Page 1

NÁMSSKRÁ VOR 2014

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500


Leiðbeinandi: Jórunn Tómasdóttir Tími: 3. febrúar til 24. mars kl. 17:30 til 19:30 Verð: kr. 32.000

Í tilefni dagsins

TÓMSTUNDA- OG TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ

NÝTT!

Spennandi námskeið þar sem þátttakendur læra að gera nokkra nýja góða rétti sem byggja á nýútkominni bók Yesmine, Í tilefni dagsins. Hér blandar Yesmine saman matreiðslutækni frá Indlandi, Dumplings frá Nepal og Curry frá Thailandi. Námskeiðið tekur rúmar 4 klukkustundir og fá þátttakendur að sjálfsögðu að borða saman afrakstur kvöldsins. Námskeiðið er haldið í Stóru Vogaskóla í Vogum. Leiðbeinandi: Yesmine Olsson Tími: 6. febrúar kl. 18:00 til 22:00 Verð: kr. 13.900

Hekl fyrir byrjendur

Stutt námskeið fyrir byrjendur í hekli. Farið verður í að læra að fitja upp, hvað er fm. stm. og fleiri hugtök, heiti í uppskriftum og hvernig haldið er á heklunál. Þátttakendur hafi með sér heklunál númer 4 eða 4 ½ og garn sem hæfir nálinni.

JANÚAR Enska talkennsla

Langar þig einfaldlega að bæta enskukunnáttu þína? Ert þú feimin að tala ensku fyrir framan aðra? Skelltu þér á talnámskeið í ensku með fólki, sem er í sömu sporum. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust til samskipta á ensku. Lögð er áhersla á að þjálfa ensku sem talað mál. Námskeiðið er byggt upp á líflegan hátt þar sem áhersla er lögð á að læra ensku í gegnum spjall, hlustun og raunverulegar aðstæður.

Leiðbeinandi: Magdalena Þórisdóttir Tími: 6. og 13. febrúar kl. 18:00 til 21:00 Verð: kr. 5.900

Leiðbeinandi: Þórey Garðarsdóttir Tími: 10. febrúar til 31. mars kl. 17:30 til 19:30 (8 skipti) Verð: kr. 32.000

Norska I

Farið verður í undirstöður í málfræði, mállýskur, framburð og orðaforða. Þátttakendur eiga að geta spurt um einfalda hluti. Kennsla fer fram á miðvikudögum. Leiðbeinandi: Anna Björg Ingadóttir Tími: 12. febrúar til 2. apríl kl. 17:30 til 19:30 Verð: kr. 32.000

Nýttu þér fría þjónustu á Netinu

NÝTT!

Kennt verður hvernig hægt er að nýta sér ýmsa fría þjónustu sem er í boði á Netinu. Svo sem G-mail póstinn og dagatalið, samfélagsmiðla, Google-docs, Drop box o.fl. Þátttakendur læra að stofna eigin aðgang og nýta sér þessa þjónustu til gagns og gamans. Námskeiðið er kennt í Grindavík. Leiðbeinandi: Helgi Biering Tími: 30. janúar, 6. og 13. febrúar kl. 20:00 til 22:00 Verð: kr. 12.900

DK- tölvubókhaldsnámskeið

Byrjendanámskeið í notkun DK fjárhagsog viðskiptamannabókhalds. Leiðbeinandi: Lilja D. Karlsdóttir Tími: 3. febrúar til 20. mars, kl. 16:30 til 18:30 (kennt á mánu- og fimmtudögum) Verð: kr. 49.000

Leiðbeinandi: Helgi Biering Tími: 10. febrúar til 13. mars kl. 14:00 til 16:00 Verð: kr. 34.000

Olíumálun á striga/plötur Myndlistafélag Reykjanesbæjar

Leiðbeinandi: Kristbergur Pétursson Verð: kr. 20.000 og er 10% afsláttur til félagsmanna FMR

Námskeiðið byggist á töluðu máli en farið verður í undirstöður í málfræði, mállýskur, framburð og orðaforða. Þátttakendur eiga að geta spurt um einfalda hluti eftir námskeiðið. Kennsla fer fram á miðvikudögum.

2

Tölvunámskeiðið fyrir þá sem hafa litla sem enga kunnáttu á tölvur. Markmiðið er að gera þátttakendur færa um að vinna sjálfstætt í Windos umhverfinu ásamt því að geta notað Word ritvinnsluna. Námskeiðið er 30 kennslustundir, kennsla fer fram á mánu- og miðvikudögum. ATH Námskeiðið er eingöngu miðað við Windows stýrikerfið

Þátttakendur vinna með eina stóra mynd allan tímann og klára, einnig nokkrar smærri til hliðar í vinnuferlinu. Þátttakendur mála á striga og svo er striginn strekktur á stóra plötu, striginn fer á blindramma þegar myndin er búin. Notast verður við olíuliti, Liquin og artist painting medium. Penslar, palettu hnífar, múrskeiðar, sandpappír og hvað eina sem hentar til að bera málningu á flöt og allar tilraunir velkomnar í þeim efnum. Tími: Hefst 17. febrúar kennt á mánudagskvöldum frá kl. 19.00 til 22.00

FEBRÚAR

Spænska I

Tölvunám fyrir fyrir byrjendur, 50+

Prjónanámskeið fyrir byrjendur

Stutt námskeið fyrir byrjendur í prjóni. Farið verður í hugtök og heiti á prjóni og helstu grunnaferðir kenndar. Þátttakendur koma með sokkaprjóna ( 5 saman ) nr. 4,5 og garn sem hæfir

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500


verður við gerð „boost“ drykkja auk þess sem kennt verður að búa til „ofursúkkulaði“ til að eiga í frystinum. Allir fá möppu með uppskriftum með sér heim og hráefni í morgunmat næsta dags. Námskeiðið er kennt í Grindavík. Leiðbeinendur: Steinunn Aðalsteinsdóttir og Oddrún Símonardóttir Tími: 3. febrúar 18:00 til 20:30 Verð: kr. 9.900

Excel

Excelnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Þátttakendur fá þjálfun í útlitsmótun og uppsetningu, vinnslu mynda og myndrita og notkun einfaldra falla í forritinu. Hver kennslustund hefst á verkefni sem kennari leggur fyrir en svo er hægt að vinna í eigin verkefnum í Excel og fá leiðsögn hjá kennara. Námskeiðið er kennt í Grindavík.

prjónastærðinni, málband, skæri og javanál. Leiðbeinandi: Magdalena Þórisdóttir Tími: 11. og 18. febrúar kl. 18:00 til 21:00 Verð: kr. 9.900

Hamingja, heilsa, hugur!

Á námskeiðinu er fjallað um þætti sem eru mikilvægir þegar kemur að lífi í jafnvægi. Þær Anna Lóa, Ásdís og Erla fjalla um hamingjuna, heilbrigði og hugarró á fjölbreyttan og skemmtilega hátt en allt skiptir þetta máli þegar litið er til lífsins á heildrænan hátt. Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi talar um hamingjuna og hvað það er í raun sem einkennir hamingjusamt fólk. Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir fræðir okkur um einfaldar leiðir til að bæta mataræðið. Erla Guðmundsdóttir prestur mun fjalla um mikilvægi þess að auðga andann og vera meðvitaður um að maðurinn sem andleg vera þarf að sinna þeim þáttum. Tími: 11. febrúar kl. 17:30 til 21:00 Verð: kr. 4.500 og innifalið er létt máltíð.

Leiðbeinandi: Páll Rúnar Pálsson Tími: 4. febrúar (Kennt er á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 til 22:00 í átta vikur) Verð: kr. 32.000

MARS Byrjendanámskeið í Leikjaforritun fyrir 7-11 ára - helgarkennsla Flott námskeið í gerð tölvuleikja í samvinnu við Skema ( www. skema.is ). Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir og aðrir leiðbeinendur Tími: 1., 2., 8. og 9. mars frá kl. 9:00 til 12:00 Verð: kr. 25.700.

Handmálun og spaði

Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd og fara með heim að loknu námskeiði eina stærð af mynd 20 x 80. Allt efni er innifalið bæði litir og blindrammi á striga. Unnið verður með olíu og notaður verður spaði við gerð myndarinnar.

Byrjendanámskeið í Leikjaforritun fyrir 12-16 ára helgarkennsla

Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir Tími: 19. febrúar kl. 17:30 til 20:30 Verð: kr. 10.500

Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir og aðrir leiðbeinendur Tími: 1., 2., 8. og 9. mars frá kl. 12:30 til 15:30 Verð: kr. 25.700.

Snorra-Edda / Gylfaginning

NÝTT!

Viltu kynnast menningararfinum betur? Unnar Stefán Sigurðsson avengeliki fjallar um fornar sögur á sinn einstaka hátt og mun að þessu sinni ræða Snorra-Eddu, þá sér í lagi Gylfaginningu, Snorra Sturlusonar. Komst Gylfi konungur að sannleikanum, í samræðum sínum við konungana þrjá? Leiðbeinandi: Unnar Sigurðsson Tími: 27. febrúar til 20. mars kl. 19:30 til 21:00 (kennt er á fimmtudögum) Verð: kr. 8.900

Flott námskeið í gerð tölvuleikja í samvinnu við Skema (www. skema.is). Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta.

Lærðu að tefla

NÝTT!

Skemmtilegt námskeið sem er sniðið fyrir fullorðna. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem kunna ekkert í skák eða hafa einhverja grunnþekkingu í skák. Þátttakendur fá fræðslu ásamt því að gera æfingar og tefla með skákklukkum. Farið verður í mannganginn, skáksöguna, hvernig framkvæma á ýmis mát, farið í skákbyrjanir, miðtafl og endatafl. Taflborð og fylgihlutir verða á staðnum. Leiðbeinandi: Siguringi Sigurjónsson Tími: 3. og 5. mars kl. 20:00 til 22:00 Verð: kr. 6.900

Skrautskrift fyrir byrjendur

Þátttakendur læra undirstöðuatriði skrautskriftar og að ná tökum á gotneska skrautskriftarletrinu. Leiðbeinandi: Jens Guðmundsson Tími: 27. febrúar, 4. og 6. mars kl. 17:30 til 21:30 Verð: kr. 9.900 (innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk en þátttakendur verða að koma með skrifblokk)

Sigraðu sykurpúkann - Heilsunammi og heilbrigður lífstíll

NÝTT!

Farið er í hvað einkennir heilbrigðan lífstíll, mikilvægi staðgóðs morgunverðar, áhrif sykurneyslu á hormónastarfsemi o.fl. Þátttakendur smakka morgungraut úr chia fræjum, leiðbeint

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

3


Tími: 13. mars kl. 17:00 til 22:00 Verð: kr. 9.900

Handmálun og spaði olía og kol

Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd og fara með heim að loknu námskeiði eina stærð af mynd 40 x 50. Allt efni er innifalið, bæði litir og blindrammi á striga. Unnið verður með olíu og kol, notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir Tími: 19. mars kl. 17:30 til 20:30 Verð: kr. 10.500

Skapandi skrif Harðangur og klaustur

NÝTT!

Þátttakendur læra grunnatriði í harðangurssaumi. Einkenni harðangursaðferðarinnar er flatsaumur, stólpi sem kastað er yfir fyllingar í útklippt göt. Í harðangri er saumaður flatsaumur, sem myndar nokkurs konar blokkir saman/þyrpingar sem raðast yfirleitt nokkrar saman. Þátttakendur kaupa sjálfir efnið sem til þarf (nánar auglýst síðar hvar hægt er að kaupa það) og taki með sér skæri og fingurbjörg. Leiðbeinandi: Magdalena Þórisdóttir Tími: 3., 10. og 17. mars kl. 18:00 til 21:00 Verð: kr. 16.900

Skartgripagerð

Þátttakendur læra að gera skartgripi úr leðri, skinni og skarti. Þátttakendur gera sína eigin hönnun ef þeir vilja. Þetta námskeið er bæði fyrir byrjendur og þá sem eru vanir. Innifalið í námskeiði er allt að 4 gripir að eigin vali. Hámarksfjöldi er 10 manns. Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir Tími: 5. mars kl. 17:30 til 21:00 Verð: kr. 9.900 (Allt efni innifalið)

Áttu þér draum að skrifa skáldsögu eða smásögu? Þátttakendur fá innsýn í uppbyggingu skáldsögu, persónusköpun og hvernig maður fangar athygli lesenda. Fyrra kvöldið fá þeir sem vilja verkefni sem þeir segja frá seinna kvöldið ef þeim hentar einnig verða nokkur ritunarverkefni bæði kvöldin. Unnið verður á tölvu og mega þátttakendur koma með sína eigin annars er hægt að fá tölvu lánaða á staðnum. Leiðbeinandi: Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Tími: 31. mars og 7. apríl kl. 17:00 til 20:00 Verð: kr. 12.900

Spænska II

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðinu „Spænska I“. Námið hentar þeim sem hafa grunnþekkingu í spænskri málfræði og tjáningu. Leiðbeinandi: Jórunn Tómasdóttir Tími: 31. mars til 19. maí kl. 17:30 til 19:30 (Kennsla fer fram á miðvikudögum í 8 skipti ) Verð: kr. 32.000

Táknmál fyrir byrjendur

Þátttakendur læra að kynna sig, spyrja og svara einföldum spurningum, gefa einföld fyrirmæli og lýsa fötum og athöfnum. Leiðbeinandi: Frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnaskertra Tími: 6. mars til 3. apríl kl. 17:00 til 19:40 Verð: kr. 25.000

Í tilefni dagsins

Áhrifaríkar kynningar

NÝTT!

Spennandi námskeið þar sem þátttakendur læra að gera nokkra nýja góða rétti sem byggja á nýútkominni bók Yesmine, Í tilefni dagsins. Hér blandar Yesmine saman matreiðslutækni frá Indlandi, Dumplings frá Nepal og Curry frá Thailandi. Námskeiðið tekur rúmar 4 klukkustundir og fá þátttakendur að sjálfsögðu að borða saman afrakstur kvöldsins. Leiðbeinandi: Yesmine Olsson Tími: 6. mars kl. 18:00 til 22:00 Verð: kr. 13.900

Leðurtöskugerð

4

Leiðbeinandi: Kristinn Þór Jakobsson Tími: 12. og 19. mars kl. 16:30 til 20:30 Verð: kr. 13.500

Handmálun og spaði – Uglumálverk

Þátttakendur gera sína eigin leðurtösku úr leðri, annað hvort úr gömlu flíkum eins og leðurbuxum eða leðurjakka eða úr nýju leðri. Þátttakendur þurfa að koma með sína eigin saumavél og leður ef notað er gamalt. Nýtt leður, roð, fóður, lím og fl. er selt á kostnaðarverði hjá leiðbeinanda. Leiðbeinandi: Kolbrún Sveinsdóttir

Kennt verður hvernig hægt er að halda áhrifaríkari kynningar. Leiðbeint er um tækni við framsetningu og framkomu á kynningum og hvernig er best að fanga athygli áhorfenda/ hlustenda með markvissum hætti. Námskeiðið er kennt í Grindavík.

NÝTT!

Máluð verður uglumynd og notaður spaði o.fl. við vinnuna. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðinu Handmálun og spaði sem hlotið hefur mjög góðar viðtökur undanfarin misseri. Vakin er athygli á því að námskeiðið er bæði fyrir vana og óvana þátttakendur. Allt efni er innifalið. Námskeiðið er kennt í Grindavík. Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir Tími: 13. mars kl. 18:00-21:00 Verð: kr. 10.900

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500


Viltu prjóna þína eigin lopapeysu?

Fyrsta kvöldið verður fitjað upp og byrjað að prjóna, næst verður bolur tengdur við ermar og kennt að prjóna mynstur og þriðja kvöldið verður peysan kláruð og kennt hvernig á að ganga frá í lokin. Þátttakendur koma með prjóna og garn. Námskeiðið er kennt í Grindavík. Leiðbeinandi: Benný Ósk Harðardóttir Tími: 18. og 25. mars og 1. apríl kl. 18:00 til 20:00 Verð: kr. 9.900

Tími: 10.,11.,12.,13. og 16. júní frá kl. 9:30 til 12:30 Verð: kr. 25.700

Byrjendanámskeið í leikjaforritun fyrir 12-16 ára

Flott námskeið í gerð tölvuleikja í samvinnu við Skema (www.skema.is ). Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir og aðrir leiðbeinendur Tími: 10.,11.,12.,13. og 16. júní frá kl. 13:00 til 16:00 Verð: kr. 25.700

APRÍL Norska II

Farið verður í grunnmálfræði og unnið með ýmsa texta til að auka orðaforðann og unnið verður með framburð útfrá „bokmål“ Leiðbeinandi: Anna Björg Ingadóttir Tími: 2. apríl til 20. maí kl. 17:30 til 19:30. (Kennsla fer fram á miðvikudögum.) Verð: kr. 32.000

Handmálun og spaði

Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd og fara með heim að loknu námskeiði eina stærð af mynd 20 x 80. Allt efni er innifalið bæði litir og blindrammi á striga. Unnið verður með olíu og notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir Tími: 9. apríl kl. 17:30 til 20:30 Verð: kr. 10.500

Ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum

Flottur fyrirlestur þar sem rætt er um helstu einkenni lífrænnar ræktunar, jarðveginn, áburðarefni og safnhauginn. Skipulag og undirbúning matjurtabeðanna ásamt umfjöllun um grænmetistegundir og kryddjurtir. Sýnd verða handtökin við sáningu og dreifsetningu. Leiðbeinandi: Ásdís Pálsdóttir garðyrkjufræðingur Tími: 15. apríl kl. 18:00 til 21:00 Verð: kr. 5.500

Framhaldsnámskeið í leikjaforritun fyrir 7-11 ára

Á námskeiðinu verður byggt markvisst ofan á þá þekkingu sem nemendur öðluðust á byrjendanámskeiði í samvinnu við Skema ( www.skema.is ), en nú verða fleiri forritunarumhverfi og forritunarmál skoðuð. Auk þess veitum við þeim víðari innsýn inn í heim atvinnulífsins á sviði tækninnar með því að skyggnast inn í tækni- og tölvuleikjaiðnaðinn á Íslandi. Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir og aðrir leiðbeinendur Tími: 18.,19., 20., 23. og 24. júní frá kl. 9:30 til 12:30 Verð: kr. 25.700

Framhaldsnámskeið í leikjaforritun fyrir 12-16 ára

Á námskeiðinu verður byggt markvisst ofan á þá þekkingu sem nemendur öðluðust á byrjendanámskeiði í samvinnu við Skema ( www.skema.is ), en nú verða fleiri forritunarumhverfi og forritunarmál skoðuð. Auk þess veitum við þeim víðari innsýn inn í heim atvinnulífsins á sviði tækninnar með því að skyggnast inn í tækni- og tölvuleikjaiðnaðinn á Íslandi. Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir og aðrir leiðbeinendur Tími: 18.,19., 20.,23. og 24. júní frá kl. 13:00 til 16:00 Verð: kr. 25.700 Öll námskeið eru kennd í Reykjanesbæ nema annað sé tiltekið.

MAÍ Hvítvín, rósavín og tapas frá Spáni

NÝTT!

Spánn er orðinn jafnstór vínframleiðandi og Frakkland og Ítalía og hefur hlutdeild hvítvína stóraukist undanfarið, þar sem rósavín eru meðal þeirra bestu sem hægt er að hugsa sér. Bjóðum sumarið velkomið með nýjum hugmyndum að smáréttum og ljúffengum vínum þar sem nokkrar tegundir verða prófaðar og leitað verður svara í gegnum víðtæka smökkun með Dominique frá Vínskólanum. Leiðbeinandi: Dominique Plédel Jónsson Tími: 15. maí kl. 20:00 til 22:00 Verð: kr. 5.000

JÚNÍ

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar

Byrjendanámskeið í leikjaforritun fyrir 7-11 ára

www.mss.is

Flott námskeið í gerð tölvuleikja í samvinnu við Skema (www.skema.is). Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Leiðbeinandi: Sif Karlsdóttir og aðrir leiðbeinendur

Fylgist með MSS á Facebook

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

5


STARFSTENGT NÁM

Verktakagreiðslur

Svæðisbundið leiðsögunám

Megináhersla er lögð á náttúru, menningu og sögu Reykjanesskagans og nágrennis, auk þess sem áhersla er lögð leiðsögutækni og hagnýta þjálfun fyrir starfið í vettvangsferðum. Námið er áhugavert fyrir þá sem vilja starfa sem leiðsögumenn á Reykjanesi og nágrenni, það nýtist einnig vel þeim sem starfa nú þegar í greininni, m.a. starfsfólki ferðaskrifstofa, upplýsingamiðstöðva, hópferðafyrirtækja, gestamóttöku hótela o.s.frv. Einnig fyrir þá sem vilja læra meira um svæðið. Námið hefst í mars 2014 og lýkur á vorönn 2015. Tími: Námið hefst í febrúar Verð: kr. 220.000

Færni í ferðaþjónustu

Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu, eru starfandi í greininni eða vilja undirbúa sig fyrir frekara nám á sviði ferðaþjónustu. Þátttakendur auka þjónustuvitund sína, vöruþekkingu og verkkunnáttu. Að námi loknu eru þátttakendur betur í stakk búnir til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum ferðaþjónustu. Námið er 60 kennslustundir og er kennt á þremur önnum, 20 kennslustundir hverja önn. Tími: Námið hefst í mars Verð: kr. 12.000

Farið verður yfir eðli verktöku og hvaða þætti þarf að hafa í huga varðandi móttöku verktakagreiðslna, gjöld af þeim og hvernig skal halda utan um skil á verktakagreiðslum í skattframtali. Ekki eru alltaf skýr mörk á því hverjir teljast verktakar og hverjir launþegar, fjallað verður um muninn á verktöku og venjulegu launasambandi við skattlagningu og hverjar eru skattalegar afleiðingar ef rangt er staðið að málum. Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá KPMG Tími: 18. febrúar kl. 17:00 til 20:00 Verð: kr. 5.900

Lestur ársreikninga

Farið verður yfir grunnhugtök reikningshalds, grunnreglur ársreiknings, þ.m.t. áritanir, uppbygging ársreiknings, helstu kaflar í ársreikningi og samhengi þeirra, óvissa og matskenndar stærðir, helstu staðlar við gerð ársreikninga, fjármálagerningar, grunnreglur við samstæðureikningsskil og innsýn í helstu kennitölur við greiningu ársreikninga. Námskeiðið hentar þeim sem vilja geta lesið ársreikninga fyrirtækja og öðlast betri skilning á þeim upplýsingum sem þar er að finna um afkomu og efnahag. Leiðbeinandi: Lilja Dögg Karlsdóttir Tími: 4. og 11. mars kl. 9:00 til 12:00 Verð: kr. 16.000

Grunnatriði stjórnarsetu

Farið verður yfir helstu atriði sem stjórnarmenn þurfa að huga að í störfum sínum. Fjallað verður um skyldur stjórnarmanna og refsiábyrgð ásamt öðrum mikilvægum þáttum, auk þess verður fjallað um stjórnarsetu í mismunandi tegundum félaga. Þá verður einnig farið yfir atriði sem varða samspil stjórnar við aðra aðila sem tengjast félaginu svo sem framkvæmdastjóra og t.d. kröfuhafa. Stefnt er að því að við lok námskeiðsins hafi þátttakendur öðlast almenna undirstöðuþekkingu á helstu viðfangsefnum sem tengjast störfum og skyldum stjórnarmanna. Tími: 18. og 25. mars kl. 17:30 til 19:30

Sterkari stjórnandi

Öflugt námskeið sem samanstendur af fjórum námskeiðsdögum sem styrkja og efla millistjórnendur í störfum sínum. Fjallað um helstu málefni tengd starfsmannastjórnun sem millistjórnendur þurfa að takast á við. Dagur 1 – Starfsmannastjórnun og hlutverk millistjórnenda Dagur 2 – Erfið starfsmannamál og vandmeðfarin málefni Dagur 3 – Að taka á erfiðum viðskiptavinum, meðferð kvartana og réttindi og skyldur Dagur 4 – Árangursríkari samskipti

Ferðamaður á ferð

Er stutt, skemmtilegt og hnitmiðað námskeið sem hentar vel í upphafi ferðamannatímabils. Tilgangurinn er að auka þekkingu, öryggi og fagmennsku starfsmanna og um leið bæta tekjur fyrirtækisins. Námskeiðið er 4 kennslustundir. Leiðbeinendur: Hansína B. Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason Tími: Apríl Verð: kr. 13.900

Leiðin að hjarta gestsins - haldið í samstarfi við Gerum betur ehf. Námskeið um mikilvæga þætti þjónustu, s.s. raddbeitingu og líkamstjáningu, hrós, erfiða viðskiptavini, símaþjónustu, tölvupóst og menningarheima. Bókin Þjóðerni og þjónusta fylgir með. Námskeiðið er 4 klukkustundir.

Leiðbeinendur: Margrét Reynisdóttir og Örn Árnason leikari. Tími: Apríl Verð: kr. 19.000

6

Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann, Ingrid Kuhlman, Eyþór Eðvarðsson og Anna Lóa Ólafsdóttir Tími: 23. jan., 6. feb., 20. feb. og 6. mars kl. 09:00 til 15:00 Verð: kr. 77.000

Meðvirkni og hjúkrun

Þátttakendur fá innsýn í og læra um hugmyndafræði og einkenni meðvirkni, lélegrar sjálfsmyndar, yfirfærslu og gagnyfirfærslu og hvernig þessir þættir geta mögulega haft áhrif í starfi. Skoðað verður hvort einkenni meðvirkni geti verið styrkur í hjúkrun og hvað þarf að varast. Kennt verður hvernig á að bera kennsl á einkenni meðvirkni, yfirfærslu og gagnyfirfærslu, ásamt því hvernig hægt er að stuðla að bættri sjálfsmynd. Leiðbeinandi: Sylvía Ingibergsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun á geðsviði Landspítala. Tími: 22. og 29. janúar kl. 17:00 til 21:00 Verð: kr. 18.000

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500


ÍSLENSKA OG NÁM FYRIR ÚTLENDINGA MSS býður upp á fjölbreyttar leiðir til að læra íslensku sem miðar við það þekkingarstig sem einstaklingurinn hefur.

Íslenska fyrir útlendinga 1. - 5. stig

Markmiðið er að nemendur þjálfi sig í að hlusta, skilja, tala, lesa og skrifa. Könnuð er staða hvers og eins áður en nám hefst. Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar og apríl.

Íslenska 6. stig - Undirbúningur fyrir bóklegt nám í MSS

Fjölskylduhjúkrun

Þátttakendur öðlast aukna innsýn í áhrif sjúkdóma á fjölskyldur og skilning á helstu hugtökum í fjölskylduhjúkrun. Einnig að þátttakendur þekki og geti tileinkað sér aðferðir sem geta dregið úr neikvæðum áhrifum veikinda á skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða aðferðir hvernig umhverfið getur aukið eða dregið úr streitu í fjölskyldum í kreppu og hvaða aðferðir eru árangursríkar í annasömum hversdagsleika hjúkrunar.   Leiðbeinandi: Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur Tími: 17. og 18. mars kl. 17.00 til 21:00  Verð: kr. 18.000

Bókfærsla 103

Markmið námskeiðsins er að nemendur temji sér námkvæm vinnubrögð í bókhaldi og skilji hugtökin gjöld, tekjur, eignir og skuldir. Að þeir geti fært almennt bókhald, séu færir um að færa einfalt uppgjör og sett fram efnahags- og rekstrarreikninga. Leiðbeinandi: Helga María Finnbjörnsdóttir Tími: 24. mars til 12. maí. Kennt er á mánudögum og einn laugardag. Verð: kr. 9.000

FULLORÐINSFRÆÐSLA FATLAÐRA Matreiðslunámskeið sem fram fer í eldhúsinu þínu Þetta matreiðslunámskeið verður sniðið eftir þörfum einstaklingsins þar sem kennslan fer fram inná heimilum þátttakenda. Tími: Lok janúar Verð: kr. 3.000, auk þess greiða þátttakendur efniskostnað

Búðu til þitt eigið tímarit

Á þessu námskeiði verður kennt að gera tímarit þar sem einstaklingurinn ræður efnisvali sjálfur. Unnið verður með þemu og áhugamál. Búið verður til uppkast af tímariti uppúr myndum sem eru í einkaeigu eða sem klipptar eru út úr öðrum tímaritum. Leiðbeinandi: Anna Karen Friðriksdóttir Tími: Hefst í vikunni 27. – 30. janúar Verð: kr. 5.000

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum, sem hafa íslensku sem annað tungumál, undirbúning fyrir bóklegt nám á íslensku og auka þannig möguleika þeirra til framhaldsnáms. Hvert námskeið er 60 kennslustundir og kostar kr. 35.000

Landnemaskólinn

Lögð er áhersla á kennslu í íslensku, tölvum og að auka þekkingu á íslenskri menningu, samfélagi og atvinnulífi. Tekið er mið af fyrri reynslu, menningarlegum bakgrunni og hugmyndum námsmanna. Kennslan er einstaklingsmiðuð og hæfileikar, færni og áhugi hvers og eins eru hafðir að leiðarljósi. Námið er 120 klst. Tími: Hefst í byrjun febrúar Verð: kr. 23.000

Færni í ferðaþjónustu fyrir útlendinga

Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu, eru starfandi í greininni eða vilja undirbúa sig fyrir frekara nám á sviði ferðaþjónustu. Námið eflir færni einstaklinga til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu auk þess að kenna þeim fagorð í íslensku með því að tengja saman vinnu og tungumálanám. Þátttakendur auka þjónustuvitund sína, vöruþekkingu og verkkunnáttu. Að námi loknu eru þátttakendur betur í stakk búnir til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum ferðaþjónustu. Námið fer fram á íslensku en tekið er mið af því í kennslunni að nemendur eru af erlendum uppruna. Tími: Hefst í byrjun mars Verð: kr. 12.000 Námskeiðin fara af stað þegar þátttaka hefur náðst og tímaplan miðast við þarfir nemenda. Íslenska fyrir útlendinga er kennd í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Túlkanámskeið

Markmiðið með námskeiðinu er að efla túlkaþjónustu og gera þeim sem að túlkun koma kleift að styrkja sig í starfi, stuðla að öryggi og koma í veg fyrir misskilning. Námskeiðið gæti einnig nýst þeim sem ekki hafa enn komið að túlkaþjónustu og þar með opnað stafmöguleika til framtíðar. Námskeiðið er 80 kest.

Enska fyrir Pólverja

Settu tímaritið þitt í tölvutækt form

Nemendur læra að skanna inn tímaritin og tölvuvinna þau þannig að hægt verði að birta þau á netinu eða prenta þau út. Þetta námskeið verður einskonar framhald af tímaritanámskeiðinu ef fólk vill ganga skrefi lengra.

Enska 1 og 2 þ.e. fyrir byrjendur og lengra komna. Hvert námskeið er 24 kennslustundir. Verð: kr. 32.000

Leiðbeinandi: Helgi Biering Tími: Hefst í febrúar Verð: kr. 5.000

8

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500


SKAPANDI GREINAR Kvikmyndasmiðja Hljóðsmiðja Grafísk hönnun Vissir þú að skapandi greinar velta 190 milljörðum króna árlega á Íslandi? Vilt þú starfa á þeim vettvangi? Ef svo er þá er tilefni til að skoða þetta nám.

NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF FYRIR ALLA! Hefur þú áhuga á að setja þér markmið, efla sjálfstraustið eða skoða möguleika varðandi nám eða störf? Vantar þig aðstoð við að greina áhugasvið, færni og persónulega styrkleika? Viltu fræðast um raunfærnimat og hvort það sé eitthvað sem hentar þér? Getum við aðstoðað þig að gera ferilskrá eða hjálpað þér með atvinnuumsóknina? Bjóðum upp á ókeypis náms- og starfsráðgjöf fyrir alla. Anna Lóa Ólafsdóttir og Jónína Magnúsdóttir náms- og starfsráðgjafar taka vel á móti þér. Vertu í sambandi og við sníðum ráðgjöfina að þínum þörfum. Þú getur skrifað okkur Anna Lóa Ólafsdóttir - anna@mss.is , Jónína Magnúsdóttir - jonina@mss.is eða hringt í síma 421-7500

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

9


FA NÁMSLEIÐIR Tölvur og samskipti.

Námsleiðin Tölvur og samskipti, gefur góðan grunn í tölvu- og upplýsingatækni. Gott námskeið fyrir byrjendur í tölvu. Hér er farið í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta. Námið er 150 kennslustundir. Engin lokapróf eru tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati. Nám er kennt bæði í Reykjanesbæ og Grindavík.

vinna einföld verkefni með samþættingu allra forritanna og geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi. Námskeiðið byggir mest á verklegum æfingum í tölvu og raunverkefnum. Námskeiðið er 120 kennslustundir og hefst í febrúar. Nám er kennt bæði í Reykjanesbæ og Grindavík. Tími: Hefst í febrúar Verð: kr. 22.000

Tími: Hefst í febrúar Verð: kr. 28.000

Aftur í nám

Aftur í nám er ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir, með ADHD eða eiga við námsörðugleika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblinduleiðréttingu í námskeiðinu. Einnig verður farið í sjálfsstyrkingu, íslensku, tölvur og að lokum fá allir þátttakendur tíma hjá náms- og starfsráðgjafa. Námskeiðið er 95 kennslustundir í heildina þar af 40 einkatímar. Námið hentar vel þeim sem hafa hætt í námi og eða þeim sem vilja auka við sitt nám. Tími: Hefst í mars Verð: kr. 66.000

Skrifstofuskólinn- tölvufært bókhald

Skrifstofuskólinn er ætlaður þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða þeim sem hafa hug á að starfa á þeim starfsvettvangi. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Helstu námsgreinar eru verslunarreikningur, grunnatriði bókhalds og tölvufært bókhald, upplýsingatækni, námstækni og þjónusta. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf. Kennsla fer fram síðdegis frá kl 16:30 til 21:00 þrisvar í viku. Verð: kr. 44.000

Grunnmenntaskólinn

Grunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinunum íslensku, stærðfræði, ensku og tölvum. Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á nám á framhaldskólastigi. Verð: kr. 54.000

Íslenska – daglegt brauð

Hljóðsmiðja

Námskeið þar sem kennd eru grundvallaratriði hljóðvinnslu. Kennd verður einföld hljóðvinnsla samkvæmt verklýsingum og fyrirmælum verkstjóra. Einnig verður kennt að taka upp talmál og tónlist, klippa upptöku, laga galla í upptöku og búa upptöku til flutnings í viðeigandi hljómflutningsbúnaði. Lengd námsins er 120 kennslustundir. Leiðbeinendur: Hljóðmenn frá Geimsteini. Tími: Námið hefst í febrúar. Verð: kr. 28.000

Kvikmyndasmiðja

Kvikmyndasmiðja er almennt grunnnámskeið í kvikmyndagerð þar sem allir þættir ferilsins við gerð kvikmyndar eru kynntir. Í námskeiðinu verður farið í gegnum handritagerð, framleiðslu, kvikmyndatöku, klippingu og almenna eftirvinnslu. Þátttakendur fara í gegnum ferlið með því að gera sjálfir stuttmynd frá grunni til loka. Lengd námsins er 120 kennslustundir. Leiðbeinendur: ýmsir aðilar Tími: Námið hefst í febrúar. Verð: 28.000 kr. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til eininga á framhaldsskólastigi. Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Stéttarfélög styrkja félagsmenn til náms hjá MSS.

NÝTT!

Viltu efla lestur, ritun, stafsetningu og skilning á íslensku máli í daglegu lífi? Til dæmis við lestur dagblaða, bóka og tímarita, lestur á netinu, að skrifa stuttan texta eða tölvupóst? Á námskeiðinu verður þér leiðbeint með mismunandi tækni, aðferðir og hjálpartæki s.s. yfirlestrar- og leiðréttingarforrit. Kennt er í litlum hóp í þægilegu umhverfi þar sem lagt er upp úr trausti og trúnaði milli þátttakenda og leiðbeinanda. Námskeiðið er 60 stundir og kennt seinni partinn. Tími: 24. febrúar – 14. apríl Verð: kr. 12. 000

Grafísk hönnun

Þetta er hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent og vefmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin: Illustrator (teikning), Photoshop (myndvinnsla) og InDesign (umbrot). Markmið námskeiðsins er að námsmenn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að

10

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500


NÁMSKEIÐ HALDIN AF ÞEKKINGARSETRI SUÐURNESJA Í SAMVINNU VIÐ MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM Framhaldsnámskeið í fluguhnýtingum Tími: 11. febrúar kl. 19:00-22:00 Verð: kr. 4.000

Fjörunytjar í matargerð Tími: 10. júní kl. 20:00-22:00 Verð: 1.000 kr.

Jules Verne, doktor Charcot og Ísland Tími: 20. mars kl. 20:00-22:00 Verð: Ókeypis

Fjörunytjar – húð og hár Tími: 12. júní kl. 20:00-22:00 Verð: 1.000 kr.

Kræklingatínsla Tími: 10. apríl kl. 20:00 - 22:00 og 12. apríl frá kl. 9:45. Verð: 1.000 kr.

RAUNFÆRNIMAT Raunfærnimat í boði hjá Miðstöð símenntunar árið 2014 Raunfærnimat á Tölvuþjónustubraut sem kennd er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hentar þeim sem eru sjálflærðir en vilja fá formlega viðurkenningu á kunnáttu sinni. 23 ára aldurstakmark.

Viltu kanna hvort þú eigir erindi í raunfærnimat í þeirri iðngrein sem þú hefur starfað við í lengri tíma en ekki lokið formlegu prófi? Iðan fræðslusetur sér um raunfærnimat í iðngreinum en Miðstöð símenntunar getur leiðbeint með fyrstu skrefin.

Raunfærnimat í Verslunarfagnámi – hentar einstaklingum sem hafa unnið í 3 ár eða lengur við verslunar – eða þjónustustörf, 23 ára aldurstakmark. 22 einstaklingar á Suðurnesjum hafa nú þegar lokið raunfærnimati í Verslunarfagnámi.

Hafðu samband við Jónínu Magnúsdóttur, námsog starfsráðgjafa í síma 4217500/4125958 eða jonina@mss.is ef þú heldur að raunfærnimat eigi erindi við þig.

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

KROSSMÓA 4 - 260 REYKJANESBÆ - S: 421 7500

11


Ert þú að hugsa um að fara í nám? Hefur þú verið á námskeiði nýlega? • Samkvæmt nýjum reglum SVS er nú hægt að fá endurgreitt 75% af námskostnaði. Styrkupphæðin getur numið allt að 90.000 kr. á ári. • Markmið með nýjum reglum SVS er að hvetja félagsmenn til aukinnar þátttöku í símenntun.

Kynntu þér nýjar reglur SVS á www.starfsmennt.is eða hjá þínu stéttarfélagi. *Að uppfylltum skilyrðum styrkveitingar

Að Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks standa SA, VR og LÍV.

Mss namskra vor 2014  

Tómstundanámskeið, námskeið og námsleiðir fyrir einstaklinga, stjórnendanámskeið,

Mss namskra vor 2014  

Tómstundanámskeið, námskeið og námsleiðir fyrir einstaklinga, stjórnendanámskeið,

Advertisement