Page 1

2013

Hvað er þetta með Suðurnesin? Greining á þörf fyrir starfsmenntun atvinnulífs á Suðu rnesjum Ávinningur af réttri menntun í samræmi við þróun atvinnutækifæra felst í aukinni atvinnusköpun og hagvexti á svæðinu. Langtíma markmið samfélagsins ætti að vera að tryggja atvinnu við hæfi sem flestra, þannig að tækifæri til menntunar haldist í hendur við þróun atvinnu, svo að hver einstaklingur geti og vilji takast á hendur nám sem tryggir honum atvinnu, þar sem hann fær notið sín og um leið skapað þjóðfélagslegan vöxt sem tryggir velferð.


Hvað er þetta með Suðurnesin? Samantekt Ávinningur af réttri menntun í samræmi við þróun atvinnutækifæra felst í aukinni atvinnusköpun og hagvexti á svæðinu. Fengsæl fiskimið, gnótt landrýmis, gott aðgengi að náttúruauðlindum og nálægðin við alþjóðaflugvöll hafa verið mikilvægir þættir í efnahagslífi Suðurnesja og munu verða það áfram um langa framtíð. Í fyrirsjáanlegri framtíð er helst horft til greina eins og flugs, heilbrigðisþjónustu, orkuvinnslu, sjávarútvegs, stóriðju, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu sem tækifæri í atvinnusköpun á Suðurnesjum. Hætta er á að ákveðinn skortur á hæfu starfsfólki verði á Suðurnesjum þ.e. að fari öll þessi atvinnufyrirtæki af stað verði skortur á menntuðu starfsfólki til að vinna þau sérhæfðu störf sem þörf er á. Þeirri þörf verður því aðeins fullnægt að nýir starfsmenn hafi menntun við hæfi, endurmenntun og þjálfun þeirra sem fyrir eru eða með innflutningi á menntuðu vinnuafli. Í þessari skýrslu er gerð tilraun til að svara eftirfarandi spurningunum: 1. Hver er starfsmenntun þeirra sem eru í atvinnuleit? Í mynd 2. er gerð grein fyrir menntun atvinnuleitenda á Suðurnesjum og hún borin saman við atvinnuleitendur á landinu öllu. 2. Hvernig fara þarfir atvinnuleitenda og atvinnulífs saman? Hvaða úrbóta er þörf? Atvinnutækifæri framtíðar og námstækifæri þeirra sem koma til með að starfa við þau? Í kaflanum „Hvað er málið með Suðurnesin?“ er umfjöllun um tækifæri og þarfir atvinnulífs í náinni framtíð. Spurningakönnun, sem í grunninn var með sömu spurningum en aðlöguðum hverjum hópi, var send á þrjá ólíka hópa. Samanburður á svörum hópanna birtist í myndum 11 til 29. Þar koma í ljós mismunandi viðhorf þessara hópa til færni og hæfni hjá framtíðarstarfsmanni eða framtíðarstarfi stjórnenda og atvinnurekenda, atvinnuleitenda og nemenda níunda og tíunda bekkjar. 3. Hver er þekkingarþörf atvinnulífs á Suðurnesjum á næstu árum? 4. Hvaða breytingar á námsþörf vinnuafls eru fyrirsjáanlegar og hvaða breytingar eru líklegar? Í kaflanum Spá um fjölda starfa 2013 -2016 er fjallað um nýútkomna skýrslu Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja þar sem reynt er að spá fyrir um fjölgun starfa næstu fjögurra ára, hve mörg störf viðkomandi atvinnutækifæri skapa og hvaða menntun og þekkingu þörf er á að þeir starfsmenn búi yfir til að inna þau af hendi á sem hagkvæmastan hátt. Helstu aðgerðir stjórnvalda, bæjarstjórna, menntastofnana og þeirra sem koma að félagsmálum á Suðurnesjum á einhvern hátt, ættu að vera til skamms tíma að undirbúa sameiginlega samhent átak í að virkja þann fjölda fólks sem er óvirkur á vinnumarkaði, slá á þá vanvirkni sem einkennir fjölda manns. Þetta er hlutverk samfélagsins alls. Langtímamarkmið samfélagsins ætti að vera að tryggja atvinnu við hæfi sem flestra, það er að tækifæri til menntunar haldist í hendur við þróun atvinnu, þannig að hver einstaklingur geti og vilji takast á hendur nám sem tryggir honum atvinnu, þar sem hann getur notið sín, og um leiðskapað þjóðfélagslegan vöxt sem tryggir velferð.

1


Hvað er þetta með Suðurnesin? Inngangur Á haustmánuðum 2012 auglýsti Mennta- og menningarmálaráðuneyti eftir styrkumsóknum til að greina þörf fyrir starfsmenntun. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sótti um styrk til að komast að þekkingarþörf atvinnulífs á Suðurnesjum til næstu 10 ára, greina núverandi menntun þeirra sem eru á vinnumarkaði eftir námsgráðum og athuga hvert námsframboð er á Suðurnesjum. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) fékk úthlutaðan styrk til athugunarinnar. Að leita að draumastarfinu er erfitt verkefni sem flesta langar til að vinna að. Að landa áhugaverðu starfi sem hentar áhuga og hæfileikum hvers og eins er verðug þraut. Hvort áhugasvið einstaklinga og fyrirtækja fara saman, er í raun spurning sem fræðsluyfirvöld þurfa að svara með stefnumótun, greiningum og áhugasviðskönnunum og framtíðarrannsóknum. Höfundur þessarar skýrslu lítur svo á að hún sé aðeins brot af sama svarinu. Reynt er að bregða ljósi á hvaða störf verða til á Reykjanesskaga í framtíðinni og skoðað hvort menntunarúrræði séu til staðar og hvort áform þeirra nemenda sem nú eru í grunnskóla fari saman við áform atvinnulífs og menntastofnanna. Fjallað er fræðilega um misræmi milli hæfni starfsmanna og eftirspurnar hjá atvinnurekendum. Spurningakönnun. Send var út spurningakönnun til þriggja afmarkaðra hópa. Spurningakönnunin var í grunninn sú sama en spurningar lagaðar að hverjum hópi. Nokkrar skýrslur hafa komið út á síðustu árum um atvinnulíf og menntun á Suðurnesjum, þeirra er getið og nokkrar eru nýttar til að bregða skýrara ljósi á efni skýrslunnar.

Reykjanesbæ júní 2014 Kristinn Þór Jakobsson Cand.oecon, MS Stjórnun og stefnumótun Verkefnastjóri Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kj@mss.is

2


Hvað er þetta með Suðurnesin? Efnisyfirlit Samantekt .................................................................................................................................. 1 Inngangur ................................................................................................................................... 2 Efnisyfirlit.................................................................................................................................... 3 Myndayfirlit ................................................................................................................................ 4 Töfluyfirlit ................................................................................................................................... 5 Hæfni, þörf og eftirspurn ........................................................................................................... 6 Ofmenntun eða vanmenntun............................................................................................. 6 Ósamræmi á vinnumarkaði .................................................................................................... 7 Hvað er málið með Suðurnesin? ................................................................................................ 9 Raunfærnimat ...................................................................................................................... 13 Atvinnulífið og þarfir þess .................................................................................................... 14 Nám og skipulag þess ........................................................................................................... 15 Námsþróun og nýjar námsleiðir ........................................................................................... 16 Spurningakönnun ..................................................................................................................... 17 Spurningar um mikilvægi...................................................................................................... 23 Tækifærin eru hér..................................................................................................................... 33 Keflavíkurflugvöllur .............................................................................................................. 33 Farþegaflug, vetrarferðamennska. ................................................................................... 34 Ásbrú .................................................................................................................................... 35 Frumkvöðlasetur .............................................................................................................. 35 Heilsuklasi ......................................................................................................................... 35 Kvikmyndaver ................................................................................................................... 36 Orkuklasi - Auðlindagarður............................................................................................... 37 Jarðvangur ............................................................................................................................ 37 Ásbrú Norður ........................................................................................................................ 37 Helguvík ................................................................................................................................ 38 Álver ................................................................................................................................. 38

3


Hvað er þetta með Suðurnesin? Kísilver .............................................................................................................................. 38 Bláa lónið .............................................................................................................................. 39 Sjávarklasinn - Matvælaklasi ................................................................................................ 39 Fjölbreytt tækifæri fjölbreytt störf. ...................................................................................... 40 Framhaldsnám á Suðurnesjum................................................................................................. 41 Fjölbrautaskóli Suðurnesja ................................................................................................... 41 Fisktækniskóli Íslands ........................................................................................................... 41 Keilir ...................................................................................................................................... 42 Háskólabrú........................................................................................................................ 42 Íþróttaakademía ............................................................................................................... 42 Tæknifræði ....................................................................................................................... 42 Flugakademían ................................................................................................................. 42 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.................................................................................. 43 Námsleiðir og smiðjur ...................................................................................................... 43 Spá um fjölda starfa 2013-2016 ............................................................................................... 45 Niðurstöður .............................................................................................................................. 47 Heimildaskrá ............................................................................................................................. 49

Myndayfirlit Mynd 1. Atvinnuleysi á Suðurnesjum frá feb. 2000 til mars 2013. ............................................ 9 Mynd 2. Menntun fólks í atvinnuleit á Suðurnesjum borið saman við landið allt. ................. 10 Mynd 3. Kynjahlutfall svarhópanna ......................................................................................... 18 Mynd 4. Nemendur : í hvaða grein telur þú mestar líkur á að þú starfi í framtíðinni?............ 18 Mynd 5. Atvinnuleitendur: í hvaða atvinnugrein myndir þú helst vilja starfa í framtíðinni? .. 19 Mynd 6. Ætlar þú í framhaldsnám eftir grunnskóla? Allir nemendur. ..................................... 20 Mynd 7. Ætlar þú í framhaldsnám eftir grunnskóla? Hvaða? .................................................. 20 Mynd 8. Atvinnuleitendur: hvaða námi hefur þú lokið? ........................................................ 21 Mynd 9. Hvar telur þú mestar líkur á að þú mundir stunda þína framtíðarvinnu? ................. 21 Mynd 10. Hvar telur þú mestar líkur á að þú munir stunda þína framtíðarvinnu? ................. 22

4


Hvað er þetta með Suðurnesin? Mynd 11.Hversu mikið telur þú að lestur skipti máli? ............................................................ 23 Mynd 12.Hversu mikið telur þú að ritun skipti máli? ............................................................... 23 Mynd 13. Hversu mikilvæga telur þú stærðfræði? .................................................................. 24 Mynd 14. Hversu mikilvægan telur þú hæfileikann til að leysa vandamál? ............................ 24 Mynd 15. Hversu mikilvægt telur þú að geta talað erlend tungumál? .................................... 25 Mynd 16. Hversu mikið telur þú að handlagni skipti máli?...................................................... 25 Mynd 17. Hversu mikið telur þú það skipta máli að geta flutt ræður eða kynningar? ............ 26 Mynd 18. Hversu mikilvæga telur þú getuna til að vinna í hópi eða teymi? ........................... 26 Mynd 19. Hversu mikilvæga telur þú getuna að sannfæra eða hafa áhrif á aðra? ................. 27 Mynd 20. Hversu mikilvægt telur þú að læra á nýja hluti? ...................................................... 27 Mynd 21. Hversu mikið telur þú það að aðlagast nýjum tækjum eða efnum skipti máli ? ..... 28 Mynd 22. Hversu mikilvægan telur þú að hæfileikann til að leiðbeina eða kenna? ................ 28 Mynd 23. Hversu mikilvægt telur þú að draga úr notkun hráefna, orku eða vatns ? .............. 29 Mynd 24. Hversu mikilvægt telur þú að takmarka; mengun, umhverfisspjöll eða tap á líffræðilegum fjölbreytileika? ................................................................................................... 29 Mynd 25. Hversu mikilvægt telur þú að fylgjast með og nota reglur og staðla um umhverfisvernd í framtíðarstarfi? ............................................................................................ 30 Mynd 26. Hversu mikilvægt telur þú að ráða eigin verkefnum, vinnuaðferðum og vinnuhraða?.............................................................................................................................. 30 Mynd 27. Hversu mikilvægt telur þú að geta sett sér eigin markmið og skipulagt úrræði? ... 31 Mynd 28. Hversu mikilvæga telur þú getu til að vinna líkamlega erfið verkefni? ................... 31 Mynd 29. Hversu mikilvæga telur þú færni í tölvu og upplýsingatækni? ................................ 32 Mynd 30. Fraktflutningar í þúsundum tonna gegnum Keflavíkurflugvöll 2003 til 2012 .......... 33 Mynd 31. Fjöldi farþega gegnum Keflavíkurflugvöll frá jan. 2009 til maí 2013. ...................... 34

Töfluyfirlit Tafla 1. Hæsta menntunarstig. Kadeco, 2009) ......................................................................... 11 Tafla 2. Fjöldi nemenda á Suðurnesjum sem ætla í bók- eða verknám ................................... 12 Tafla 3. Fjöldi níunda- og tíundabekkjar nemenda sem ætla sér í framhaldsnám. ................ 12 Tafla 4. Kynjaskipting á brautum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorönn 2013 .......................... 41 Tafla 5. Fjölgun starfa 2013-2016............................................................................................. 46 Tafla 6. Fjölgun vinnuafls 2013 til 2016 og Tafla 7. Fjölgun starfa 2013 til 2016 .................... 46 Tafla 8. Spáð hlutfall atvinnuleysis 2013 - 2016 ....................................................................... 46

5


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hæfni, þörf og eftirspurn Greining á samhenginu milli þarfa og spurnar eftir hæfni vinnuafls, er mikilvæg til þess að minnka óhagkvæmni á vinnumarkaði. Þegar þessar línur eru skrifaðar býr íslenskur vinnumarkaður við mikið langtíma atvinnuleysi í sögulegu samhengi, og þá sérstaklega á Suðurnesjum. Í kjölfar brottfarar bandaríska hersins haustið 2006 og efnahagshrunsins haustið 2008 hefur atvinnuástand á Suðurnesjum verið lakara en annarsstaðar á landinu. Í raun má rekja uppruna langtíma atvinnuleysis allt til upphafs tíunda áratugar síðustu aldar þegar stór hluti fiskveiðikvótans var seldur af svæðinu. Í mars 2013 voru íbúar 16-69 ára á Suðurnesjum 14.610 (VMST 2013) áætlað vinnuafl var 11.513 og atvinnulausir 949 eða 8,2%. Á landinu öllu var atvinnuleysi á sama tíma 5,1%. Engar íslenskar rannsóknir eru til um misræmi milli hæfni starfsmanna og þarfa atvinnulífs en margar fróðlegar rannsóknir og greinar hafa verið ritaðar um efnið. Misræmi milli hæfni starfsmanna og þarfa vinnumarkaðarins eykst líklega með endurskipulagningu og nýsköpun, sem í kjölfarið veldur tímabundinni aukningu atvinnuleysis og ofmenntun (e. overeducation) vinnuafls og einnig skorti á færni. Það er því afar brýnt að fylgjast með og spá í framtíðarþróun vinnumarkaðar þegar kemur að ákvörðun um framboð menntunar. Hinsvegar hafa fyrirtæki einnig lykilhlutverki að gegna, að tryggja í gegnum vinnustað endur- og símenntun starfsmanna sinna til að auka við hæfni þeirra og tryggja stöðugt áframhald starfsemi sinnar. Niðurskurður í opinberum fjárframlögum til atvinnumála og menntastofnana, kallar á aukið samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og skilning á sameiginlegri ábyrgð, til að mæta markmiðum sem sett eru í stefnumótun fyrir Ísland 20/20. Ofmenntun eða vanmenntun Nokkrir rannsakendur fullyrða að ofmenntun gæti leitt til þess að fyrirtæki hafni atvinnuumsækjenda vegna neikvæðra áhrifa á starfsánægju, fjarvista og starfsmannaveltu (Frank, 1984). Þrátt fyrir það sýna tölulegar niðurstöður að ráðningar ofmenntaðra starfsmanna sé vísvitandi stefna fyrirtækja, sem virðist ráðgáta. (Hartog, 2000) (Borghans & de Grip, 2000). Vinnuveitandi mun ráða ofmenntað eða ofhæft (e. overskilled) starfsfólk, ef hann telur að

6


Hvað er þetta með Suðurnesin? aukaframleiðni þess vegi meira en hærri laun sem þarf til að laða það að (miðað við aðra starfsmenn í sambærilegum störfum), auk aukinnar áhættu á að það hætti í starfi. Á sama hátt mun hann ráða vanmenntað starfsfólk ef lægri laun þess réttlæta lægri framleiðni eða ef starfsmennirnir bæta það upp með meðfæddum hæfileikum eða færni og meiri hollustu við fyrirtækið. Dupuy and de Grip (2002) töldu að ofmenntun tengdist ráðningastefnu stórra fyrirtækja. Með því að ráða yfirmenntaða starfsmenn þegar framboð hámenntaðra einstaklinga er meira en eftirspurn eftir þeim, auka stórfyrirtæki tækifæri sín til að ráða hámenntaða fyrir minnamenntaða miðað við þegar skortur er á þeim fyrrnefndu. Ennfremur hafa verið færð rök fyrir að slík tryggingarstefna sé nauðsynleg til að ýta undir tæknibreytingar sem byggðar eru á hæfileikum (Acemoglu, 2002). Nokkrir rannsakendur hafa svipaða nálgun til að réttlæta starfsráðningu fyrirtækja á yfirmenntuðum starfsmönnum. Vísbendingar eru um að þótt ofmenntaðir starfsmenn vinni í starfi sem krefst minni menntunar en þeir búa yfir (vegna framleiðnitakmarkana, sem verður vegna skorts á verksviti og hæfileikum eða á ákveðnum einkennum fyrirtækja eða stofnana) er samt sem áður ákveðinn ávinningur af aukinni menntun (Rumberger, 1987). Á sama hátt er svigrúm fyrir endurmenntun vanmenntaðra þegar slaki myndast á framleiðni þeirra miðað við samstarfsmenn. Hinsvegar hafa aðrir rannsakendur lagt áherslu á hið gagnstæða og neikvæð áhrif hæfnimisræmis á velferð einstaklinga og viðhorf starfsmanna. Því hefur verið haldið fram að ofhæfir starfsmenn upplifi yfirleitt minni starfsánægju, fleiri heilsufarsvandamál og hærri tíðni undanskota og fjarvista en samstarfsmenn með hæfilega menntun og hæfni (Battu, 1999). Þá fundu þeir einnig oft merki þess hjá yfirmenntuðum starfsmönnum að þeir væru hreyfanlegri og meiri starfsmannavelta væri innan þeirra raða. Væntanlega er það vegna óánægju og löngunar í starf sem hentaði formlegri menntun þeirra. Að því gefnu að ofanrituð ástæða sé rétt er rökrétt að álykta að ofmenntun eða ofhæfni sé líklega skaðleg fyrirtækjum.

Ósamræmi á vinnumarkaði Fyrirtæki eru aðeins fær um að ná mögulegri framleiðni og uppfylla rekstarmarkmið sín ef þau ráða til síns fólk með rétta hæfni og hegðun sem passar við vinnumenningu þess fyrirtækis. Því hefur verið haldið fram að áhrif óvandaðra ráðninga geti verið umtalsverð, en það

7


Hvað er þetta með Suðurnesin? gæti kostað vinnuveitanda allt frá 30-200% af launum starfsmanns að ráða annan í staðinn fyrir hann (International, 2011). Þarna er ekki aðeins talinn sá kostnaður sem felst í minni framleiðni heldur og þörfin fyrir þjálfun, kostnaður vegna ráðninga, starfslokagreiðslna og trygginga, heldur einnig langtíma afleiðingar eins og óánægja annarra starfsmanna, sködduð viðskiptavild ásamt truflun á kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Þess vegna getur hugsanleg yfirsjón í ráðningu haft áhrif á trúverðugleika, fjárhagslega hagkvæmni, þjónustu við viðskiptavini og heildar framtíð viðskiptanna. Vegna leitarkostnaðar og tvíhliða ósamræmis upplýsinga á vinnumarkaði, er þörf á að einstaklingar sýni hæfni sína og leikni. Einnig er þörf á að vinnuveitendur nýti sér ólíkar aðferðir til að skima hæfa umsækjendur (Jovanovic, 1979). Fyrirtæki eru líkleg til, vegna ófullkominna upplýsinga, að standa frammi fyrir óhagstæðu úrvali atvinnuumsækjenda (s.s. einstaklingar gætu sótt um starf sem krefst meiri þekkingar og hæfni en þeir búa yfir og þannig lækkað meðalhæfni þeirra sem sækja um). Óhagkvæm nýting mannafla getur orðið áberandi og orsakað ósamræmi sem kemur niður á bæði atvinnuveitendum og starfsmönnum. Nokkrir þættir geta haft áhrif á ófullnægjandi samsvörun milli atvinnuleitanda og atvinnuveitanda (Oyer & Schaefer, 2011). Mestu áhrif hefur skortur á hæfni og tækniþekkingu. Til dæmis er áberandi hve tölvukunnátta og læsi eru mikilvæg við framkvæmd verkefna sem tengjast upplýsinga- og samskiptatækni. Skortur á starfsfólki með tölvuþekkingu getur þess vegna leitt til misræmis í tæknigeiranum. Í nútíma þekkingarhagkerfi er sveigjanleiki og viðbrögð starfs- og langskólamenntastofnana mikilvæg vegna þessa sambands hæfni einstaklinga og þarfa vinnumarkaðar. Vinnumarkaðurinn á Íslandi og í Evrópu er um þessar mundir að fara í gegnum miklar breytingar. Tilfærsla innan efnahagskerfisins til meiri þjónustu og þekkingar er að breyta uppbyggingu eftirspurnar vinnumarkaða, einkum vegna þarfar fyrirtækniþekkingu. Eftir því sem þjóðin eldist verður að nýta vinnuaflið á skilvirkari hátt. Samdráttur í efnahagslífi þjóðarinnar mun draga úr opinberri fjárfestingu og þar með talin fjárframlög til menntamála. Við höfum ekki efni á að sóa hæfileikum vinnuaflsins með atvinnuleysi. Við þurfum að tryggja skilvirka nýtingu fjárfestinga í menntun. Ef stjórnvöld sjá fyrir framboð og spurn eftir hæfni starfsmanna á vinnumarkaði er hægt að komast að langtímaleitni og þar með styðja við ákvarðanatöku sem bætt getur skilvirkni og ráðstöfun fjármagns til menntunar.

8


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hvað er málið með Suðurnesin? Í mars 2013 var hlutfall atvinnuleysis langhæst á Suðurnesjum eða 8,2% en 5,1% á landsvísu. Þróun atvinnuleysis síðustu 13 ár má lesa í mynd 1. 67,9% þeirra sem eru í atvinnuleit á Suðurnesjum eru einungis með grunnskólapróf, 14,6% með iðn- eða framhaldskólapróf og 6,9% með háskólagráðu. Á landsvísu eru þessi hlutföll: Grunnskólapróf 46.9%, 22% framhaldsskólapróf og 18,2% með háskólagráðu (VMST 2013). Á Suðurnesjum skila 90% einstaklinga með grunnskólapróf sér í framhaldsskóla á meðan landsmeðaltalið er 97%. Hlutfall örorkulífeyrisþega er hátt á Suðurnesjum. Í aldurshópnum 16–66 ára á Suðurnesjum eru 8,8% einstaklinga á örorkulífeyri. Á landinu öllu er hlutfallið 6,9%. Hlutfall barna á Suðurnesjum sem eiga foreldra á atvinnuleysisskrá er 21,8% en yfir landið mælist hlutfallið 14%. (Velferðarvaktin, 2011).

Atvinnuleysi á Suðurnesjum (feb.'00 -mars '13) 18,0% 16,0% 14,0% 12,0% 10,0% Hlutfall 8,0% 6,0% 4,0% 2,0% 0,0%

Tími Mynd 1. Atvinnuleysi á Suðurnesjum frá feb. 2000 til mars 2013.

Heimild VMST 2013

Athygli vekur að nokkuð árviss sveifla er í myndinni. Þar sést að atvinnuleysið eykst ávallt á ákveðnum tíma ársins sem skýrist að miklu leyti í sveiflum í starfsmannafjölda þeirra fyrirtækja sem starfa á Keflavíkurflugvelli og ferðaþjónustu á Reykjanesi.

9


Hvað er þetta með Suðurnesin?

Menntun fólks í atvinnleit Suðurnes 80,0% 60,0% 40,0% 20,0%

Landið allt

67,9% 46,9% 18,2% 12,5% 11,5%12,9% 6,3%9,4% 8,3% 6,0%

0,0% Grunnskóli Framhald ýmisk.

Iðnnám

Stúdent

Háskóla

Mynd 2. Menntun í atvinnuleitsést á Suðurnesjum saman landið Menntun fólksfólks í atvinnuleit vel þegarborið rýnt er í við mynd 1.allt. Heimild VMST 2013

Í áfangaskýrslu samstarfshóps á Suðurnesjum frá júní 2011 kemur fram að 13% þeirra sem farið hafa í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara séu af Suðurnesjum en þar búa 6,6% landsmanna. Árið 2010 voru 8,6% allra gjaldþrota fyrirtækja á landinu á Suðurnesjum. 25% af eignum Íbúðalánasjóðs eru á Suðurnesjum. Álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna hefur aukist verulega og fleiri fá fjárhagsaðstoð til lengri tíma (Velferðarvaktin, 2011). Samfélagið á Suðurnesjum er að því leyti frábrugðið öðrum samfélögum á landinu að íbúar þar bjuggu í áratugi í nágrenni við samfélag bandarískra varnarliðsmanna og fjölskyldna þeirra. Varnarliðið var mjög stór vinnustaður og auðvelt var að komast þar í gott og vel launað starf án mikillar menntunar (Lára Kristín Sturludóttir, 2012). Í skýrslu Hagfræðistofnunar um áhrif Keflavíkurflugvallar og Ásbrúar á atvinnuástand á Suðurnesjum er fullyrt að ætla megi að 15-25% af atvinnu og framleiðslu á Suðurnesjum megi rekja til flugvallarins (Dr. Sigurður Jóhannesson, 2010). Hagvöxtur á Suðurnesjum var heldur undir landsmeðaltali á fyrstu árum aldarinnar en glæddist heldur á árunum 2006 til 2008. Árið 2007 var raunvöxtur hinsvegar rúm 20% sem er mun meira en á landinu öllu að meðaltali. Skólasókn hefur lengi verið minni á Suðurnesjum en annars staðar á landsbyggðinni. Ein skýring sem til greina kemur er að þessu fólki hefur staðið til boða vel launuð vinna hjá hernum, þar sem ekki hefur verið krafist mikillar menntunar (Dr. Sigurður Jóhannesson, 2010).

10


Hvað er þetta með Suðurnesin? Þegar atvinnuskipting á Suðurnesjum er borin saman við skiptingu í öðrum landshlutum eru einkum tvær atvinnugreinar sem standa upp úr þar, samgöngur og verslunarrekstur. Árið 2005 var hlutur þessara tveggja greina í vinnuafli um 8-9% meiri en annars staðar á landsbyggðinni. Þrem árum síðar var hlutur þessara tveggja greina í samanlögðum launagreiðslum allra atvinnuvega 12% meiri en annars staðar utan höfuðborgarsvæðisins. Í nýlegri atvinnumálakönnun MMR fyrir Reykjanesbæ kom í ljós að 63,4% aðspurðra íbúa Reykjanesbæjar starfa í Reykjanesbæ, 16,7% á Keflavíkurflugvelli, 6,2 % annars staðar á Reykjanesskaganum og 12,5% á höfuðborgarsvæðinu. Ekki eru hinsvegar til tölur um hve margir íbúar höfuðborgarsvæðisins sækja vinnu til Suðurnesja. Árið 2009 höfðu 34% Íslendinga ekki lokið neinu prófi eftir grunnskóla, samkvæmt skýrslu OECD, sem þýðir að 66% höfðu lokið einhvers konar framhaldsmenntun. Sé horft til þeirra niðurstaðna virðist menntunarstig á Suðurnesjum vera aðeins undir landsmeðaltali. Staðan er þó ekki jafn góð þegar kemur að háskólamenntuðum. Landsmeðaltal háskólamenntaðra er 33% en á Suðurnesjum er hlutfall háskólamenntaðra 17,7% (Hanna María Kristjánsdóttir, 2012). Heldur hefur ræst úr því samkvæmt nýjum tölu frá OECD er í dag 29% eingöngu með grunnskólapróf og 71% ungs fólks hélt áfram námi eftir grunnskóla. Í könnun MMR voru þátttakendur spurðir um hvaða menntun viðkomandi hefur. Svörin voru; 40,3% með grunnskólapróf, 5,5% starfsnám, 15,0% bóklegt framhaldsnám, 15,1% verklegt framhaldsnám, 3,3% próf úr sérskólum á eða við háskólastig og 20,9% háskólanám. Capacent Gallup framkvæmdi símakönnun árið 2009 fyrir Kadeco þar sem þátttakendur voru spurðir um hæsta menntunarstig sem þeir hefðu lokið. Niðurstöðurnar eru í töflu 1. Tafla 1. Hæsta menntunarstig. Kadeco, 2009)

Hlutfall Ekki lokið grunnskólaprófi

2,8%

Grunnskólapróf

40,4%

Stúdentspróf eða starfsnám

30,9%

Viðbótarnám eftir framhaldsskóla

7,9%

Háskólapróf

17,7%

Önnur menntun (t.d. lögregluskólinn) 0,4%

11


Hvað er þetta með Suðurnesin? Alls hafa 56,9% þátttakenda framhaldsskólamenntun eða meira. Af þeim sem hafa lokið grunnskólaprófi eru 7,7% sem hafa lokið eins til þriggja ára menntun úr framhaldsskóla en ekki útskrifast sem stúdent eða úr starfsnámi. Það mætti því telja þann hóp með þeim sem lokið hafa einhverri framhaldsmenntun að loknum grunnskóla og yrði hlutfallið þá 64,6%. Í samantektarskýrslu um eflingu menntunar 2012 kemur eftirfarandi í ljós: Grunnskólanemendur voru spurðir hvað væri líklegt að myndi gerast að loknu núverandi námi. Tafla 2. Fjöldi nemenda á Suðurnesjum sem ætla í bók- eða verknám

Suðurnes Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Fer í bóknám í framhaldsskóla

61,2%

73,2%

60,0%

Fer í verknám í framhaldsskóla 34,5%

24,2%

35,6%

Fer að vinna

2,7%

4,5%

4,3%

(Hanna María Kristjánsdóttir, 2012) Þegar nemendur voru spurðir um líkurnar á að þeir færu í háskólanám sögðu 4,6% á Suðurnesjum mjög ólíklegt, 3,6% á höfuðborgarsvæðinu og 5,1% á landsbyggðinni. Stelpur eru almennt líklegri en strákar til að fara í háskólanám Í spurningakönnun sem MSS gerði í feb/mars 2013 á viðhorfum nemenda níunda og tíunda bekkjar á starfssvæði skólaskrifstofu Reykjanesbæjar voru þeir inntir eftir hvort þeir ætluðu í framhaldsnám eftir grunnskóla. Niðurstöður þeirrar spurningar má lesa í töflu 3. Tafla 3. Fjöldi níunda- og tíundabekkjar nemenda sem ætla sér í framhaldsnám.

26,2% Iðnnám 70,1% Stúdentspróf 38,0% Háskólapróf Ætla ekki í framhaldsnám 1,5% *Athugið að svara mátti fleiri en einum möguleika. Athyglisvert er að 70% nemenda ætla í stúdentspróf en tæpleg 40% í háskóla. Hér kemur mögulega í ljós sá samfélagslegi þrýstingur á nemendur að fara fremur í bóklegt nám en í starfsnám. Gangi þessi ásetningur nemenda eftir má ljóst vera að menntunarstig á Suðurnesjum hækkar, þ.e. fleiri fara í framhaldsnám. Í samantekt Fjölbrautaskóla Suðurnesja um ástæður brottfalls nemenda úr Fjölbrautaskólanum árið 2012-13 kemur í ljós að aðalástæður þess að nemendur hætta eru að þeir

12


Hvað er þetta með Suðurnesin? hyggjast fara í vinnu eða kenna andlegum veikindum eða félagslegum aðstæðum um. Í samtali við Kristján Ásmundsson, skólameistara FS, taldi hann hinsvegar meginástæðuna vera áherslu samfélagsins á bóklegt nám frekar en verk- eða starfsnám og að ekki henti öllum að fara í bóknám til stúdentsprófs. Fjölbrautaskólinn væri með starfsnámsbrautir sem væru minna sóttar vegna umræðunnar og áherslu á bóklegt nám í samfélaginu. Stjórnendur fyrirtækja eru almennt mjög jákvæðir fyrir samstarfi og þeir sem hafa verið í samstarfi við menntastofnanir telja að auka eigi þróun á sérhæfðu námi fyrir fyrirtæki sem yrði einingabært í framhaldsskólakerfinu að einhverju leyti. Slíkt mun leiða til aukinna námsmöguleika starfsmanna innan íslenska menntakerfisins (Hanna María Kristjánsdóttir, 2012). Samstarfið er hinsvegar ekki nægilegt. Nauðsynlegt er að atvinnurekendur vinni með framhaldskólunum og auglýsi og ráði í störf sem krefjast ákveðinnar starfsmenntunar til að spurn myndist eftir þeirri menntun.

Námsráðgjöf og starfsráðgjöf til nemenda á öllum skólastigum er mjög mikilvæg svo nemendur átti sig snemma á starfsmöguleikum sínum.

Raunfærnimat Raunfærnimat getur hækkað formlegt þekkingarstig samfélagsins. Flest ríki í Evrópu gera miklar kröfur til raunfærni íbúa sinna. Það er samfélaginu öllu til góðs ef íbúarnir eru meðvitaðir um raunfærni sína og finna hjá sér þörf til að þroska og bæta við hana. Með því að viðurkenna raunfærni er verið að hvetja fólk til áframhaldandi uppbyggingar. Þannig er komið í veg fyrir að þeir sem hafa verið lengi á vinnumarkaði þurfi að fara á byrjunarreit í námi og endurtaka nám sem þeir hafa þegar náð tökum á með reynslu sinni. Raunfærni er sú færni og þekking sem einstaklingur hefur í raun. Hann hefur náð færninni með ýmsum hætti til dæmis starfsreynslu, starfsnámi, frístundum, námi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Þetta getur verið bæði formlegt nám sem fer fram innan skólakerfisins og óformlegt nám sem fer fram utan skólakerfisins. Raunfærnimat er mat á þeirri færni sem viðkomandi hefur og er

13


Hvað er þetta með Suðurnesin? mikil hvatning til náms fyrir einstaklinga á vinnumarkaði og gefur þeim tækifæri á að ljúka námi sínu. Raunfærnimat er unnið í samstarfi Símenntunarstöðva, framhaldskóla og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Inntökuskilyrði í raunfærnimat er 25 ára lífaldur og 60 mánaða starf í faginu. Í raun væri það hagur allra að einstaklingar geti nýtt færni sína og hæfileika og þróast á sínum forsendum. Nauðsynlegt er fyrir yfirvöld að greina hindranir, skilgreina hvata og lausnir sem miða að því að flestir finni viðeigandi úrræði sem lið í starfsþróun sinni. Raunfærnimat er nytsamlegt tæki til að ýta undir frekari styrkingu þessa hóps. Gagnsemi raunfærnimats er tvíþætt fyrir einstaklinginn. Annars vegar gæti það þýtt styttingu á námi komi í ljós að viðkomandi búi yfir raunfærni sambærilegri eða jafngildri þeirri sem fæst með náminu. Sé svo má stytta námið sem sparar námsmanni tíma og kostnað.

Raunfærnimat getur hækkað formlegt þekkingarstig samfélagsins og stuðlað að framgangi í starfi. Yfirlit yfir raunfærni getur styrkt stöðu einstaklingsins og gefur vinnuveitanda betri mynd af færni hans og hæfni sem gæti leitt til nýrra viðfangsefna og aukinnar ábyrgðar sem grundvallast á raunverulegri færni.

Atvinnulífið og þarfir þess Eftirfarandi kafli er tekin úr samantektarskýrslu um eflingu menntunar á Suðurnesjum. Sú skýrsla, sem er yfirgripsmikil og ítarleg, fjallar um menntun og menntunarúrræði og gerir merkilegar tillögur að úrbótum í menntunarmálum á Suðurnesjum. Hana má finna á vef mennta og menningarmálaráðuneytis http://www.menntamalaraduneyti.is/nyrit/nr/7375

14


Hvað er þetta með Suðurnesin?

Nám og skipulag þess Fram kom í viðtölum við iðnaðarmenn og forsvarsmenn iðnfyrirtækja, að viðhorf þeirra til náms og faglegrar menntunar er í alla staði mjög jákvætt. Telja þeir nám á Íslandi almennt mjög gott en þurfi þó að endurskoða það að teknu tilliti til þarfa atvinnulífsins og nemandans, til dæmis í bíliðngreinum, pípulögnum og málaraiðn. Nám iðnaðarmanna hefur þurft að endurskoða í nokkurn tíma að mati viðmælenda og þá sérstaklega núna eins og staðan er í atvinnuhorfum iðnaðarmanna og þeim erfiðleikum að komast á námssamninga í kjölfar efnahagskreppunnar. Þetta á við í mörgum og ólíkum iðngreinum eins og húsasmíði, pípulagningum, snyrtifræði og hárgreiðslu sem dæmi og stafar bæði af færri verkefnum en eins þeirri staðreynd að í sumum greinum eru fáir meistarar. Þá hefur það ferli að taka nema á samning orðið þyngra í vöfum fyrir meistara á síðustu árum og dregur það mögulega úr áhuga þeirra á því. Nær allir leggja mikið upp úr því að vera með fagmenntaða aðila starfandi í fyrirtækjum sínum, en þrátt fyrir það eru flest öll fyrirtækin með ófaglærða einstaklinga innandyra sem ganga í störf iðnaðarmanna. Svipaðar skýringar voru gefnar hjá flestum viðmælendum hvað þetta varðar, að í slíkum tilvikum sé um að ræða einstaklinga sem eru mjög færir á sínu sviði og hafa ekki, af einhverjum ástæðum, sótt sér tilskilið nám eða réttindi, í sumum tilvíkum vegna neikvæðrar upplifunar á námi í æsku eða vegna námsörðugleika. Í múrverki er mikið um ófaglærða starfsmenn, mögulega vegna þess að lítill áhugi virðist vera á námi í múrverki. Viðmælendur sögðust óttast að skortur verði á menntun og faglegri þekkingu í faginu hér á landi á komandi árum og nauðsynlegt sé að grípa inn í þá þróun. Sömu sögu er að segja um málaraiðn sem að sögn viðmælanda er lítil aðsókn í. Fáir meistarar eru starfandi á Suðurnesjum og margir starfa sem málarar þar án þess að hafa tilskilin réttindi til þess. Nokkuð áberandi munur er á stöðu fagmenntunar eftir greinum og vakti það athygli verkefnisstjóra hve viðhorf rafvirkja til menntunar og endurmenntunar starfsmanna voru jákvæð miðað við aðrar stéttir iðnaðarmanna og hve hlutfallslega fáir voru ófaglærðir starfandi í störfum rafvirkja miðað við aðrar stéttir iðnaðarmanna. Viðmælendur eru flestir þeirrar skoðunar að framhaldsskólar á Suðurnesjum eigi að bjóða upp á aukna möguleika í iðn- og verknámi, til dæmis bíliðngreinar, blikksmíði og fleiri málmiðngreinar, málaraiðn og múrverk. Það þurfi að fjárfesta í því að hefja hér aukið og betra iðn- og verknám, nútímavæða námið og tengja það meira með beinum hætti við atvinnulífið en þekkist í dag og virkja beint samstarf atvinnulífs og skóla. Nýta ætti iðnnám sem sóknarfæri í samfélagslegri uppbyggingu, því á svæðinu er mikil þekking og reynsla, húsakostur góður og tækifærið til uppbyggingar er núna. Að auki munu aðrir en Suðurnesjamenn koma hingað til náms vegna skorts á plássum í öðrum skólum og í því er sóknarfæri að mati þeirra iðnaðarmanna sem rætt var við.

15


Hvað er þetta með Suðurnesin?

Námsþróun og nýjar námsleiðir Fram kom í viðtölum við iðnaðarmenn að þeir telja flestir að það þurfi að vinna að frekari þróun iðnnáms hér á landi, sérstaklega í ljósi breyttra þjóðfélagslegra aðstæðna og því sé breytinga þörf. Þeir voru nær allir sammála um að mikilvægt sé að auka samstarf fyrirtækja og menntastofnana á þessu sviði. Auka þarf sem dæmi samstarf fyrirtækja og menntastofnana fyrr á námstíma nemandans með beinni hætti en hefur verið gert til þessa, til dæmis með verksamningum á milli aðila. Þannig færi verklegi þáttur námsins fyrr frá skóla og í auknu mæli út í fyrirtækin. Þetta gæti til dæmis haft í för með sér sparnað í tækjakaupum fyrir skóla að mati viðmælenda. Nefndar voru nokkrar hugmyndir í þessu sambandi eins og að skoða dönsku leiðina þar sem nemendur eru til skiptis í námi og á verksamningi hjá fyrirtæki, þrjá mánuði í senn á hvorum stað. Viðmælendur voru jafnframt mjög hrifnir af virku skráningarbóka kerfi þar sem haldin er vinnustaðahandbók yfir þá verkþætti sem iðnneminn skal vera þjálfaður í. Með þessum hætti er hugsanlega hægt að breyta núverandi námssamningakerfi, skólinn heldur þá utan um samning nemandans og nemandinn getur sótt sér verkþjálfun hjá hverju því fyrirtæki sem skólinn sendir hann í. Þá er tekið tillit til þarfa nemandans og verkefnisstöðu fyrirtækisins. Þá er pólska aðferðin í námi í múrverki talin vænleg til árangurs af viðmælendum en þá sækja nemendur í múrverki nám í skóla en vinna samhliða hjá múrarafyrirtæki ákveðinn fjölda daga í viku. Því er fylgt eftir að nemendur læri þá verkþætti fagsins sem þeir eiga að framkvæma hverju sinni í starfi og skóla.

(Hanna María Kristjánsdóttir, 2012)

Þróun styttri námsleiða til ákveðinna réttinda innan fagsins sem leiði til ákveðinnar iðnmenntunar sé eitthvað sem þeir telja ekki vera vænlega leið til árangurs. Rökstuddu þeir skoðun sína þannig að hver iðngrein er lögverndað fag og því er ekki um slíkt að ræða í neinni mynd að búa til hálfa iðnaðarmenn eða álíka að þeirra mati. Kom þó fram að námsleiðir hafa verið brotnar upp með ágætum árangri, til dæmis í snyrtigreinum þar sem boðið er upp á styttri námsleiðir, og að í vélvirkjun er hægt að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum á námstímanum. Mögulega væri hægt að setja upp stutt námskeið í öryggisþætti ólíkra iðngreina í samvinnu við menntastofnanir.

16


Hvað er þetta með Suðurnesin? Spurningakönnun Til að komast að misræmi eða samræmi milli vinnumarkaðar og þeirra sem munu starfa á honum, var spurningakönnun gerð með alls 26 spurningum og lögð fyrir þrjá hópa. a) Atvinnurekendur og stjórnendur fyrirtækja á Suðurnesjum. Haft var samband við forstöðumenn Samtaka atvinnurekenda SAR, Meistarafélags byggingarmanna og Ferðamálasamtaka Suðurnesja og léðu þeir tölvupóstföng félagsmanna sinna sem spurningakönnunin var send á. b) Atvinnuleitendur á Suðurnesjum á skrá hjá Vinnumálastofnun og Starfs ehf. c) Nemendur níunda og tíunda bekkjar grunnskóla á starfssvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar en það nær yfir sveitarfélögin Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ og Sveitarfélagið Garð. Spurningar voru settar inn í vefgáttina Surveymonkey.com þar sem þátttakendur svöruðu hver fyrir sig. Í grunninn er um sömu spurningar að ræða en þær voru aðeins lagaðar að hverjum hópi fyrir sig. Könnunin var opin frá 4. til 20. mars 2013. Svör allra hópanna eru borin saman í myndum (súluritum) hér að neðan. Alls var 380 atvinnurekendum og stjórnendum sendur tölvupóstur beint úr gáttinni. Svör bárust frá 98, svarhlutfall var því ekki nema ríflega 25%. Hlutfallið er lágt, þrátt fyrir að þrisvar sinnum hafi verið send ítrekun um þátttöku. Vinnumálastofnun og Starf ehf. sendu út 518 tölvupósta til fólks í atvinnuleit þar sem þeim var boðið að taka þátt í spurningakönnunni. Könnunin var opin frá 21. febrúar til 7. mars. 2013. Alls bárust 218 svör frá atvinnuleitendum. Svarhlutfall var rúmlega 41% Spurningakönnun fyrir nemendur var lögð fyrir í tölvutímum í 5 skólum, tveir skólar kusu að taka ekki þátt. Níundu og tíundubekkingar grunnskólanna á starfsvæði fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar voru beðnir um að svara 26 spurningum um framtíð sína og meta ýmis hugtök. Alls barst 271 svar frá nemendum. Svarhlutfall grunnskólanna sem tóku þátt var yfir 90%. Við kunnum fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, skólastjórum, kennurum, nemendum, forstöðumönnum stofnana og samtakanna; SAR, Meistarafélag byggingarmanna Suðurnesjum og Ferðamálasamtaka Suðurnesja, og öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir hjálpina.

17


Hvað er þetta með Suðurnesin? Atvinnurek. og stjórnendur

Atvinnuleitendur Kona

Kona

25,5%

Karl

42,2%

74,5%

Nemendur

Karl

57,8%

Kona Karl

52,4%

47,6%

Mynd 3. Kynjahlutfall svarhópanna

Nemendur voru spurðir í hvaða grein þeir teldu líklegast að starfa við í framtíðinni. Flestir strákanna töldu líklegast að það yrði í rafmagns-, vatns- eða olíu/gas og verkfræði og annarri framleiðslu. Stúlkurnar töldu mestar líkur á að þær færu í heilbrigðis- og félagsmál og ýmsa þjónustu. 1% karla vill vinna í skóla sem gefur til kynna að drengir líta ekki á skóla sem heillandi starfsumhverfi. Nmendur: Í hvaða grein telur þú mestar líkur á að þú starfir í framtíðinni? Konur

Karlar

35%

6%

30% 25%

13%

20% 8%

15% 10% 5% 0%

11%

13% 1% 4% 2% 1%

1% 4% 1%

6% 13% 4% 2%

12% 5% 4%

6% 2%

9% 10%

Mynd 4. Nemendur : í hvaða grein telur þú mestar líkur á að þú starfi í framtíðinni?

18

29%

4% 15%

6% 2%

1% 5%


Hvað er þetta með Suðurnesin? Atvinnuleitendur: Í hvaða atvinnugrein myndir þú helst vilja starfa í framtíðinni? Kona 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0%

Karl

24% 3%

12%

1% 2%

8% 2% 8% 0% 0% 1% 1% 2%

4% 2%

10%

9% 1% 4% 1% 1%

5% 10%

23% 15%

10%

3%

21%

10% 10%

Mynd 5. Atvinnuleitendur: í hvaða atvinnugrein myndir þú helst vilja starfa í framtíðinni?

Þegar atvinnuleitendur voru inntir eftir því í hvaða atvinnugrein þeir myndu helst vilja starfa í framtíðinni er athyglisvert að margir þeirra eða 36% karla, myndi vilja starfa í ferðaþjónustu eða við ýmsa þjónustu en hlutfall kvenna er 38% sem áhuga hefur á þessum greinum. Við samanburð á hlutföllum þeirra sem hyggjast vinna við þjónustutengdar greinar þ.e. viðskipta-, ferða- opinbera- eða ýmsa þjónustu eftir kyni. 34% stráka og 36% stúlkna telja mestar líkur á að þau starfi í áður nefndum greinum en hlutföll atvinnuleitenda eru hins vegar 51% karla og 58% kvenna. Í samantektarskýrslu um eflingu menntunar á Suðurnesjum kom ljós að grunnskólanemendur á Suðurnesjum eru bjartsýnni en annarstaðar á landinu hvað varðar atvinnuhorfur þrátt fyrir ástandið í dag.

19


Hvað er þetta með Suðurnesin? Ætlar þú í framhaldsnám eftir grunnskóla? Hvaða? Iðnnám

Stúdentspróf

Háskólapróf

Ætla ekki í framhaldsnám

70,1%

80,0% 60,0%

38,0% 26,2%

40,0%

1,5%

20,0% 0,0% Mynd 6. Ætlar þú í framhaldsnám eftir grunnskóla? Allir nemendur.

Athugið svarmöguleikar voru fleiri en einn. Ætlar þú í framhaldsnám eftir grunnskóla? Hvaða? Akurskóla 60,0% 50,0% 40,0% 30,0% 20,0% 10,0% 0,0%

Njarðvíkurskóla

Holtaskóla

Myllubakkaskóla

Gerðaskóla

Iðnnám

Stúdentspróf

Háskólapróf

Akurskóla

28,8%

43,9%

25,8%

Ætlar ekki í framhaldsnám 1,5%

Njarðvíkurskóla

10,0%

58,9%

31,1%

0,0%

Holtaskóla

18,1%

58,3%

23,6%

0,0%

Myllubakkaskóla

20,8%

44,6%

31,7%

3,0%

Gerðaskóla

23,7%

55,3%

21,1%

0,0%

Mynd 7. Ætlar þú í framhaldsnám eftir grunnskóla? Hvaða?

Aðspurð um hvort, og þá hvaða framhaldsnámi, eftir grunnskóla væri stefnt að þá er nokkuð misjafnt milli skóla hver áherslan er. Nemendur Akurskóla eru t.a.m. líklegastir til að fara í iðnnám en nemendur Njarðvíkurskóla ólíklegastir. Hlutfall nemenda sem ætlar sér í stúdentspróf er misjafnt milli skóla. Til dæmis ætla um 43% úr Akurskóla í stúdentspróf en tæplega 60% úr Njarðvíkur- og Holtaskóla. 20-30% nemenda stefna að háskólaprófi. 3% nemenda í Myllubakkaskóla og 1,5% í Akurskóla hyggjast hinsvegar ekki setjast í framhaldskóla. Fróðlegt væri að kanna nánar ástæður þess.

20


Hvað er þetta með Suðurnesin? Atvinnuleitendur: Hvaða námi hefur þú lokið? Grunnskóla

Iðnnám / starfsmám

Stúdentspróf

Háskólagráða

66,5% 70,0% 60,0% 50,0% 28,0%

40,0%

17,0%

30,0%

11,5%

20,0% 10,0% 0,0%

Mynd 8. Atvinnuleitendur: hvaða námi hefur þú lokið?

Í könnun MSS voru atvinnuleitendur inntir eftir menntun sinni. 66.5% þeirra sem svöruðu eru aðeins með grunnskólapróf. Þegar nemendur voru inntir eftir því hvar þeir teldu mestu líkurnar á að stunda framtíðarvinnu sína voru flestir eða 36,5% á því að mestar líkur væru á því að þeir störfuðu erlendis.

Nemendur: Hvar telur þú mestar líkur á að þú munir stunda þína framtíðar vinnu? Á Suðurnesjum

Á höfuðborgarsvæðinu

36,5% 6,3%

Úti á landi

24,0%

33,2%

Mynd 9. Hvar telur þú mestar líkur á að þú mundir stunda þína framtíðarvinnu?

21

Erlendis


Hvað er þetta með Suðurnesin?

Atvinnuleitendur voru spurðir hvar þeir teldu mestar líkur á að þeir stunduðu vinnu. 52,3% sögðu Suðurnes, 26,1% höfuðborgarsvæði og 15% erlendis. Atvinnuleitendur: Hvar telur þú mestar líkur á að þú munir stunda þína framtíðar vinnu?

Á Suðurnesjum

52,3%

Á höfuðborgarsvæðinu

15,1%

Úti á landi 6,4%

Erlendis

26,1%

Mynd 10. Hvar telur þú mestar líkur á að þú munir stunda þína framtíðarvinnu?

22


Hvað er þetta með Suðurnesin? Spurningar um mikilvægi Hér á eftir koma 19 spurningar þar sem hóparnir voru spurðir um mikilvægi ákveðinna þátta í framtíðarstarfi eða hjá framtíðarstarfsmanni. Svör hópanna eru borin saman í gröfunum. Hversu mikið telur þú að lestur skipti máli? Atvinnurekendur og stjórnendur 60,0% 50,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

53,3% 43,5% 37,5%

40,0%

41,3% 34,8% 32,2%

30,0%

20,8% 17,4%

20,0%

6,4% 3,4% 0,0%

5,4%

10,0%

3,0% 0,0%1,0%

0,0% Mjög mikið

Mikið

Hvorki mikið né lítið

Lítið

Mjög lítið

Mynd 11.Hversu mikið telur þú að lestur skipti máli?

Hversu mikið telur þú að ritun skipti máli? Atvinnurekendur og stjórnendur 44,6% 45,0% 40,0%

36,7%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

42,4% 40,9% 38,6%

35,0% 30,0% 25,0%

25,4%

23,5%

19,3%

20,0% 12,0%

15,0%

6,4% 3,9% 1,1%

10,0% 5,0%

3,8% 1,4% 0,0%

0,0% Mjög mikið

Mikið

Hvorki mikið né lítið

Mynd 12.Hversu mikið telur þú að ritun skipti máli?

23

Lítið

Mjög lítið


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvæga telur þú stærðfræði? Atvinnurekendur og stjórnendur

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

52,2% 50,0% 36,7%

40,0% 30,0%

33,8%

33,7% 31,4%

23,9%

22,8% 21,7%

18,9%

20,0% 8,2%8,0%

10,0%

0,0%

4,8% 1,1% 2,7%

0,0% Mjög mikilvæga

Mikilvæga

Hvorki mikilvæga né lítilvæga

Lítilvæga

Mjög lítilvæga

Mynd 13. Hversu mikilvæga telur þú stærðfræði?

Hversu mikilvægan telur þú hæfileikann til að leysa vandamál? Atvinnurekendur og stjórnendur 80,0% 70,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

76,1% 58,5%

60,0% 50,0%

43,6% 37,9% 35,7%

40,0%

23,9%

30,0%

16,7%

20,0%

4,3% 0,0%

10,0%

0,0%1,4%1,5%

0,0%0,0%0,4%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Mynd 14. Hversu mikilvægan telur þú hæfileikann til að leysa vandamál?

24

Lítilvægt

Mjög lítilvægt


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvægt telur þú að geta talað erlend tungumál? Atvinnurekendur og stjórnendur 50,0% 45,0% 40,0%

45,7%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

48,9% 40,2% 37,7% 34,8%

38,6%

35,0% 30,0% 25,0%

19,3%

20,0%

14,1% 14,0%

15,0% 10,0%

3,9%2,3% 0,0%

5,0%

0,0%0,5%0,0%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 15. Hversu mikilvægt telur þú að geta talað erlend tungumál?

98% nemenda þeirra sem telja líklegt að þeir starfi erlendis telja mjög mikilvægt eða mikilvægt að geta talað erlend tungumál. Hversu mikið telur þú að handlagni skipti máli? Atvinnurekendur og stjórnendur

30,0%

Nemendur

38,2%

40,0% 35,0%

Fólk í atvinnuleit

32,2%

31,5% 30,7%

32,6%

28,0% 26,1%

25,4% 24,2%

25,0% 20,0% 15,0% 8,2% 5,4% 6,1%

10,0% 5,0%

5,7% 4,3% 1,4%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Mynd 16. Hversu mikið telur þú að handlagni skipti máli?

25

Lítilvægt

Mjög lítilvægt


Hvað er þetta með Suðurnesin?

Hversu mikið telur þú það skipta máli að geta flutt ræður eða kynningar? Atvinnurekendur og stjórnendur 45,0% 40,0% 35,0% 30,0% 25,0% 20,0% 15,0% 10,0% 5,0% 0,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

41,3% 31% 25% 19,3% 17,4%

Mjög mikilvægt

25,1%

31,9% 27,2% 27% 15,5% 10,9% 12%

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

8,2% 6% 3,3%

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 17. Hversu mikið telur þú það skipta máli að geta flutt ræður eða kynningar?

Hversu mikilvæga telur þú getuna til að vinna í hóp eða teymi? Atvinnurekendur og stjórnendur 60,0% 50,0% 40,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

53,3% 41,5% 36,4%

44,6% 42,4% 41,5%

30,0% 15,9% 13,0%

20,0% 10,0%

1,1%

4,2% 1,1%2,4%

0,0%1,4%1,1%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Mynd 18. Hversu mikilvæga telur þú getuna til að vinna í hópi eða teymi?

26

Lítilvægt

Mjög lítilvægt


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvæga telur þú getuna að sannfæra eða hafa áhrif á aðra? Atvinnurekendur og stjórnendur

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

48,9% 50,0% 45,0% 40,0% 35,0%

36,7% 32,6% 33,7%

42,8% 39,1%

30,0% 25,0%

19,8% 17,4% 18,9%

20,0% 15,0% 10,0%

3,4% 1,1%2,4%

5,0%

1,9% 0,0% 1,1%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 19. Hversu mikilvæga telur þú getuna að sannfæra eða hafa áhrif á aðra?

Hversu mikilvægt telur þú að læra á nýja hluti? Atvinnurekendur og stjórnendur 60,0% 50,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

59,8% 55,6% 42,4%

45,1% 43,0% 39,1%

40,0% 30,0% 20,0%

10,6%

10,0%

1,1%1,0%

0,0%0,5%1,9%

0,0%0,0%0,0%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Mynd 20. Hversu mikilvægt telur þú að læra á nýja hluti?

27

Lítilvægt

Mjög lítilvægt


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvægt telur þú að aðlagast nýjum tækjum eða efnum skipti máli ? Atvinnurekendur og stjórnendur 50,0% 45,0% 40,0%

47,8% 44,6%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

47,8% 42,0%

38,3%

36,7%

35,0% 30,0% 25,0%

18,9%

20,0% 15,0%

6,5%7,7%

10,0%

1,1%2,4%2,7%

5,0%

3,4% 0,0%0,0%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 21. Hversu mikið telur þú það að aðlagast nýjum tækjum eða efnum skipti máli ?

Hversu mikið telur þú að hæfileikinn til að leiðbeina eða kenna? Atvinnurekendur og stjórnendur

50,0%

30,0%

Nemendur

57,6%

60,0%

40,0%

Fólk í atvinnuleit

43,5% 40,9% 33,3% 28,3% 23,5%

27,7% 19,3% 14,1%

20,0%

6,4% 2,9% 0,0%

10,0%

0,0%1,0%1,5%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mynd 22. Hversu mikilvægan telur þú að hæfileikann til að leiðbeina eða kenna?

28

Mjög lítilvægt


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvægt telur þú að draga úr notkun hráefna, orku eða vatns ? Atvinnurekendur og stjórnendur 60,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

52,7%

50,0% 38,0%

40,0% 30,0% 20,0%

35,6%

31,5% 20,7%

23,5% 18,8%

15,2% 10,1% 4,3%

10,6% 8,7%

10,0%

15,2% 9,7% 5,4%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 23. Hversu mikilvægt telur þú að draga úr notkun hráefna, orku eða vatns ?

Hversu mikilvægt telur þú að takmarka; mengun, umhverfisspspjöll eða tap á líffræðilegum fjölbreytileika? Atvinnurekendur og stjórnendur 40,0% 35,0%

30,4%

30,0%

15,0%

Nemendur

39,4% 35,3% 30,4%

23,1%

25,0% 20,0%

32,9% 31,5%

Fólk í atvinnuleit

16,9% 13,3%

14,4% 7,2%

10,0%

9,8% 7,7% 5,4%

2,2%

5,0% 0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 24. Hversu mikilvægt telur þú að takmarka; mengun, umhverfisspjöll eða tap á líffræðilegum fjölbreytileika?

29


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvægt telur þú að fylgjast með og nota reglur og staðla um umhverfisvernd í framtíðarstarfi? Atvinnurekendur og stjórnendur 45,0% 40,0% 35,0% 30,0% 25,0% 20,0% 15,0% 10,0% 5,0% 0,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

43,5% 37,7% 31,1%

28,0% 23,9% 23,9%

27,2% 28,0% 25,1%

10,2% 5,3% 1,1% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

6,8% 4,3%3,9%

Mjög lítilvægt

Mynd 25. Hversu mikilvægt telur þú að fylgjast með og nota reglur og staðla um umhverfisvernd í framtíðarstarfi?

Hversu mikilvægt telur þú að ráða eigin verkefnum, vinnuaðferðum og vinnuhraða? Atvinnurekendur og stjórnendur Fólk í atvinnuleit Nemendur

64,1%

70,0% 60,0%

51,7% 44,7%

50,0% 40,0% 30,0%

35,6% 28,5% 25,0% 17,4% 14,8%

20,0%

8,7%

10,0%

1,1%2,4%3,8%

1,1%0,0%1,1%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mynd 26. Hversu mikilvægt telur þú að ráða eigin verkefnum, vinnuaðferðum og vinnuhraða?

30

Mjög lítilvægt


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvægt telur þú að geta sett sér eigin markmið og skipulagt úrræði? Atvinnurekendur og stjórnendur Fólk í atvinnuleit Nemendur

60,0% 50,0% 40,0%

45,7% 43,6%

51,7% 50,0% 39,8%

36,2%

30,0% 20,0%

11,7% 9,2% 3,3%

10,0%

3,8% 1,1%1,9%

0,0%1,0%1,1%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 27. Hversu mikilvægt telur þú að geta sett sér eigin markmið og skipulagt úrræði?

Hversu mikilvæga telur þú getu til að vinna líkamlega erfið verkefni? Atvinnurekendur og stjórnendur

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

48,9% 50,0% 45,0%

38,6%

40,0% 35,0%

29,2%

30,0% 25,0% 20,0% 15,0%

30,9%

33,3%

22,8%

20,1%

17,9%

12,1% 9,8% 7,2%

10,9%

10,0%

7,6% 5,8%4,9%

5,0% 0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mynd 28. Hversu mikilvæga telur þú getu til að vinna líkamlega erfið verkefni?

31

Mjög lítilvægt


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hversu mikilvæga telur þú færni í tölvu og upplýsingatækni? Atvinnurekendur og stjórnendur 60,0% 50,0% 40,0%

Fólk í atvinnuleit

Nemendur

51,1% 46,4% 42,4% 34,8% 33,7%

33,7%

30,0%

23,9%

20,0%

13,5%

10,0%

4,3%

6,4% 2,2%3,4%

2,3% 0,0%1,9%

0,0% Mjög mikilvægt

Mikilvægt

Hvorki mikilvægt né lítilvægt

Lítilvægt

Mjög lítilvægt

Mynd 29. Hversu mikilvæga telur þú færni í tölvu og upplýsingatækni?

Umræða Við samanburð á afstöðu hópanna koma nokkur atriði sem vert er að beina athyglinni að. Í mynd 22 telja tæplega 86% atvinnurekenda og stjórnenda hæfileikann til að leiðbeina eða kenna mjög mikilvægan eða mikilvægan en hinsvegar eru 64,5% nemenda á sama máli og tæplega 77% atvinnuleitenda. Í myndum 23 og 24 kemur fram greinilegur munur á afstöðu atvinnurekenda annars vegar og hinsvegar atvinnuleitenda og nemenda til umhverfisins og mikilvægi þess að draga úr notkun hráefna orku og vatns og hversu mikilvægt er að takmarka mengun, umhverfisspjöll og tap á líffræðilegum fjölbreytileika. Athygli vekur mynd 28 þar sem innt er eftir mikilvægi getunnar að vinna líkamlega erfið verkefni, telja 33,7% atvinnurekenda og stjórnenda hana annað hvort mjög mikilvæga eða mikilvæga. Sama hlutfall fyrir atvinnuleitendur er 48,8& en nemenda 67,8%. Mismunandi afstaða hópanna til færni í tölvu- og upplýsingatækni sést vel í mynd 29 þar sem 93,5% atvinnurekenda og stjórnenda telja hana mjög mikilvæga eða mikilvæga. Sömu hlutföll fyrir atvinnuleitendur er 81,2% en aðeins 67,4% nemenda.

32


Hvað er þetta með Suðurnesin? Tækifærin eru hér Tækifærin til atvinnu og atvinnuuppbyggingar eru margvísleg. Hér verður tæpt á þeim helstu. Upplýsingar í þessum kafla er dregnar saman ýmist úr athugunum og greiningum og heimasíðum hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja. Ekki er gerð tilraun til að slá tölu á fjölda væntanlegra starfa heldur eru talin upp þau störf sem þörf verður fyrir. Á vegum Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja var unnið að greiningu á vinnuaflsþörf á Suðurnesjum 2013 til 2016. Upplýsingar úr henni er að finna í kaflanum Spá um störf á Suðurnesjum 2013-2016.

Keflavíkurflugvöllur Mörg tækifæri til atvinnusköpunar á Suðurnesjum í framtíðinni má segja að séu á eða tengd Keflavíkurflugvelli eða nágrenni hans. Framkvæmdir eru hafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem miða að því að auka afköst í stöðinni og stytta biðtíma við afgreiðslu flugfarþega meðal annars með fjölgun sjálfsinnritunarstöðva, fjölgun brottfararhliða, fjölgun landamærabása og með nýjum biðsvæðum. Nokkur fjárfesting verður einnig vegna sjálfs flugvallarins og er gert ráð fyrir að framkvæmdir á þessu ári og því næsta kosti um þrjá milljarða króna (http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28459). 107.988 flugvélar fóru um íslenska flugumsjónarsvæðið árið 2012, samdráttur um 3% frá 2011. Árið 2012 fóru 2.389.3010 farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er 12,7% fjölgun frá 2011. (www.isavia.is) Fraktflutningur í tonnum gegnum Keflavíkurflugvöll árin 2003 til 2012 Til KEF

Samtals

35

60 50

25

40

15

30 20

5 -5

10 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Ár

0

Samtals frakt í gegnum Kefalvíkurflugvöll í þusundum tonna

Frakt til og frá Keflavíkurflugvallar í þúsndundum tonna

Frá KEF

Mynd 30. Fraktflutningar í þúsundum tonna gegnum Keflavíkurflugvöll 2003 til 2012 (www.kefairport.is).

33


Hvað er þetta með Suðurnesin? Eftir 2008 dró mikið úr fraktflutningum gegnum Keflavíkurflugvöll en þeir hafa svo aukist um ríflega 6% á ári síðustu árin. Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg útflutningshöfn fyrir íslensk matvæli og þá sérstaklega fullunnar fisk-, og kjöt- og mjólkurafurðir auk margskonar iðnaðarvéla. Hlutverk flugvallarins kemur til með aukast í framtíðinni.

Þörf verður á menntuðu fólki í flutningafræðum og verkafólki til að taka á móti fyrirsjáanlegri aukningu. Farþegaflug, vetrarferðamennska. Mynd 24 sýnir fjölda farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll frá árinu 2009 til 2013. Þar sést að um mikla fjölgun er að ræða, svo mikla að nærri má segja að ferðaveturinn 2012 til 2013 slái ferðasumarið 2009 út. Ef heldur áfram sem horfir næst betri nýting á fjárfestingar innan ferðaþjónustunnar og innviðir koma til með að nýtast betur. Nú þegar eru fjárfestingar að miklu leyti fullnýttar yfir sumartímann en nokkur slaki er yfir veturinn. Fjöldi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli hefur sveiflast með fjölda ferðamanna þannig að nokkur fjöldi starfsmanna hefur atvinnu 9 mánuði á ári en er án atvinnu 3 mánuði. Þetta má sjá skýrt í mynd 1 Atvinnuleysi á Suðurnesjum frá feb. 2000 til mars 2013 á bls. 9. Fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll frá janúar 2009 til maí 2013 Fjöldi hvern mánuð

Breyting milli ára

Linear (Breyting milli ára)

400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 2009

2010

2011

2012

(50.000)

Mynd 31. Fjöldi farþega gegnum Keflavíkurflugvöll frá jan. 2009 til maí 2013. (www.kefairport.is)

34

2013

70% 65% 60% 55% 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% -25% -30% -35% -40%


Hvað er þetta með Suðurnesin? Þessa sveiflu mætti minnka með aukinni vetraferðamennsku og nýsköpun t.d. heilsutengdri ferðamennsku, matarferðum, norðurljósaferðum og veðurferðamennsku sem dæmi. Þá má minnast á Reykjanesjarðvang þar sem ætlunin er að tengja nýtingu, umhverfisvernd, ferðamennsku og fræðslu um Reykjanesið á nýjan hátt. Einkenni starfa í ferðaþjónustu er hversu mörg störf eru tiltölulega lágt launuð. Fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim hefur svo í för með sér fjölgun starfa á hótelum og gististöðum, bílaleigum og fl.

Þörf er á fólki með menntun og aukna þekkingu á ferðamálum, þjónustu, markaðssetningu. Ásbrú Ásbrú er það svæði sem Varnarliðið hafði áður undir starfsemi sína. Þar var áður samfélag, búseta og vinnustaður yfir 6000 manna. Í dag er Ásbrú vaxandi atvinnusvæði í næsta nágrenni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en þar hafa á undanförnum árum risið mörg ný fyrirtæki og vegnar sumum þeirra mjög vel og vaxa hratt. Frumkvöðlasetur Frumkvöðlasetur er í Eldey, húsnæði á Ásbrú sem Heklan atvinnuþróunarfélag Suðurnesja rekur. Eldey er 3.300 fermetra húsnæði sem skiptist í skrifstofuálmu og smiðjuálmu. Í smiðjuálmunni hafa fyrirtækin svæði til þess að vinna að uppfinningum sínum. Nú þegar hafa nokkur efnileg hönnunar- og orkufyrirtæki fengið aðstöðu í Eldey.

Þörf er frumkvöðlafræðslu;allt frá hugmyndasköpun til markaðssetningar og reksturs fyrirtækja.

Heilsuklasi Hugmyndir eru um að endurinnrétta þá byggingu sem hýsti sjúkrahús Varnarliðsins undir sjúkrahús fyrir heilsuferðamenn eða lyfjaframleiðslu. Byggingin er til staðar, framkvæmdir eru í bið. Í dag er rekið heilsuhótel á Ásbrú sem býður uppá margskonar heilsuþjónustu. Heilsuhótelið er á svæði þar sem verið er að byggja upp nýtt heilsuþorp. Heilsuhótelið er námskeiðs- og afþreyingarhótel. Einstaklingar, fyrirtæki og félög geta keypt þjónustu af hótelinu. 35


Hvað er þetta með Suðurnesin?

Verði af fyrirhuguðum áformum heilsuklasa á Ásbrú er þörf á starfsmönnum menntuðum í heilbrigðisþjónustu, svo sem hjúkrunarfræðingum og læknum, iðju- og sjúkraþjálfum auk annarra heilbrigðisstarfsmanna. Kvikmyndaver Kvikmyndaver á Ásbrú er í dag stærsta kvikmyndaver landsins, en þar gefst erlendum jafnt sem innlendum kvikmyndagerðarmönnum tækifæri til að nýta áður óþekkta möguleika við framleiðslu á kvikmyndum hér á landi.

Þörf verður fyrir tæknifólk í myndatöku, hljóðvinnslu og upptöku ásamt leikurum og leikstjórum.

36


Hvað er þetta með Suðurnesin? Orkuklasi - Auðlindagarður Á Reykjanesskaganum hefur á undanförnum áratugum byggst upp mikil þekking á nýtingu á náttúruvænum orkugjöfum. Klasi utan um starfsemi grænnar orku er þegar til staðar á svæðinu en hann samanstendur af fyrirtækjum sem framleiða græna orku, nýta græna orku og bæta nýtingu á orkunni. Ásbrú mun verða vettvangur fyrir stóraukna starfsemi fyrirtækja tengdri grænni orku. Líkur er á að Orkuklasi Ásbrúar verði einstakur á heimsvísu vegna aðgangs að hreinni orku úr jarðvarmavirkjunum hér á svæðinu.

Þörf er á fólki með tækni- og verkfræðimenntun auk jarð- og auðlindafræðimenntaðra og efna- og eðlisfræðinga.

Jarðvangur Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa samþykkt að vinna að stofnun og þróun jarðvangs (e. geopark) á svæðinu. Stefnt er að því að sækja um alþjóðlega vottun á jarðvanginum og er hafinn undirbúningur umsóknar um aðild að European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network. Bundnar eru vonir við að árangur verkefnisins skili sér í fjölgun ferðafólks á svæðinu, eflingu vísindarannsókna, meiri samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og dýpri og aukinni þekkingu á viðfangsefninu jarðvangur.

Þörf er á fólki með menntun í ferðaþjónustu, markaðsmálum, jarðfræði, leiðsögn og auk þess er áætlun um að virkja fræðsluaðila á svæðinu með átaki í fræðslu um jarðfræði innan jarðvangsins.

Ásbrú Norður Sveitarfélögin Sandgerðisbær, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Garður ásamt framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) hafa gert með sér samstarf um sameiginlega þróun og uppbyggingu á Ásbrú Norður. Í samstarfi við sveitarfélögin mun Kadeco leiða vinnu við uppbygginu þessa svæðis til framtíðar. Hugmyndir samningsaðila eru að þar verði ekki einungis samgöngumiðstöð fyrir vörur og farþega heldur miðstöð virðisaukandi framleiðslu og þjónustu þar sem aðföng og afurðir komi frá eða verði fluttar til nærliggjandi heimsálfa. Fyrirmyndir slíkrar uppbyggingar má finna víða um heim og eru svæði umhverfis flugvelli og hafnir víða á meðal helstu vaxtarsvæða viðkomandi landa. Ásbrú Norður er svæði 37


Hvað er þetta með Suðurnesin? norðan Keflavíkurflugvallar, þar með talið í Helguvík og Rockville. Nánari skilgreining svæðisins verður hluti af samstarfinu, en þar liggja saman skipulags- og landamörk sveitarfélaganna. Ljóst er að mikil tækifæri felast í þeirri uppbyggingu sem nú þegar er í gangi. Í Helguvík getur myndast góður grunnur að klasauppbyggingu með byggingu álvers og kísilverksmiðju.

Helguvík Reykjanesbær hefur skipulagt lóðir fyrir hafnsækna starfsemi í Helguvík. Þar eru starfandi Portlandsement og Helguvíkurmjöl. Auk lóða fyrir hafnsækna starfsemi eru lóðir fráteknar á Helguvíkursvæðinu fyrir smáiðnað og matvælaframleiðslu. Álver Ef álver Norðuráls í Helguvík verður að veruleika verða störfin þar fjölþætt. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2008 og hefur síðan verið unnið við framkvæmdir á svæðinu. Bygging kerskála er þegar hafin. Á rekstrartíma er gert ráð fyrir að um 600 ný störf verði til í álverinu og 800-1000 bein afleidd störf í samfélaginu. Áætlað er að ríflega 4.000 ársverk þurfi við byggingu álversins.. (www.samal.is)

Þörf er á að ráða starfsmenn sem eru verkfræðingar, vélvirkjar, tæknifræðingar, vélstjórar, viðskiptafræðingar, rafvirkjar, rafsuðumenn,

efnafræðingar,

eðlisfræðingar,

smiðir,

líffræðingar

og

tölvunarfræðingar, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast sérhæfingu við störf sín og nám hjá álverinu..

Kísilver Í febrúar 2011 var undirritaður fjárfestingarsamningur við Íslenska kísilfélagið ehf. og var áætlað að hefja framkvæmdir á síðasta ári. Verkefnið er í biðstöðu.

Gera má ráð fyrir að þörf verið fyrir samskonar menntun starfsmanna kísilversins og álversins. .

38


Hvað er þetta með Suðurnesin? Bláa lónið Bláa lónið myndast af afrennsli orkumannvirkja Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Jarðsjórinn hefur mikil og jákvæð áhrif á húð þeirra sem baða sig í lóninu. Unnið er markvisst að því að skapa verðmæti úr hinni náttúrulegu auðlind sem jarðsjórinn er, svo sem með uppbyggingu heilsu- og lækningalindar og þróun húðvara. Í dag er Bláa lónið einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Áætlanir eru um frekari stækkun og byggingu hótels við lónið.

Þörf er á fólki með fjölbreytta menntun í ferðaþjónustu svo sem þjónustu, matreiðslu, tungumálum, í rannsóknum og framleiðslu á húðvörum auk tölvunar- viðskipta- og markaðsfræði.

Sjávarklasinn - Matvælaklasi Á .Suðurnesjum er kjörið tækifæri til klasamyndunar fyrirtækja í sjávarútvegi, því undirstöðurnar eru mjög sterkar ef litið er á Suðurnesin sem eitt atvinnusvæði. Þar má finna tæknifyrirtæki í sjávarútvegi, fjöldann allan af fiskvinnslufyrirtækjum sem vinna að fullvinnslu afurða, fimm fiskiskipahafnir og stórskipahöfn, fisktækninám og rannsóknaaðstöðu, smiðjur ýmiskonar og skipasmíða- og viðgerðastöð. Skoða þarf kvóta úthlutanir betur og gæta þess að ekki sé eingöngu litið til stærðar sveitarfélaga, heldur að einnig verði litið til þess hvernig atvinnuástand er á tilteknum svæðum. Útgerðir á Suðurnesjum hafa síðastliðin sjö fiskveiðiár fengið að meðaltali 15,73% af heildar úthlutuðu aflamarki en hlutfallið hefur lækkað um 2,79% frá 2007/2008. Á Suðurnesjum eru alls 106 skráðar útgerðir en af þeim hafa Þorbjörn, Vísir í Grindavík og Nesfiskur í Garði mestan úthlutaðan kvóta af samanlögðu aflamarki og raða sér meðal 15 stærstu útgerða landsins eftir úthlutun í þorskígildum. Meirihluti úthlutaðs aflamarks á Suðurnesjum hefur farið til útgerða með heimahöfn í Grindavík (Sigurður Logi Snæland, 2012). Codland er nýsköpunar fyrirtæki sem áætlar að tvöfalda verðmæti hvers þorsks á næstu árum. Stolt Sea Farm er að byggja upp mjög stóra fiskeldistöð á Reykjanesi, undir eldi Senegalflúru. Í eldið er nýtt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun.

Þörf er á starfsmönnum með menntun í matvælaframleiðslu þar sem áhersla er á gæði vöru, rannsóknir og þróun auk sjómanna og fiskeldis- og fiskvinnslufólks, matreiðslumanna og matartækna. 39

.


Hvað er þetta með Suðurnesin? Fjölbreytt tækifæri fjölbreytt störf. Ljóst er að þó aðeins yrði veruleiki úr nokkrum þessara atvinnutækifæra minnkar viðvarandi atvinnuleysi mikið. Þörf er á fólki með menntun og aukna þekkingu á ferðamálum, þjónustu, markaðssetningu, heilbrigðisþjónustu s.s. hjúkrunarfræðingum og læknum, fólki með tækniog verkfræðimenntun auk menntunar í jarð- og auðlindafræðum og efna- og eðlisfræði; verkfræðingum, vélvirkjum, tæknifræðingum, vélstjórum, viðskiptafræðingum, rafvirkjum, rafsuðumönnum, efnafræðingum, eðlisfræðingum, smiðum, líffræðingum og tölvunarfræðingum, auk ófaglærðra starfsmanna sem öðlast sérhæfingu við störf sín og nám. Þá þarf fólk með fjölbreytta menntun í ferðaþjónustu svo sem framreiðslu, þjónustu , matreiðslu, tungumálum, í rannsóknum og framleiðslu á húðvörum auk tölvunar- viðskipta- og markaðsfræði, á starfsmönnum með menntun í matvælaframleiðslu þar sem áhersla er á gæði vöru, rannsóknir og þróun auk sjómanna og fiskvinnslufólks. Auk þessara starfa er þörf á ófaglærðu en sérhæfðu starfsfólki.

40


Hvað er þetta með Suðurnesin? Framhaldsnám á Suðurnesjum Menntastofnanir á Suðurnesjum sem sinna framhaldsmenntun eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fisktækniskóli Íslands, Keilir og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskóli Suðurnesja er framhaldsskóli sem býður fjölbreytt bóklegt og verklegt nám. Skólinn er áfangaskóli en í því felst að námsefni í einstökum greinum er skipt niður í afmarkaða áfanga sem kenndir eru í eina námsönn og lýkur með prófi eða öðru námsmati í annarlok. Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja geta valið um bóklegt nám sem lýkur með stúdentsprófi, fjölbreytt iðnnám og styttri starfsnámsbrautir. Skólinn útskrifar sjúkraliða. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er kjarnaskóli í netagerð og hefur því frumkvæði að þróun og nýjungum í námi og endurmenntun netagerðarmanna. Skólinn er eini framhaldsskólinn á landinu sem býður kennslu í netagerð. Í skólanum er einnig í boði almenn braut-fornám fyrir nemendur sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi einkunnum til að hefja nám á öðrum brautum. Þá rekur skólinn starfsbraut fyrir fatlaða nemendur. Löggæslu- og björgunarbraut og Tölvuþjónustubraut eru nýjar tveggja og fjögurra anna starfsnámsbrautir í skólanum. Komið áður Í skólanum eru 35 bóknámsstofur, 3 tölvustofur, teiknistofa, tilraunastofur fyrir raungreinar, verknámsstofur fyrir hársnyrtiiðn, vélstjórn, málmsmíði, rafvirkjun, tréiðnir, netagerð, fatagerð og sjúkraliðanám og bókasafn. Kynjahlutfall nemenda á vorönn 2013 var karlar 53% og konur 47%. Tafla 4. Kynjaskipting á brautum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorönn 2013

Brautir Stúdentsbrautir Verknámsbrautir Starfsnámsbrautir Almennar brautir Starfsbraut

KK 43% 90% 54% 63% 60%

KVK 57% 10% 46% 37% 40%

Fjölbrautaskóli Suðurnesja er skóli Suðurnesjamanna og nemendur hans eru úr öllum byggðarlögum svæðisins auk þess sem alltaf eru í skólanum nokkrir nemendur annars staðar frá. Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum (Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar) reka skólann í samstarfi við ríkisvaldið.

Fisktækniskóli Íslands Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík var komið á fót á vordögum 2010 og hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldis á framhaldsskólastigi ásamt

41


Hvað er þetta með Suðurnesin? endurmenntun fyrir starfandi fólk. Þá mun skólinn bjóða nám í netagerð (veiðafæragerð) á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að námi loknu og tilsvarandi vinnustaðanámi hefur nemandi öðlast grunnþekkingu og leikni í öllum almennum þáttum sjávarútvegs. (www.fiskt.is)

Keilir Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, var stofnaður vorið 2007. Keilir starfar sem stendur í fjórum skólum. Hver þeirra hefur sínar áherslur í samræmi við markmið Keilis að byggja á mikilvægi alþjóðaflugvallar og umhverfisvænum auðlindum en jafnframt að nýta þá þekkingu sem er til staðar í nærumhverfinu.

Háskólabrú Á Háskólabrú fer fram undirbúningsnám fyrir háskólanám. Nemendur skulu hafa lokið um 70 einingum í framhaldsskóla en ljúka að ári liðnu námi á Háskólabrú sem veitir inngöngu í háskóla. (www.keilir.net)

Íþróttaakademía Íþróttaakademía Keilis leggur áherslu á að þróa og bjóða uppá nám á sviði heilsu- heilbrigðis- og íþróttafræða. (www.keilir.net)

Tæknifræði Keilir býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi í samstarfi við Háskóla Íslands. Námið er þriggja ára fullgilt 214 ECTS eininga starfsréttindanám sem veitir rétt til að sækja um starfsheiti tæknifræðings. Nemendur geta valið um mekatróník hátæknifræði eða orku- og umhverfistæknifræði. (www.keilir.net)

Flugakademían Flugakademía Keilis stefnir að því að hafa allt flugtengt nám undir einum hatti og skipa því verðugan sess í skólakerfinu. Hægt er að læra til einka- og atvinnuflugréttinda, flugrekstrar, flugþjónustu, auk náms í flugumferðarstjórn og flugvirkjun. (www.keilir.net)

42


Hvað er þetta með Suðurnesin? Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leggur metnað sinn í að skapa tækifæri til menntunar og anna mikilli eftirspurn eftir fjölbreyttum námsleiðum. Námsleiðir og smiðjur hafa verið svar við alvarlegu atvinnuástandi og erfiðleikum í atvinnulífi á Suðurnesjum. Þar hefur MSS einblínt á leiðir til þess að veita nemendum tækifæri til að nýta námskeið og námsleiðir sem stökkpall í meira nám. Segja má að með þessum námsmöguleikum sé komið til móts við þá einstaklinga sem áður hafa fallið úr námi en aðstæður í MSS eru kjörnar til þess að byggja upp aukið sjálfstraust og fá nýja sýn á nám og störf. Unnið hefur verið markvisst að samstarfi við aðra skóla þannig að meta megi nám hjá MSS t.d. til almennra greina í iðnnámi eða sem undirbúningur fyrir lengra bóklegt nám. Eins hefur tekist að skapa góða samfellu í bóklegu námi þannig að þeir sem minnstu menntun hafa geta tekið grunn í bóklegum fögum skref fyrir skref Hlutverk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er að efla endur- og símenntun Suðurnesjamanna og auka menntun og lífgæði íbúa svæðisins og efla þannig einstaklinga og atvinnulíf. Miðstöðin veitir náms og starfsráðgjöf og persónulega þjónustu og umhverfi til náms þar sem einstaklingum líður vel. MSS hefur auðveldað fólki sem hætti í námi einhverra hluta vegna, að hefja aftur nám. Nemendur úr Menntastoðum MSS fá aðgang að Háskólabrú Keilis og Frumgreinadeildum Háskólans á Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Einnig sér MSS um fjarnámsaðstöðu nema við Háskólann á Akureyri. (www.mss.is) Margir nemendur af Suðurnesjum hafa nýtt sér fjarnámsaðstöðu MSS til að stunda sitt nám við Háskólann á Akureyri. Fjölmennustu fögin hjá MSS í fjarnámi við HA eru hjúkrunarfræði, viðskiptafræði, sálfræði, iðjuþjálfunarfræði og kennslufræði. Námsleiðir og smiðjur MSS hefur boðið upp á margar bóklegar námsleiðir í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þar má nefna Grunnmenntaskólann og Menntastoðir en þar er lögð áhersla á almennar greinar, upplýsingatækni og sjálfstyrkingu, Skrifstofuskólann, sem er nám tengt störfum í skrifstofugreinum og Aftur í nám, námskeið fyrir lesblinda. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám sem miðast við grunn í bóklegum fögum. Leiðin hentar vel fyrir þá sem hafa litla formlega menntun og jafnvel ekki lokið grunnskóla. Reynslan hefur sýnt að Grunnmenntaskólinn er góður undirbúningur fyrir Menntastoðir og

43


Hvað er þetta með Suðurnesin? að skapa má samfellu í námi með þessum leiðum og þannig bæta möguleika brottfallsnemenda til þess að fara aftur af stað í nám. Eins hefur Grunnmenntaskólinn reynst góð leið fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál til þess að þjálfast í töluðu máli sem og rituðu. Um 30 nemendur luku Grunnmenntaskólanum árið 2012 og nokkuð margir þeirra héldu áfram í meira nám, t.d. í Menntastoðum. Menntastoðir njóta síaukinna vinsælda hjá miðstöðinni og hefur námsleiðin sannarlega fest sig í sessi. Boðið er upp á þrjár leiðir þ.e. staðnám, dreifinám og fjarnám. Sífellt fleiri nýta sér námsleiðina sem fyrsta skref að frekara námi og margir útskrifaðra halda áfram í nám. Vel hefur tekist að sporna við brottfalli nemenda úr námsleiðinni en mikið álag og hraði í náminu hefur oft reynst nemendum erfiður þröskuldur. Aukin sjálfstyrking, betri tengsl við verkefnastjóra og náms- og starfsráðgjafa hefur stuðlað að því að brottfall er nánast ekkert og hóparnir eru samheldnari og einstaklingarnir metnaðarfyllri fyrir vikið. Skrifstofuskólinn er námsleið tengd skrifstofugreinum og er ætluð þeim sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki eða þeim sem vilja efla sig í starfi. Lokamarkmið leiðarinnar er m.a. að nemendur efli færni sína og auki sjálfstraust og hæfni til þess að starfa á nútímaskrifstofu. Leiðin hefur notið vinsælda og ný tækifæri skapast t.d. með raunfærnimati, unnið í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Aftur í nám er námsleið sem hefur skapað sér sess í samfélaginu en leiðin er ætluð lesblindum einstaklingum og byggir á Ron Davis aðferðinni um lesblinduleiðréttingu. Óhætt er að segja að námskeiðið hafi opnað dyr fyrir marga einstaklinga sem töldu að þeir gætu aldrei yfirstigið þá hindrun sem lesblinda getur óneitanlega verið í námi. Leiðin veitir einstaklingum trú á því að þeir geti lært og bætir lífsgæði margra lesblindra einstaklinga. Undanfarin 2 ár hefur MSS þróað 120 kennslustunda smiðjur eftir námsskrá FA um Opnar smiðjur. Meginmarkmið smiðjanna er að leyfa þátttakendum að kynnast ákveðnum fögum og störfum með því að læra vinnubrögð í gegnum vinnustofur (work shop). Á síðasta ári keyrði MSS Járn- og trésmiðju, Hljóðsmiðju, Kvikmyndasmiðju og Grafíska hönnunarsmiðju sem allar tókust vel og var þátttaka góð. Grafíska hönnunarsmiðjan var vinsælust og fóru 5 hópar í gegnum námið árið 2012.

44


Hvað er þetta með Suðurnesin?

Spá um fjölda starfa 2013-2016 Í skýrslu þeirra Guðrúnar Eggertsdóttur og Vilberts Gústafssonar fyrir vinnumarkaðsráð Suðurnesja og Hekluna- atvinnuþróunarfélags Suðurnesja í júní 2013 er gerð spá um vinnuaflsþörf á Suðurnesjum 2013 til 2016. Í henni eru birtar þrjár sviðsmyndir, bjartsýni, miðlungs og svartsýnispá (Guðrún Eggertsdóttir & Vilbert Gústafsson , 2013). Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að í dag sé um 10.900 störf á Suðurnesjum. Vinnuaflið eru þeir sem eru á aldrinum 16 til 74 ára. Þó eru ekki allir á þessum aldri í vinnu, hluti vinnuafls sækir menntun, eða er í atvinnuleit eða vinnu annarstaðar en á Suðurnesjum. Höfundar setja fram markmið um 3% atvinnuleysi árið 2020 sem þýðir að 330 manns verði án atvinnu þá en skapa þurfi um 700 störf fram til ársins 2020 miðað við fjölgun á vinnumarkaði um 376 á næstu fjórum árum. Höfundar skýrslunnar virðast ekki gera ráð fyrir aðflutningi vinnuafls til Suðurnesja. Spálíkan var gert til að spá fyrir um fjölgun starfa, notast var við þjóðhagspá Hagstofunnar og fyrirtækjagagnagrunn Heklunnar sem gerður er eftir ISAT 2008 staðlinum yfir flokkun fyrirtækja. Líkanið metur áhrif innri þátta fyrirtækjanna og þeirra ytri aðstæðna sem áhrif hafa á rekstur þeirra, svo hægt sé að nálgast vinnuaflsþörf hverrar atvinnugreinar sem best. Atvinnugreinar sem mælast í sérstaklega mikilli áhættu eru:    

Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Framleiðsla Heild og smásöluverslun Önnur þjónusta og ótilgreind starfsemi (sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi auk upplýsinga og fjarskipta)

Nú þegar eru 53 fyrirtæki í alvarlegum fjárhagsvandræðum og að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir því að umrædd fyrirtæki séu líklegust til að segja upp starfsfólki. Einnig er veruleg hætta á að þau hverfi af markaði.

45


Hvað er þetta með Suðurnesin? Í töflu 5 má sjá hvernig líkanið spáir fjölgun starfa á árunum 2013 til 2016 í þeim atvinnugreinum sem í spánni voru. Miðað við miðlungs og svartsýnisspárnar er fjölgun vinnuafls meiri en fjölgun starfa. Tafla 5. Fjölgun starfa 2013-2016

Fjölgun starfa Atvinnugreinar 6 af 11 Framleiðsla Heilbrigðis- félagsþjónusta , félagstarfsemi... Fræðslustarfsemi, menningar, íþróttir .... Fasteignastarfsemi og leigustarfsemi Flutningur og geymsla Heild- og smásöluverslun, viðgerðir vélknúnum... Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð Fjármála- og vátryggingarstarfsemi Önnur þjónusta ótilgreind starfsemi Rekstur gististaða og veitingarekstur Heildar fjölgun starfa innan allra greina

Tafla 6. Fjölgun vinnuafls 2013 til 2016

2014 121 182 219

2015 122 185 223

Miðlungsspá 112 91 69 63 52 52 4 9 -10 44 20 505

Svartsýnispá 76 68 52 46 39 39 3 -22 -11 33 15 337

Tafla 7. Fjölgun starfa 2013 til 2016

Fjölgun starfa

Fjölgun vinnuafls 2013 Bjartsýnispá 119 Miðlungsspá 179 Svartsýnispá 215

Bjartsýnispá 147 113 86 78 65 65 5 40 -8 54 25 670

2013 Bjartsýnispá 139 Miðlungsspá 102 Svartsýnispá 65

2016 123 187 227

2014 260 207 154

2015 234 186 139

2016 39 10 -20

Tafla 8. Spáð hlutfall atvinnuleysis 2013 - 2016

Atvinnuleysis hlutfall 2013 Bjartsýnispá 8,6% Miðlungsspá 9,3% Svartsýnispá 9,9%

2014 7,2% 9,6% 11,5%

2015 4,9% 9,9% 13,6%

2016 3,4% 11,6% 17,7%

Þar sem þjóðhagstærðir í þjóðhagspá Hagstofunnar eru notaðar við spálíkanið koma ekki fram beinar svæðisbundnar afleiðingar á Suðurnes, ef þau atvinnutækifæri sem nú eru í bígerð verða að veruleika. Ef af þeim verður má búast við töluvert meiri svæðisbundnum áhrifum en spálíkönin gera ráð fyrir.

46


Hvað er þetta með Suðurnesin? Niðurstöður Veikleikar Reykjanessvæðisins tengjast einkum veikum innviðum þess. Þar ber helst að nefna tiltölulega lágt menntunarstig íbúa, lág fjárframlög til menntamála, sundrungu og hrepparíg, og síðast en ekki síst veika fjárhagsstöðu fyrirtækja og sveitarfélaga á Suðurnesjum. En tækifærin eru mýmörg og brýnt er að blása íbúum og stjórnendum eldmóði í brjóst. Sýna fram á að framtíðin sé björt en ekki svört. Ljóst er að þörf á fólki með ólíka og fjölbreytta menntun verður til staðar næstu árin fyrir ungt fólk sem er á leið út á vinnumarkaðinn. Ef úr rætist, það er að þau atvinnutækifæri sem nú eru á borðinu verða að veruleika, mun næg atvinna verða til fyrirsjáanlegrar framtíðar á Suðurnesjum. Hætta er á að ákveðinn skortur á hæfum starfsmönnum verði á Suðurnesjum. Fari fyrrgreind atvinnutækifæri af stað er fyrirsjáanlegur skortur á menntuðu starfsfólki til að vinna þau sérhæfðu störf sem þörf er á. Þeirri þörf verður aðeins fullnægt með rétt menntuðum nýjum starfsmönnum á vinnumarkaði, endurmenntun og þjálfun þeirra sem fyrir eru eða með innflutningi á erlendu menntuðum vinnuafli. Gera má ráð fyrir því að fjölgun verði á framhaldskólanemendum hér á Suðurnesjum í náinni framtíð. Fyrirséð er að í framtíðinni verði mikil þörf á verk- og tæknimenntuðum starfsmönnum á Suðurnesjum. Jafnframt verður líklega vöntun á starfsmönnum með menntun á sviði rafvirkjunar, vélstjórnar og annarra iðngreina og sérhæfðum verkamönnum. Sóknarfæri eru í skapandi greinum og fólki með sérkunnáttu á sviði vefhönnunar og forritunar svo dæmi séu tekin. Brýnt er að efla þá einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í langan tíma, með ráðgjöf og skilyrtri þátttöku í úrræðum sem miða markvisst að því að virkja þá og styrkja til þátttöku í samfélaginu. Helstu aðgerðir menntastofnana á Suðurnesjum ættu að vera til skamms tíma að undirbúa átak í að virkja þann fjölda fólks sem er óvirkur á vinnumarkaði til að slá á það lærða hjálparleysi sem einkennir fjölda manns. Þetta er ekki aðeins hlutverk skóla heldur samfélagsins alls. Leiðir að þessu markmiði eru að efla námsráðgjöf og starfsráðgjöf, sjálfstyrking atvinnuleitenda og markviss stuðningur, öflug starfakynning, hvatning og fjölbreytileik í námsvali.

47


Hvað er þetta með Suðurnesin? Auka ætti og fjölga þeim fögum / störfum sem ófaglærðir ættu möguleika á að taka raunfærnimat í. Með því væri verið að viðurkenna óformlegt og formlaust nám sem byggir á þeirri hugmynd að nám eigi sér ekki aðeins stað innan hins formlega skólakerfis heldur einnig undir alls konar kringumstæðum og í mismunandi samhengi. Með raunfærnimati á óformlegu og formlausu námi öðlast fullorðið fólk á vinnumarkaði fleiri tækifæri til þess að sækja sér menntun og þjálfun til að auka færni sína. Auðvelda þarf og auka aðgengi almennings að náms- og starfsráðgjöf sem gæti gefið ráð um starfsþróun, sí- og endurmenntun. Einstaklingar fengju markvissan stuðning við að fóta sig í námi og starfsþróun, hvar áhugasvið þeirra liggja og hvar og hvernig hægt er að öðlast þá þekkingu og hæfni sem viðkomandi starfsþróun krefst. Samfélagið á Suðurnesjum mun ekki fara varhluta af þeim breytingum sem nú ganga yfir Ísland og umheiminn þar sem meiri áhersla er lögð á þjónustu og þekkingu. Eina markmið samfélagsins ætti að vera að gera hvern og einn einasta karl og konu að þekkingarstarfsmanni, þann sem býr yfir þekkingu um starf sitt, vill öðlast eða afla sér þekkingar um það og miðla henni.

48


Hvað er þetta með Suðurnesin? Heimildaskrá Acemoglu, D. (2002). Technical change, inequality and the labour market. Journal of economic literature, 40(1), 78-118. Battu, E. (1999). Overeducation among graduates: a cohort view. Education economics, 7(1), 21-38. Borghans, L., & de Grip, A. (2000). The debate in economics about skill utilisation. Í: de Grip, A.

;

Borghans,

L.

(Ritstj).

Sótt

13.

janúar

2013

frá

http://www.uva-

aias.net/uploaded_files/regular/bookcontents-overeducated-1.pdf: http://www.uvaaias.net/uploaded_files/regular/bookcontents-overeducated-1.pdf Büchel, F. (2002). The effects of overeducation on productivity in Germany: the firms' viewpoint. Economics of education review, 21(3), 263-275. Christian F. Lettmayr, A. D. (2012). Skill mismatc. The role of the enterprise. The European Centre for the Development of Vocational Training. Luxembourg: Publications Office of the European Union. Dr. Sigurður Jóhannesson, Anna Guðrún Ragnarsdóttir, & Ólafur Garðar Halldórsson . (2010). Áhrif Keflavíkurflugvallar og Ásbrúar á atvinnástand á Suðurnesjum. Reykjavík: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Dupuy, A., & de Grip, A. (2002). Do large firms have more opportunities to substitute between skill categories than small firms? Working paper 02-01, Centre for labour market and social research,, Aarhus. Frank, R. (1984). Are workers paid their marginal products? American economic review, 74(4), 549-571. Guðrún Eggertsdóttir, & Vilbert Gústafsson. (2013). Vinnuaflsþörf á Suðurnesjum 2013 2016. Reykjanesbær: Vinnumarkaðsráð Suðurnesja. Hanna María Kristjánsdóttir. (2012). Efling menntunar á Suðurnesjum. Samantekt þróunarverkefnis. Reykjanesbær: Mennta og menningarmálaráðuneytið.

49


Hvað er þetta með Suðurnesin? Hartog, J. (2000). Overeducation and earnings: where are we, where should we go? Economics of education review, 19(2), 131-147. International,

D.

(2011).

http://www.drakeint.com.

Sótt

1.

3

2012

frá

http://www.drakeint.com Jovanovic, B. (1979). Job matching and the theory of turnover. Journal of political, 87(5), 972-990. Kadeco. (2009). Kadeco Menntunarstig . Capacent. Lára Kristín Sturludóttir. (2012). Nauðungarsala íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum 2001–2011. Skýrsla, desember 2012. Keflavík: Sýslumaðurinn í Keflavík. Oyer, P., & Schaefer, S. (2011). Personnel economics: hiring and incentives. Í C. David, & C. David (Ritstj.), Handbook of labour economics. (B. 4, bls. 1769-1823). Amsterdam: Elsevier,. Rumberger, R. (1987). The impact of surplus education on productivity and earnings. Journal of human resources, 22(1), 24-50. Sigurður Logi Snæland. (2012). Haftengd starfsemi á Suðurnesjum - Kortlagning fyrirtækja. Reykjavík: Íslenski sjávarklasinn. Velferðarvaktin. (2011). Áfangaskýrsla samstarfshóps á Suðurnesjum. Reykjavík : Velferðarráðuneytið.

50

Hvad er tetta med sudurnesin  

Rannsókn á þekkingarþörf á Suðurnesjum

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you