávarfurða erlendis undir sameiginlegu vörumerki með vísun í uppruna raunhæfur kostur? 1

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Sameiginleg markaðssetning í sjávarútvegi  

12 ECTS eininga lokaverkefni til 180 ECTS eininga B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur: Sindri Már Atlason

Advertisement