MSS námskrá vor 2015 web

Page 1

Komdu í nám! Námskrá vor 2015

Hljóðsmiðja - Grafísk hönnunarsmiðja - Grunnmenntaskólinn Markviss stjórnun - Núvitund - Þunglyndi og kvíðaraskanir CodeAcademy tölvuforritun - Lætur þú ljúga að þér?


2 — Vor 2015

Starfsmenn Guðjónína Sæmundsdóttir Forstöðumaður ina@mss.is

Jónína Magnúsdóttir Náms- og starfsráðgjafi jonina@mss.is

Kristinn Þór Jakobsson Verkefnastjóri kj@mss.is

Særún Rósa Ástþórsdóttir Verkefnastjóri saerun@mss.is

Ragnheiður Eyjólfsdóttir Verkefnastjóri ragga@mss.is

María Rós Skúladóttir Félagsráðgjafi maria@mss.is

Hrönn Auður Gestsdóttir Þjónustufulltrúi hronn@mss.is

Jenný Þ. Magnúsdóttir Ráðgjafi jenny@mss.is

Unnar Stefán Sigurðsson Verkefnastjóri unnar@mss.is

Steinunn Björk Jónatansdóttir Náms- og starfsráðgjafi steinunn@mss.is

Anna Lóa Ólafsdóttir Náms- og starfsráðgjafi anna@mss.is

Birna V. Jakobsdóttir Verkefnastjóri birna@mss.is

Eydís Eyjólfsdóttir Þjónustufulltrúi eydis@mss.is

Sveindís Validmarsdóttir Verkefnastjóri íslenskukennslu sveindis@mss.is

Rannveig S. Ragnarsdóttir Félagsráðgjafi rannveig@mss.is

Kristinn Bergsson Þjónustufulltrúi kristinn@mss.is

R. Helga Guðbrandsdóttir Verkefnastjóri rhelga@mss.is


Vor 2015 — 3

Náms- og starfsráðgjöf

Markþjálfun

Hjá MSS starfa þrír náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla. Ráðgjafarnir geta aðstoðað við markmiðasetningu, metið áhugasvið, færni og persónulega styrkleika. Þá getur verið gott að leita til þeirra þegar þörf þykir að efla sjálfstraustið eða skoða möguleika varðandi nám eða störf.

MSS býður upp á markþjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða fram það besta í hverjum og einum. Í markþjálfun er áherslan á að einstaklingurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir. Markþjálfinn heldur utan um ferlið og nær að beina einstaklingnum sjálfum að kjarna málsins. Markþjálfi vinnur markvisst að því að virkja einstaklinginn og aðstoða við að hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum. Markþjálfun hefur líka reynst gott verkfæri til að finna lausnir á afmörkuðum vandamálum innan fyrirtækja og stofnana.

Ráðgjafar MSS búa yfir mikilli reynslu þegar kemur að gerð ferilskrár, geta aðstoðað við atvinnuumsóknina og gefið allar upplýsingar varðandi raunfærnimat. Upplýsingar veita: Anna Lóa Ólafsdóttir Náms- og starfsráðgjafi, netfang: anna@mss.is

Hafið samband við Unnar Sigurðsson markþjálfa, netfang: unnar@mss.is Ráðgjöf

Jónína Magnúsdóttir Náms- og starfsráðgjafi, netfang: jonina@mss.is Steinunn B. Jónatansdóttir Náms- og starfsráðgjafi, netfang: steinunn@mss.is

MSS býður upp á ráðgjöf/sálgæslu yfir lengra tímabil fyrir einstaklinga sem þurfa á eftirfylgni að halda í kjölfar áfalla eða persónulegra erfiðleika. Hafið samband við Önnu Lóu Ólafsdóttur náms- og starfs-ráðgjafa og diplóma í sálgæslu, netfang: anna@mss.is

Hönnun, myndskreytingar og umbrot: M74. St. | info@m74studio.net | m74studio.net Prentun: Litróf prentsmiðja | Umhverfisvottuð prentsmiðja

Vertu í sambandi og við sníðum ráðgjöfina að þínum þörfum. Þú getur skrifað okkur eða hringt í síma 421 7500.


4 — Vor 2015

Starfstengd námskeið

Markviss stjórnun – Sterkari stjórnandi

Námskeið fyrir millistjórnendur Námið samanstendur af fjórum námskeiðsdögum sem styrkja og efla einstaklinginn sem stjórnanda í störfum sínum. Lögð er áhersla á fjölbreytni í vali á námskeiðum. Þau eru blanda fyrirlestra, umræðna, æfinga og hópavinnu. • Móttaka nýliða á vinnustað • Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans • Leiðtogahæfni og leiðtogastílar • Markþjálfun • Góðir fundir • Verkefnastjórnun

NÝTT

Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands. Brynja Bragadóttir, Phd- Greiningu og lausnum. Falur Harðarson, mannauðsstjóri Samkaupa. Unnar Stefán Sigurðsson, markþjálfi, guðfræðingur og verkefnastjóri. Svavar H. Viðarsson, BSc. í verkferlahagfræði og virðiskeðjustjórnun MSc. í verkefnastjórn

Tími: 20.01 – 12.02 Verð: 77.000 kr.


Nám sem svarar þörfinni

Eins og flestir vita hafa staðið yfir miklar breytingar hjá Vísi á árinu. Fyrirtækið hefur verið að færa saman fjórar fiskvinnslur í tvær og eru þær báðar í Grindavík. Í öðru húsinu er saltfiskverkun þar sem unnin eru bæði saltflök og flattur fiskur, en í hinu er unninn ferskur fiskur, frystur og léttsaltaður. Ef frá eru taldar tvær flatningsvélar í saltvinnslunni er allur annar búnaður íslenskur. Með öðrum orðum hugvit, hönnun og framleiðsla tækjanna í þessum hátæknivæddu húsum er alíslensk. Við erum afar stolt af þeirri staðreynd. Þeir sem hafa ekki nýlega gengið í gegnum nútíma fiskvinnslu verða eflaust undrandi á þeirri tækni sem þar er notuð í dag. Það gefur auga leið að til að vinna með þessa íslensku tækni og til að halda tækjunum við, þarf vel menntað fólk og er símenntun nauðsynleg í þeirri öru þróun sem þar á sér stað. Samstarf Vísis við MSS er til fyrirmyndar og hefur sannað sig rækilega varðandi þennan þátt. Einnig er staðreynd að stór hópur okkar góða starfsfólks hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli og því nauðsynlegt að tryggja að tjáning fólks sín í milli sé sem öruggust. Þar kemur til kasta MSS með námskeið af ýmsu tagi, svo sem námskeið í tjáningu og sjálfstyrkingu auk hefðbundinna íslenskunámskeiða. Þá hefur MSS haldið heilsumatreiðslunámskeið á vinnustaðnum.

Í þessari stuttu upptalningu má heldur ekki gleyma þeim kjarasamningsbundnu grunn- og framhaldsnámskeiðum í fiskvinnslunni sjálfri sem MSS stendur fyrir. Af þeim námskeiðum kemur fólk alltaf til baka sem betri og ánægðari starfskraftur. Að ofantöldu sést vel hve nauðsynlegt starf MSS er. Reynsla Vísis af samstarfinu við miðstöðina er mjög góð og það er traustvekjandi að geta leitað til þeirrar reynslu sem þar er þegar farið er í krefjandi verkefni eins og það sem nú er unnið að hjá okkur. Að lokum við ég þakka starfsfólki MSS fyrir einstaklega gott samstarf á liðnum árum og vona að það haldi áfram að blómstra í framtíðinni.

Ágústa Óskarsdóttir Starfsmannstjóri hjá Vísi hf.


6 — Vor 2015

Íslenska fyrir útlendinga Íslenskunámskeiðin eru kennd í öllum bæjarfélögunum á Suðurnesjum.

Íslenska 1

Íslenska 3

Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Áfram áhersla á að þjálfa alla þætti tungumálsins: skilning, hlustun, tal, lestur og ritun. Málfræði þjálfuð enn frekar. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Leiðbeinandi: Ýmsir Tími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.01.2015 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst. Verð: 38.000 kr.

Leiðbeinandi: Ýmsir Tími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.01.2015 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst. Verð: 38.000 kr. Íslenska 4 Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Áfram áhersla á að þjálfa alla þættir tungumálsins: skilning, hlustun, tal, lestur og ritun. Málfræði þjálfuð enn frekar. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Leiðbeinandi: Ýmsir Tími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.01.2015 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst. Verð: 38.000 kr. Íslenska 2

Íslenska 5

Markmiðið er að nemendur þjálfi sig í að skilja, tala, lesa, skrifa og hlusta á íslensku. Áhersla er lögð á samtöl á milli nemenda og að nemendur noti tungumálið sér til gagns og gamans.

Námskeið fyrir þá sem náð hafa góðum tökum á íslensku en vilja styrkja sig enn frekar og fá þjálfun í notkun málsins. Námskeiðið hefst þegar næg þátttaka hefur náðst í hóp.

Leiðbeinandi: Ýmsir Tími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.01.2015 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst. Verð: 38.000 kr.

Leiðbeinandi: Ýmsir Tími: Fyrsta námskeiðið hefst 19.01.2015 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst. Verð: 38.000 kr.


Vor 2015 — 7

Íslenska 6 Námskeiðinu er ætlað að vera stig á milli íslensku 5 og Grunnmenntaskóla, Menntastoða eða annarra bóklegra námsleiða. Lögð er áhersla á lestur, lesskilning, ritun og upplýsingaöflun. Kennsluaðferðir og verkefni miða að því að nemendur öðlist tiltekinn grunn í íslensku sem gagnast þeim í áframhaldandi bóklegu námi. Leiðbeinandi: Ýmsir Tími: Fyrsta námskeið hefst 19.01.2015 Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst. Verð: 38.000 kr.

Íslenska tal Námskeið fyrir þá sem vilja styrkja talfærni og þjálfa íslenskan framburð. Unnið verður með bókmenntatexta, kvikmyndir, dagblöð og tímarit og efni af netinu verður ríkur þáttur í verkefnavinnu. Verkefnin stuðla öll að því að þjálfa tal, skilning og samskiptafærni. Fleiri námskeið hefjast þegar þátttaka næst.

Leiðbeinandi: Sveindís Valdimarsdóttir Tími: Fyrsta námskeið hefst xx.xx.2015 Verð: 38.000 kr.


8 — Vor 2015

Námsbrautir

Grunnmenntaskólinn

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám

Grunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinunum íslensku, stærðfræði, ensku og tölvum. Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Námsmenn læra að læra. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi nám. Grunnmenntaskólinn er kenndur á morgnana fá kl 8:30 til 12:30 alla virka daga. Alls 300 kennslustundir.

Námsið veitir námsmönnum tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu-, markaðs-, og rekstrarmála. Helstu námsþættir eru: námstækni, markmiðasetning og tímastjórnun, upplýsinga og tölvutækni, sölutækni, viðskiptatengsl, verslunarreikningur, markaðsfræði, samskipti, framsögn og framkoma, gerð kynningarefnis, sjálfstraust, markaðsrannsóknir, Excel við áætlanagerð, markaðssetning á samfélagsmiðlum, samningatækni, frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja, verkefnastjórnun og gerð viðskiptaáætlunar. SRM námið er 273 klukkustundir að lengd og er kennt á tveim önnum. Kennt verður síðdegis tvo daga í viku og einstaka laugardaga. Hluti námsins verður fjarnám.

Tími: Hefst 19.01 Verð: 58.000 kr. Skrifstofuskólinn Námsleiðin er ætluð þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða þeim sem hafa hug á því að starfa á þeim vettvangi. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Skrifstofuskólinn er kenndur 3 sinnum í viku frá kl 16.30 til 20:30. Alls 160 klukkustundir. Tími: Hefst 19.01 Verð: 47.000 kr. Sterkari starfsmaður - Tölvur og samskipti

Tími: Hefst 15.02 Verð: 80.000 kr. Grafísk hönnunarsmiðja Námið er hagnýtt verklegt nám fyrir þá sem vilja vinna efni fyrir prent og vefmiðla á tölvutæku formi. Kennt er á Adobe forritin: Illustrator (teikning), Photoshop (myndvinnsla) og InDesign (umbrot). Markmið námskeiðsins er að námsmenn nái tökum á grundvallaratriðum hvers forrits og séu í stakk búnir til að vinna einföld verkefni með samþættingu allra forritanna og geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi. Námskeiðið byggir mest á verklegum æfingum í tölvu og raunverkefnum.

Námsleiðin Tölvur og samskipti, gefur góðan grunn í tölvu- og upplýsingatækni. Gott námskeið fyrir byrjendur í tölvu. Hér er farið í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta. Námið er 150 kennslustundir. Engin lokapróf eru tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati.

Námskeiðið er 120 kennslustundir og verður kennt á þriðjudags og fimmtudagskvöldum frá kl 19:00 til kl 22:00.

Tími: Hefst 16.02

Tími: Hefst 12.01 Verð: 29.000 kr.

Inntökuskilyrði: Námsmenn þurfa að hafa þekkingu á Windows stýrikerfinu og reynslu af Internetnotkun. Ekki er krafist þekkingar á teikni-, myndvinnslu- eða umbrotsforritum.

Verð: 28.000 kr.


Vor 2015 — 9

Hljóðsmiðja I Hljóðsmiðja I er hagnýtt nám fyrir þá sem hafa áhuga á ýmiskonar hljóðupptökum. Leiðbeinandi sér um verklýsingar og ákveður efni, framsetningu, aðferðir og tíma fyrir þennan námsþátt. Í náminu er lögð áhersla á almenna þekkingu og leikni, leiðbeiningar, viðfangsefni og verklagsæfingar fyrir byrjendur. Nemendur halda verkdagbók þar sem þeir setja inn efni með þeim aðferðum sem þeir nota. Kennt verður að nota viðurkennt verklag við undirbúning og hljóðupptökur. Eftir námskeiðið ættu nemendur að hafa grunn þekkingu á hljóðupptökum á tónlist og töluðu máli eins og fyrirlestrum, leikritum og upplestum. Þessi smiðja er unnin í samstarfi við Geimstein. Leiðbeinandi: Björgvin Baldursson Tími: 26.01 til 28.02 Verð: 28.000 kr.

Menntastoðir Menntastoðir er undirbúningsnám t.d. fyrir: • Háskólabrú Keilis • Frumgreinadeildir við Bifröst og HR. • Einingar metnar inní nám í framhaldsskóla Boðið er uppá þrjár leiðir í janúar 2015: Staðnám 1: 50 einingum lokið á 6 mánuðum. Kennt er fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10.

Færni í ferðaþjónustu Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu, eru starfandi í greininni eða vilja undirbúa sig fyrir frekara nám á sviði ferðaþjónustu. Þátttakendur auka þjónustuvitund sína, vöruþekkingu og verkkunnáttu. Að námi loknu eru þátttakendur betur í stakk búnir til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum ferðaþjónustu.

Staðnám 2: 12 mánuðir/tvær annir. Kennd eru 4 fög (25 einingar) á fyrri önn og 3 fög (25 einingar) á seinni önn. skv. stundaskrá staðnámshóps. Fjarnám: 50 einingum lokið á 10 mánuðum, staðlotur á ca. 6 vikna fresti og mikið efni á netinu. Tími: Hefst í janúar

Tími: Hefst í mars Verð: 12.000 kr.

Verð: 128.000 kr.


10 — Vor 2015

Starfstengd námskeið

Skapandi skrif fyrir myndmiðla

NÝTT

Ferðamaður á ferð

Á námskeiðinu er sérstaklega farið í hugmyndamat á „góðri hugmynd“, líkt og með raunhæfnismat í viðskiptum og grenndarkynningu í náttúruvernd. Að meta hugmynd vandlega leggur grunninn að góðum árangri. Notast verður við videóblogg, heimildarmyndir og leikið efni í fyrirlestri og umræðum.

Ferðamaður á ferð er stutt, skemmtilegt og hnitmiðað námskeið sem hentar vel í byrjun sumars. Tilgangurinn er að auka þekkingu, öryggi og fagmennsku starfsmanna og um leið bæta tekjur fyrirtækisins.

Leiðbeinandi: Einar Þór Gunnlaugsson Tími: 17. og 19.02. Kl. 16:30 - 20:30

Leiðbeinendur: Hansína B Einarsd.og Jón R. Högnason Tími: Mars Verð: 13.900 kr.

Verð: 21.000 kr.

Leiðin að hjarta gestsins Á námskeiðinu útbúa þátttakendur hagnýtan gátlista fyrir starfsmenn um meðal annars tölvupóstsamskipti og símaþjónustu á ensku og íslensku, boðorðin 10 þegar tekið er á móti gesti s.s. í afgreiðslu og matsal, hvernig á að meðhöndla erfiða viðskiptavini og fleira. Leiðbeinandi: Margrét Reynisdóttir Tími: Mars Verð: kr. 18.000 kr.

Framkoma og ræðumennska

NÝTT

Á þessu námskeiði öðlast þú reynslu og færni í að miðla þekkingu, hugmyndum og sjónarmiðum þínum á áhrifamikinn, skemmtilegan og trúverðugan hátt. Í fyrri hlutanum lærirðu m.a. að styrkja líkamstjáninguna og í seinni hlutanum lærirðu tækni við að flytja textann og fleira. Leiðbeinandi: María Ellingsen leikari, leikstjóri, höfundur og kennari. Tími: 17. og 24.03. Kl. 16:30 - 20:30 Verð: 49.900 kr.


Vor 2015 — 11

Sjúkraliðar - Öldrunarlyfjafræði

Sjúkraliðar - Tíma-, gæða- og verkefnastjórnun

Þátttakendur öðlast heildstæða þekkingu á lyfjagjöf til aldraðra og hvaða áhrif lyf hafa á líkamlega og andlega heilsu. Fjallað verður almennt um lyfjagjöf með tilliti til þeirra breytinga sem verða á líkamanum við öldrun. Auk þess verður farið yfir þær breytingar sem geta orðið á skömmtun og verkun lyfja, aukaverkunum og milliverkunum við öldrun. Farið verður yfir nokkra stóra lyfjaflokka, s.s. öndunarfæralyf, hjartalyf, tauga og geðlyf, sykursýkislyf og lyf við hrörnunarsjúkdómum.

Hagnýtt og spennandi námskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu sem miðar að auknu sjálfstæði í starfi. Leiðbeint er um tímastjórnun og verkefnastjórnun í starfi auk þess sem farið verður yfir mikilvæg atriði er varða starfstengda gæðastjórn í heilbrigðisþjónustu. Þetta námskeið hentar starfsfólki á sjúkrahúsum, hjúkrunar- og öldrunarheimilum og þeim er starfa við heimaþjónustu á heilbrigðissviði. Kennt í Grindavík

Leiðbeinandi: Bryndís Þóra Þórsdóttir, lyfjafræðingur. Tími: 21, 22, 28 og 29.01. Kl. 17.00 - 21.00 Verð: 36.000 kr.

Leiðbeinandi: Laura Sch. Thorsteinsson Tími: 18., 19. og 24.03. Kl. 17.00 - 21.00 Verð: XX.XXX kr.

Sjúkraliðar - þunglyndi og kvíðaraskanir „Þegar lífið virðist einskins vert“ þunglyndi og kvíðaraskanir Sjúkraliðar fá innsýn í birtingamyndir kvíða og þunglyndis, hvernig þunglyndi þróast, hver eru einkennin og afleiðingar þess. Fjallað verður um kvíða, depurð, þunglyndi og hvaða áhrif áföll geta haft á líf og líðan einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Rætt verður um helstu orsakir, einkenni, afleiðingar, horfur og von. Auk þess sem rætt verður um að enginn er eyland og hvernig sjúkdómar hafa áhrif á nærsamfélagið. Leiðbeinandi: Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur Tími: 06. og 07. maí kl. 17.00 - 21.00 Verð: 18.000 kr.


12 — Vor 2015

Samvinna starfsendurhæfing

Samvinna starfsendurhæfing á Suðurnesjum var stofnuð þann 15. maí 2008 og er rekin sem sjálfseignarstofnun. Tímamót urðu hjá Samvinnu 1. ágúst sl. þar sem Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum tók yfir reksturinn. Í dag er Samvinna rekin sem starfsendurhæfingardeild innan MSS. Á þeim rúmum sex árum sem Samvinna hefur verið starfandi hafa rúmlega 400 einstaklingar verið í endurhæfingu og hefur helmingur þeirra sem lokið hafa endurhæfingu náð markmiðum sínum og snúið aftur út á vinnumarkað eða í nám. Auk þess hafa lífsgæði flestra aukist til muna.

Samvinna starfsendurhæfing styður við einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda vegna veikinda, slysa og/eða félagslegra erfiðleika við endurkomu á vinnumarkaðinn. Markmið Samvinnu er að efla einstaklinga til vinnu, stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra, með það að leiðarljósi að viðkomandi fari í atvinnu eða nám að endurhæfingu lokinni. Í endurhæfingunni er unnið á heildrænan hátt út frá líkamlegum og sálfélagslegum þáttum einstaklingsins og leitast er við að finna heilstæða úrlausn á vanda hvers þátttakanda. Endurhæfingin getur til dæmis innihaldið; bóklegt nám, fjármálaráðgjöf, sálfræðiviðtöl, hópefli, sjálfsstyrkingu, heilsutengda fræðslu, líkamsþjálfun og ýmsa aðra sérsniðna meðferð eða ráðgjöf. Þátttakendur eiga einnig kost á því að fara í starfsþjálfun hjá fyrirtækjum á Suðurnesjum og hefur það samstarf verið til fyrirmyndar. Eitt af lykilatriðum í endurhæfingunni er að hver þátttakandi hefur sinn ráðgjafa sem er tengiliður hans við aðrar stofnanir sem koma að hans málum. Þátttakandi mætir reglulega í viðtöl til ráðgjafa síns þar sem lagt er mat á stöðu hans, markmið og leiðir. Fjórir ráðgjafar eru starfandi við deildina, tveir þroskaþjálfar og tveir félagsráðgjafar. Þátttakendur Samvinnu koma frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og eru frá átján ára aldri.

Elsti þátttakandi sem hefur verið í Samvinnu var 64 ára gamall og má því segja að Samvinna henti öllum sem vilja komast út á vinnumarkaðinn á ný. Endurhæfing hjá Samvinnu er einstaklingsmiðuð en fer að miklu leyti fram í hópi. Tímalengd endurhæfingar er misjöfn og getur verið allt frá einum mánuði upp í 2-3 ár. Algengast er að endurhæfingin vari í 3-18 mánuði. Helsti tilvísunaraðili til Samvinnu er Virk starfsendurhæfingarsjóður en aðrar stofnanir geta einnig sent inn tilvísanir. Tilvísunareyðublöð má nálgast á heimasíðu MSS, mss.is og er tekið á móti tilvísunum allt árið.


Vor 2015 — 13

67% komin í skipulagða virkni

20% komin í nám

41% komin á vinnumarkað

Á vorönn 2015 er boðið er uppá sex leiðir: Grunnlína Er 12 vikna endurhæfingarleið sérsniðin til að mæta einstaklingum sem vegna andlegra, líkamlegra og/eða félagslegra eða annarra veikinda hafa verið frá vinnumarkaði og þurfa á lengri endurhæfingu að halda til að byggja sig upp fyrir áframhaldandi endurhæfingu, nám eða vinnu. Náms- og atvinnulína Endurhæfingarleið sem hentar þeim einstaklingum sem lokið hafa Leið 1 eða eru komnir vel af stað með að gera breytingar á lífstíl sínum eða daglegum venjum. Einstaklingar verða meðvitaðri um stöðu sína og ábyrgð gagnvart sjálfum sér í endurhæfingunni, auk þess sem áhugahvöt og vilji til vinnu er efldur. Þessi leið getur verið allt frá 3 til 12 mánuðum. Hreysti Er átta vikna endurhæfingarleið fyrir þá sem þurfa að byggja sig upp líkamlega og auka andlega vellíðan. Þungamiðja endurhæfingarinnar er hreyfing en einnig er lögð áhersla á heilsutengda fræðslu og núvitund. Leiðin hentar vel einstaklingum sem glíma við stoðkerfisvanda eða eru að jafna sig eftir slys og/eða veikindi. Einnig hentar úrræðið vel einstaklingum sem eru á bið eftir öðrum úrræðum og þurfa að byggja sig upp áður eða að loknum öðrum endurhæfingarúrræðum.

Af stað – Heilsu og lífsstílshópur Samvinnu Er 4 vikna endurhæfingarleið fyrir þá sem þurfa að gera breytingar á lífi sínu og efla andlega og líkamlega heilsu. Um er að ræða snemmbært inngrip sem hentar vel sem stök endurhæfingarleið, undanfari að lengri endurhæfingu eða sem stuðningur á biðtíma. Sérsniðin endurhæfing Er sniðin að þörfum hvers og eins og getur falið í sér; stuðning í námi eða starfi, viðtöl hjá sálfræðingi, viðtöl hjá fjármálaráðgjafa, fjölskylduráðgjöf, lesblindugreiningu, viðtöl og ráðgjöf sérfræðinga. Stökkpallurinn fyrir ungmenni Er 12 vikna endurhæfingarleið ætluð ungum einstaklingum á aldrinum 18-25 ára sem hafa dottið úr námi eða eru án atvinnu. Markmiðið er að auðvelda einstaklingum að takast á við starfstengd verkefni, efla sjálfstraust og stuðla að jákvæðu viðhorfi til lífsins. Frekari upplýsingar á mss.is


Ég fann í mér þann eldmóð að nú væri komið nóg, ég vildi snúa við blaðinu!

Eftir heilablóðfall árið 2005 og nærri tvö ár sem fóru í að ná heilsu hafði ég lokað mig af og sokkið í þunglyndi og félagsfælni. Ég talaði við fáa og hélt mig frá mannlegum samskiptum. Árið 2008 fór ég til vinnu á ný eftir langa fjarveru og var líðan mín í vinnunni slæm.

Ég hafði lítið sem ekkert sjálfstraust og hafði ekki trú á eigin getu. Fljótt fór ég að finna fyrir kvíða sem aftraði mér frá að mæta til vinnu. Í janúar 2009 hætti ég að vinna sökum samdráttar hjá fyrirtækinu en ég var að mörgu leyti feginn því ég hélt að kvíði minn og depurð væri vinnunni að kenna og nú myndi allt lagast á ný en svo var nú ekki og áður en langt um leið sökk ég enn dýpra og forðaðist allt sem kalla má eðlileg samskipti. Ég svaraði varla í síma og þá sérstaklega ef hringt var úr númeri sem ég kannaðist ekki við. Í desember 2012 flutti ég á Suðurnesin og strax í janúar fór ég á fund hjá Guðna hjá Virk þar sem hann stakk upp á að sækja um fyrir mig hjá Samvinnu. Þegar þarna var komið við sögu var ég grandalaus um hvað væri í vændum og hversu hratt hlutirnir ættu eftir að gerast. Ég fór í viðtal hjá Samvinnu, krotaði þar á blað og svaraði nokkrum krossum auk þess sem ég spjallaði við Maríu Rós ráðgjafa. Strax í febrúar er ég kominn inn og byrjaði ásamt öðrum, tíunda hópi Samvinnu. Ég man vel eftir fyrstu vikunni minni. Ég svaf varla fyrir kvíða með taugarnar þandar og hver klukkustund sem leið var eins og heil eilíf. Það kom fyrir að ég kastaði upp, titraði og skalf. Þegar vikurnar hjá Samvinnu byrjuðu að líða ein og ein varð ég fljótt meðvitaður um hversu slæm líðan mín var og hversu dapurt ástand mitt var og hafði verið undanfarin ár, eitthvað sem ég hafði ekki séð eða áttað mig á. Ég fann í mér þann eldmóð að nú væri komið nóg, ég vildi snúa við blaðinu! Ég var tilbúinn í breytingar og með þeirri frábæru hjálp og leiðsögn sem Samvinna veitti mér

fór sýn mín á mér sjálfum að breytast, öryggi mitt til að láta í mér heyra og hafa skoðun fór að koma í ljós og eftir leiðsögn um hugsanir og stjórnun þeirra fór ég smátt og smátt að taka yfir taumana sem kvíði og depurð höfðu áður haldið um. Einn liður í Atvinnulínu hjá Samvinnu var starfsþjálfun hjá fyrirtæki og þar sem ég hef lengst af starfað sem ófaglærður í rafvirkjun datt mér í hug að komast að hjá HS veitum en á síðustu stundu var breytt um áform og hóf ég starfsþjálfun í Akurskóla sem stuðningsfulltrúi í 4. bekk og sé ég ekki eftir þeirri ákvörðun. Eftir tveggja mánaða starfsþjálfun í Akurskóla var vera mín hjá Samvinnu á enda í desember 2013. Þennan sama mánuð bauðst mér starf á sama vinnustað og starfsþjálfunin fór fram og þar starfa ég í dag sem stuðningsfulltrúi hjá Akurskóla og einnig starfa ég við liðveislu hjá sveitarfélaginu Vogum. Ég sé fram á bjarta tíma og ætla mér að starfa áfram með börnum, hvort sem verður í grunn- eða leikskóla og hef ég einnig verið að athuga með námsleiðir sem tengjast starfi mínu. Tími minn hjá Samvinnu var ótrúlega góður og á ég Samvinnu margt að þakka. Fyrir mér er Samvinna nauðsynlegur og lærdómsríkur staður sem ég mun seint gleyma!! Takk fyrir mig og takk fyrir allan þann frábæra stuðning sem ég hef fengið frá ykkur í Samvinnu.

Sigurhans Bollason


Vor 2015 — 15

Fullorðinsfræðsla fatlaðra

iPad námskeið

List án landamæra

Námskeið fyrir einstaklinga með fötlun og starfsmenn í þjónustu við þá. Skoðuð verða ýmis „öpp“, bæði fyrir þroska og tjáningu.

Leiklistarnámskeið verður hjá okkur í tengslum við List án landamæra. Við komum til með að vinna í samstarfi við Reykjanesbæ og leikfélagið Bestu vinir í bænum. Tími: Hefst í febrúar Verð: 10.000 kr. Tölvunámskeið Farið verður í grunnkennslu í tölvunotkun einnig verður kennt á forrit eins og hljóðgervla og fleira. Kennt verður á þriðjudögum frá kl. 17:00 – 19:00. Leiðbeinandi: Helgi Biering Valdimarsson Tími: Hefst 20.01.2015 Verð: 10.000 kr.

Sönghópur Á vorönn verður haldið áfram með sönghópinn sem hefur verið mjög vinsæll hjá okkur. Anna Karen kemur til með stjórna hópnum. Fyrir alla sem hafa gaman af því að syngja. Kennt verður á fimmtudögum frá kl. 14:00 – 16:00. Leiðbeinandi: Anna Karen Friðriksdóttir Tími: Hefst 22.01 Verð: 10.000 kr. Skapandi starf Boðið verður uppá myndlistanámskeið í febrúar sem einnig verður í tengslum við List án landamæra. Þar verður boðið uppá ýmiskonar aðgerðir eins og málun á striga, pappírsgerð, og skapandi endurvinnslu.

Leiðbeinandi: Ýmsir Tími: Hefst í febrúar Verð 10.000 kr.


16 — Vor 2015

Tölvunámskeið

Tölvuforritun I

NÝTT

Farið verður í tölvuhögun, ýmis forritunarmál skoðuð og borin saman og forritunarumhverfi sett upp. Flott námskeið fyrir þá sem vilja kynna sér forritun og þá möguleika sem forritun hefur upp á að bjóða. Æskilegt er að þátttakendur mæti með sínar eigin fartölvur ( Windos / Mac / Linux ). Leiðbeinandi: Hafsteinn Hjartarson Tími: 03.02 til 19.02. Kl. 17:30 - 19:30 Verð: 27.000 kr. Tölvunámskeið fyrir 50+

Sterkari starfsmaður - Tölvur og samskipti

Flott byrjendanámskeið fyrir þá sem hafa litla sem enga kunnáttu á tölvur. Markmiðið er að gera þátttakendur færa um að vinna sjálfstætt í Windows umhverfinu ásamt því að geta notað Word ritvinnsluna. Þá verða kynntir helstu möguleikar sem Internetið býður upp á.

Námsleiðin Tölvur og samskipti gefur góðan grunn í tölvuog upplýsingatækni. Gott námskeið fyrir byrjendur í tölvu. Hér er farið í öll helstu tölvuforrit auk þess sem áhersla er lögð á sjálfstyrkingu, frumkvæði og eflingu í starfi og leik auk ýmissa annarra þátta.

ATH námskeiðið er eingöngu miðað við Windows stýrikerfið. Kennt er á mánu- og fimmtudögum.

Námið er 150 kennslustundir. Engin lokapróf eru tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati.

Leiðbeinandi: Helgi Biering Tími: 16.02 til 19.03. Kl. 16:00 - 18:00

Tími: Hefst 16.02. Verð: 29.000 kr.

Verð: 39.900 kr. Tölvunámskeið fyrir byrjendur

Gott námskeið fyrir þá sem eru með litla eða enga kunnáttu á tölvur. Markmiðið er að gera þátttakendur færa um að vinna sjálfstætt í Windows umhverfinu ásamt því að geta notað Word ritvinnsluna. Kennsla fer fram á mánu- og miðvikudögum. Leiðbeinandi: Helga María Finnbjörnsdóttir Tími: 23.02 til 25.03. Kl. 18:00 - 20:00 Verð: 39.900 kr.


Vor 2015 — 17

Minecraft fyrir 6-9 ára og 10-13 ára Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Farið verður í öll helstu atriði er tengjast leiknum og er námskeiðið fyrir byrjendur og lengra komna. Sjá nánar á heimasíðu MSS hvað þátttakandi þarf að vera búinn að gera áður en námskeiðið hefst. Leiðbeinandi: Sólveig Sif Guðmundsdóttir Tími: 15. og 16.06. Kl. 09:30 - 12:30 Verð: 12.900 kr. CodeAcademy tölvuforritun

NÝTT

Á námskeiðinu læra þátttakendur forritunarmál sem henta í ólíkum tilgangi. Farið verður í mismunandi stig þar sem lært verður hvernig forritunin virkar og hvað þarf til að geta byggt upp m.a. eigin heimasíðu.

Leiðbeinandi: Aðili frá Skema Tími: 10. og 11.06. Kl. 13:00 - 16:00 Verð: 12.500 kr. Kodu Game lab

NÝTT

Kodu Game lab er skemmtilegt forritunarumhverfi sem leyfir notendum að skapa sinn eigin tölvuleik með lítilli fyrirhöfn. Umhverfið byggir á sjónrænum skipunum og er einfalt í notkun.

Leiðbeinandi: Aðili frá Skema Tími: 10. og 11. 06. Kl. 09:30 - 12:30 Verð: 12.500 kr


18 — Vor 2015

Tómstundanámskeið

FEBRÚAR

Margnota taska úr plastpokum

NÝTT

Handmálun og spaði Ugluverk

Þátttakendur útbúa sterka margnota tösku úr plastpokum sem tilvalið er að nota í innkaupin eða undir handavinnudótið. Þátttakendur þurfa að hafa með sér alls konar plastpoka, jafnvel í ýmsum litum og með ýmsum vörumerkjum og taka með sér saumavél og tvinna.

Unnið verður með olíu og kol á striga og verður spaði notaður við gerð myndarinnar. Þátttakendur fá að spreyta sig við að mála uglumynd og fara með heim að loknu námskeiði eina stærð af mynd 40 x 50. Allt efni er innifalið í verði.

Leiðbeinandi: Magdalena Þórisdóttir Tími: 05.02. Kl. 17:30 - 22:00

Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir Tími: 24.02. Kl. 17:30 - 21:30 Verð: 12.900 kr.

Verð: 9.900 kr. Núvitund – Mindfulness

NÝTT

Skrautskrift fyrir byrjendur

Kenndar verða einfaldar og hagnýtar æfingar til að efla núvitund og vellíðan í daglegu lífi. Minnkum streitu og lærum að hafa athyglina í núinu og verðum betur meðvituð um það sem er að gerast hverju sinni.

Þátttakendur læra undirstöðuatriði skrautskriftar og að ná tökum á gotneska skrautskriftarletrinu. Innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk en þátttakendur verða að hafa með sér skrifblokk.

Leiðbeinandi: Eva Dögg Kristbjörnsdóttir Tími: 10. og 17.02. Kl. 19:00 - 21:00 Verð: 26.500 kr.

Leiðbeinandi: Jens Guðmundsson Tími: 26.02, 03. og 05.03. Kl. 17:30 - 21:30 Verð: 13.900 kr.

Skapandi skrif fyrir myndmiðla

NÝTT

Myndir yfir á efni „Rammalím“

NÝTT

Á námskeiðinu er sérstaklega farið í hugmyndamat á „góðri hugmynd“, líkt og með raunhæfnismat í viðskiptum og grenndarkynningu í náttúruvernd. Að meta hugmynd vandlega leggur grunninn að góðum árangri. Notast verður við videóblogg, heimildarmyndir og leikið efni í fyrirlestri og umræðum.

Þátttakendur læra tækni við að færa myndir úr blöðum og texta yfir á efni. Allt efni er innifalið í verði.

Leiðbeinandi: Einar Þór Gunnlaugsson Tími: 17. og 19.02. Kl. 16:30 - 20:30

Leiðbeinandi: Magdalena Þórisdóttir Tími: 19.02. Kl. 17:30 - 20:30 Verð: 21.000 kr.

Verð: 9.000 kr.


Vor 2015 — 19

Gefðu húsgagni nýtt líf

NÝTT

Þátttakendur koma með lítið húsgagn til að mála, breyta og bæta. Farið verður yfir húsgögn og málningaraðferðir, lökkun, kalkmálningu, hvernig hægt er að ná gamaldags útliti og fleira. Þátttakendur koma sjálfir með málningu, pensla, rúllur, bakka og annað sem viðkomandi vill koma með. Leiðbeinandi: Sara Dögg Gylfadóttir Tími: 02., 05. og 09.03. Kl. 17:30 - 20:30

MARS

Verð: 19.000 kr. Berlín, hin nýja miðja Evrópu

NÝTT

Viltu læra að gera Sushi?

Það sem einu sinni var sagt um Róm mætti nú segja um Berlín. Allar leiðir liggja til Berlínar. Á námskeiðinu verður fjallað um borgina eins og hún er í dag um leið og pólitísk og menningarleg saga hennar verður dregin fram á lifandi hátt.

Þátttakendur læra undirstöðuatriðin við gerð Sushi og útfæra það á veisluborð. Námskeiðið tekur eina kvöldstund og fá þátttakendur að taka afraksturinn með sér heim að námskeiðinu loknu. Allt hráefni innifalið.

Leiðbeinandi: Hjálmar Sveinsson Tími: 03.03. Kl. 16:30 - 18:30

Leiðbeinandi: Örn Garðarsson Tími: 12.03. Kl. 17:30 - 22:00 Verð: kr. 11.500

Verð: 3.900 kr. Saumanámskeið fyrir byrjendur

Framkoma og ræðumennska

Farið verður í grundvallaratriði í fatasaumi. Saumuð verður flík að eigin vali í samráði við leiðbeinanda. Þátttakendur koma með sínar eigin saumavélar og áhöld eins og tvinna, skæri, títuprjóna, blýanta, strokleður, reglustika, fataefni og glósubók.

Á þessu námskeiði öðlast þú reynslu og færni í að miðla þekkingu, hugmyndum og sjónarmiðum þínum á áhrifamikinn, skemmtilegan og trúverðugan hátt. Í fyrri hlutanum lærirðu að styrkja líkamstjáninguna og í seinni hlutanum lærirðu tækni við að flytja textann og fleira.

Leiðbeinandi: Hanna Vilhjálmsdóttir Tími: 5, 10. og 12.03. Kl. 18:00 - 20:30

Leiðbeinandi: María Ellingsen leikari, leikstjóri, höfundur og kennari. Tími: 17. og 24.03. Kl. 16:30 - 20:30 Verð: 21.000 kr.

NÝTT

Verð: 49.900 kr. NÝTT

Lærðu að smíða kona!

Hringur úr lambahorni

Þátttakendur fá leiðsögn í réttum vinnubrögðum við trésmíðavélar og handverkfæri fyrir trésmíði, samsetningu, samlímingu, pússningu og lökkun. Smíðaður verður eldhúskollur með loki þar sem hægt er að geyma ýmislegt. Kennsla fer fram á þriðju- og fimmtudögum í smíðastofu Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Allt innifalið í verði.

Þátttakendur fá að móta hring (hring á fingur) úr lambahornum og fá að stílisera hann eftir sínu eigin höfði. Til að flýta fyrir verður búið saga þá niður og þurrka áður en þátttakendur fara vinna í þeim. Allt efni er innifalið í verði.

Leiðbeinandi: Gunnar Valdimarsson húsasmíðameistari Tími: 05. til 24.03. Kl. 17:30 - 20:50 Verð: 55.000 kr.

Leiðbeinandi: Þorbjörg Óskarsdóttir (Tobba) Tími: 18.03. Kl. 17:30 - 20.30 Verð: 11.000 kr.


20 — Vor 2015

Tvöfalt prjón

Ræktun mat- og kryddjurta

Prjón þar sem réttan er beggja vegna. Sami litur er aðallitur á annarri hliðinni en munsturlitur á hinni og öfugt. Nauðsynlegt er að þátttakendur kunni að prjóna. Þátttakendur þurfa að hafa með sér hringprjón nr. 3 eða 3.5, 60 – 80 cm langan og garn sem hæfir því t.d. kambgarn tvo liti eða sambærilegt garn.

Flottur fyrirlestur þar sem rætt er um helstu einkenni lífrænnar ræktunnar, jarðveginn, áburðarefni og safnhauginn. Farið verður í skipulag og undirbúning matjurtabeðanna ásamt umfjöllun um grænmetistegundir og kryddjurtir. Sýnd verða handtökin við sáningu og dreifsetningu.

Leiðbeinandi: Magdalena Þórisdóttir Tími: 10. og 12.03. Kl. 17:30 - 20:30

Leiðbeinandi: Ásdís Pálsdóttir garðyrkjufræðingur Tími: 16.04. Kl. 18:00 til 21:00 Verð: 6.300 kr.

Verð: 11.500 kr. Bjór með Eymari

Lætur þú ljúga að þér?

Flott námskeið fyrir þá sem vilja kynnast leyndardómum bjórsins betur. Farið er yfir helstu ferli framleiðslunnar og hvað mismundandi aðgerðir hafa í för með sér fyrir bjórinn. Þátttakendur fá að smakka á nokkrum tegundum, ásamt því að para við ákveðin sýnishorn af mat.

Aðalviðfangsefni námskeiðsins er gagnrýnin hugsun: Hvað er gagnrýnin hugsun, hvaða kröfur gerir hún til þess sem vill ástunda hana, hvernig má beita henni og hvenær? Hvernig get ég nýtt gagnrýna hugsun til að bæta mínar eigin skoðanir?

Leiðbeinandi: Eymar Plédel Jónsson frá Vínskólanum Tími: 19.03. Kl. 20:00 - 22:00 Verð: 6.900 kr.

Leiðbeinandi: Þórgnýr Dýrfjörð Tími: 20., 21. og 22.04. Kl. 18:00 - 21:00

APRÍL

NÝTT

Verð: 19.000 kr. MAÍ

Saumanámskeið framhald

Viltu læra að gera Tapas?

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið saumanámskeiði fyrir byrjendur eða eru með góða undirstöðu. Saumuð verður flík í samráði við leiðbeinanda. Þátttakendur komi með sína eigin saumavél og áhöld eins og tvinna, skæri, títuprjóna, blýanta, strokleður, reglustiku, fataefni og glósubók.

Þátttakendur læra undirstöðuatriðin við gerð Tapas smárétta og útfæra þá á veisluborð. Námskeiðið tekur eina kvöldstund og fá þátttakendur að taka afraksturinn með sér heim að námskeiðinu loknu. Allt hráefni innifalið.

Leiðbeinandi: Hanna Vilhjálmsdóttir Tími: 9., 14. og 16.04. Kl. 18:00 - 20:30

Leiðbeinandi: Örn Garðarsson Tími: 12.05. Kl. 17:30 - 22:00 Verð: 21.000 kr.

Leyndardómar Koníaksins

NÝTT

Dominique Plédel Jónsson leiðir þátttakendur í gegnum leyndardóma Koníaksins og fræðir þá um uppruna þess ásamt því að fá að smakka á þessum eðalveigum. Leiðbeinandi: Dominique Plédel Jónsson Tími: 30.04. Kl. 20:00 til 22:00 Verð: kr. 5.900

NÝTT

Verð: 9.000 kr.


Vor 2015 — 21

Námskeið haldin af Þekkingarsetri Suðurnesja í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum vor 2015. Fornleifar og saga á Suðurnesjum

NÝTT

Námskeiðið felur í sér að farið verði yfir hvað fornleifar eru, hvernig fornleifar eru skráðar og hvaða minjar er að finna á svæðinu. Kynntar verða aðferðir og staðlar varðandi skráningu fornleifa á vettvangi. Til umfjöllunar verða einkum þættir er lúta að minjum, sögu og þjóðháttum, auk aðferða til miðlunar á menningararfinum fyrir almenning og ferðafólk. Lauslega verður farið yfir menningararfinn sem aðdráttarafl og nýtingu hans í ferðaþjónustu. Námskeiðið er tvíþætt, fyrirlestur og vettvangsferð. Fyrirlesturinn tekur 2 klukkustundir og vettvangsferðin u.þ.b. 3 klukkustundir. Leiðbeinandi: Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur Tími: 26.02. Kl. 19:30 - 21:00 og 28.02. Kl. 13:00 - 16:00 Verð: 2.000 kr. Almenn garðrækt

NÝTT

Roð sútun

NÝTT

Á námskeiðinu verður fjallað um tré-, runna- og blómarækt. Uppbyggingu og viðhald garða. Garðverkin vetur, sumar, vor og haust. Vilmundur Hansen, sem er höfundur bókanna Garðurinn allt árið og Árstíðirnar í garðinum, hefur starfað við garðyrkju um árabil auk þess sem hann hefur undanfarin ár haldið úti ókeypis garðyrkjuráðgjöf á Facebook sem kallast „Ræktaðu garðinn þinn - Ókeypis garðyrkjuráðgjöf“.

Á þessu þriggja daga námskeiði verða kenndar náttúrulegar aðferðir við sútun roðs, svo sem fitusútun og barkarsútun auk keytu og álún. Kennt verður að skafa og hreisturshreinsa roð með beinsköfu, (notkun keytu og álún,) prufum mismunandi sútunar aðferðir, spýttin og þurrkun roða​og hvernig á að elta roðið mjúkt. Þátttakendur fá með sér unnið roð heim og roð sem þarf að fullsúta að námskeiði loknu, ásamt leiðbeiningum um fullvinnslu þess.

Leiðbeinandi: Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur Tími: 25.03. Kl. 18:30 - 21:30

Leiðbeinandi: Lene Zachariassen Tími: 10.04. Kl. 18:00 - 20:00, 11. og 12.04. Kl. 09:00 - 15:00 Verð: 3.000 kr.

Verð: kr. 37.000


22 — Vor 2015

Námsframboð í Grindavík Menntastoðir

NÝTT

Kennsla í Menntastoðum mun hefjast í Grindavík haustið 2015. Umsóknarfrestur er til 1. júní.

Íslenska 2

Tölvur og samskipti – Sterkari starfsmaður

Framhaldshópur í íslensku með pólskum kennara. Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. Námskeiðið er 60 kennslustundir.

Námið er ætlað einstaklingum sem vilja styrkja sig á sviði tölvutækninnar og efla sig í starfi almennt. Kennt er eftir námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er námið 150 kennslustundir, þar af um tveir þriðju hlutar tölvunám en einnig er farið í sjálfsstyrkingu, námstækni o.fl. Kennt tvö kvöld í viku 18:00 til 21:30 í 15 vikur.

Tími: Hefst 12. janúar

Tími: Hefst 3. febrúar Verð: 29.000 kr.

Verð: 38.000 kr. Íslenska 2

Núvitund - Mindfulness

Framhalds hópur í íslensku með íslenskum kennara. Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun. Jafnframt er farið í málfræði. Námskeiðið er 60 kennslustundir.

Núvitund í daglegu lífi - aukin lífsgæði? Á námskeiðinu verða kenndar einfaldar og hagnýtar æfingar til að efla núvitund og vellíðan í daglegu lífi. Við lærum hvernig við getum minnkað streitu í lífi okkar og hvernig við getum haft athyglina á því sem er að gerast hverju sinni. Við verðum betur meðvituð um áhrif tilfinninga og huga á daglegt líf. Lögð verður áhersla á að læra að draga úr sjálfstýringu hugans og læra að njóta betur augnabliksins hverju sinni.

Tími: Hefst 12. janúar Verð: 38.000 kr. Yesmin – Framandi og freistandi matargerð Skemmtilegt matreiðslunámskeið þar sem Yesmine kennir galdurinn við að reiða fram bragðgóða indverska- og arabíska rétti. Farið verður yfir helstu kryddin og notkun þeirra, ásamt grunnmatreiðsluaðferðum. Yesmine fer einnig yfir hvernig hægt er að einfalda uppskriftir og gera þær jafnvel hollari án þess að það bitni á bragðinu. Á námskeiðinu taka allir þátt í eldamennskunni og endar kvöldið með mikilli veislu. Námskeiðið byggir á uppskriftum úr verðlaunabókum og sjónvarpsþáttum Yesmine og tekur um fjórar og hálfa klukkustund. Tími: XX. og XX. mars/apríl kl. XX:XX til XX:XX Verð: XX.XXX kr.

Rannsóknir sýna að núvitund eykur lífsgæði, hamingju og gleði í lífi okkar. Auk þess sem það stuðlar að aukinni hugarró og sátt við lífið. Getur bætt minni okkar og dregið úr verkjum og líkamlegri vanlíðan. Nútímamaðurinn er oft undir miklu álagi og streitu í sínu daglega lífi og því er nauðsynlegt að staldra við og læra að njóta betur þess sem lífið hefur upp á að bjóða en það getum við gert með hjálp núvitundar. Leiðbeinandi: Eva Dögg. Kristbjörnsdóttir, B.A. í sálfræði og M.S. í fjármálum. Tími: 03. og 10. mars kl. 19:00 til 21:00 Verð: 26.500 kr.


Menntastoðir á vorönn 2015

Viltu taka fyrsta skrefið að háskólanámi? Menntastoðir er undirbúningsnám t.d. fyrir: • Háskólabrú Keilis • Frumgreinadeildir við Bifröst og HR. • Einingar metnar inní nám í framhaldsskóla Í boði bæði staðnám og fjarnám. Umsóknir og frekari upplýsingar mss.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.